Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 17

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 17 Sveitamottur Nýkomið mikið úrval Mörkinni 3 - 108 Reykjavík - Sími 568 7477 virka@virka.is - www.virka.is Gefið heimilinu notalegan blæ Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar. VEL heppnuðu vinabæjamóti í Reykjanesbæ lauk í fyrrkvöld þar sem þátt tóku vinabæir sveitar- félagsins á Norðurlöndunum; Krist- iansand í Noregi, Hjörring í Dan- mörku, Kerava í Finnlandi og Trollhattan í Svíþjóð. Hátt í eitt hundrað unglingar og fararstjórar mættu til bæjarins en slík mót hafa verið haldin óslitið frá árinu 1973. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Reykjanesbæjar, seg- ir að mótið hafi gengið mjög vel og veðrið hafi leikið við mótsgesti, að því undanskildu að svartaþoka skall á í kvöldsiglingu þar sem freista átti þess að skoða hvali. Á hverju móti er keppt í einni íþróttagrein og í þetta sinn var keppt í badminton. Ákveðið var að leika stutta leiki til þess að sem flestir þátttakenda fengju að spila sem mest, en lokastaðan varð sú að Reykjanesbær vann mótið. Búið er að ákveða í hverju verður keppt á næstu fimm mótum. Á næsta ári verður keppt í sundi í Kerava í Finnlandi og þar á eftir verður keppt í körfubolta og hefur Reykjanesbær því góða möguleika á að vinna bik- arinn til eignar eftir tvö ár. Vinni bær þrisvar í röð eða fimm sinnum alls fær bærinn bikarinn til eignar og segist Stefán telja möguleikana góða á að sigra sundið og körfubolt- ann. Annars segir Stefán að aðalat- riðið sé að vera með og allir fái þátt- tökupening og séu þar með sigurvegarar. Erlendu krakkarnir og þjálfararn- ir gistu í Holtaskóla ásamt íslensku þátttakendunum sem gistu þar líka og voru með þeim allan tímann. Á miðvikudagskvöld var skemmtidag- skrá sem krakkarnir voru sjálfir með og hver þjóð þurfti að vera með skemmtiatriði. Að sögn Stefáns var það einn af hápunktum mótsins og mikill spenningar meðal krakkanna að koma fram. Ánægjan var hins vegar mikil og eru þessa uppákomur fastur liður í hverju vinabæjamóti. Mótinu lauk síðan formlega á fimmtudagskvöld þegar bæjarstjórn Reykjanesbæjar bauð öllum þátt- takendum í kvöldverð og verðlauna- peningar voru afhentir. Vel heppn- að vina- bæjamót Karen Sæmundsdóttir og Stefanía Kristinsdóttir einbeittar á svip í badmintonkeppninni. Reykjanesbær Ljósmynd/Hilmar Bragi Þátttakendur í vinbæjamótinu að loknum kvöldverði með bæjarstjórn Reykjanesbæjar. NÝ mynd mánaðarins verður sett upp í Kjarna við Hafnargötu 57 á mánudag en listamaður júlímán- aðar er Jófríður Jóna Jónsdóttir. Hér um að ræða kynningarverk- efni markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar á mynd- listarmönnum bæjarins. Jófríður er fædd 18. júlí 1932 að Reykjanesvita og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þá flutti hún til Kefla- víkur og hefur búið þar síðan. Hún hefur stundað list sína árum saman og sótt námskeið víða, m.a. hefur hún verið félagi í myndlistardeild Baðstofunnar frá árinu 1985. Hennar helstu leiðbeinendur hafa verið Eiríkur Smith listmálari og synir hennar, myndlistarmennirnir Jón Ágúst Pálmason og Kristinn Már Pálmason. Jófríður hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. á vegum Baðstofunnar í Keflavík. Jófríður listamaður júlímánaðar Reykjanesbær JÚLÍUS Samúelsson opnar myndlistarsýningu í Glóðinni, Hafnargötu 62, sunnudaginn 1. júlí milli klukkan tvö og sex, en sýningin stendur til 28. júlí. Þetta er þriðja einkasýning Júl- íusar sem hefur jafnframt tekið þátt í tveimur samsýningum. Júlíus er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og hóf að mála fyr- ir nokkrum árum en myndir hans þykja nokkuð frumlegar. Sýning í Glóðinni Reykjanesbær ÁRLEGUM námsstyrkjum í Náms- mannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eft- irtaldir námsmenn fengu styrk að upphæð kr. 125.000 í ár: Bryndís María Leifsdóttir en hún lauk meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Guðrún Guðna- dóttir sem lauk cand. pharm. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands, Haukur Ragnarsson sem útskrifað- ist með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá University of South Alabama og Þorgerður Kjartansdóttir en hún út- skrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands. Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum er skipuð Ólafi Arn- björnssyni, skólameistara Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, sem er for- maður, Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum, og Ólafi Kjartanssyni frá markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæj- ar. Frá vinstri talið eru Daði Þorgrímsson og Baldur Guðmundsson frá Sparisjóðnum, Eygló Alexandersdóttir sem tók við styrknum fyrir Hauk Ragnarsson, Bryndís María Leifsdóttir, Guðrún Guðnadóttir, Þor- gerður Kjartansdóttir og Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri. Sparisjóðurinn styrkir námsmenn Reykjanesbær LANDIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra átti erindi á Snæfellsnes sl. fimmtudag. Hún opnaði þjóðgarð á Snæfellsnesi og þar á eftir var haldið til Stykkishólms og þar opnaði hún Náttúrustofu Vesturlands. Auk hennar voru viðstaddir opnunina Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, þingmenn kjördæmisins og aðrir gestir. Við það tækifæri sagði umhverf- isráðherra að staðsetning stofunnar væri mjög heppileg með tilliti til lag- anna um vernd Breiðafjarðar. Nátt- úra svæðisins væri einstök, ekki að- eins á landsvísu heldur einnig á hnattrænan mælikvarða. Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands heim- ila umhverfisráðherra að stofnsetja átta náttúrustofur, eina í hverju kjördæmi. Náttúrustofa Vestur- lands er fimmta stofan sem hefur starfsemi. Rúnar Gíslason forseti bæjar- stjórnar flutti ræðu við opnun stof- unnar. Þar kom fram að Guðmundur Bjarnason gaf út reglugerð árið 1997 um starfsemi Náttúrustofu Vestur- lands í Stykkishólmi. Hlutverk stof- unnar er m.a. að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Vesturlands. Þá skal stofan safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar á svæðinu og stuðla að æskilegri nátt- úrunýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál bæði fyrir almenning og í skólum á Vestur- landi. Þá hefur stofan gert þjónustu- samning við Breiðafjarðarnefnd, þar sem Náttúrustofan tekur að sér að sjá um ákveðna vinnu og þjónustu fyrir Breiðafjarðarnefnd. Náttúrustofa Vesturlands er í eigu Stykkishólmsbæjar. Það er von eigenda að með tímanum komi sem flest sveitarfélög á Vesturlandi inn sem eignaraðilar. Náttúran er úti á landi Rúnar Gíslason var mjög ánægður með að fá Náttúrustofuna til Stykk- ishólms. Hann lýsti ánægju sinni með að færa verkefni út á land. „Því er ekki að leyna að okkur lands- byggðarmönnum finnst ekki rétt að langstærstum hluta vísindalegra rannsókna á náttúru landsins sé stýrt frá Reykjavík og unnar af fólki þaðan. Í þessu sem fleiru teljum við okkur þurfa aukið vægi. Það er nú einu sinni svo að náttúran sjálf er að mestu úti á landi,“ sagði Rúnar. Náttúrustofa Vesturlands er stað- sett í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Húsnæði stofunnar er á miðhæð hússins, auk þess mun stofan fá til umráða húsnæði í kjallara hússins, en endurbygging þess er enn ólokið. Forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands hefur verið ráðinn Ragnar Arnar Stefánsson náttúru- fæðingur og er hann fluttur með fjöl- skyldu sína til Stykkishólms. Auk hans hefur Sigríður Elísabet Elís- dóttir verið ráðin að stofunni í hluta- starf. Heimir Kristinsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni sem felst í því að rannsaka minkastofninn á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Rúnar Gíslason, stjórnarmaður Náttúrustofu Vesturlands, Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra, Ragna Ívarsdóttir, formaður stjórnar Nátt- úrustofu Vesturlands, og Ragnar Arnar Stefánsson forstöðumaður. Fjölmenni var við opnun Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi fimmtudaginn 28. júní. Stofan er til húsa í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Náttúrustofa Vesturlands opnuð Stykkishólmur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.