Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 51 DAGBÓK Handhafar skírteina TR - aukin greiðsluþátttaka Vakin er athygli á að handhafar eftirtalinna skírteina Tryggingastofnunar njóta samkvæmt reglugerð aukinnar greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði. • Lyfjaskírteina • Örorkuskírteina • Umönnunarkorta barna Forsenda þessa er að skírteini sé framvísað við lyfjakaup í apóteki. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Sjúkratryggingasvið Lyfjamál Kr. 7.900 Ný sending af höttum. Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Stuttar og síðar glæsilegar kápur Útsala 5-50% Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-15.  Kærar þakkir til allra, sem glöddu mig á átt- ræðisafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Sveinbjörn H. Jóhannsson, Fífuhvammi 11. „Æ, Æ – ég tók vitlaust spil.“ Suður vissi vel hvað hann var að gera, en gat ekki stillt sig um að gefa vörninni falskar vonir. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K105 ♥ G108 ♦ 8 ♣ ÁG7642 Vestur Austur ♠ G72 ♠ D864 ♥ ÁK ♥ 64 ♦ KG7652 ♦ 943 ♣ 98 ♣ KD105 Suður ♠ Á93 ♥ D97532 ♦ ÁD10 ♣ 3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 2 tíglar 4 hjörtu Allir pass Vestur fann bestu vörnina þegar hann tók strax ÁK í trompi og skipti svo yfir í í laufníu. Hvernig líst þér á? Spilið liggur illa – KG í tígli á eftir ÁD10 og laufið 4-2. En það ætti ekki að koma á óvart eftir strögl vesturs á hættunni og lauf- níuna í þriðja slag. Eigi að síður borgar sig að taka á laufás og trompa lauf. Síðan gæti sagnhafi þurft að velja á milli tveggja leiða: Fara inn á spaðakóng og trompa lauf í þeirri von að það falli, eða nota innkomuna til að svína tígultíu. Kosti það kónginn, má henda spaða niður í tígul og trompa spaða. Hvorugt gengur og við borðið fann sagnhafi mun skemmtilegri leið. Eftir að hafa trompað lauf í fjórða slag, „missti“ hann tígul- drottninguna á borðið. Æ,æ. Vestur drap og var illa settur. Tígul upp í gaffalinn var ekki vænlegt, né heldur spaði frá gosanum, sem varð fyrir valinu, því þá gat sagn- hafi náð sér í þrjá spaða- slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SMALADRENGURINN Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson. Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 30. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Mundheiður Gunnarsdóttir og Lýður Jónsson. Þau verja þessum merkisdegi á ferðalagi með fjölskyldu sinni. STAÐAN kom upp á meist- aramóti Skákskóla Íslands er lauk fyrir skemmstu. Ólafur Ísberg Hannesson (1985) hafði hvítt gegn Al- dísi Rún Lárusdótt- ur (1560). 11.Rxf6+ Bxf6 12.Bxb5! Kf8 Biskupinn var frið- helgur sökum hróksins á a8. 13.Bc4 e6 14.Bf4 Db6 15.Bxe6! Kg7 Ill nauðsyn þar sem eftir 15...fxe6 16.Bxb8 er svarta staðan gleðisnauð í meira lagi. 16.Be5 Dd8 17.Bxf6+ Dxf6 18.Dxf6+ Kxf6 19.Bc4 og hvítur innbyrti vinninginn 30 leikjum síðar. Upphafs- leikir skákarinnar voru þessir: 1.e4 c6 2.Rc3 d5 3.Rf3 g6 4.d4 dxe4 5.Rxe4 Bg4 6.Be3 Bg7 7.Bc4 h6 8.h3 Bxf3 9.Dxf3 Rf6 10.O- O-O b5. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 30. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður B. Kolbeins og Gísli H. Kolbeins, Ásholti 32, Reykjavík. Þau eru að heiman í dag. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 30. júní, verður níræður Sigur- björn Einarsson, biskup. Eiginkona hans er Magnea Þorkelsdóttir. Sigurbjörn er að heiman í dag og af- þakkar vinsamlegast blóm og allar gjafir en biður vini sína að styrkja í staðinn Hjálparstarf kirkjunnar.         Með morgunkaffinu Ég er farin að hallast að því að þú hafir farið of snemma á eftirlaun. Annað hvort hefur konan farið frá hon- um, eða þá að hún hefur komið aftur. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert eirðarlaus og frekar óútreiknanlegur en átt þína tryggu vini sem treysta á þig gegnum þykkt og þunnt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að hægja aðeins á þér því með sama áframhaldi brennur þú upp og þá þarftu að taka þér algert frí meðan þú hleður batteríin að nýju. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt vel við una þinn hlut og ættir að leyfa vinum þín- um að deila sigurlaununum með þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að skyggnast undir yfirborð hluta og manna því þótt aðdáun veki það sem augunum mætir skiptir meira máli sá maður sem inni fyrir býr. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að taka þér tak og ná utan um hlutina áður en þú missir stjórn á öllu saman því það kann að kosta þig bæði tíma og fyrirhöfn að leiðrétta mistökin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt gott sé að hafa reynsluna bak við eyrað er nauðsynlegt að ganga fordómalaus til móts við nýja tíma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hreint ekki svo að hlutirnir hverfi þótt þú þykist ekki sjá þá. Hið rétta er að ráðast strax að rótum vand- ans og kippa hlutunum í lag áður en þeir ganga of langt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú kemst ekki upp með það að standa alltaf kjurr í sömu sporum. Þú verður að taka þátt í þróuninni og læra nýja hluti, að öðrum kosti missir þú af lestinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur áhættu, jafnvel þótt þér sýnist möguleikarnir góðir og afraksturinn mikill. Haltu sambandi við vini þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú verður að hafa það á hreinu hvernig þú mælir með hlutunum. Ef fólki finnst þú ekki nógu ákveðinn þá mun það ekki taka neitt mark á orðum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þig langi til þess að sýna öðrum góðvild skaltu varast að úthella hjartagæsku þinni fyrr en þú veist einhver deili á þeim sem í hlut eiga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér er óhætt að gera þér dagamun í tilefni góðs starfs- árangurs en gleymdu ekki þeim sem aðstoðuðu þig og eiga sinn þátt í þeim árangri sem þú hefur náð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver ókunnugur leitar til þín. Gefðu hvergi færi á þér fyrr en þú veist deili á þeim sem um er að ræða. Skyggnstu vandlega undir yf- irborðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR VIÐ skólaslit Ferðamálaskólans í Kópavogi var í fyrsta sinn útskrifað af nýrri námsbraut; starfstengt ferðamálanám. Námið skiptist í hót- el- og gestamóttökubraut og ferða- fræðibraut. Tilgangur þessara náms- brauta er að búa nemendur undir störf hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu svo sem ferðaskrifstofum, afþreying- arfyrirtækjum, upplýsingamiðstöðv- um, hótelum og fleiru. Námið er mjög hagnýtt og er unnið í nánu samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nám á sviði ferðafræða hefur verið kennt við Ferðamálaskólann í Kópavogi í þrett- án ár. Námið var lengt og starfstengt í janúar árið 2000 og eru þetta því fyrstu nemendurnir sem útskrifast með þessa hagnýtu starfsreynslu auk þriggja bóklegra anna í skólanum. Spurn eftir námi við skólann er mikil og munu yfir 100 nemendur hefja nám við skólann næsta haust, ann- aðhvort í staðbundnu námi eða í fjar- námi. Nemendur í fjarnámi hafa bú- setu víða um heim og á nokkuð mörgum stöðum á landsbyggðinni. Framboð námsgreina er sífellt að aukast og augljóst er að spurn eftir menntun fer vaxandi í þessari mik- ilvægu atvinnugrein sem ferðaþjón- ustan er orðin. Starfstengt nám við Ferðamálaskólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.