Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 53

Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 53 GULLY býr í smábænum Svend- borg á Suður-Fjóni, bæ sem telur þó um 50.000 manns, sem myndi teljast harla gott á íslenskan mælikvarða. Þar býr hún ásamt eiginmanni, sem er skipstjóri, og starfar við mat- reiðslu og bakstur. Tónlistin hefur þó alla tíð staðið hjarta Gullyar nærri og eftir hana liggja heilar fimm plötur, Drømmen (1989), En Hilsen Til Min Hjemstavn (1991), Jeg L’ar Døren Stå På Klem (1995), Sangen Til Dig (Nordiske Viser) (1997) og svo þessi nýja að sjálfsögðu. Tónlist Gullyar er skemmtileg blanda af skandinavískum vísnasöng og dægurtónlist og leggur hún fyrir sig bæði dönsku og íslensku í söngn- um. Á dögunum var Gully stödd hér- lendis í vina- og fjölskylduheimsókn og gaf hún sér þá tíma til að koma upp á Morgunblað og spjalla lítið eitt yfir rjúkandi kaffi. Sterkur vilji Gully segir að eitthvað sé nú að gera í spilamennskunni úti; hún leiki á elliheimilum, skólum, hátíðum og félagsheimilum og bara hvar sem pantað er. „Það er voðalega misjafnt hvernig þetta er,“ segir Gully. „Það getur komið mánuður sem er mjög góður og svo mánuður þar sem allt er dautt.“ Diskinn gefur hún út sjálf og seg- ist vera orðin ýmsu vön í þeim efn- um. „Það var plötufyrirtæki sem gaf út tvo fyrstu en þrjá síðustu hef ég gefið út sjálf. Þar er mesta vanda- málið, það að markaðssetja - það er það erfiðasta. Það er ekkert mál að semja lögin.“ Hún bætir því svo við að það sé óneitanlega kostur að vera ekki und- ir pressu frá neinum. „Það er viljinn,“ svarar Gully, að- spurð um hvað það nú eiginlega sé sem reki hana áfram í þessu. „Sterk- ur vilji. Það gleður mig að syngja og semja lög. Ég get ekki látið þetta vera.“ Það er ekki hlaupið að því að fá al- mennilega dreifingu þegar um svona „litla“ útgáfu er að ræða; og yfir- menn stærri verslanna missa ekki svefn þó að diskur eins og Gullyar vanti. Þetta segir hún eðlilega vera til vansa en sé nú hætt að svekkja sig á þessu. Það hafi hins vegar komið henni þægilega á óvart að platan var dæmd í stærri blöðum eins og Jyl- lands Posten og Berlingske Tidende. Kemur ósjálfrátt Áhrifavaldar Gullyar í listinni eru fjölmargir, bæði íslenskir sem erlendir eðlilega. Af íslenskum nefnir hún Bubba og Bergþóru Árnadóttur og segist ennfremur vera mjög hrifin af Agli Ólafssyni. Af erlendum nefnir hún Anne Linnet og Kim Larsen og einnig vísna- söngvarann Thomas Kjellerup. Gully á tvo texta á nýju plötunni en svo eru þarna t.d. textar eftir Jó- hannes úr Kötlum og Bergþóru Árnadóttur. Einnig koma nokkrir danskir textahöfundar við sögu en Gully vinnur náið með þeim. „Ég bað hann Andreas P. Nilsen t.d. að gera texta um Akureyri og gaf honum þá punkta um hvernig stemmningu ég vildi fá.“ Tilhögunin við samningu sjálfra laganna getur svo verið margskonar. „Stundum sest ég niður í þeim til- ganginum að semja lög. En stundum hef ég bara verið að kíkja aðeins á ljóðin og þá höfðar eitthvað eitt þeirra það sterkt til mín að lagið kemur ósjálfrátt. Stundum gengur þetta fljótt fyrir sig og svo er maður oft að laga til, breyta og bæta.“ Hvað framtíðina áhrærir hefur Gully ýmislegt á prjónunum þó ekk- ert sé endanlega naglfest. „Ég veit það ekki...ég hef mínar áætlanir náttúrulega en þetta þarf allt að hanga saman við tíma og fjár- hag,“ segir hún íbyggin á svip. „Ég væri til í að gera safndisk með öllum íslensku lögunum mínum og gefa út hér á landi. Svo langar mig til að gera disk, bara með dönskum lögum; dægurlagavænum þá. Þetta er ég svona að melda í huganum - og það er auðvitað engin pressa á mig frá einhverju plötufyrirtæki. Það er auðvitað stór kostur.“ Gully Hanna Ragnarsdóttir gefur út hljómdisk „Get ekki látið þetta vera“ Gully Hanna hefur verið búsett í Danmörku í 25 ár og er diskurinn nýji, Endnu en- gang..., hennar fimmti. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við listamanninn. Morgunblaðið/Arnaldur Gullý Hanna var í fríi heima á Íslandi á dögunum og naut veðurblíðunnar. arnart@mbl.is ÞAÐ er óhugnanlegt að eitthvað jafn óraunverulegt eins og það að versla sér eiginkonu í gegnum póstinn skuli vera staðreynd. Þær eru þó ekki keyptar í póstkröfu, eins og enska heitið „Mail order bride“ gefur til kynna. Og ég leyfi mér að efast um að það sé efst á baugi hjá öllum þessum konum sem skrá sig á slíka lista að finna ástina, þó að hún væri þeim líkleg- ast vel þeginn bónus. Þetta fer þannig fram að „biðlarnir“ kaupa heimilisföng „brúðanna“ og ef efnafræðin gerir sitt í gegnum pennaskrifin þá fara skiptin fram. Flugmiði til Bandaríkjanna í kaup fyrir að yrða orðið „já“ fyrir fram- an almættið og aðra brúðkaups- gesti. Fyrir okkur sem lifum í „góð- ærinu“ hér á klakanum virkar þetta ef til vill sem afar óhagstæð kaup. Skilningsleysi okkar á þess- um málum stökkbreytist jafnvel í fyrirlitningu, sem bitnar oftar en ekki á konunum fremur en karl- mönnunum. Þess vegna er bókin Mail Order Bride eftir kanadíska höfundinn Mark Kalesniko afar mikilvæg, því hún segir okkur sögu af slíku hjónabandi frá sjónarhorni brúðarinnar. Kyung er ung og glæsileg kona frá Kóreu sem hefur samþykkt bónorð Montgomery Laddy Wheel- er (kallaður Monty), sem er fremur einfaldur maður, eigandi dóta- og myndasögubúðar í heimahúsi. Við fáum ekkert að vita um for- tíð Kyung, en maður fær það á til- finninguna að hún sé að flýja heimaland af einhverjum persónu- legum ástæðum. Eina skýringin sem hún gefur er að hún hafi þráð breytingu og lesandinn fær á til- finninguna að hún hafi verið leit- andi að auknu frelsi og innri ró. Fyrst þegar Kyung kemur heim til Monty bregður henni í brún. Maðurinn hefur mikinn áhuga á at- vinnu sinni, svo vægt sé til orða tekið, því í íbúð hans, sem er fyrir ofan verslunina, eru fleiri leikföng en á neðri hæðinni. Hann hefur líka sérstakt dálæti á öllu sem er frá Asíu, safnar t.d. dúkkum af Asíustúlkum. Fljótlega fær maður það á tilfinninguna að Kyung sé að- eins viðbót í safnið. Monty er sem sagt með slæmt tilfelli af „gulu veikinni“, eins og vinkona Kyung bendir henni réttilega á, þ.e. hann er haldinn sjúklegri þráhyggju fyr- ir asísku kvenfólki. En Kyung er sem betur fer með bein í nefinu, þótt hún hafi ef til vil ekki vitað af því áður en hún kom til Kanada, og í örvæntingarfullri leit sinni að nýjum spennandi upp- lifunum kemst hún í samband við listahóp sem færir henni lykilinn að frelsinu sem hún leitaði að. En þá byrja vandræðin þar sem Monty hafði ekki alveg reiknað með því að „Asíu-dúkkunni“ hans fylgdi sjálf- stæður vilji og að hún hefði ein- hvern persónuleika yfir höfuð. Ef við ætlum einhvern tímann að sigrast á vaxandi fordómum gegn nýbúum í okkar landi væri ekki galin hugmynd að gera svona bæk- ur að skyldulesningu í framhalds- skólum landsins. MYNDASAGA VIKUNNAR Afleiðingar „gulu veikinnar“ Birgir Örn Steinarsson Mail Order Bride eftir Mark Kales- niko. 261 blaðsíða. Útgefin af Fan- tagraphics Books árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus. biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.