Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 49
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 49 Samfylkingin á Norðausturlandi Dagskrá: Á morgun, miðvikudaginn 27. júní, heimsækja þing- mennirnir Össur Skarphéðinsson, Einar Már Sigurðarson, Svanfríður I. Jónasdóttir og Kristján L. Möller fyrirtæki og stofnanir á Húsavík. Um kvöldið, kl. 20.30, er stofnfundur Samfylkingarfélags Húsavíkur á Hótel Húsavík, Bláa salnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpar fundinn. Fimmtudaginn 28. júní heimsækja þingmennirnir Raufar- höfn, Þórshöfn og Kópasker. Verður m.a. fundað með sveitastjórnum og fyrirtæki heimsótt. Allir velkomnir! www.samfylking.is ÚTSALA – ÚTSALA Ótrúlega lágt verð 60-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú „Slinky“ bolur kr. 3.700 kr. 1.400 Dömurúllukragapeysa kr. 4.900 kr. 1.500 Twill gallajaki kr. 4.400 kr. 1.400 Tunika m/satíni kr. 3.900 kr. 1.400 Dömubolur kr. 2.400 kr. 900 Hlýrabolur kr. 1.900 kr. 700 Kápa kr. 7.800 kr. 1.400 Dömubuxur kr. 3.900 kr. 1.600 Sumarkjóll kr. 3.700 kr. 1.500 Sítt pils kr. 2.900 kr. 900 Herraskyrta kr. 2.900 kr. 1.200 Herrakaðlapeysa kr. 5.900 kr. 2.300 Einnig fatnaður í stærðum 44-52. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Í DAG, þriðjudaginn 26. júní, verður haldinn síðasti fyrirlestur- inn í sumar á vegum Karuna, sam- félags Mahayana-búddista á Ís- landi, í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Kennari er Venerable Drubchen sem mun sýna hvernig skýrari skilningur á huganum og virkni hans getur dregið úr og jafnvel eytt neikvæðum hugsunum og til- finningum sem eru rót allra dag- legra vandamála og þjáninga, seg- ir í frétt frá félaginu. Yfirskrift fyrirlestrarins er „Dvalið í friði“. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er gjald 1.000 kr. en 500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja. Kennslan fer fram á ensku og hefst kl. 20. Fyrirlestur um búddisma Í KVÖLD, þriðjudag, verður farin kvöldganga í Viðey. Í þetta sinn verður farið um vesturenda eyj- unnar sem hefur að geyma lista- verk Richard Serra, merks högg- myndamanns frá Ameríku. Er verk hans voru sett niður á sínum tíma fundust steinar með áletrunum á frá því búið var á eynni á 19. öld, en Hallgrímur Pét- ursson hafði á sínum tíma skrifað að eyjan hefði þannig steina að geyma. Verður farið með ferju frá Sundahöfn kl. 19:30 og hefst sjálf gangan í eynni við Viðeyjarkirkju. Ekkert gjald er tekið fyrir leið- sögnina, en hins vegar er ferjutoll- ur, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Fólk er beðið um að búa sig vel eftir veðri og er brýnt að vera í góðum skóm. Kvöldganga í Viðey ♦ ♦ ♦     Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is Í dag 26. júní verð- ur frú Oddný Ólafs- dóttir, Ofanleiti 23, 80 ára. Mamma var fædd á Látrum í Aðalvík, þriðja barn ömmu og afa, Sigríðar Þor- bergsdóttur og Ólafs Hjálmarssonar. Ekki mun ég rekja ættar- sögu þína mamma mín – þessi afmælisgrein er þakkar- og virðing- arvottur til þín fyrir langan vinnudag og dugnað, sem skilar sér enn í því sem þú kenndir mér í uppvextinum. Þú varst þekkt fyrir snilld þína í fata- saumi og með dugnaði þínum náðir kjólameistararéttindum 1965. Ég segi enn og aftur að þú ert á heimsmælikvarða í fatahönnun. Við heyrðum oft í saumavélinni langt fram á nótt – þegar þú varst að sauma á okkur dætur þínar eftir langan vinnudag. Við vorum sagðar af nágrönnum vera best klæddu litlu telpurnar í nágrenninu. Oft var úr litlu að spila og man ég eftir að þú saum- ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR aðir á okkur kjóla úr hveitipokum. Það var oft mannmargt á Laugaveginum og allt- af var kaffi á könnunni hjá Nýju eins og vinir og ættingjar kölluðu þig sem komu í heim- sókn alls staðar að og oft voru ættingjar á heimilinu mánuðum saman er komu utan frá landi til að fara í skóla og til lækninga í Reykjavík. Það hafði verið þinn draumur að heimsækja gamlar bernskuslóðir í Ameríku, en þang- að hafðir þú ekki komið síðan þú varst barn og bjóst þar í nokkur ár. Þú lagðir hart að þér með mik- illi vinnu til að komast í þetta ferðalag. Ég man hvað þið Kata vinkona þín og þú hlökkuðuð til þessarar ferðar. Þið ókuð í Gray- hound-rútum yfir þver Bandaríkin og er það þrekvirki og fóruð einnig á heimssýninguna í Seattle. Svona dugnað og ákveðni hefur þú alltaf sýnt í hverju, sem þú tekur þér fyrir hendur og ákveður að gera, samanber að læra á bíl á fullorðins- árum þegar þú hafðir loksins tök á að fá þér bíl. Við konur vitum að göfugra og erfiðara starf en móð- urhlutverkið er ekki að finna. Þú lagðir mikið á þig að sjá til þess, að við skildum mátt góðrar menntun- ar og mátt vera stolt af því verki. Megir afmælisdagurinn þinn vera fullur af gleði og ánægju. Með ást og þakklæti, elsku mamma mín. Þín Guðbjörg (Gugga).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.