Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 57

Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 57 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Vit nr. 231 Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. VALENTINE Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr 246 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 236. EÓT Kvikmyndir.is B E N A F F L E C K Sýnd kl. 6 og 9.30. B.i. 12 ára. Vit nr 235. PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Strik.is HL.MBL Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 6.30 og 10. Vit nr 235. B.i. 12 ára Kvikmyndir.com Blóðrauðu fljótin Sýnd kl. 8 og 10. Bi 16 Sannir spæjarar... bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskylduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is Get Over It Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Someone Like You e e i e Læknirinn er mættur aftur. Tvöfalt betri. Tvöfalt fyndnari. Sýnd kl. 6, 8 og 10. EÓT Kvikmyndir.is Grímsnes - Vaðnes Stórglæsilegt lúxus sumar/heilsárshús Til sölu nýlegur fullbúinn sumarbústaður á einstökum stað innst í lokaðri götu í kjarrivöxnu landi Vaðness. Um er að ræða ca 100 fm hús, þ.e. 76 fm neðri hæð auk ca 25 fm sjónvarpsstofu í risi. Húsið stendur á rúmlega 1 ha eignarlandi og getur fylgt með tæpl. 1 ha eignarlóð, óbyggð, við hliðina (tvær innstu lóðirnar - algert prívat). Skipulag: Anddyri, hol, 3 svefnherb. m. vönduðum rúmum. Þvottahús m. þvottavél og þurrkara. Baðherbergi m. sturtuklefa og handklæðaofni. Stofa, borðstofa og vandað fullkomið eldhús með öllum búnaði, s.s. alvöru ísskáp m. frysti, keramik- helluborð, eldavél, uppþvottavél, öll smátæki og leirtau. Hornsófar, borðstofusett, parket á gólfum, allt panilklætt, glæsileg kappalýsing og vandaður frágangur. Stór verönd, barnarólur, stór heitur pottur, 28 tommu sjónvarp, vídeó og sjónvarpsgreiður fyrir allar rásir. Heitt vatn (hitaveita) og rafmagn. Einstök eign á einstökum stað. Verð 15-16 millj. Allar nánari uppl. í símum 896 5221 og 896 5222. LEIKARINN ástsæli Kelsey Gram- mer, sem leikur útvarpssálfræðing- inn frá Seattle, Frasier Crane, úr samnefndri sjónvarpsþáttaröð, er nú orðinn hæstlaunaði sjónvarpsleikari sögunnar.Samkvæmt Variety tíma- ritinu hefur þessi 46 ára gamli leikari samþykkt að leika í þáttaröðinni út árið 2003 fyrir dálaglega upphæð, hærri en þekkst hefur innan geirans. Hljóðar samningurinn upp á 1.6 milljónir bandaríkjadala, eða tæpar 170 milljónir íslenskra króna, sem hann fær fyrir hvern þátt. Auk þess að leika er Grammer líka fram- kvæmdastjóri og leikstjóri einstakra þátta. Einnig segir frá því að fram- leiðendur séu að undirrita nýja lang- tímasamninga við leikarann David Hyde Pierce, sem leikur Niles, hinn taugaveiklaða bróður Frasiers. Ní- unda þáttaröðin hefur göngu sína í haust og munu leikararnir John Mahoney, Jane Leeves og Peri Gil- pin sem leika Martin Crane, Daphne og Roz einnig vera á sínum stað. Eins og flestir vita kemur persón- an Frasier Crane upphaflega úr sjónvarpsþáttaröðinni Cheers, en Grammer les einnig inn á fyrir Sideshow Bob úr Simpsons þátta- röðinni. Hann vann Emmy verðlaun- in sem besti gamanleikarinn í aðal- hlutverki árin 1994, 1995 og 1998 fyrir hlutverk Cranes. Þáttaröðin sjálf vann sem besta grínþáttaröðin fimm ár í röð eða frá 1994 til 1998. Hæst- launaði sjónvarps- leikarinn Leikarar Frasier, Peri Gilpin, Kelsey Grammer, David Hyde Pierce og Jane Leeves taka við People’s Choice verðlaununum árið 1999. Kelsey Grammer slær met ÍRSKI gamanleikurinn Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones hef- ur verið sýndur á fjölum Þjóðleik- hússins á leikárinu, sem nú er senn að ljúka, við miklar vinsældir. Á föstudaginn var áfanga náð sem ætíð þykir merkur í leikhúsheim- inum, er 70. sýningin fór fram, fyrir fullu húsi gesta. Var það jafnframt þriðja síðasta sýningin á verkinu í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári en sú síðasta verður á miðvikudaginn. Þá stendur fyrir dyrum að fara í tveggja vikna leikferð um norður- og austurhluta landsins með verkið vinsæla. Skapast hefur hefð fyrir slíkum ferðum en það ku vera alveg sér- stök stemmning sem skapast í kringum þær. Hún verður ekki lítið strembin ferðin fyrir þá leikara Hilmi Snæ Guðnason og Stefán Karl Stefánsson því á 15 dögum stíga þeir 14 sinnum á svið á 12 stöðum og ekki nóg með það þá þurfa þeir félagar að bregða sér í hlutverk 14 persóna í sýningunni. Lagt verður upp í ferðina 30. júní og verður fyrsta sýningin á Blöndu- ósi 1. júlí, þar næst 2. júlí í Miðgarði í Varmahlíð, þann 3. júlí í Tjarn- arborg á Ólafsfirði, 4. og 5. júlí í Freyvangi í Eyjafirði, 6. og 7. júlí í Samkomuhúsi Húsavíkur, 9. júlí í Miklagarði á Vopnafirði, 10. júlí Herðubreið, Seyðisfirði, þann 11. júlí verður leikið í Valaskjálf, Egils- stöðum, 12. júlí Egilsbúð á Nes- kaupsstað, 13. júlí í Skrúði á Fá- skrúðsfirði og þann 14. júlí í Mánagarði í Hornafirði. Ferðinni lýkur síðan þann 15. júlí á Kirkju- bæjarklaustri þar sem sýnt verður í Kirkjuhvoli. Leikstjóri sýningarinar er Ian McElhinney en þýðandi var Guðni Kolbeinsson. Morgunblaðið/Billi Hilmi Snæ og Stefáni Karli var klappað lof í lófa. Með fulla vasa á ferðalagi Það er erfitt en gaman að vera leikari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.