Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2001, Blaðsíða 1
154. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. JÚLÍ 2001 ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Santiago frestaði í gær réttarhöldum yfir Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, sem hefur verið ákærður fyrir mannréttindabrot, um óákveðinn tíma. Þrír dómarar rétt- arins samþykktu með tveimur at- kvæðum gegn einu að Pinochet væri of veikur til að geta komið fyrir rétt. Andstæðingar Pinochets vonsviknir Hægt verður að hefja réttarhöldin batni heilsa Pinochets en talið er að líkurnar á að það gerist séu nánast engar. Jafnvel hörðustu andstæð- ingar hans viðurkenndu að útséð væri um að hann yrði leiddur fyrir rétt. Pinochet er hálfníræður, með of háan blóðþrýsting, þjáist af sykur- sýki og liðagigt, er með hjartagang- ráð og hefur að minnsta kosti þrisv- ar fengið heilablóðfall, að sögn lækna hans. Saksóknarar sögð- ust ætla að reyna að fá dómstólinn til að breyta úrskurðinum en til þess þurfa þeir að sanna að dómurunum hafi orðið á lagaleg mistök. „Þetta er mikið áfall,“ sagði Mireya Garcia, formaður sam- taka ættingja andófs- manna sem hurfu eftir að hafa verið hand- teknir á valdatíma Pinochets frá 1973 til 1990. „Úrskurðurinn þýðir að það er engin von fyrir tugi fjölskyldna sem von- uðust enn til þess að réttlætið næði fram að ganga.“ Pinochet hefur verið ákærður fyr- ir að bera ábyrgð á morðum á 75 pólitískum föngum sem framin voru skömmu eftir að hann komst til valda. Hann á einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að hylma yfir átján mannrán og 57 morð. Pinochet kveðst saklaus af sakargiftun- um. Samkvæmt lögum Chile er aðeins hægt að úrskurða menn ósak- hæfa ef þeir eru haldnir geðveiki eða vitglöpum. Lögfræðingar Pino- chets héldu því fram að vegna hnignandi heilsu gæti hann ekki skipu- lagt málsvörn sína og því væri ekki hægt að tryggja rétt hans til sanngjarnra réttarhalda. „Þetta veldur miklum vonbrigðum en Pinochet komst hjá réttarhöldunum vegna þess eins að hann er vitskertur,“ sagði einn lög- fræðinga ákæruvaldsins, Carmen Herz. „Mig hlýtur að vera að dreyma,“ sagði Goran Ivanisevic frá Króatíu sem í gær bar sigur úr býtum í Wimbledon-mótinu í tennis. Sigur hans var óvæntur því ferill hans hefur dalað undanfarin ár vegna meiðsla í öxl og þurfti hann sér- staka keppnisheimild frá móts- höldurum til að fá að taka þátt í ár, þar eð honum hafði ekki tekist að vinna sér þátttökurétt. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Wimble- don sem keppandi með slíka sér- heimild sigrar. Í úrslitaleiknum sigraði Ivan- isevic Ástralann Pat Rafter, sem var þriðji í styrkleikaröð þátttak- enda. „Ég svaf ekkert í nótt, ég var svo spenntur,“ sagði Ivan- isevic eftir að sigurinn var í höfn. „Ég hef beðið eftir þessu alla mína ævi. Ég var alltaf númer tvö. Annað sætið er ekki nóg. Loksins er ég meistari,“ sagði Ivanisevic sem er 29 ára og hefur þrisvar áð- ur leikið til úrslita á mótinu. Réttarhöldum yfir Pinochet frestað Santiago. AP. Augusto Pinochet Loksins sigur! Reuters  Ivanisevic skráði /B12 BANDARÍKJASTJÓRN gagnrýndi í gær Ísraela harkalega fyrir að rífa niður palestínsk íbúðarhús sem voru í byggingu í úthverfi Jerúsalem. 14 hús voru rifin með jarðýtum og skurðgröfum en borgarstjórinn í Jerúsalem, Ehud Olmert, sagði að þau hefðu verið byggð í leyfisleysi. Palestínumenn fullyrða á móti að embættismenn geri þeim ókleift að fá byggingarleyfi. Væntanlegir íbúar húsanna mótmæltu ákaft aðgerðun- um með grjótkasti. „Aðgerðir af þessu tagi eru ögr- andi, grafa undan samskiptum milli deiluaðila og geta eingöngu torveld- að viðleitni til að koma aftur á ró,“ sagði Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washing- ton, um niðurrifið á húsunum. Bandarískir ráðamenn fordæmdu einnig morð sem ísraelskar örygg- issveitir fremja á Palestínumönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir hryðjuverkum. Ríkisstjórn Ar- iels Sharons hefur viðurkennt að morðin séu skipuleg og ber því við að um sjálfsvörn Ísraela sé að ræða. Einn af liðsmönnum Hamas- hreyfingar palestínskra bókstafs- trúarmanna ók í gær bíl sínum, hlöðnum sprengiefni, í áttina að ísra- elskri herstöð á Gaza-ströndinni. Bíllinn sprakk áður en hann komst alla leið. Maðurinn, sem Hamas seg- ir að hafi verið 26 ára gamall og tveggja barna faðir, fórst. Shalom Cohen, ungur höfuðsmaður í Ísraels- her, lést í gær af völdum meiðsla sem hann hlaut á sunnudag er sprengja sprakk við jeppa hans á Vesturbakk- anum. Bandaríkjamenn gagnrýna niðurrif palestínskra húsa Saka Ísraela um ögrandi aðgerðir Jerúsalem, AP. HVALASKOÐUN er orðin að ríflega hundrað milljarða króna iðnaði í heiminum og gæti vernd- að hvali í útrýmingarhættu og um leið skilað miklum tekjum til landa sem áður fyrr veiddu hvali, segir í nýrri skýrslu sem dýra- verndasamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) birta í dag. Talið er að níu milljónir manna í 87 löndum hafi tekið þátt í hvala- skoðunarferðum á síðasta ári og hafa viðskiptin tvöfaldast frá 1994, að því er segir í skýrslunni, sem heitir Villtir hvalir. Á Íslandi hafi fjöldi farþega í hvalaskoðun- arferðum aukist úr 100 árið 1990 í 44 þúsund á síðasta ári. „Nýlegar rannsóknir sýna að fjárhagslegur hagnaður Íslands af hvalaskoðun kann nú að vera meiri en það sem vinnast myndi með því að Ísland hæfi aftur hval- veiðar í ágóðaskyni,“ sagði Cass- andra Phillips, helsti ráðgjafi WWF varðandi hvali og Suður- skautið. Einnig er hvalaskoðun farin að skila miklum tekjum fyrir íbúa Bahia Malaga í Kólombíu, en þangað koma allt að 20 þúsund ferðamenn til að skoða hnúfubak sem fara þar um í ágúst og októ- ber. WWF varar þó við því að eftir því sem hvalaskoðun verði vin- sælli sé ástæða til að fara varleg- ar. Þeir sem komi til að fylgjast með og dást að hvölum kunni að vera ógn við þá sömu hvali, „og því þarf að gæta þess vandlega að aukinni skipaumferð sé stjórnað og að hvalirnir séu verndaðir fyr- ir ágangi“, segir í skýrslunni. Þótt hvalveiðar í ágóðaskyni hafi verið aflagðar fyrir fimmtán árum eru enn sjö af þrettán hvalategundum opinberlega tald- ar „í útrýmingarhættu“ eða í hættu, segir ennfremur í skýrsl- unni. Ný skýrsla WWF um hvalaskoðun Ríflega 100 millj- arða kr. iðnaður Gland í Sviss. AP. FRAKKINN Zinedine Zidane varð í gær dýrasti knattspyrnumaður sög- unnar þegar spænska meistaraliðið Real Madrid reiddi fram rúma 6,6 milljarða króna fyrir að fá hann frá ítalska félaginu Juventus. Áður en af þessum kaupum varð var hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir knattspyrnumann 5,1 milljarð- ur króna, er Madrídar-liðið keypti Luis Figo í fyrrasumar. Talið er að árslaun Zidane hjá Real verði ekki undir 500 milljónum króna. Zidane, sem er 29 ára, skrifaði undir fimm ára samning við spænska félagið. Metfé fyrir Zidane  Zinedine Zidane/ B12 KOMIN er upp hörð deila um hina heimsfrægu Sacher-tertu sem er, ásamt Mozart-kúlun- um svokölluðu, vinsælasta framleiðsluvara Vínarborgar. Hefur hið virta Hótel Sacher haft tertuna á boðstólum frá árinu 1832 og milljónir ferða- manna hafa sest niður í sölum hótelsins og gætt sér á sneið af þessari frægu tertu. Auk þess sendir hótelið tertur um allan heim, enda kallar það hana „frægustu tertu í heimi.“ Nú hefur annað fyrirtæki í Vín, sem rekur heimasíðuna www.sachercake.com, hafið sölu á tertunni og hafa tals- menn hótelsins hótað fyrir- tækinu málsókn hætti það ekki framleiðslunni þegar í stað. Það sem farið hefur hvað mest fyrir brjóstið á forráða- mönnum Hótels Sacher er að hið nýja fyrirtæki notar smjörlíki við tertubaksturinn í stað venjulegs smjörs. Því var svarað á heimasíð- unni með því, að ekki sé hægt að leggja að jöfnu hefð og bragðgæði, prófaðar hafi verið mismunandi uppskriftir og nú sé notuð sú sem best reynist. Uppskriftin að Sacher-tert- unni er lögbundin í Austurríki og þess vegna er óvíst hvort hinu nýja fyrirtæki sé stætt á að selja „endurbætta“ tertuna undir virtu nafni Sachers. Austurríki Deilt um tertu Vín. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.