Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Á MORGUN, 27. júní, verður Baby Boy frumsýnd í Bandaríkj- unum, mynd sem kvikmynda- áhugamenn bíða með talsverðri eftirvæntingu, því um er að ræða nýjasta verk kvikmyndagerðar- mannsins Johns Singletons, sem vakti gríðarlega athygli með fyrstu mynd sinni, Boyz Ń the Hood, og er tvímælalaust einn athyglis- verðasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna af afró-amerískum uppruna. Singleton, sem líkt var við Orson Welles, hefur ekki náð að fylgja frumrauninni eftir sem skyldi, en kvisast hefur út að nú sé hann kominn með sína bestu mynd frá sögufrægu upphafinu og gerir dreifingaraðilinn, Columbia Pic- tures, sér miklar vonir um að hún komi Singleton á heiðurslistann á ný. Ágætis byrjun Singleton markaði tímamót í kvikmyndasögunni fyrir sléttum áratug, er hann varð fyrsti, þel- dökki Bandaríkjamaðurinn til að hljóta Óskarsverðlaunatilnefningu sem besti leikstjóri og jafnframt sá yngsti í allri verðlaunasögunni, en Singleton var aðeins 23ja ára er frumraun hans, Boyz Ń the Hood, kom fyrir almenningssjónir. Líkt og fleiri kynbræður hans, var Singleton að gera upp eigin æsku, myndin er sterkt, persónu- legt verk um líf blökkumanna í hinu illræmda South Central hverfi í Los Angeles. Singleton ólst upp til skiptis hjá foreldrum sín- um, sem skildu skömmu eftir að hann fæddist. Þau voru vel mennt- uð og í ágætum störfum og Single- ton fékk góða handleiðslu og lauk námi í handritsgerð við University of South California. Á meðan á náminu stóð vann piltur til nokk- urra handritaverðlauna, sem færðu honum samning við C.A.A., öfluga umboðsskrifstofu, á síðasta árinu við skólann. Aðeins 23ja ára að aldri, byrjaði Singleton að fást við frumraunina, Boyz Ń the Hood, þroskasögu 17 ára stráks, sem einbeitir sér að því að komast lifandi út úr bernskunni í South Central. Þótt ungur væri, naut Singleton trausts gæðaleik- aranna Laurence Fishburne, Ang- elu Basset, Cuba Gooding Jr., og Ice Cube, en myndin var stórt skref á framabraut þeirra allra. Boyz Ń the Hood sló í gegn á öll- um vígstöðvum, hjá gagnrýnendum jafnt sem áhorfendum. Ekki síst þeldökkum, sem þótti óvenju heið- arlega og trúverðuglega að verki staðið. Myndin er ein sú mest sótta sem gerð hefur verið af lituðum leikstjóra og færði honum fyrstum tilnefningar til tveggja veigamestu Óskarsverðlaunanna; fyrir leik- stjórn og frumsamið handrit. Singleton hlaut margar fleiri rósir í hnappagatið, var m.a. heiðraður af samtökum gagnrýnenda í New York, sem útnefndu hann besta nýliðann í leikstjórastétt árið ’91. Fallvölt er frægðin Flestum reynist erfitt að fylgja frægðinni eftir og er John Single- ton engin undantekning. Poetic Justice kom á markaðinn ’93, með Janet Jackson í aðalhlutverki hár- greiðslukonu í South Central, sem reynir að komast yfir morðið á unnasta sínum. Myndin er vel leik- in af Jackson og rapparanum Tu- pac Shakur, fékk góða aðsókn en misjafna dóma. Þeir voru ekki allir sanngjarnir, gagnrýnendur keppt- ust við að bera Poetic Justice sam- an við frægan forvera sinn, sem myndin þoldi engan veginn sam- anburðinn. Higher Learning (’95), farnaðist jafnvel verr. Myndin er veikburða tilraun til að útskýra afstöðu ólíkra kynþátta í bandarískum háskóla, en kemst að óásættanlegri og klisjukenndri niðurstöðu. Nýtur góðs af styrkum leik Laurence Fishburnes, Omars Epps, Micha- els Rappaports, Ice Cubes, Tyru Barks, Kristy Swanson, ofl. Singleton nær sér aftur á strik í Rosewood (́97), magnaðri þjóð- félagsádeilu sem naut ekki braut- argengis meðal almennings, þrátt fyrir góðar viðtökur gagnrýnenda. Myndin var „brennheit“, og heyrst hefur að dreifingaraðilinn hafi ver- ið smeykur við ofbeldisfulla mynd- ina, talið að hún gæti virkað einsog bensín á bál óeirða í blökkumanna- hverfum sumarið ’97. Önnur, veigamikil ástæða fyrir litlum vin- sældum, er tvímælalaust dapur endirinn, víðsfjarri dæmigerðum rósrauðum Hollywoodlokum. Næsta verkefni, endurgerð Shaft (’00), er af allt öðrum toga, hress og fjörug. Samuel L. Jack- son firna góður sem frændi einka- spæjarans, sem Richard Round- tree lék með tilþrifum þrjátíu arum fyrr. Á morgun beinast augu gamalla aðdáenda að Baby Boy, sem sögð er að einhverju leyti framhald Boyz Ń the Hood. Með aðalhlut- verkin fara söngkonan Tyrese Gib- son og Omar Gooding (gæti verið ættingi Cuba). Hvað sem öðru líð- ur, verður einkar forvitnilegt að sjá hvernig leikstjóranum/hand- ritshöfundinum Singleton tekst að glíma við gamalt viðfangsefni, eftir hliðarspor og misjafnt gengi. JOHN SINGLETONStjörnurkvikmyndannaeftir Sæbjörn Valdimarsson Aftur í æðstu metorð? Singleton á tökustað nýju myndarinnar Baby Boy. Cuba Gooding Jr. varð stjarna á einni nóttu eftir frammistöðu sína í Boyz N the Hood. Singleton hefur oftar en ekki valið rappara til að leika í mynd- um sínum og í nýju myndinni Baby Boy er röðin komin að Snoop Doggy Dog. Svalur Shaft í túlkun Samuels L. Jacksons. Rosewood greinir frá átakanlegum viðburðum sem áttu sér stað á þriðja áratugnum. BOYZ Ń THE HOOD (1991) Ein besta mynd síðasta áratug- ar. Framúrskarandi lýsing á válegu ástandi í hverfum blökku- manna í stórborgum Bandaríkj- anna á ofanverðri 20. öld. Aðalpersónurnar eru skynsamur unglingspiltur (Cuba Gooding Jr.), og hálfbræður og félagar hans. Viðbrögð þeirra við ógnum umhverfisins, ofbeldinu á götun- um, eiturlyfjunum, lífi og dauða. Singleton tekst á við þjóðfélags- vandann ólíkt því sem kvik- myndahúsgestir eiga að venjast. Félagarnir eru mennskir, ekki óvættir né mislukkaðir vandræða- gemlingar og byssufóður. Larry Fishburne leikur föður piltsins, hann er á öndverðum meiði við flesta aðra, vill kenna honum góða siði og varast hætturnar, sem felast ekki síst í fíkniefnum, áfengi og slæmum félagsskap vopnaðra unglingagengjanna allt um kring. Singleton sýnir vinjar í eyðimörkinni, vonirnar og von- brigðin, skörp mörkin á milli gæfu og ógæfu. Í þroskaðri og veigamikilli mynd sem tekur óvenju raunsætt á þjóðfélags- vanda sem yfirleitt fær yfirborðs- kennda meðferð, hvort sem er hjá hvítum eða svörtum kvikmynda- gerðarmönnum ROSEWOOD (1997) Hrikaleg, sönn saga frá þriðja áratugnum, um ótrúlegt kyn- þáttahatur, ofbeldi og spillingu, er sögð á magnþrunginn hátt af Singleton, í hans fjórðu mynd. Rosewood var vel rekið bæjar- félag litaðra í Flórídafylki er lygasaga af nauðgun ærði hvíta nágranna þess. Fullir af heift og öfund lögðu þeir bæinn í eyði. John Voight er framúrskarandi góður sem eini, hvíti maðurinn sem reynir að malda í móinn og Michael Rooker er óneitanlega áhrifaríkur sem lögreglustjórinn sem veit allt um málin en gerir ekkert til að stöðva hildarleikinn. Singleton forðast málamiðlanir, myndin skilur eftir vont bragð og reiði í sálinni yfir miskunnarleysi og mannvonsku. Myndin endar því, eins og atburðirnir, og í anda viðvarandi ástands í kynþátta- vanda víðast hvar í heiminum – á vonleysi og skelfingu. Athyglis- og umhugsunarverð. SHAFT (2000)  Hressandi hliðarskref hjá hin- um annars alvörugefna leikstjóra, er e.k. framhald „svartamarkaðs- myndarinnar“ frá ’71. Samuel L. Jackson leikur frænda einkaspæj- arans sem Richard Roundtree túlkaði svo skemmtilega á sínum tíma. Frændinn er einnig barn síns tíma, ekki sama dráttarvélin, en svalari og skynsamari og er starfsmaður lögreglunnar í New York. Viðfangsefni hans er vell- auðugur, hvítur maður, úrþvætti sem Christan Bale (American Psycho), á ekki í vandræðum með að hrista fram úr erminni. Aðal- persónurnar eru mun betur upp- byggðar en menn eiga að venjast í slíkum myndum, ekki síst vitnið, sem Toni Collette leikur af öryggi. Roundtree bregður fyrir og er gott innlegg í vanmetinni mynd. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.