Morgunblaðið - 30.06.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorvarður Jó-hann Lárusson
fæddist í Krossnesi í
Eyrarsveit 24. maí
1938. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 24. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Lárus Guðmunds-
son, f. 1893, d. 1952,
og Sigurlaug Skarp-
héðinsdóttir, f.
1904, d. 1942, og
var hann sjöundi af
átta systkinum.
Systkini hans voru
Guðmundur Vernharður, f. 1926,
d. 1985, Lára, f. 1927, d. 1989,
Jóna, f. 1930, d. 1981, Guðni Ingi,
f. 1931, d. 1995, Guðrún Ragn-
heiður, f. 1934, Helgi, f. 1936, d.
1997, og Lýður Valgeir, f. 1939,
d. 1964.
Þorvarður kvæntist Ásdísi
Valdimarsdóttur, f. 1933, en þau
slitu samvistum 1978. Dóttir
hennar er Kolbrún Sjöfn Matth-
íasdóttir, f. 1951, maki Haukur
Richardsson, f. 1950. Hennar
börn eru Ásdís Jónsdóttir, f.
1972, og Þorvarður Jóhann Jóns-
son, f. 1975. Þorvarður og Ásdís
eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Valdimar, f. 1958, d. 1989, börn
d. 1982. Hennar börn eru Einar
Einarsson, f. 1959, dætur hans
eru Fanný, f. 1979, og Rebekka,
f. 1987. Sigurður Einarsson, f.
1962. Inga Fríða Einarsdóttir, f.
1965, hennar börn eru Sigurður
Freyr Pétursson, f. 1986, Hólm-
fríður Hulda Pétursdóttir, f.
1988, Þórunn Sunneva Péturs-
dóttir, f. 1991, og drengur Ingu-
son, f. 2001. Guðmundur Freyr
Guðmundsson, f. 1967, maki hans
er Linda Magnúsdóttir, f. 1968,
dóttir þeirra er Hulda Björg, f.
1997.
Eftirlifandi eiginkona Þorvarð-
ar er Eygló Guðmundsdóttir, f.
1940, þau hófu sambúð 1988.
Hennar börn eru Vilhjálmur
Wiium, f. 1964, maki hans er
Guðlaug Erlendsdóttir, f. 1967,
dætur þeirra eru Dagmar Ýr, f.
1988, og Tinna Rut, f. 1992. Dav-
íð Wiium, f. 1975, maki hans er
Sigríður Hallsteinsdóttir, f. 1976,
sonur þeirra er Ísak Máni, f.
1999. Jóhanna Þorvarðardóttir
(ættleidd), f. 1978, maki hennar
er Elías Guðmundsson, f. 1976,
sonur hennar er Daníel Viðar
Guðmundsson, f. 1998.
Þorvarður hóf sjómennsku 14
ára og lauk skipstjórnarnámi
1965. Hann var með eigin útgerð
ásamt öðrum á árunum 1966–
1984. Eftir það starfaði hann sem
skipstjóri þar til hann lét af störf-
um 1991 vegna heilsubrests.
Útför Þorvarðar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hans eru Svanur Þór,
f. 1975, Ólöf Hugrún,
f. 1982 og Valdimar,
f. 1989. 2) Lárus Guð-
bjartur, f. 1959, kona
hans er Pia Bertel-
sen, f. 1962, börn
þeirra eru Anna
Maria, f. 1984, og Jó-
hann, f. 1988. 3) Jó-
hannes Guðjón, f.
1961, kona hans er
Kolbrún Reynisdótt-
ir, f. 1964, þeirra
börn eru Lýður Val-
geir, f. 1988, Hinrik,
f. 1992, og Sæþór, f.
1996. 4) Sigurður Ólafur, f. 1963,
kona hans er Sjöfn Sverrisdóttir,
f. 1964, þeirra börn eru Hlynur,
f. 1987, Hafdís Dröfn, f. 1991, og
Gréta, f. 1997. 5) Sævör, f. 1964,
hennar maki er Einar Guðmunds-
son, f. 1959, þeirra börn eru Sæ-
varður, f. 1986, Jóhannes Fann-
ar, f. 1989, Valdimar, f. 1991, Jón
Þór, f. 1993, og Snædís Ólafía, f.
1995. 6) Jón Bjarni, f. 1967, kona
hans er Anna Dóra Markúsdóttir,
f. 1965, sonur hennar er Markús
Karlsson, f. 1986, börn þeirra eru
Saga Björk, f. 1991, og Þorvarð-
ur, f. 1992.
Þorvarður bjó með Hólmfríði
Huldu Gunnlaugsdóttur, f. 1941,
Það var mér erfið stund síðasta
sunnudag þegar mamma var búin að
tilkynna mér að hann Varði væri lát-
inn. Aðeins kvöldið áður hafði hún
sagt mér að batavonin væri góð. En
skjótt skipast veður í lofti. Þung voru
sporin að segja Gullu og dætrunum
hvað hafði gerst.
Mér er enn í fersku minni þegar ég
hitti Varða fyrst. Ég hafði heyrt af
einhverjum skipstjóra að vestan sem
var farinn að venja komur sínar til
mömmu. Svo þegar ég hitti hann í eig-
in persónu var það til að keyra hann
og mömmu á ball – ég einn frammí og
þau afturí. Syninum leist nú ekki al-
veg á blikuna. Sjálfsagt leið mér svip-
að og föður sem horfir í fyrsta skipti á
eftir táningsdóttur sinni fara út að
skemmta sér. En Varði var ekki lengi
að vinna traust mitt og var ég stoltur
svaramaður mömmu þegar þau giftu
sig haustið 1990.
Þegar ég lít til baka og hugsa um
Varða kemur mér fyrst í hug hversu
ótrúlega bjartsýnn hann alltaf var.
Alveg var sama hversu erfiðum að-
stæðum hann stóð frammi fyrir – allt-
af gat hann fundið bjartar hliðar á
málunum. Stundum þegar við hringd-
um viðurkenndi hann með semingi að
hann fyndi nú aðeins til, en honum
fannst miklu meira máli skipta að
hann hefði getað gengið upp að tanki
þann daginn eða skroppið í búðina.
Efast ég ekki um að þessi mikla bjart-
sýni hafi hjálpað honum yfir margan
hjallann þar sem aðrir hefðu fyrir
löngu verið búnir að gefast upp.
Þegar ég sit nú við eldhúsborðið
hér í Namibíu og hripa niður þessi fá-
tæklegu orð koma fram ýmsar minn-
ingar um Varða. Börnum fannst virki-
lega gott að vera hjá honum og voru
dætur mínar, Dagmar og Tinna, eng-
ar undantekningar þar á. Þar sem við
höfum búið erlendis í nær tíu ár hittu
stelpurnar hann Varða afa ekki eins
oft og þær og hann hefðu viljað, en
alltaf var jafnmikil tilhlökkun að
koma á Smiðjustíginn og gott var að
sitja með afa í rauða sófanum og
borða með honum flatkökur og hangi-
kjöt. Svo eldaði Varði stórkostlegar
kjötsúpur og ekki var verra saltkjötið
og baunirnar. Þetta eldaði hann
handa okkur „útlendingunum“ hve-
nær sem tækifæri bauðst og var ekki
laust við að þyrfti að víkka beltið um
gat eða tvö.
Þegar við bjuggjum á Írlandi komu
Varði og mamma í heimsókn til okk-
ar. Varða fannst merkilegt að keyra
öfugu megin á veginum og einhverju
sinni fékk hann að taka í bílinn hjá
okkur. Man ég hversu mikill strákur
kom upp í honum við þetta tækifæri
og ætlaði hann nú að sjá til þess að all-
ir fréttu af því að hann hefði ekið bíl á
vinstri vegarhelmingi. Sérstaklega
átti Hallgrímur læknir að heyra um
þetta því hann hafði víst sagt Varða
að ókeyrandi væri á Írlandi og alls
ekki fyrir hjartveika því Írar væru
svo miklir fautar í umferðinni. Þó að
afturdekkið lenti nokkrum sinnum
uppi á gangstétt var hins vegar auka-
atriði sem alger óþarfi var að minnast
á. Svo eru til myndir af Varða á reið-
hjóli á Írlandi. Hann hafði ekki sest á
þannig farartæki í tugi ára en hjólaði
þarna eins og herforingi og var strax
farinn að skipuleggja í huganum
hjólatúra sem hann gæti farið um
Grundarfjörð. Alltaf óbilandi bjart-
sýnn og jákvæður.
Síðast hitti ég Varða á Portúgal í
fyrra og eyddi tveimur dögum þar
með honum og mömmu. Leigðum við
okkur bíl og ókum um sveitirnar.
Varði var augljóslega kvalinn, en
ekki vildi hann ræða það mikið og
ekki lét hann kvalirnar aftra sér frá
því að njóta ferðalagsins. Man ég að
hann keypti sér Ecco-sandala og
fannst þetta bara allt annað líf og
hálfskoppaði um allt til að undirstrika
hversu miklir úrvalsskór þetta væru.
Fannst honum endilega að ég þyrfti
að kaupa svona skó og fara með til
Gullu. Þó að við værum komin langt
frá skóbúðinni var það bara aukaat-
riði – Gulla þurfti svona skó, sagði
hann – og var snúið við og eknir
margir kílómetrar til baka til að kom-
ast aftur í búðina.
Þrátt fyrir veikindi Varða hafa
hann og mamma ferðast vítt og breitt
um heiminn. Núna í júní stóð til að
þau kæmu með okkur til Kanada,
m.a. til að fara yfir Klettafjöllin, en
Varði sagði mér að alltaf hefði hann
langað til að sjá þau. Því miður kipptu
örlögin í taumana og hann komst ekki
í þetta ferðalag. Í staðinn fór hann í
ferðalagið langa og efast ég ekki um
að hann muni þar sjá Klettafjöllin.
Vilhjálmur Wiium.
Fyrsta minningin mín um Varða
fósturföður minn var þegar hann sat
við eldhúsborðið heima á Hagameln-
um. Ég var rétt 10-11 ára en ekki man
ég hvað okkur fór í milli nema það að
ég man að hann sýndi mér einföld
töfrabrögð sem vöktu talsverða
lukku. Síðar, vorið 1988, fluttumst við
til Grundarfjarðar og ég man að þetta
voru blendnar tilfinningar hjá mér, ég
var ekki viss um að ég vildi yfirgefa
höfuðborgina. En þær vangaveltur
hurfu fljótlega, árin í Grundarfirði
voru góð og Varði reyndist mér ein-
staklega góður, ég er t.d. enn að furða
mig á því hvað hann var góður að
leyfa okkur strákunum í plássinu að
spila fótbolta í garðinum hjá okkur,
oft var heill her af strákum langt fram
á kvöld og bletturinn var hálfónýtur
öll þessi ár.
Ég minnist þess líka hvað hann tók
öllu með ró og stillingu þótt mikið
gengi á í kringum hann, það var ekki
oft sem ég sá hann skipta skapi.
Veikindin settu mark sitt á hann,
hugur hans var alltaf á sjónum og ég
held að það hafi verið honum mjög
erfitt að þurfa að koma í land og
hætta að vinna, erfiðara en margan
grunaði. Hann hélt þó áfram að upp-
lifa sjómennskuna í gegnum syni sína
og það er gaman að minnast þess þeg-
ar ég var á sjó á sumrin og við rædd-
um saman við eldhúsborðið hvernig
túrinn hefði gengið þegar ég kom í
land, þar var hann á heimavelli.
Nú var enn einni aðgerðinni lokið
og við öll bundum vonir við að nú tæk-
ist honum að ná heilsu. Það tókst ekki
og þótt ég vissi að svona gæti farið þá
gat ég varla trúað þessu þegar símtal-
ið frá mömmu kom. En ég veit að
þetta var orðið mjög erfitt fyrir hann,
ótal spítalaferðir og heilsan mjög lé-
leg. Í dag er ég óskaplega þakklátur
fyrir þá stund sem við mamma eydd-
um saman með honum á 17. júní, þótt
það hafi kannski ekki virst vera
merkilegt þá.
Elsku Varði minn, ég veit að þér
líður betur núna, takk fyrir allt það
sem þú gerðir fyrir mig og allar minn-
ingarnar, þær munu lifa áfram hjá
mér og fjölskyldu minni.
Þinn
Davíð.
Margt er í lífinu mikilvægt
með því ég nokkurn tilgang finn.
Fyrir það sem þú hefur gert
ég þakka þér fyrir, pabbi minn.
Með þessum orðum færi ég þér
mína hinstu kveðju.
Þín dóttir,
Jóhanna.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns, Þorvarðar
Jóhanns Lárussonar, sem er látinn.
Varði var búinn að berjast við hjarta-
sjúkdóm í tíu ár og oft var baráttan
búin að vera erfið, en hann var alltaf
ákveðinn í að vinna bug á þessu. Alltaf
stóð hún Eygló hans honum við hlið
eins og klettur enda hjartahlý og ynd-
isleg kona.
Þegar Varði tók ákvörðun um að
fara í þessa aðgerð með von um betri
heilsu var ég svo vongóð um að þetta
myndi fara á betri veg. En elsku
Varði minn, nú ertu farinn yfir móð-
una miklu. Ég á svo erfitt með að trúa
því, þú sem varst svo stór hluti af okk-
ar daglega lífi. Nú er svo tómlegt að fá
þig ekki í heimsókn og fá sér kaffi-
sopa með þér. Þú varst ekki bara mér
sem góður tengdafaðir heldur líka
góður vinur. Alltaf gátum við rætt
saman um alla hluti þótt skoðanir
okkar lægju kannski ekki alltaf sam-
an. Ætíð varstu tilbúinn að styðja við
bakið á okkur ef eitthvað bjátaði á, þó
að heilsan væri ekki alltaf sem best.
Börnin okkar umvafðir þú hlýju og
ást og sakna þau þín nú mikið. Þeim
þótti alltaf gott að koma á Smiðjustíg-
inn til ömmu og afa því þar voru alltaf
hlýjar móttökur og eitthvert góðgæti.
Því í raun eru það forréttindi að eiga
góða ömmu og afa. Fyrir það vil ég
þakka. Ég þakka þér allar samveru-
stundirnar og á eftir að geyma þær
minningar í hjarta mínu.
Elsku Varði minn, ég veit að þér
líður vel núna. Guð geymi þig.
Þig faðmi liðinn friður guðs
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
(Jón Trausti.)
Þín tengdadóttir,
Sjöfn.
Það er undarlegt til þess að hugsa
að Varða njóti ekki við lengur, sem
var svo stór hluti af okkar daglega lífi,
eins oft og hann kom í kaffi til að
fylgjast með gangi mála og fá fréttir
af strákunum sínum á sjónum. Þrátt
fyrir erfið veikindi sín var hann alltaf
tilbúinn til að hlusta á aðra og gefa
okkur góð ráð. Hann vildi hafa líf og
fjör í kringum sig og skemmtilegar
minningar leita á hugann frá þeim
mörgu stundum sem fjölskyldan og
vinir komu saman í kaffi eða til að
skemmta sér saman. Þá var oft glatt á
hjalla og rifjaðar upp gamlar minn-
ingar og sagðar sögur af sjónum og
samferðarmönnum. Varði hafði oft
hvatt syni sína til að hefja útgerð
sjálfir. Það er því gaman að hann
skyldi fá að upplifa það þegar synir
hans hófu útgerð í vor. Ég minnist
þess hversu áhugasamur og ánægður
hann var, þá var eins og Varði yrði
ungur í annað sinn. Þrátt fyrir erfiða
æsku þar sem Varði missti foreldra
sína ungur og marga ástvini á sinni
lífsleið, var hann lífsglaður og hjarta-
hlýr maður. Þessa eiginleika hafa
börnin hans einnig tileinkað sér og
hefur fjölskyldan ávallt staðið saman í
gleði og sorg. Við eigum örugglega
eftir að minnast hans með bros á vör
og söknuð í hjarta. Ég þakka fyrir
samfylgdina þau 18 ár sem ég hef ver-
ið tengdadóttir þín.
Kolbrún Reynisdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
( Þórunn Sig.)
Elsku Eygló og fjölskylda,
guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Þín mágkona,
Lilja.
Þorvarður afi. Ég hef þekkt þig alla
mína ævi og þú varst mér góður afi.
Þegar þú komst heim til mín gafstu
okkur alltaf nammi. Þegar við Mark-
ús, Þorri og ég komum heim til þín
þegar skólinn var búinn gafst þú okk-
ur að borða. Þegar við vorum þreytt
fórum við í sófann þinn og lögðum
okkur. Þú og amma komuð alltaf í af-
mælið okkar og gáfuð okkur fallegar
gjafir. Alltaf á jólunum gaf ég þér og
ömmu eina gjöf sem þú og amma vor-
uð ánægð með, og ánægð með mig,
Sögu.
Besti afi í heimi. Þú sem gafst mér
alltaf að borða í hádeginu í skólanum
og gafst mér alltaf nammi að borða á
laugardögum og varst alltaf svo góð-
ur. Ég elska þig.
Þorvarður Jónsson.
Elsku besti afi, þú varst okkur hlýr
og góður en nú ert þú dáinn. Við eig-
um bágt með að trúa því. Við munum
ætíð sakna þín alla okkar ævi því þú
varst svo góður við okkur.
Hlynur, Hafdís Dröfn og Gréta.
Við minnumst í dag föðurbróður
okkar Þorvarðar Lárussonar, eða
Varða eins og allir kölluðu hann.
Varði var okkur ljúfur og góður
frændi sem við munum sakna.
Varði var sjómaður, skipstjóri og
útgerðarmaður í áratugi. Í huga okk-
ar voru Varði, frændur hans og synir
hinir sönnu íslensku sjómenn. Svolítið
hrjúfir, uppátækjasamir, stórtækir
þegar þeir skemmta sér og alltaf til-
búnir að rétta hjálparhönd. Varði
hafði fyrir venju að koma með bátinn í
slipp í Njarðvík, hugsanlega vegna
þess að þar var hann nálægt ættingj-
unum á Suðurnesjum. Það var oft
glatt á hjalla í káetunni, lyft glösum,
sagðar sögur og „vilt þú bollu, vinur.“
Gestrisni Varða var við brugðið.
Það virtist alveg saman hvernig á
stóð, hann var alltaf glaður að fá gesti
og voru móttökurnar fyrsta flokks.
Hann tók gjarnan fram grillsvuntuna
og grillaði ofan í mannskapinn og þá
skipti ekki máli hversu margir voru í
mat.
Hann var „Varði bróðir besti“ í
augum pabba og vináttan var gagn-
kvæm. Varði átti það til að kynna sig
sem Þorvarð Lárusson, bróður Helga
ÞORVARÐUR
JÓHANN LÁRUSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.