Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 13

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 13 sími 562 6470 Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki Ýmsir möguleikar við rýmis- og lagerlausnir. Kynntu þér möguleikana. Getum með stuttum fyrirvara afgreitt gámahús frá eftir þínum óskum. ÞJÓÐMINJASAFN Íslands sendi á dögunum hreppsnefnd Bessastaða- hrepps bréf, þar sem bent var á að fornminjar gætu leynst á svæði við Miðskóga, en samkvæmt nýju deili- skipulagi hreppsins er uppbygging svæðisins fyrirhuguð. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, eru lóðirnar sem um ræðir fjórar og standa innst við götuna. „Þarna eru fjórar nýjar íbúðarlóðir, en hverfið var byggt fyrir 25 árum. Þessar lóð- ir hafa verið óbyggðar fram til þessa,“ segir hann. Hann segir að síðan hreppsnefnd barst bréfið frá Þjóðminjasafninu hafi sveitin átt í viðræðum við safnið um að vinna með því að könnun á svæðinu, grafa könnunarskurði og finna út úr því hvort þarna sé um að ræða raunverulegar fornminjar eða ekki. „Þjóðminjasafnið vill skoða hvort þarna hafi staðið gamli Skógtjarnarbærinn, sem minnst er á allt aftur á landnámsöld,“ segir Gunnar Valur. Fornleifakönnun í sumar „Við þurfum náttúrlega að finna út úr því hvort þarna séu fornminjar áður en við leyfum byggingar á þessum lóðum,“ segir hann og telur jafnframt að fornleifakönnunin þyrfti ekki að taka langan tíma. Ekki sé búið að ræða við landeig- endur hvernig málið verði unnið áfram, en þessar lóðir séu inni á landareign, sem sé í eigu margra að- ila. „Við ætlum að stefna að því að fara í þessa könnun í sumar. Ef ekk- ert finnst verða lóðirnar gerðar byggingarhæfar, en ef eitthvað finnst verður að skoða það mál nán- ar,“ segir Gunnar Valur, en á fundi hreppsnefndar fyrr í mánuðinum var samþykkt að ganga til samninga við landeigendurna, um uppbygg- ingu lóðanna fjögurra, þar sem með- al annars verði ákveðin kostnaðar- skipting við fornleifakönnunina á svæðinu. Að hans sögn eru þetta hefðbund- in vinnubrögð hjá Þjóðminjasafni að senda svona erindi, sem og hrepps- nefndar að taka við því. „Þetta hefur ekki gerst áður hjá okkur en menn eru alltaf að verða betur meðvitaðir um fornleifar og ýmsar þjóðminjar, þannig að mér finnst þetta vera mjög eðlileg viðbrögð frá þeim,“ segir Gunnar Valur og bendir á að málið sé á ákveðnum byrjunarreit. Þjóðminjasafnið vill láta skrásetja fornminjar við Miðskóga Mögulegt að Skógtjarnarbær- inn sé á svæðinu Bessastaðahreppur VIÐGERÐ á Háteigskirkju stendur nú yfir en verið er að endursteypa burðarsúlurnar undir turnunum. Að sögn Flosa Ólafssonar hjá verkfræðistofunni Línuhönnun, sem hefur með höndum umsjón á verkinu, var orðið tímabært að taka súlurnar í gegn. „Það voru komnar skemmdir í steypuna og það var tal- in ástæða til að bregðast við því með því að brjóta þær niður. Það verður þó gert í áföngum því auð- vitað er ekki hægt að taka þær allar í einu. Síðan eru þær endur- steyptar,“ segir hann en tólf súlur eru í hvorum turni. Hann segir verkið vandasamt og þó nokkra aðgerð. Því miði hins vegar vel áfram og sé reyndar á undan áætlun. Smíða þurfti sérstaka palla utan á turnana til að verkið gæti farið fram. „Stillansarnir eru staðfærðir að þessum kirkjuturnum enda þarf að haga þessu þannig að þetta sé sem minnst áberandi og trufli sem minnst starfsemi í kirkjunni, sem er í fullum gangi. Til dæmis er verið að gifta þarna þrisvar til sex sinn- um á hverjum laugardegi,“ segir Flosi. Áætlað er að verkinu verði lokið 15. ágúst en það er Ístak sem sér um framkvæmdina. Morgunblaðið/Golli Súlur endursteyptar á Háteigskirkju Hlíðar „ÞAÐ var merkileg upplifun að spila fyrir framan jafn sögufræga staði og Schönbrunnhöll,“ segir Benedikt Thorarensen, 15 ára trommuleikari í Skólahljómsveit Kópavogs, en hljómsveitin er ný- komin úr ellefu daga ferð um Austurríki og Ítalíu. Í ferðina fóru sex fullorðnir og 47 hljómsveitarmeðlimir á aldr- inum 13-19 ára. Benedikt og Lydía Ósk Ómarsdóttir, 18 ára klarínettuleikari, voru meðal þeirra. Lydía var að fara í fjórða skipti út með hljómsveitinni, en Benedikt í það fyrsta og segist hann stefna á fleiri ferðir. Að sögn Össurar Geirssonar, stjórnanda Skólahljómsveitarinn- ar, eru um 140 félagar í hljóm- sveitinni, þeir yngstu níu ára. Þrjár lúðrasveitir eru reknar inn- an hljómsveitarinnar og er hefð fyrir að elsta sveitin fari til út- landa annað hvert ár. „Við höld- um tónleika og reynum að kynn- ast menningu landanna. Við höfum alfarið verið í Evrópu, en langtímadraumurinn er að fara til Kína,“ segir Össur og bætir því við að það taki hljómsveitina tvö ár að safna fyrir ferðum. Marserað um götur Vínarborgar Að hans sögn var dagskráin í Austurríki mjög stíf og skipaði tónleikahald þar stærstan sess. Á einum tónleikanna fluttu þau nýtt verk „Suite Arktica II“ eftir Pál Pampichler Pálsson og var tón- skáldið á meðal áheyrenda. „Það var okkur mikill heiður að vera í fyrsta lagi beðin um að spila þetta úti í Austurríki og í öðru lagi að hann skyldi koma að sjá okkur. Hann stjórnaði þarna líka sinni eigin útsetningu af „Á Sprengi- sandi“ eftir Sigvalda Kaldalóns,“ segir Össur. „Í Vín vorum við þátttakendur í landsmóti austurrískra blásara- sveita. „Við vorum alveg ótrúlega ólík hinum hljómsveitunum. Bún- ingarnir voru allt öðruvísi. Allir voru í svona austurrískum þjóð- búningum,“ segir Lydía. Þau eru öll sammála um að einn helsti hápunktur ferðarinnar hafi verið þegar þau marseruðu ásamt öllum1800 hljóðfæraleikur- um, sem tóku þátt í landsmótinu, um miðborg Vínar. „Það var svo mikið af fólki að horfa. Allt öðru- vísi en á Íslandi, fólk raðaðist meðfram götunum og klappaði. Það var mikil stemmning hjá fólkinu, það hafði svo mikinn áhuga á þessu,“ sagði Lydía og talið berst að lúðrasveitaáhuga á Íslandi. Það er samdóma álit þeirra að lítill áhugi sé á lúðra- sveitum á Íslandi. Til dæmis séu það helst foreldrarnir sem sæki tónleika skólahljómsveitarinnar. En sveitirnar þrjár koma samtals fram á bilinu 80-100 sinnum á ári. Að sögn Össurar var áfangastað- urinn á Ítalíu Ligniano Sabbia- doro og var þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin tók sér sumarfrí í lok ferðarinnar. „Við ákváðum núna að pakka öllum tónleikunum á fyrri hluta ferðarinnar og eiga svo rólega daga í lokin. Í rauninni eru þetta líka verðlaun til krakk- anna fyrir mjög góða frammi- stöðu undanfarin ár,“ segir hann og skýrir um leið frá því að þetta hafi verið vímulaus ferð. „Allir voru mjög ánægðir með þá ákvörðun, sem og ferðina alla,“ segir hann að lokum. Skólahljómsveitin komin úr velheppnaðri Evrópureisu Á tónleikum við Schönbrunnhöllina en tónlistarmennirnir segja þá hafa verið merkilega upplifun. Spiluðu „Á Sprengi- sandi“ Kaldalóns fyrir Austurríkismenn Morgunblaðið/Jim Smart Lydía Ósk og Benedikt voru kát eftir Evrópuferðina enda vellukkuð í alla staði. Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.