Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLT frá dögum Haraldar lúfu til okkar daga hafa Norsarar nýtt auðlindir Íslands að hætti ný- lenduþjóða. Hákon gamli gerði Ís- lendinga skattskylda sér 1262 og utanríkisverzlun Íslendinga var í höndum Norsara. Árið 1868 hófu Norsarar síld- veiðar í íslenzkri landhelgi og tóku sér aðstöðu á sjávarlóðum á Seyð- isfirði. Þetta varð upphafið að um- fangsmiklum síldveiðum, þorsk- veiðum og hvalveiðum á Íslandsmiðum, sem stóðu í heila öld. Þeir reistu söltunarstöðvar og síldarverksmiðjur við bestu hafn- irnar og beittu ýmsum brögðum til þess að fara í kringum íslenzk lög og reglur. Þórarinn Olgeirsson lýs- ir vel í ævisögu sinni hroka og yf- irgangi þessa innrásarliðs. Öll þessi umsvif Norsara höfðu á sér snið nýlendukúgunar og var rík- isvaldið máttlítið þá sem nú. Á árunum eftir 1878 voru Nors- arar með um 180 skipa flota á Ís- landsmiðum, 90 nótalög og 1800 manns við síldarútveginn. Síldina veiddu þeir í landnætur í fjörðum og notuðu hafnir landsins og að- stöðu í landi, sem væru þeir í eigin landi. Fluttu þeir árlega frá land- inu á þessu tímabili um 170.000 tunnur saltsíldar. Árið 1936 var 121 norskt snurpuskip við síldveiðar á Ís- landsmiðum og var afli þeirra 211.250 tunnur saltsíldar. Auk þess var hér fjöldi reknetaskipa að veiðum. Árin 1903 til 1939 fluttu Norsarar 4.639.110 tunnur salt- síldar til Noregs af Íslandsmiðum, er þá ótalið það sem þeir fluttu til annarra landa og afli sem lagður var á land á Íslandi í bræðslu og salt. Á síðari stríðsárunum hurfu Norsarar af Íslandsmiðum, en strax eftir stríðslok komu þeir aft- ur með stóran síldveiðiflota á mið- in og voru mun betur búnir til veiðanna en Íslendingar. Skip þeirra voru stærri og aflinn salt- aður um borð. Nótabátar þeirra voru með kraftmiklum vélum og algengt að Íslendingar yrðu undir í samkeppni um veiði á eigin mið- um vegna lélegri búnaðar. Nors- arar hófu síldveiðarnar mun fyrr á sumrin en Íslendingar og voru fyrstu skip þeirra oft að ljúka fyrstu veiðiferð þegar Íslendingar hófu veiðarnar. Um 1950 kom norskur fiskifræðingur fram með þá kenningu að með nógu miklu smásíldardrápi í norsku fjörðun- um, mætti halda stofninum í hæfi- legri stærð, til þess að hann leitaði ekki vestur í hafið í ætisleit. Væru Norsarar þar með ráðandi á síld- armarkaðnum. Þetta tókst Nors- urum með stórkostlegum skaða fyrir lífríkið á norðurslóðum og fyrir fiskveiðiþjóðir Evrópu. Á 6. áratuguum var meðalárs- veiði Norsara á smásíld 156.000 tonn og 1960–1968 var meðalveiðin 140.000 tonn af smásíld. Árin 1967–1971 féll smásíldarafli þeirra úr 107.000 tonnum í 1.000 tonn. Rússar gripu þá í taumana og stöðvuðu glæpinn. Jafnframt síldveiðunum stund- uðu Norsarar þorskveiðar hér á nærmiðum og voru línuveiðiskip þeirra hér við land 51 talsins árið 1935 og var fengur þeirra 6.347 tonn af saltfiski. Árin 1929–1939 fluttu þeir af Íslandsmiðum 36.969 tonn af saltfiski til Noregs. Er þá ótalinn sá afli þeirra sem seldur var beint til annarra landa en Nor- egs. Hvalveiðar Norsara við Íslands- strendur stóðu frá 1883 til 1913. Á þessum tíma höfðu þeir nánast eytt hvalastofnunum við landið. Þessi 30 ár veiddu þeir um 33.000 hvali og framleiddu un 1.000.000 föt af lýsi, auk annarra afurða. Metveiði var hjá Norsurum árið 1905 er þeir veiddu 2000 hvali, sem gáfu af sér 66.000 lýsisföt. Til þess að gera sér grein fyrir gróða Norsara af hvalveiðunum hér við land, má hafa til hliðsjónar, að á árunum 1720 til 1795 gerðu Hollendingar út 160 hvalveiðiskip við Grænland, á Davidflóa og víð- ar. Veiði þessa mikla flota var 33.000 hvalir á 75 árum. Auður sá sem þessir norsku yfirgangsmenn sóttu á Íslenzk nærmið var óhemju mikill eins og sjá má af fram- antöldum dæmum. Norsarar sækja enn á rétt Ís- lendinga, er þeir helga sér einhliða rétt yfir Jan Mayen og öðrum landsvæðum og hafsvæðum á norðurhjara. Árið 1976 samdi íslenzka ríkið við Elkem Spikerverket um bygg- ingu járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Íslendingar áttu 55% hlut en Norsarar 45%. Til verksins var tekið 7 milljarða lán hjá Norræna fjárfestingabankan- um. Járnblendiverksmiðjan tók til starfa árið 1979 og tapaði einum milljarði þetta fyrsta starfsár, þrátt fyrir lágt raforkuverð. Árið 1980 var tapið um þrír milljarðar. Ef til vill gátu Norsarar stýrt afkomu fyrirtækisins, þar sem þeir önnuðust bæði öflun aðfanga og seldu framleiðsluna. Þeir hafa máske haft í hendi sér að láta verksmiðjuna tapa og getað látið gróðann myndast af sölu aðfanga og afurða. Lok þessa hráskinna- leiks urðu þau að ríkið taldi þann kost vænstan, að hætta félags- skapnum við Norsarana og lét þeim eftir eignarhlut sinn. Enn ætla Norsarar að komast yfir auðlindir Íslands með hjálp ís- lenzkra flugumanna, sem alltaf virðast reiðubúnir að bregðast þjóð sinni og endurnýja „Gamla sáttmála“. Þeir ætla að fórna Austurlandi fyrir norska hags- muni. Getur verið að efnahags- kreppan, sem gengur yfir þjóðina nú, sé hluti af undirbúningi stór- iðjuframkvæmdanna? EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Er Ísland norsk nýlenda? Frá Einari Vilhjálmssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.