Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 34

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F ord-bílaframleiðand- inn hefur ekki átt sjö dagana sæla. Undanfarið ár hefur vart liðið svo dagur að bandarísk dagblöð hafi ekki fjallað um hremmingar bílaris- ans vegna gallaðra Firestone- dekkja undir Explorer-jeppum. Dekkin sprungu, jepparnir ultu með hörmulegum afleiðingum og Ford kepptist við að sverja af sér ábyrgð og skella skuldinni á dekkjaframleiðandann. Þrátt fyrir að Ford hafi nú slit- ið öll tengsl við Firestone er hæpið að fyrirtækið endurheimti gott orðspor sitt á einni nóttu. Og nýj- ustu fréttir herma að inn- an fyrirtæk- isins tíðkist vinnubrögð sem bitna harkalega á hluta starfsmanna. Þeir hafa brugðist við með því að höfða mál til að fá hlut sinn réttan og þar með er Ford enn á ný í sviðs- ljósinu og ekki fyrir ágæti bíla sinna. Þessir starfsmenn bílafram- leiðandans, sem eru miklu mis- rétti beittir að eigin sögn, eiga það sameiginlegt að vera hvítir karlmenn. Klögumál þeirra ganga út á að bílaframleiðandinn líti algjörlega framhjá þeim við ráðningar í yfirmannastöður, jafnvel þótt þeir séu menntaðri og með meiri reynslu en þeir sem stöðurnar hreppa. Ford leggi nefnilega alla áherslu á að auka hlut minnihlutahópa í stjórn- unarstöðum og þar með eigi hvít- ir karlmenn ekki lengur jafna möguleika til að vinna sig upp innan fyrirtækisins. Í sögubókum segir einhvers staðar að Henry gamli Ford hafi borgað starfsmönnum sínum sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynþætti. Árið 1913 tilkynnti hann til dæmis að hann myndi greiða öllum verkamönnum sín- um 5 dali á dag í laun en á þeim tíma þurfti margur blökkumað- urinn að sætta sig við þá upphæð í vikulaun. Eftirmenn Ford gamla hafa haldið merki hans á lofti og nú mun tæpur fjórðungur starfsmanna bílaframleiðandans vera úr hinum ýmsu minni- hlutahópum og tæp 15% starfs- manna í stjórnunarstöðum. Þessar tölur voru þeim greini- lega ekki ofarlega í huga, blökkumönnunum sem höfðuðu mál á hendur Ford fyrir nokkru og sögðu að þeim væri mismunað á grundvelli kynþáttar. 12 manna hópur hélt þessu fram ár- ið 1998 og árinu áður kröfðust 35 bóta vegna samskonar misréttis. Fyrr á þessu ári var svo komið að þeim hvítu. Fyrst voru það hvítir karlmenn, sem voru farnir að nálgast starfslok. Þeir höfð- uðu mál og sögðu að Ford þving- aði þá til að hætta störfum fyrir þær sakir einar að vera rúmlega miðaldra, hvítir karlmenn. Ford væri svo annt um að auka hlutfall minnihlutahópa og kvenna að hvítu körlunum væri ekki vært í starfi. Í kjölfar þessa málarekstrar kom svo nýjasta málið, þar sem hvítir karlar á besta aldri segjast ekki eiga sér framavon innan Ford vegna kynþáttar síns. Einhver þarf líklega að láta segja sér það tvisvar að hvítir karlmenn eigi erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Í Bandaríkjunum sitja þeir til dæmis í 95% allra æðstu stjórnunarstaða. Máls- höfðun hvítu karlanna er hins vegar enn eitt dæmið um að nú þyki fólki meira en nógu langt gengið í jákvæðri mismunun. Eitt sé að reyna að rétta hlut minnihlutahópa en annað að gera það á kostnað hæfra ein- staklinga. Meirihlutinn, sem áð- ur réð lögum og lofum, á nú orðið erfitt uppdráttar. Frægt dæmi er þegar slökkviliðið í Los Ang- eles-borg auglýsti eftir slökkvi- liðsmönnum. Þúsundir sóttu um en fimm þúsund umsækjendum var meinað að taka inntöku- prófið. Þeir voru hvítir og slökkviliðið var að sækjast eftir mönnum af öðrum kynþáttum til að tryggja fjölbreytni í liðinu. Þeir sem eru á móti jákvæðri mismunun segja að hún bitni fyrst og fremst á hvítum karl- mönnum sem hafi ekkert til saka unnið og líði fyrir sterka stöðu forfeðra sinna. Hvítir karlmenn þurfi nú að sætta sig við aðrir fái alla feitustu bitana. Sumir – og þessir sumir eru að öllum lík- indum hvítir karlmenn – halda því fram að nú sé svo komið að fátt sé erfiðara bandarískum karlmanni en að fæðast hvítur. Aðrir benda á að þrátt fyrir já- kvæða mismunun gangi afar hægt að breyta hvíta karla- veldinu og enn sé fátt eftirsókn- arverðara fyrir þann sem vill láta að sér kveða á vinnumarkaðnum en að vera hvítur karl. Það er vandlifað í þessum heimi. Svörtu karlarnir, sem segjast vera sviknir um eðlilegan frama í starfi, eiga auðvitað sam- úð skilda. Og hver getur ekki sett sig í spor þeirra hvítu sem kvarta undan því að fyrirtækið líti algjörlega framhjá þeim við ráðningar í yfirmannastöður, jafnvel þótt þeir séu menntaðri og með meiri reynslu en þeir sem stöðurnar fá. Hingað til hefur ekki þótt boðlegt að koma svona fram við karlmenn, þótt þetta hafi löngum verið reynsla kvenna af öllum kynþáttum. Hvað næst? Ætli þróunin verði sú að hvítu karlarnir fái kannski bara 70% af launum sem yfirleitt eru greidd karlmönnum fyrir sömu verk? Þá fyrst væri nú fok- ið í flest skjól. Nú þykj- ast allir illa sviknir Fólki þykir nú nógu langt gengið í já- kvæðri mismunun. Sumir – og þessir sumir eru að öllum líkindum hvítir karlmenn – halda því fram að nú sé svo komið að fátt sé erfiðara bandarískum karlmanni en að fæðast hvítur. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu TÆKIFÆRUM til menntunar er mjög misskipt eftir búsetu. Þótt það geti talist hollt fyrir alla að hleypa heimdraganum ætti það að vera jafngilt hvort sem búið er í borg eða sveit. Í nokkrum byggðar- lögum hafa verið gerðar tilraunir til að koma á framhaldsdeildum, sem hafa verið útibú frá næsta framhaldsskóla. Þar hefur nemendum gefist kostur á því að taka eitt til tvö ár af námi til stúdentsprófs í heimabyggð. Því miður hafa slíkar framhaldsdeild- ir átt erfitt uppdráttar og ekki notið nægjanlegs stuðnings stjórnvalda eða þeirra skóla sem þær hafa verið tengdar við. En það er einnig stað- reynd að framhaldsskólar eiga víða undir högg að sækja hvað varðar fjár- magn og sveigjanleika til að takast á við ný verkefni. Hvert samfélag, hver byggð þarf stöðugt að sækja fram hvað menntun varðar. Hér styður hvert menntunarstig annað. Aukið námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnis- hæfnina og hefur feykileg margfeld- isáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á fjöl- breyttan stuðning í þessu starfi. Það er mikil blóðtaka fyrir hvert byggðarlag að senda allt ungt fólk burt til menntunar frá 15-16 ára aldri og verður erfiðara eftir því sem skóla- árið lengist. Fjarveran eykst, fjöl- skyldubönd og rætur í heimahögum slitna. Á þessum aldri er hvert ár dýr- mætt sem fjölskyldan getur haldið saman í heimabyggð. Nýtt frumkvæði Það er ljóst að sveitarfélögin sjálf verða að taka málið upp á sína arma ef það á að takast að auka framboð náms í heimabyggð Það hafa Dalvíkurbyggð og Ólafs- fjarðarbær nú ákveðið að gera. Sam- kvæmt fréttum nýverið er mennta- málaráðuneytið reiðubúið til að hefja viðræður við þessi sveitarfélög um stofnun tveggja ára framhaldsskóla. Stefnt er að því að hinir nýju skólar eða skóli hefji starfsemi haustið 2002. Sveitarfélögin við norðanvert Snæ- fellsnes eru einnig í viðræðum um stofnun framhaldsskóla fyrir Ólafs- vík, Grundarfjörð og Stykkishólm. Mikilvægt er að standa vörð um framhaldsdeildirnar í Ólafsvík og Stykkishólmi uns önnur sterkari skipan náms kemst á. Sömuleiðis ber að styrkja það framhaldsnám sem hafið er í Grundarfirði með fjar- kennslu. Það var grund- völlur til að starfrækja 2. námsár framhalds- skóla í Stykkishólmi næsta vetur, en því mið- ur skorti fjárhagslegan stuðning og hvatningu stjórnvalda til þess að af því gæti orðið. Þetta aukna grunn- nám ætti að vera hægt að taka upp í langflest- um byggðarlögum. Nú- verandi reglur um kostnaðar- og tekju- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga mega ekki verða til að hamla eðli- legri þróun og skipan menntamála í landinu. Er nú þegar orðið brýnt að endurskoða reglur um fjármögnun náms á grunn- og framhaldsskóla- stigi. Einnig er brýnt að fara afar var- lega í því að loka eða takmarka starf litlu sveitaskólanna. Þeir eru oft lífæð nágrannasamfélagsins og lokun þeirra getur haft óafturkræfar afleið- ingar fyrir samfélagið og búsetuna í landinu öllu. Ný stefna Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa á tveimur síð- ustu þingum flutt tillögu til þings- ályktunar um samfellt nám til 18 ára aldurs. Tillagan varð ekki afgreidd á þessu þingi en var send til umsagnar og kynnt víða um land og hefur vakið marga til umhugsunar. Þar er lagt til að hafinn verði nú þegar undirbún- ingur þess að tryggja að allt grunn- nám verði skipulagt þannig að ungt fólk innan sjálfræðisaldurs hvarvetna á landinu geti stundað það daglega frá heimili sínu. Hluti þess verði starfstengdur og þá jafnframt höfð hliðsjón af umhverfi, atvinnu- og menningarlífi viðkomandi byggðar- lags. Náminu ljúki síðan formlega með námsgráðu. Í tengslum við þetta verður að endurskoða skipulag ann- ars framhaldsnáms, tæknináms, sér- náms og háskólanáms með tilliti til þessara breytinga grunnnámsins þannig að tryggð verði eðlileg sam- fella og tenging við alla framhalds- menntun í landinu. Breytt gildismat Mikilvægt er að námið hafi öfluga tengingu við atvinnulíf, sögu, menn- ingu og náttúrufar viðkomandi byggðarlags. Með því að auka vægi þessara þátta í námi má efla sjálfsvit- und unglinga og samábyrgð þeirra gagnvart fólki og umhverfi. Þessar breytingar þurfa ekki sjálfkrafa að kalla á breytingar á skólaskyldualdri þótt ýmislegt gefi tilefni til að ætla að hann beri að endurskoða. Núverandi framhaldsskólar munu að stærstum hluta geta séð fyrir námsframboði á tveimur síðustu árum í samfelldu tólf ára námi, en þar sem framhaldsskól- ar eru ekki til staðar er eðlilegt að þetta nám verði byggt upp við þá grunnskóla sem fyrir eru. Menntun er byggðamál Það er staðreynd að mun meiri sveigjanleika vantar í menntakerfi landsins, bæði hvað varðar lengd náms og námsframboð. Núverandi skipan í menntamálum hentar sum- um þeim er hyggja á langskólanám en býður upp á fáa og þrönga kosti fyrir þau sem hafa önnur markmið. Það er almennt viðurkennt að á aldr- inum 15-18 ára taka unglingar út mik- inn þroska. Ytra álag er töluvert á þessu aldursskeiði og ákvarðanir sem teknar eru á þessum tíma skipta oft sköpum fyrir framtíðargengi ung- linga í námi og starfi. Því er mikil- vægt að fjölskyldan geti verið sem mest samvistum þennan tíma og ung- lingarnir þannig fengið nauðsynlegan stuðning. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar með nýjum sjálfræð- islögum, en með þeim hefur heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á ungling- um að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Lokaorð Menntakerfi okkar þarf sívirkan sveigjanleika í stað formfestu og dýrkun á gildi stórra stofnana þar sem ætlunin er að steypa alla í sama mót. Þjóðinni er nauðsyn að virkja þá krafta og þekkingu sem býr í atvinnu- lífi og menningu á hverjum stað, vítt og breytt um landið. Þau mikilvægu skref sem sveitarfélögin við utan- verðan Eyjafjörð og á norðanverðu Snæfellsnesi eru að stíga verða von- andi hvatning fyrir önnur. Markmiðið er að ungt fólk eigi kost á samfelldu námi í heimabyggð í það minnsta til 18 ára aldurs. Annað sé undantekn- ing. Nám í heimabyggð til 18 ára aldurs Jón Bjarnason Menntun Það er hverju byggðar- lagi blóðtaka, segir Jón Bjarnason, að þurfa að senda allt ungt fólk frá 16 ára aldri burt til menntunar. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. SNORRI G. Bergsson heitir maður sem bindur skilyrðislausan trúnað við hernað Ísraela í Pal- estínu. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli, í Morgunblaðinu 12 júní, gera athuga- semdir við skrif mín um hið hörmulega ástand í Palestínu hér í blaðinu 6. júní. Þegar að upphróp- unum sleppir er fátt í at- hugasemdum Snorra sem vert er að staldra við enda beitir hann ódýrum útúrsnúningum, almenn- um yfirhylmingum og gömlum áróðurstuggum að hætti þeirra sem hafa veikan mál- stað að verja. Á þetta benti ég i litlum mola á vefritinu KREML.IS. En þar sem Snorri heldur svívirðunni áfram í Morgunblaðinu 27. júní verður ekki hjá því komist að birta athugasemdir mínar líka hér. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að enn sé til fólk á Íslandi sem lepur eftir stríð- áróður Ísraela og rétt- lætir þannig það þjóð- armorð sem verið er að fremja á palestínsku þjóðinni í heimkynnum hennar fyrir botni Miðjarðarhafs. Skömmu fyrir lok síðasta árs horfði al- heimurinn upp á ung- an palestínskan dreng verða fyrir skoti í um- sátri ísraelska hersins og deyja í örmum föð- ur síns. Ísraleski herinn hefur drepið marga unga drengi í hernaðaraðgerð- um sínum en þetta atvik var sérstakt því það náðist á filmu og var fordæmt út um allan heim. Snorri vílar hins vegar ekki fyrir sér að réttlæta að- gerðir Ísraela í því máli – sem öðrum – með langsóttum hundakúnstum og helberum rökleysum. Í pistli á Frelsi.is, vefriti Heimdall- ar, þann 18. desember sl. heldur hann því blákalt fram að Palestínumenn hafi sjálfir drepið soninn unga og að faðir piltsins hafi logið til um tildrög- in; til að fá þá fúlgu dollara sem arab- ísku olíuríkin greiða fjölskyldum písl- arvotta palestínsku uppreisnarinnar. Auðvitað á maður ekki að standa í ritdeilum við menn sem eru þetta blindir á eigin málstað, enda hef ég tæpast geð í mér til að halda því áfram. Sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur Höfundur er stjórnmálafræðingur og ritstjóri á KREML.IS. Miðausturlönd Snorri vílar ekki fyrir sér, segir Eirikur Bergmann Einarsson, að réttlæta aðgerðir Ísraela. Eiríkur Bergmann Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.