Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sturtuklefar heilir með 4 hliðum,
sturtubotni og sturtusetti.
Stærðir 70x70, 80x80,
90x90 og 72x92
Bæði ferkantaðir og
bogadregnir.
Heilir
sturtuklefar
Ármúla 21, sími 533 2020
Morgunblaðið/Golli
HÓPUR vina fylgdi Erró er hann kom hingað til
lands fyrir helgi í tilefni af opnun yfirlitssýningar
Errósafnsins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi
um helgina. Á laugardagsmorguninn hélt hópurinn í
Kringluna til að skoða mósaíkverkið Silfurþeysi eftir
Gestir Errós skoða Silfurþeysi
ATHAFNA þýðverska myndlist-
armannsins Werners Möllers frá
Cuxhaven sér víða stað, jafnt í mál-
verki, skúlptúr, grafík og veflist.
Listamaðurinn er annars fæddur í
Lübeck 1920 og nam grafík í
listaháskólanum þar í borg á árun-
um 1936-39 er hann var kallaður í
herinn. Að stríði loknu hélt hann til
Cuxhaven 1946 þar sem hann setti
upp eigið grafíkverkstæði en sinnti
einnig málverkinu og hélt sína
fyrstu sýningu í borginni sem og
listaþorpinu nafnkennda Worps-
wede sama ár.
Möller hefur verið mikilvirkur í
félagsmálum myndlistarmanna í
Norð-vestur Þýskalandi sem og
sýningahaldi, jafnframt unnið fjölda
verka fyrir opinberar byggingar,
lágmyndir bronsskúlptúra og
glugga í kirkjur. Ásamt konu sinni
stofnaði hann Gallery Artica í
Cuxhaven árið 1967 með það mark-
mið í huga að stefna saman lista-
mönnum víðs vegar að úr heiminum.
Listhúsið Artica hefur frá upphafi
verið miðpunktur í menningarlífi
borgarinnar, þar sem myndlistar-
menn, tónlistarmenn og skáld hafa
hist og sýnt verk sín, flutt tónlist og
fagurbókmenntir. Hér er þannig um
sjóaðan listamann að ræða sem eftir
öllu að dæma mun enn í fullu fjöri og
vel virkur kominn á níræðisaldur.
Cuxhaven er vinaborg Hafnar-
fjarðar, sem hefur leitt til ýmissa
samskipta á menningarsviðinu og
eðlilega stefndi það listamanninum
og menningarfrömuðinum Werner
Möller til Íslands. Kom hingað fyrst
1992, dvaldi og vann í gistivinnu-
stofunni í Hafnarborg í boði Hafn-
arfjarðarbæjar. Árið eftir þáði hann
boð um að halda stóra yfirlitssýn-
ingu í Hafnarborg þar sem gat að
líta flest þau listform sem hann hef-
ur komist í návígi við á löngum
starfsferli. Hann hélt aftur sýningu
í Hafnarborg 1996, og af því tilefni
var gefin út bók um listamanninn og
verk hans.
Á þessari þriðju sýningu Werners
Möllers í Hafnarborg eru að meg-
inhluta til lítil málverk, 30 að tölu,
einnig eitt ofið textílverk, jafnframt
einn skúlptúr og eitt textílverk í
eigu listamiðstöðvarinnar.
Málverkin eru eins konar ab-
straktstef af ljóðrænara taginu,
leiða hugann að stílbrögðum sem
fengu heitið „peinture pure“, eða
hreina málverkið eftir síðari heims-
styrjöld. Þar ráða einungis huglæg-
ar kenndir gerandans ferðinni
hverju sinni ásamt þjálfuðum til-
finningum fyrir samspili línu, lita og
forma. Útrás innri hughrifa má
nefna þennan óformlega málunar-
máta, þar sem litir og form ráðast af
stemmningunni sem listamaðurinn
er í hverju sinni og hlutvakinn heim-
ur ekki sýnilegur. Allar eru mynd-
irnar aflangar og jafnstórar, upp-
hengingin einungis brotin upp með
þremur stærri og veigameiri verk-
um, þ.e. ofnu textílunum og högg-
myndinni. Þær hanga í jafnri og
markaðri röð sem hlykkist um alla
veggi Sverrissalar og Apóteksins.
Tæpast ávinningur fyrir máluðu
verkin sem gerir framninginn í
heild eintóna og sviplausan, æski-
legt hefði verið að brjóta uppheng-
inguna meira upp til að áhrifamátt-
ur og slagkraftur einstakra verka
yrði meiri, jafnvel notast við milli-
veggi. Er þannig sannfærður um að
þessi verk njóti sín öllu betur ein sér
en í þessum eintóna heildarhryni
sem virkar eins og síbylja samkynja
lit- og formstefa. Lakara er að sýn-
ingin í heild gefur ókunnugum ekki
rétta hugmynd um listamanninn,
um það er falleg og vel hönnuð bók
sem frammi liggur í móttökunni til
vitnis um. Ofnu teppin og skúlptúr-
inn herma gestinum af drjúgum og
fjölhæfum listamanni og ekki síður
hrifmestu málverkin.
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Eitt af málverkum Werners Möllers í Hafnarborg.
Tónaraðir
og endurómun
MYNDLIST
H a f n a r b o r g
S v e r r i s s a l u r / a p ó t e k
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
þriðjudaga. Til 2. júlí. Aðgangur
300 krónur í allt húsið.
MÁLVERK/ VEGGTEPPI/
SKÚLPTÚR
WERNER MÖLLER
Bragi Ásgeirsson
Erró, sem afhjúpað var á síðasta ári. Duarte
Garcia, eigandi stærstu keramikverksmiðju Portú-
gals, sem framleiddi keramikflísarnar í verkið og
setti það saman, var meðal gesta, og gaf hann við-
stöddum innsýn í vinnuferlið.
„ÞAÐ þótti ýmsum ansi djarft af mér
að þiggja þetta boð þar sem Kó-
lombía er talin vera eitt hættuleg-
asta land veraldar,“ segir Vilborg
Dagbjartsdóttir sem nýkomin er
heim frá 10 daga alþjóðlegri ljóðahá-
tíð í Medellín í Kolombíu.
„Þetta var mikil upplifun og sann-
arlega reynsla sem ég hefði ekki vilj-
að vera án, bæði sem manneskja og
skáld,“ segir Vilborg og kveðst hafa
átt þess kost að heimsækja borgina
Cali sem talin er vera hættulegasta
borgin í Kólombíu. „Ferðamönnum
stafar mikil hætta af því að vera
rændir eða vera hreinlega rænt og
okkur var beinlínis bannað að fara út
á göturnar fylgdarlaust eða eftir að
myrkur var skollið á. Á hótelinu voru
vopnaðir lögreglumenn á öllum
göngum. En fólkið er elskulegt þrátt
fyrir mikla eymd og fátækt. Mér var
tjáð að 95% þjóðarinnar væru fátæk-
lingar. Áhugi fólksins á skáldskap er
sérstaklega mikill og hvar sem við
komum til að lesa upp dreif að fólk úr
öllum áttum til að hlýða á.“
Vilborg segir Medellín-borg eiga
sér sérstaka sögu. „Hún byggist upp
á 17. öld af spænskum gyðingum sem
flúðu ofsóknir í heimalandinu. Þeir
blönduðust lítið við heimamenn lengi
framanaf en á síðustu öld tók borgin
vaxtarkipp og varð síðan frægust
fyrir að vera miðstöð eiturlyfjabar-
ónsins Pablo Escobar sem var drep-
inn fyrir nokkrum árum. Okkur var
sagt að nú væri Cali tekin við því
hlutverki. Ljóðahátíðin í Medellín er
andóf fólksins gegn auðhyggju og
glæpahneigð. Ljóðinu og menning-
unni er teflt fram gegn spillingunni
og glæpunum. Þarna voru saman-
komin skáld frá öllum heimshornum
og dagskráin var þannig byggð upp
að við fórum í litlum hópum og lásum
upp á götum, torgum, skólum,
barnaheimilum og fangelsum. Sá
háttur var hafður á lestrinum að
skáldið las á móðurmáli sínu og síðan
flutti heimamaður þýðingu á
spænsku. Það var mikil reynsla fyrir
mig að koma í kvennafangelsi og lesa
upp fyrir konurnar sem þar voru.
Þær voru á öllum aldri og höfðu mik-
inn áhuga á okkur. Skelfilegt þótti
okkur að heyra að þær sem ættu
börn mættu hafa þau hjá sér í fang-
elsinu til 3 ára aldurs en þá væri
börnunum fleygt út á götuna. Fyrir
utan fangelsið var hópur af börnum
sem þannig var ástatt um og reyndu
að ná sambandi við mæður sínar.
Önnur hlið á málstað munaðarlausra
barna blasti við mér í flugvélinni til
London frá Bogatá. Þar var hópur af
Hollendingum sem var að snúa heim
með fjölda smábarna sem þau höfðu
verið að sækja til ættleiðingar. Þau
börn eiga fyrir sér að verða farsælir
smáborgarar í Hollandi. Það er eitt-
hvað rangt við þetta allt saman.“
Ljóðahátíðinni í Medellín lauk síð-
an með sex klukkustunda langri
ljóðadagskrá í útileikhúsi sem kennt
er við Carlos Vieco. „Þarna komu
þúsundir manna til að hlýða á skáld-
in lesa úr verkum sínum og stundum
mátti heyra saumnál detta, svo sterk
var samkenndin og einbeiting áhorf-
endanna,“ segir Vilborg Dagbjarts-
dóttir reynslunni ríkari eftir ferð
sína til Kólombíu.
Ljóð gegn spill-
ingu og glæpum
Ljóðaveisla í lok hátíðarinnar að viðstöddum nokkur þúsund manns.
Vilborg Dagbjartsdóttir ásamt tveimur skáldbræðrum. Dimitru Ilion
frá Rúmeníu og Hans Scheier frá Þýskalandi.
Vilborg Dagbjartsdóttir
er snúin heim eftir 10
daga dvöl á alþjóðlegri
ljóðahátíð í borginni
Medellín í Kólombíu.
Hún segist ekki hafa
viljað vera án þeirrar
reynslu.