Morgunblaðið - 10.07.2001, Qupperneq 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús Þor-geirsson fæddist í
Króki í Grafnings-
hreppi 9. sept. 1920.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
þriðjudaginn 3. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Anna Magnúsdóttir,
f. 12. ágúst 1892 á
Villingavatni í Grafn-
ingshreppi, d. 27. jan.
1988, og Þorgeir
Þórðarson, sjómaður
og bóndi, f. 12. maí
1891 að Kröggólfs-
stöðum í Ölfushreppi, d. 16. maí
1971. Þorgeir og Anna bjuggu í
rúman aldarfjórðung að Háteigi í
Garðahverfi en síðar í Hafnarfirði.
Þau eignuðust fjögur börn. Tvo
drengi misstu þau í frumbernsku
og fósturdóttir þeirra lést barnung
af slysförum. Systir Magnúsar er
Ragnhildur Þorgeirsdóttir, f. 1. feb.
1922. Hún dvelur nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Eiginmaður hennar
var Sæmundur B. Helgason, f. 23.
okt. 1916, d. 3. júlí 1998. Eftirlifandi
eiginkona Magnúsar er Ingibjörg
Þorleifsdóttir, f. 5. sep. 1924. Þau
gengu í hjónaband 1. júní 1952.
Foreldrar Ingibjargar voru Þor-
leifur Friðrik Friðriksson, sjómað-
ur og bóndi, f. 8. sept. 1891 á Kjör-
vogi í Árneshreppi, d. 12. okt. 1964,
og Hjálmfríður R. S. Hjálmarsdótt-
ir, f. 18. mars 1896 á Gjögri í Árnes-
hreppi, d. 15. júlí 1973. Þau Magnús
Thorlacius, f. 15. ágúst 1987, og
Björk, f. 2. okt. 1991. 5) Snorri
Magnússon, íþróttakennari og
þroskaþjálfi í Garðabæ, f. 28. jan.
1960, eiginkona hans er Elín Stein-
ey Kristmundsdóttir, nemi í flug-
umferðarstjórn, þau eiga tvíbura-
dæturnar Berglindi og Steineyju, f.
26. ágúst 1990.
Magnús ólst upp hjá foreldrum
sínum og systur í Háteigi í Garða-
hverfi. Hann gekk í Bjarnastaða-
skóla á Álftanesi, síðan í Flensborg,
Iðnskólann í Hafnarfirði og í Vél-
skóla Íslands. Hann stundaði sjó-
mennsku og ýmis störf í Hafnar-
firði, Ólafsvík og víðar til 24 ára
aldurs en hóf þá iðnnám. Hann varð
vélvirki árið 1947 og vélstjóri með
sérstök rafmagnsréttindi árið 1951.
Á námstímanum vann hann í Vél-
smiðjunni Kletti hf. í Hafnarfirði og
víðar, m.a. í Síldarverksmiðjunni í
Djúpuvík á Ströndum þar sem hann
kynntist eiginkonu sinni. Þau
Magnús og Ingibjörg hófu búskap
árið 1951 í Andakílsárvirkjun í
Borgarfirði þar sem Magnús var
vélstjóri í 11 ár. Árið 1962 flutti
fjölskyldan til Akraness þar sem
þau hjónin bjuggu í 34 ár. Á Akra-
nesi starfaði Magnús fyrst við járn-
smíðar í Skipasmíðastöð Þorgeirs
og Ellerts hf., var síðan vélstjóri á
hvalbát, togara og við síldveiðar en
hóf störf í Sementsverksmiðjunni
árið 1966 og starfaði þar sem vél-
stjóri til ársins 1990. Síðan 1995
hafa þau hjón búið í Boðahlein 20 í
Garðabæ. Magnús kom að félags-
málum, var ungur virkur í ung-
mennafélagshreyfingunni, sinnti
stéttarfélagsmálum, söng í kór o. fl.
Útför Magnúsar verður gerð frá
Garðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
og Ingibjörg eignuðust
fjóra syni en fyrir átti
Ingibjörg eina dóttur:
1) Hjálmfríður Ragn-
heiður Sveinsdóttir,
skólastjóri í Vest-
mannaeyjum, f. 2. des.
1948. Faðir Hjálmfríð-
ar var Sveinn Guð-
mundsson frá Naust-
vík í Árneshreppi,
byggingameistari í
Reykjavík, f. 14. apríl
1923, d. 4. nóv. 1991.
Hjálmfríður á þrjú
börn og tvær sonar-
dætur: Magnús Friðrik
Valgeirsson, f. 5. sept. 1968, vél-
stjóri í Vestmannaeyjum, maki
hans er Dagný Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Eyborg, verslunarmaður
í Reykjavík, f. 29. okt. 1973, og Sig-
rún Bjarnadóttir, f. 29. okt. 1988. 2)
Þorgeir Magnússon, sálfræðingur á
Álftanesi, f. 28. des. 1951, eigin-
kona hans er Erla Guðjónsdóttir
skólastjóri, þau eiga tvær dætur og
einn dótturson, Brynju fréttamann,
f. 14. nóv. 1974, og Þóru Margréti
nema, f. 24. feb. 1980. 3) Þorleifur
Friðrik Magnússon, verslunarstjóri
í Reykjavík, f. 30. ágúst 1955, eig-
inkona hans er Anna Björg Ara-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga
þau tvö börn, Ara nema, f. 15. apríl
1982, og Ingibjörgu, f. 27. okt. 1988.
4) Viðar Magnússon, húsasmiður í
Garðabæ, f. 28. jan. 1960, eiginkona
hans er Sigríður Elín Thorlacius,
flugfreyja, þau eiga tvö börn, Ólaf
Hærra minn guð til þín
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra minn Guð til þín,
hærra til þín.
Genginn er góður maður og vinur
minn mikill, Magnús Þorgeirsson vél-
stjóri. Okkar kynni hófust norður á
Ströndum fyrir fimmtíu árum þegar
hann var vélstjóri í síldarverksmiðj-
unni á Djúpavík við Reykjarfjörð þar
sem hann kynntist eiginkonu sinni
Ingibjörgu Þorleifsdóttur frá Litla-
nesi, fóstursystur minni, sem varð
þeim báður til mikillar gæfu og
hjónaband þeirra var farsælt. Auðinn
eignuðust þau í börnum sínum sem
öll hafa komið sér vel áfram á lífsins
leið.
Magnús Þorgeirsson var sérstakur
maður, hjartahlýr, bónþægur og vildi
hvers manns vanda leysa. Það reyndi
oft á það gagnvart mér þegar ég var
að þroskast og verða að manni, þótt
fjórtán ár væru á milli okkar áttum
við góða samleið. Hann stóð fastur á
sínum skoðunum og ég á mínum, en
það urðu aldrei vinslit með okkur.
Hér á árum áður heimsóttum við
hvor annan og kom ég oft á heimili
þeirra hjóna, sérstaklega í Andakíls-
árvirkjun, þar sem hann var vélstjóri,
og einnig á Akranesi þar sem hann
endaði starfsferil sinn sem vélstjóri
hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Við
fórum saman hringinn í kringum
landið og var það ánægjuleg ferð og
gleðirík.
Magnús var sérstaklega verklag-
inn maður og duglegur, margar ferð-
ir kom hann til mín á Hótel Búðir á
Snæfellsnesi þar sem ég var mat-
sveinn í þrjú sumur. Einnig komu
þau hjónin til mín í Hrísey þar sem ég
rak veitingastofu. Minningarnar
hrannast upp, oft var glatt á hjalla og
mörg verkin vann hann fyrir mig sem
ber að þakka og tók litla eða enga
borgun fyrir. Fyrir allmörgum árum
lenti hann í bílslysi og bar þess aldrei
bætur.
Það var mér mikil gæfa að kynnast
Magnúsi Þorgeirssyni sem var mann-
bætandi reynsla. Nú að leiðarlokum
þakka ég honum og fóstursystur
minni alla vinsemd í minn garð. Ég
votta þér, Imma mín, og fjölskyldum
þínum mína dýpstu samúð. Blessuð
sé minning Magnúsar Þorgeirssonar.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín;
Hærra minn guð til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson.)
Auðunn Hafnfjörð Jónsson.
MAGNÚS
ÞORGEIRSSON
✝ Erlendur ÁrniAhrens fæddist
13. október 1913 í
Danmörku. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Eir 28. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Georg Ahrens,
f. 5. mars 1887, d. 24.
maí 1953, og Ingi-
björg Erlendsdóttir,
f. 1. júlí 1885, d. 16.
maí 1968. Systkini
Erlendar eru Ágústa
María Ahrens, f. 20.
nóv. 1917 og Einar
Ahrens, f. 31. ágúst
1928, d. 3. desember 1993. Erlend-
ur kvæntist 9. maí 1957 eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sigríði
Bjarnadóttur, f. 3. október 1915.
Foreldrar Sigríðar voru Bjarni
Grímsson, f. 4. desember 1870, d.
29. ágúst 1944, og Jóhanna Hró-
bjartsdóttir, f. 20.
nóvember 1879, d. 9.
júní 1969. Dóttir Er-
lendar og Sigríðar er
Ingibjörg Jóhanna, f.
29. janúar 1958, gift
Kristjáni T. Sigurðs-
syni, f. 14. október
1954. Þeirra synir
eru: Sigurður Árni,
f. 21. ágúst 1991, og
Kristján Ingi, f. 2.
október 1993. Sonur
Ingibjargar Jóhönnu
var Erlendur, f. 6.
ágúst 1973, d. 28.
maí 1992. Erlendur
Árni fluttist ungur að árum til Ís-
lands, hann var trésmíðameistari
að mennt og vann lengst af í Sög-
inni hf í Höfðatúni.
Útför Erlendar fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mörg látlaus ævin lífsglaum fjær,
sér leynir einatt, góð og fögur,
en Guði er hún allt eins kær,
þótt engar fari af henni sögur.
Svo dylst og lind und bergi blá
og brunar tárhrein, skugga falin
þótt veröld sjái’ ei vatnslind þá,
í vitund Guðs hver dropi er talinn.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Blessuð sé minning föður míns.
Ingibjörg Jóhanna.
Eins og nóttin tekur við af deg-
inum tekur dauðinn við af lífinu og
þetta er eitt af því fáa sem við get-
um verið nokkuð viss um. Þrátt fyr-
ir þessa vitneskju kemur dauðinn
okkur alltaf jafn mikið á óvart og
kemur alltaf jafn illa við okkur. Við
venjumst því aldrei að þeir sem
okkur þykir vænt um hverfi úr lífi
okkar. Okkur setur hljóð, við dok-
um við og finnum svo vel hve skilin
milli lífs og dauða eru þunn. Við átt-
um okkur á því að það sem er í dag
verður kannski ekki á morgun. Það
voru svona hugsanir sem þutu í
gegnum huga minn þegar ég frétti
að hann Erlendur, maður Sigríðar
móðursystur minnar, væri látinn.
Þessi hægláti og yfirvegaði maður
sem aldrei lét mikið á sér bera var
svo skyndilega horfinn fyrir fullt og
allt. Ég fylltist eftirsjá því ég hélt
eins og svo margir, að ég hefði næg-
an tíma til að heimsækja hann og
njóta samskipta við hann. Svo
reyndist ekki því miður. Ég verð að
viðurkenna að frá því að ég var
barn fannst mér alltaf eitthvað sér-
stakt og framandi við Erlend og
kom þar margt til. T.d. var íbúðin í
Skólastræti, sem hann og Sigga
frænka bjuggu í, alveg frábær. Hún
var í tvílyftu húsi og á neðri hæð-
ERLENDUR ÁRNI
AHRENS
É
g þekki ungan mann
sem gengur mikið í
skyrtum. Hann vill
vera vel til fara, ekki
síst í vinnunni, og af
þeim sökum þarf hann að geta
gengið að hreinum og straujuðum
skyrtum vísum. Á hverjum
morgni. Nú á þessi maður konu, og
þar með kynni einhver að halda að
skyrtumálum hans væri borgið.
Það er hins vegar ekki svo einfalt
(lesist: gamaldags). Unga konan
vinnur líka úti, saman standa þau í
barnauppeldi og hafa í stuttu máli
öðrum hnöppum að hneppa en
skyrtuhnöppum. Skyrtunum sinn-
ir hins vegar kona úti í bæ, sem
tekur að sér að þvo og strauja. Og
ekki nóg með það, heldur kemur
hún sjálf og
sækir flík-
urnar, skilar
þeim svo upp
að dyrum á
herðatrjám og
í plasti; hrein-
um, stroknum
og straujuðum.
Ég þekki unga konu sem býr í
stórri, fallegri íbúð ásamt manni
sínum og barni. Í íbúðinni er gam-
alt trégólf sem handleggur er að
þrífa og er það gert samvisku-
samlega á hverjum föstudegi. Þar
eru hins vegar hvorki á ferð konan,
maðurinn né barnið – í húsið kem-
ur kona utan úr bæ og skúrar fjal-
irnar, auk þess að gera hreint að
ýmsu öðru leyti.
Hjónin í stóru íbúðinni eru ung
og frísk og gætu sjálfsagt sem best
skúrað gólfin sín sjálf. Sama gildir
um parið með skyrturnar; það á
straujárn og strauborð og kann
áreiðanlega til verka í kringum lín-
ingar og kraga. En þótt ungt fólk
kunni og geti, er ekki þar með sagt
að það nenni. Það nennir bara því
sem það kýs. Það nennir til dæmis
ekki að eyða dýrmætum frí-
stundum sínum í tímafrek og leið-
inleg verk eins og að skúra og
strauja. Nógu langir eru nú vinnu-
dagarnir samt, fjarri heimilinu.
Nei, ungt fólk í dag vill heldur
sinna börnunum, hitta vini, heim-
sækja ættingja, gera framtíð-
arplön, ferðast, kela, slæpast,
spássera og gera hvaðeina annað
sem ungu fólki í blóma lífsins er
tamast. Eðlilega.
Og fyrst það er til fólk úti í bæ
sem býður fram krafta sína við
hreingerningar, hvers vegna ekki
að þiggja þá krafta? Þannig aðstoð
berst að vísu ekki ókeypis, það
kostar að láta strjúka úr skyrtum
og skrúbba íbúðir. En ef unga fólk-
ið lifir á góðæristímum og metur
að auki frítímann til fjár, er ekkert
því til fyrirstöðu að það dragi upp
budduna.
Dæmin tvö hér að framan eru
langt í frá einstök. Ég þekki marga
fleiri sem fá ókunnugt fólk heim á
hlað eða inn á gólf til þess að vinna
verk sem lengst af hafa verið talin í
verkahring heimilisfólks. Slá blett-
inn, þvo gluggana, gera skatt-
skýrsluna. Mála girðinguna. Sjálf
fer ég stundum með bílinn minn á
bílaþvottastöð og horfi á vaska
drengi spúla þjóðvegaryk af fann-
hvítum fák mínum. Á bensínstöðv-
unum bið ég svo menn með merkt-
ar skyggnishúfur að dæla á
tankinn. Ég nenni ekki að gera
þetta sjálf; ég kann, ég get, en ég
hef ekki tíma.
Ég hef áður fjallað um það á
þessum vettvangi hvernig tæknin
hefur á undanförnum árum aukið
okkur leti sem aldrei fyrr, með
vinnusparandi tækjum, fjarstýr-
ingum og sjálfvirkum græjum af
ýmsum toga. Mér verður hins veg-
ar æ ljósara að fleira en tæknin ein
ýtir okkur í þessa átt. Við kaupum
ekki bara tæki til að vinna fyrir
okkur, við leigjum okkur sífellt oft-
ar lifandi staðgengla til þess að
sinna verkunum, stórum og
smáum. Passa börnin, bursta
skóna, stytta skálmar, byggja hús-
in, halda veislur... Sumir láta meira
að segja aðra lesa fyrir sig bæk-
urnar – leigja sér hljóðbækur til
þess að geta notað tímann til ann-
ars meðan þeir hlusta... Svo eru
það þeir sem láta aðra lakka á sér
táneglurnar og plokka augnabrún-
irnar... Þá eru ónefndir þeir sem
láta aðra sjá um heimilisbókhaldið,
þeir sem halda au-pair-stúlkur árið
um kring og þeir sem fá einka-
þjálfara heim til sín, í stað þess að
fara sjálfir í heilsuræktarstöðv-
arnar... Mætti hér lengi áfram
telja.
Sennilega er það aldrei út-
breiddara en á góðæristímum, að
fólk kaupi þjónustu annars fólks til
þess að spara sér tíma og vinnu.
Eðlilega. Þegar upp kemur verk
sem enginn á heimilinu nennir að
vinna, er jú einfaldast að láta ein-
hvern annan gera það – þótt það
þurfi að borga honum fyrir. Af
peningum á fólkið nefnilega nóg,
en mínúturnar vaxa ekki á trján-
um.
Sei, sei, svona eru tímarnir
breyttir. Við erum komin langan
veg frá sjálfsþurftarbúskapnum
sem eitt sinn var stundaður í
hverjum kofa landsins. Þar var
smjör strokkað, lestur kenndur og
plögg saumuð, allt undir sama
þaki. Ef ljár laskaðist var hann
lagaður í skemmunni, ekki sendur
á verkstæði. Ef aur slettist á ljó-
ragler var farið út með dulu, ekki
kallað á gluggaþvottamann. Gert
var við skæðin í baðstofunni,
ábreiður þvegnar í bæjarlæknum,
kartöflur ræktaðar í túnfætinum...
Nei, afsakið. Líklega er ósann-
gjarnt að vera að draga hér upp
ofureinfaldan veruleika og orða-
forða sem tilheyra allt öðrum alda-
mótum. Auðvitað verður aldrei
horfið til slíkra hátta aftur. Til-
gangurinn var einungis að benda á
þá breytingu sem orðið hefur á
hlutverki heimilisins á furðu-
skömmum tíma. Heimilið er ekki
lengur sjálfbært kerfi, heldur
neyslueining sem sækir flest sitt út
á við. Út í bæ. Annars vegar til iðn-
aðar- og fagmanna – eðlilega – en
hins vegar til ósköp venjulegs fólks
sem tekur að sér að þvo, bóna,
pússa, elda, flytja og byggja fyrir
góðærisfólkið. Svo það geti haldið
áfram að slæpast.
Þegar ég ek út af bílaþvotta-
stöðinni á mínum fannhvíta fáki,
hef ég bara áhyggjur af einu:
Hvernig mun ganga að venja okk-
ur af þessum lúxus þegar harðnar í
ári?
Skúrað
fyrir aðra
Þegar upp kemur verk sem enginn á
heimilinu nennir að vinna, er
einfaldast að kaupa einhvern til þess.
Af peningum á fólkið nefnilega nóg, en
mínúturnar vaxa ekki á trjánum.
VIÐHORF
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is