Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 54

Morgunblaðið - 30.06.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                            !"# $! !% & !  !!!' !(! !)! * ($!+ ! *, "#  ! ! !!- ./ 0(1((% ! !2$3!0 #$% & $  *!(!4( 3 * *!)!$   *!   !   5!6# !7  8!6#8!9%8!:%)!6  0(  8!:%)!;   8!:%)!< 8!4=) (!4  !7  > 8!4=)!(!4  !4#8!2$# !;   8!2)!;   8!2)!< !                            5 5 6 3 78 9,      ?$$  "   ? (0 4 #$>     @!10  A(!20%  #3 >* := 2  !?# 6 ! BC D$ <  !-  <7!? $ 20 D$ ?$$  E( C "(( :  !<(%C D$ 6(3!4  E($. 4 7 D$ 7.  ?F4 1( %  1 !F(  4 "0!G  3 !6 7$ . H! !=!$ !    2  ( 7 !4.6 I ( !J.! !4 !<  #3 >* E!"0! !J > !3  "!(! ( !-! BC !KE !7 3$L -(MN!F (  ( 9 3 !"0( G!!O( 9(!20( <  *!  < !!6  E( C <   :!<( -(MN! J!<(5!"0!A 7/ J  !(!2 $$  ! !9C!< F (  (!2(!1(!  (!"0!;  ? - .0 2(!A .! !<(                P   2( F4G F 2( 2( 2) F 2$   P   P   -(MN B  B  P   2) P   F4G F4G 2( -(MN P   P   "!4  F4G 64E 2( B  F4G 64E    TÓNLEIKAR Rammstein í Laug- ardalshöll hafa heldur en ekki dregið rokkvænan dilk á eftir sér því þriðja hljóðversskífa þýsku ofurrokkarana, Mutter, hlammar sér af fullum þunga aftur í toppsætið! Rokkþorsti íslenskrar æsku sem annarra virðist og botnlaus því að hljómleikaplata sveitarinnar frá árinu 1999, Live Aus Berlin, gerir sér lítið fyrir og klifrar upp í 17. sætið. Það er sannarlega rokk á róli á fróni um þessar mundir enda sumarið tíminn eins og maðurinn sagði. Og allir saman nú: RAMMSTEIN! Heitur hamall! ÆRINGJARNIR í Blink 182 eru mættir inn á Tónlistann með fjórðu breiðskífuna sína, Take Off Your Pants And Jacket! Fyrsta plata pilt- anna kom út árið 1994 og hafa þeir verið í óþreytandi gamangír allar götur síðan. Þessi adrenalínskotna, pönklegna stuð- og gleðisveit sló óforvarandis í gegn á síðustu plötu sinni, Enema Of The State, hvar salerniskímnigáfan og grallaraskap- urinn keyrði flesta vinsældalista um koll með lögum eins og „What’s My Age Again? “ og „All The Small Things.“ Nýja platan verður að öllum líkindum algengur gestur í grill- og gamanveislum sumarsins enda fátt fjörugra en krassandi keyrslulag frá Blink 182. Stuðpönk! ÖNNUR breiðskífa íslensku hrynhitasveitarinnar Jagúar, Get The Funk Out, stekkur sjóðheit og fersk, beint í átt- unda sæti Tónlistans. Ólíkt fyrri plötunni, sem var mestmegnis tekin upp „lifandi“, beint inn á band, gáfu Jagúarhvolparnir sér dægigóðan tíma við að vinna þennan grip, lágu yfir lagasmíðum og nostruðu og gældu við þær. Útkoman er enda fyrirtaks rassadillandi fúnk; blásturshljóðfæri og emjandi gítar út um allt. Þess má og geta að gerð var sérstök kvikmynd í tengslum við plötuna, Jaguar – The movie, sem sækir eðlilega áhrif sín í öskrandi sveittar fúnkmyndir áttunda áratugarins. Hámarkshrynhiti! GOÐSÖGNIN Bob Marley virðist ætla að verða með langlífustu og vinsælustu dægurtónlistar- mönnum. Aðeins Bítlarnir og Elvis Presley taka Marley fram hvað varðar þá guðlegu dýrkun sem um- leikur hann; líf hans og tónlist. Ný- útkomin er safnskífan One Love – The Very Best Of Bob Marley & The Wailers, þar sem er að finna öll þekktustu lög meistarans. Hörð- ustu Marleymenn, sem eiga líkast til allt það sem eftir manninn liggur, fá og eitthvað fyrir sinn snúð því á plöt- unni er áður óútgefið lag, kallast það „I Know A Place“. Reggíkóng- urinn lifir! BANDARÍSKA harðkjarnafyrir- tækið Victory hefur lengi verið í fremstu röð í útgáfu á þannig tón- list, eða allt síðan það var stofnsett árið 1989 í Chicago. Harðkjarna- tónlistin („hardcore“ upp á ensku) og afsprengi hennar hafa verið með frjóustu öngum neðanjarðarrokks síðasta áratuginn eða svo og eins og fram kom á síðum þessa blaðs fyrir ekki löngu gerði íslenska hljóm- sveitin Mínus samning við Victory en plata þeirra, Jesus Christ Bobby, kemur út þann 10. júlí næstkomandi. Victory-menn og konur hafa annars aldrei verið hrædd við að dýfa tám annars staðar en í harðkjarnatjörn- ina og á mála hjá þeim eru sveitir sem spila melódískt tilfinningapönk, „ska“ og „rockabilly“ m.a. Áður en við gætum að nýjum út- gáfum er svo rétt að líta aðeins á sögu þessa risa grasrótarinnar, en nú sem fyrr er Victory algerlega óháð útgáfa, án tengsla við nokkurt þeirra stórfyrirtækja sem starfa innan tónlistarheimsins. Í fyrstu voru starfsmenn aðeins tveir, stofnandinn Tony Brummel og aðstoðarmaður en árið 1995 var starfsmönnum svo fjölgað í tuttugu. Styrkur Victory hefur legið í 100% ástríðu og trú þeirra sem þar hafa starfað og ráða hljómsveitirnar sér og sinni list algerlega. Útgáfan nýt- ur trausts og virðingar og er umtöl- uð fyrir skilvirk og samviskusöm vinnubrögð en Brummel sjálfur er oft og tíðum niðri í vörugeymslunni, límandi saman plötuumslög og sinn- andi hinu og þessu tilfallandi. Sumarútgáfa Victory er annars að komast á fullt stím um þessar mundir og vert að geta eftirfarandi titla sem eiga eftir að hoppa inn í búðir á næstu mánuðum eða svo. Nýútkomin er plata Hoods, Time...The Destroyer en sveitin sú hefur verið að gera það gott á veg- um úti undanfarin 6 ár og spilað með sveitum eins og Earth Crisis, Papa Roach og Hatebreed. Einnig er tiltölulega nýútkomin safnplata með æringjunum úr Blood For Blood, svo og ný plata með hinni níð- þungu Buried Alive, Last Rites, en kunnugir telja þá sveit vera með fremstu harðkjarnasveitum. Einnig leikur nýjabrumið enn um síðustu plötur No Innocent Victim, Reach The Sky og ungliðasveitarinnar Thursday. Í byrjun næsta mánaðar kemur svo út önnur plata hinnar mikilhæfu þýsku sveitar Thump, 3. Í ágúst koma svo plöturnar So Sedated, So Secure með Darkest Hour, Headfirst, Straight To Hell með tilfinningarokkurunum í Grade, Never Kill The Boy On The First Date, sem er fyrsta plata þýsku sveitarinnar Waterdown, Playin To Live, Livin’ To Play með pönk/ska sveitinni River City Rebels og síðast en ekki síst safnplata með meist- urunum í Integrity og kallast hún In Contrast Of Tomorrow. Einnig eru svo væntanlegar nýjar plötur með Hatebreed, All Out War og Snapcase. Nýjar plötur frá Victory Í heimahöfn harðkjarnans Buried Alive er eitt af flaggskipum Victory Records-útgáfunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.