Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 39

Morgunblaðið - 30.06.2001, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 39 starfsmaður Vegagerðar ríkisins í Vík. Ég get ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkrum kveðju- orðum og á lífshlaup hans hér í Mýr- dal en ég ætti ekki að þurfa að leita langt til þar sem leiðir okkar hafa oftast legið nokkuð saman allt frá bernsku. Hann var sá fyrsti og mesti leikfélagi sem ég eignaðist utan míns heimilis. Kom það nokkuð af sjálfu sér þar sem við vorum jafnaldrar og bræðrasynir að frændsemi og stutt á milli heimila foreldra okkar sem voru Ketilsstaðir og Litli-Hvammur. Fljótt kom í ljós með Guðjón að hann var gerðarlegur, tápmikill drengur, úrræðagóður og ólatur. Komu honum þessir kostir einkar vel þar sem fljótt reyndi á hann til ýmissa starfa er hann missti föður sinn frá fimm barna hópi aðeins sex ára að aldri. Strax að loknu barna- skólanámi fór Guðjón að stunda vinnu utan heimilis er hún gafst, fyrst í heimahéraði og fljótlega í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Alltaf var þó komið heim um slátt og til haustverka meðan heimilið hafði þörf fyrir það. Er Vegagerðin kom með sína fyrstu jarðýtu hér í sýslu tók Guðjón að sér stjórnun hennar og var síðan við það starf í mörg ár vann mest við uppbyggingu á vega- kerfinu sem var þá víða aðeins nið- urgrafnar götur. Vann hann sem ýtustjóri allt þar til hann fór til Verslunarfélags Vestur-Skaftfell- inga sem starfsmaður við frystihús þess í nokkur ár en fór síðan aftur til Vegagerðarinnar og var þar flokks- stjóri og síðan verkstjóri allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hygg ég honum muni hafa fallið best að starfa hjá þeirri stofnun, hressandi útivinna og ferðalög um skaftfellskar sveitir er hann naut að starfa í og kynnast sem flestum íbú- um þess þar sem hann var í eðli sínu ræðinn og mannblendinn. Nokkra þætti átti Guðjón er voru áberandi góðir eiginleikar þar sem hann stóð oft fremstur á sviði. Skal fyrst nefna hans óvenjulega góðu sjón er leiddi til þess að hann var eft- irtektarverður sem fjármaður og smali, var hann feiknarlega sauð- glöggur og gat ég oft undrast hvað hann gat séð fjármörk á löngu færi á kindum. Hafði hann einnig ágætt vit á góðum eiginleikum sauðfjár og átti margt af úrvalsfé en hann hafði lengi nokkurn fjárbúskap meðfram vinnu sinni eftir að hann settist að í Vík og hafði þá jörðina Norður-Vík undir um árabil. Eftirtekt hans á því sem fyrir augu bar var góð og virtist mér fátt fara fram hjá honum þar sem hann átti leið um. Voru þetta miklir kostir ekki síst hér áður fyrr er allur fénaður fór nær óhindrað um sveit- ina. Einhver ríkasti þáttur í fari Guð- jóns var söngurinn. Var hann hér alltaf í sönglífi frá unga aldri bæði blönduðum kórum, við kirkjurnar og karlakór. Hafði hann einstaklega mikla og fallega bassarödd og hélt ávallt uppi þeirri rödd þar sem hann var í söng. Var hann mjög fljótur að læra sína rödd, hafði gott tóneyra og samdi einnig nokkur lög sjálfur. Var hann ævinlega hrókur alls fagnaðar þar sem komið var saman og ekki var hægt annað en að „taka lagið“ ef hann gat komið því til leiðar. Munu margir sakna þess hér er gleðjast skal við hin ólíkustu tækifæri að slík- ur frumkvöðull er ekki lengur til staðar til að taka tóninn, til að koma sönggleðinni af stað sem honum var ávallt mjög ofarlega í huga. Guðjón var minnugur og hélt einnig dag- bækur um langt skeið um helstu við- burði er gerðust í hinni daglegu framvindu á sínum heimaslóðum. Á seinni árum fór hann að skrifa ýmsar endurminningar sínar, var það mikið frá ferðum hans um afrétti í Mýrdal í smalamennskum. Þeirer voru mikið með honum í þeim ferðum hafa sagt mér að þar hafi hann verið afburða smali, fljótur á fæti og ágætur að fara í ógöngur ef með þurfti. Þá gerði hann einnig töluvert af því að setja saman bundið mál og mun mest af því vera til í handriti. Nokkurn þátt tók Guðjón í lands- málapólitík. Var hann þar ævinlega á vinstri kantinum og var um tíma fulltrúi á alþýðusambandsþingum. Guðjón var áhlaupamaður til verka enda vel á sig kominn, með hæstu mönnum á vöxt og átakagóður. Það kom líka oft í ljós hvað það var mikið er hann náði utan um við átök. Vart verður svo minnst á Guðjón að ekki verði getið um hvað hann var mikill húmoristi í sér. Sá hann oft stórspaugilegar hliðar á því sem fyr- ir augu bar þótt aðrir tækju varla eftir slíku. Gat hann síðan leikið það af mikilli list svo að mikla kátínu vakti. Hann var mikill náttúruunn- andi og sóttist eftir að komast í ein- hverja kyrrð úti í náttúrunni. Margt fleira væri hægt að færa fram er voru ríkir þættir í fari hans. Hélt hann ævinlega góðum tengslum við frændfólk sitt og kunningja og var ræktarlegur við sínar uppeldisstöðv- ar. Þáttaskil verða í lífi Guðjóns 1953 er hann gengur að eiga Hrönn Brandsdóttur frá Vík og settust þau þar að og bjuggu þar alla tíð og eign- uðust fjögur mannvænleg börn. Er Guðjón var nálægt sextugu kenndi hann sjúkdóms er fáir standa af sér sem hefur nú lagt hann að velli eins og flesta sem hann herjar á. Aldrei heyrði ég Guðjón þó kvarta yfir þessu er hann hefur þurft að berjast við allan þennan tíma. Sýnir það best hans æðruleysi og þrek. Ég veit líka að vel hefur hann verið studdur af sinni konu og fjölskyldu í þeim átök- um. Það er komið að leiðarlokum, Guðjón hefur lagt upp í ferðina miklu sem allra bíður en mér fannst þetta of fljótt. Það verður víða sjónarsvipt- ir að þessum manni sem bar næstum höfuð og herðar yfir flesta í kringum sig og lagði alltaf eitthvað til mál- anna til að lífga og fjörga mannlífið. Ég þakka honum samfylgdina og óska fararheilla. Hrönn og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur frá minni fjölskyldu og bið þess að þau njóti minninga um Guðjón Þorsteinsson. Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvammi. Dalir dylja dável harma sveitar syrgjandi nóttlaust vor. Töfra tónar, tómið fylla og svanna hugga, hið ljósa kveld. Sárlega söknum sonar í gleði, vakandi vinar manna og dýra. Benjar barna birtan græðir og geislar yljandi föðurævi frá. Þegar Guðjón Þorsteinsson fædd- ist, yngstur í hóp fimm barna hjónanna á Ketilsstöðum í Mýrdal, var öldin nýliðna enn ung. Þótt niður breytinga á lífsháttum þjóðar bærist þá um héruð var margt sem löngu fyrr í sveitum landsins: Hesturinn var þarfasti þjónninn, véltækni fá- gæt, útvarp óþekkt, sjálfsbjörg réð meiru um hag heimilanna en verslun og sérhæfing, heilsugæsla á frum- stigi, afkoman tæpleg og fátæktin hlutskipti fjöldans. Landinn fann til við hvert fótmál til hagsbóta, enda einkenndust millistríðsárin af stétta- átökum, efnahagskreppu og vaxandi haftabúskap. Erfið lífsskilyrði mörkuðu sterka drætti í menningu og samskipti þess fólks sem þá ólst upp. Ketilsstaða- heimilið fór ekki varhluta af því, en mikil atorka og ástríki voru innviðir þess svo eftir var tekið. Þrátt fyrir fátækt, fábreyttar bjargir og óvænt fráfall heimilisföður á besta aldri hélt heimilið velli með miklum dugnaði og samstöðu fólksins, að ógleymdri hjálp góðra granna. Systkinin á Ketilsstöðum báru arf foreldra sinna og þroskuðu til móts við nýja og breytta tíma, hvert með sínum persónulega hætti. Hver mannlýsing mótast jafnan af áherslum þess er hana ritar. Á það ekki síst við þegar reynt er að lýsa jafn fjölhæfum manni og Guðjóni, og því fyrirgefst vonandi þótt aðeins sé tæpt á því helsta sem hugur dvelur við þessa stund. Guðjón hafði margt það til brunns að bera sem prýðir náttúrubarn. Engum sem honum kynntist duldust hæfileikar hans til að lesa landið og dýrin, að ekki sé minnst á blessaða sauðkindina og lifnaðarhætti hennar, en fjárrækt stundaði hann um árabil með eftir- tektarverðum árangri. Tæpast verða vegagerðarmenn, sem Guðjón átti lengi að stéttarbræðrum, taldir til mestu náttúruverndarsinna, en oft- lega veit ég til þess að hann léði við- kvæmu landi og villtum málleysingj- um verndarhönd til góðra verka af eigin ráði, sem enn sér stað. Margir krókar og kimar hins litríka lands- lags í Mýrdal urðu Guðjóni upp- spretta vangaveltna um tilurð, at- hvörf dýra og mannaferð, og hafa sveitungar og vinir notið margra sagna hans þar um, talaðra og rit- aðra af mikilli frásagnargleði og á ágætu máli. Guðjón var með hæstu mönnum og til þrekvirkja vaxinn. Ósérhlífni hans og dugnaður til verklegra starfa heima og heiman hafa sjálf- sagt stundum gengið nærri heilsu hans eins og margra annarra á hans tíð, en báru þó aldrei ofurliði lífsgleði hans og skopskyn sem enginn er honum kynntist fór varhluta af. Af fundi hans fóru margir glaðari en þeir komu, eftir listilega leiknar kímnisögur gestgjafans. Þótt Guðjón hafi haft marga þá kosti sem prýða mega góðan forystumann sóttist hann hvergi eftir metorðum. Tók hann þó mjög virkan þátt í menning- ar- og stjórnmálastarfi í sinni heima- byggð. Réði þar mestu um hve ákaf- lega félagslyndur og sönghneigður hann var. Hljómfögur bassarödd Guðjóns þótti nær ómissandi þegar til kór- starfs var kallað í Vík, og dró hann hvergi af sér í þeim efnum allt fram til síðustu mánaða. Hann aðhylltist snemma sjónarmið félagshyggju og þjóðfrelsis og þótti nærvera hans mikils um verð á fundum vinstri manna í Mýrdal. Mér er enn í fersku minni jákvæð og sköruleg fram- ganga hans og Björns Jónssonar þá- verandi skólastjóra er þeir óku um sveitir og unnu að kjöri Kristjáns Eldjárns til þriðja forseta lýðveldis- ins vorið 1968. Er mér til efs að Kristján hafi getað fengið betri tals- menn en þessa tvo glæsilegu skör- unga. Á síðari árum tók Guðjón þátt í félagsstarfi eldri borgara af þeim áhuga sem einkenndi annað er hann tók sér fyrir hendur, og á sama tíma kom hann mörgum vinum og vanda- mönnum sínum á óvart með ritstörf- um í bundnu og óbundnu máli. Guðjón var mikill lánsmaður í einkalífi sínu, en hann giftist ungur að árum Hrönn Brandsdóttur frá Vík. Þessi glæsilegu hjón áttu far- sælar samvistir og settu mikinn svip á samfélagið í Víkurkauptúni með þátttöku sinni í margvíslegu félags- starfi. Þeim varð fjögurra barna auð- ið, sem bera foreldrum og kærleiks- ríku heimili fagurt vitni. Hrönn var eiginmanni sínum ómetanleg stoð á erfiðum tímum fyrr og síðar. Skap- höfn þeirra hjóna og siðferðisvitund veitti þeim þá trú er bar þau til allra þeirra góðu verka sem vinir þeirra og samtíðarfólk minnast nú og þakka fyrir. Það er áfall fyrir hið brothætta og fámenna samfélag Mýrdælinga að missa jafn mætan mann, sem virtist eiga langa göngu fyrir höndum að strönd hins eilífa sólarlags þegar sjúkdómurinn strangi náði yfirhönd- inni. Helst er þó byrðin eiginkonu, barna og annarra nánustu ættingja. Hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu stundum. Megi minningin um Guðjón frænda verma um langa tíð. Fyrir hönd systkinanna frá Vatns- skarðshólum, Gunnar Ágúst Gunnarsson. Andlát nágranna okkar, Guðjóns Þorsteinssonar, kom ekki á óvart. Í nokkur ár háði hann glímu við skæð- an óvin en síðustu vikur var ljóst að hverju stefndi. Barátta hans var alla tíð einstaklega kjarkmikil og svo æðrulaus að aðdáun vakti. Á kveðjustundu stendur eftir minning um traustan og greiðvikinn granna og samstarfsmann til fjölda ára. Fyrir tæpum 15 árum tók ung fjöl- skylda sig upp með rótum úr vaxandi borgarsamfélagi og fluttist búferlum til Víkur í Mýrdal. Hélt til móts við nýjan starfsvettvang í einni af feg- urstu sveitum þessa lands. Búslóðin fylgdi með og var tæplega komin í hlað þegar hár og myndarlegur mað- ur með mjúka bassarödd birtist og bauð fram hjálp sína. Þetta voru fyrstu kynni okkar af Guðjóni. Sú mynd sem við fengum af honum strax þá hélst til hinstu stundar. Allt- af reiðubúinn að létta undir með ungu fólki og ekki spillti skemmtileg og oft bráðfyndin afstaða hans til manna og málefna. Hann var fróður og átti gott með að miðla öðrum, hafði skemmtilega frásagnargáfu og hnyttinn húmor. Eins og vera ber þurfa aðfluttir að semja sig að siðum og háttum heima- manna til að öðlast sem besta innsýn í líf og starf, eða til að eignast til- verurétt. Og þegar kom að því að læra handtök við verkun fýlsung- anna var Guðjón sá besti kennari sem nokkur gat kosið sér og tæki og tól lánaði hann byrjendum með ljúfu geði. Hvert einasta handtak var hon- um tamt og eðlilegt. Hann gaf sig heldur ekki fyrr en verkunin var orð- in með nokkrum myndarbrag og var óspar á ráð og hrós. Þegar afi vildi einnig fá að vera með, þótt fætur væru fúnir og brjóstið þreytt, lánaði Guðjón jeppann sinn svo hann ætti auðveldara með að fylgja þeim sem yngri voru og þá mátti vart á milli sjá hvor var ánægðari og stoltari, afi eða sá yngsti í fjölskyldunni. Svona var Guðjón. Alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Á stundum gleði og fagnaðar, veikinda og sorgar mundi hann vel eftir nágrönnum sínum. Um það vitnar m.a. kveðskapur sem til er á okkar heimili og verður varðveittur sem fjársjóður og fögur minning. Það var einnig lærdómsríkt að fá að fylgjast með þeim hjónum, Guð- jóni og Hrönn. Þegar hún þurfti að glíma sem mest við sín veikindi var hann alltaf sú stoð og stytta sem hún gat treyst á og síðustu vikur þegar halla tók undan fæti hjá honum var Hrönn sú trausta stoð sem studdi hann af æðruleysi og dugnaði til hinstu stundar. Við munum sakna Guðjóns sárt. Við munum sakna hressilegs og oft hispurslauss viðmóts hans, greið- vikninnar og umhyggjunnar. Við vit- um líka að næstu áramót verða öðru- vísi en þau sem liðin eru. Nú kemur enginn Guðjón yfir til okkar á mið- nætti til að bjóða okkur gleðilegt ár með kossi og þakka það liðna. Við munum sakna þess. En við vitum líka að minningin um góðan mann mun ylja okkur öllum. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja Hrönn og fjölskyldu í sár- um söknuði. Við treystum því að minningin um góðan og umhyggju- saman eiginmann, föður, tengdaföð- ur, afa og langafa nái að fylla tóma- rúm sorgarinnar. Við kveðjum kæran vin með orð- um skáldsins: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Haraldur, Guðlaug, Árni Már, Birgir og Guðmundur Kr., Vík. En sú dýrð á allar síður: Yndislega tignar hár hringur sjónar himinvíður, hvítur, svartur, grænn og blár. Jökull, sandur, grund og græðir gerir þessi litaskil. Bæjarleið um brattar hæðir borgar sig og meira til. (Stefán Hannesson.) Guðjón mágur minn kunni vel að meta fegurð Skaftárþings, hafði glöggt auga fyrir öllu sem fagurt var. Hann naut þess að dvelja þar alla sína ævi og helga því krafta sína. Um tvítugt hóf hann störf hjá vegagerð ríkisins og vann þar til sjötugs er hann lét af störfum vegna aldurs. Á þessu hálfrar aldar tímabili hafa orð- ið mjög stórstígar framfarir á vegum sýslunnar. En oft var glíma vega- gerðarmanna löng og hörð við að halda jökulvötnunum í skefjum. Þar sem þau uxu oft hratt og brutust út úr farveginum. Sjötti áratugurinn var vegagerðarmönnum í Skafta- fellssýslu mjög erfiður vegna vatna- vaxta. Öll tæki og tækni voru skem- ur á veg komin en nú og reyndi þá mjög á mannshöndina, var Guðjón þar góður liðsmaður og ávallt í far- arbroddi. Guðjón stundaði sauðfjárbúskap í hjáverkum um margra ára skeið. Vann við það af lífi og sál með fjöl- skyldunni á kvöldin og um helgar. Hann átti orðið fallega hjörð af vel ræktuðu fé. Guðjón var margt til lista lagt, hann var góður söngmaður, sem hann lagði mikla rækt við, söng í ýmsum kórum. Þau hjónin Guðjón og Hrönn hafa alla tíð verið burðar- ásinn í kór Víkurkirkju. Hann ritaði talsvert í „Fréttabúa“, bæði í bundnu og úbundnu máli, sem bæði er fróðlegt og skemmtilegt. Hann var hrókur alls fagnaðar, leiddi söng og sagði brandara. Það vantaði mikið er Guðjón var forfallaður þegar ætt- ingjarnir komu saman. Guðjón átti góða konu. Þau hjónin lifðu í ástríku hjónabandi og voru mjög samhent. Þau eignuðust fjögur góð og mannvænleg börn, barna- börnin orðin ellefu og eitt barna- barnabarn. Hann var búinn að heyja langa og erfiða glímu við illvígan sjúkdóm sem lagði hann að velli. Síð- asta ár var honum mjög erfitt. Þó kvartaði Guðjón aldrei, var oft þjáð- ari en hann vildi vera að láta enda andlegt og líkamlegt karlmenni og kvaddi þetta jarðlíf með reisn. Það var aðdáunarvert hvað Hrönn var dugleg að hjúkra honum. Sat hjá honum dag og nótt síðustu vikurnar sem hann lifði. Við kveðjum góðan dreng sem borinn verður til moldar frá Víkur- kirkju í dag. Ég sendi Hrönn, börn- um og öllum ástvinum samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Elíasson. Ég kynntist Guðjóni fyrst þegar hann bjó með móður sinni og systk- inum á Ketilsstöðum og kom ásamt Gunnari bróður sínum á söngæfing- ar út að Litla-Hvammi. Þótt ég væri barn að aldri þóttist ég greina án þess að halla á nokkurn að þarna væru á ferð máttarstólpar í hinum litla kór Skeiðflatarkirkju og taldi ég hann verða fyrir miklum missi, er þeir fluttu úr sókninni, en kór Vík- urkirkju fyrir jafnmiklu happi. Guðjón var stór maður vexti og sterklega byggður og fljótt varð hver maður þess var að hjartað var einnig stórt, fullt af góðmennsku og glaðværð, sem geislaði frá sér hlýrri kímni svo að allir lyftust upp í návist hans. Hann bjó yfir þeim hæfileika að finna björtu hliðarnar á umfjöll- unarefninu. Hæfileiki sem veitti samferðafólki hans mikið. Á þessum árum stjórnaði Guðjón jarðýtu vega- gerðarinnar og þegar menn bar að athafnasvæðinu mættu þeir brosi hans. Þegar hann steig út úr ýtunni, lifnaði yfir umhverfinu því hann var ávallt með gamanmál á reiðum hönd- um. Ég fékk á tilfinninguna að jarð- ýtustjórn hlyti að vera skemmtilegt starf. Í einkalífi sínu var Guðjón mjög lánsamur, kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Hrönn Brandsdóttur frá Vík, mikilli ágætis konu og eign- aðist með henni fjögur mannvænleg börn. Þau hjónin áttu margt sameig- inlegt og voru einstaklega samhent bæði í leik og starfi. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vík. Þar byggðu þau sér hús á bökkum Víkurár og stund- uðu sauðfjárbúskap jafnframt störf- um við verslun, vegagerð o.fl. Börn þeirra bera þess glöggt vitni hverra manna þau eru, hafa til að bera hlýtt viðmót foreldra sinna. Þó Guðjóns verði ávallt minnst fyrir sína léttu lund ber ekki svo að skilja að hann hafi ekki getað sökkt sér niður í alvöru lífsins. Hann velti fyrir sér þjóðmálum og stjórnmálum og talaði máli hins vinnandi manns. Þá eru þau ljóð eftir hann, sem ég hef séð birt, full af djúpri hugsun og raunsæi. Fyrir nokkru fór að heyr- ast að Guðjón gengi með illvígan sjúkdóm. Hann barðist af karl- mennsku þar til yfir lauk 21. þ.m. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar þakka Guðjóni samfylgdina. Konu hans, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum bið ég Guðs blessunar í erfiðri sorg. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.