Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 1
156. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. JÚLÍ 2001 RANNSÓKNARMENN fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins réðust til inngöngu í höfuðstöðv- ar allra farsímafyrirtækja Bretlands og Þýskalands í gær til að leita að gögnum vegna rannsóknar á meintu verðsamráði í tengslum við svokall- aða reikisamninga. Talsmaður framkvæmdastjórnar- innar staðfesti að rannsóknarmenn ESB og fulltrúar breskra og þýskra samkeppnisyfirvalda hefðu gert skyndileit á skrifstofum fimm breskra og fjögurra þýskra farsíma- fyrirtækja. Embættismennirnir eru að rann- saka gjöld sem farsímanotendur greiða fyrir að nota síma sína er- lendis samkvæmt svokölluðum reikisamningum sem farsímafyrir- tækin gera sín á milli. Talsmaður Evrópusambandsins, Michael Tscherny, sagði að þessi gjöld virt- ust ekki endurspegla kostnað far- símafyrirtækjanna. „Við viljum sannreyna hvort fyrirtækin hafi haft leynilegt samráð um ólöglega verð- frystingu.“ Talsmaðurinn bætti við að rann- sóknarmennirnir hefðu ákveðið að einbeita sér að farsímafyrirtækjun- um í Bretlandi og Þýskalandi þar sem komið hefðu í ljós „veruleg vandamál“ í þessum löndum í viða- mikilli könnun á reikisamningunum. Embættismennirnir hefðu áhyggjur af efnahagslegum áhrifum hins meinta verðsamráðs vegna þess að Bretland og Þýskaland væru tvö af stærstu hagkerfum Evrópusam- bandsins. Að sögn CNN-sjónvarpsins eru gjöldin samkvæmt reikisamningun- um allt að tíu sinnum hærri í Evr- ópu en í Bandaríkjunum. ESB rannsakar samninga farsímafyrirtækja Grunuð um ólög- legt verðsamráð Brussel. AFP. ÞÚSUNDIR Bosníu-múslíma komu saman í gær við nýtt minnismerki sem reist hefur verið til minningar um fjöldamorð hersveita Bosníu- Serba á múslímum í borginni Srebr- enica í júlí 1995. Talið er að um 8.000 manns, karlar og drengir, hafi verið myrtir. Margir kröfðust hefnda og sögðu að Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseti Júgóslavíu, væri slátrari. „Strengjabrúður hans, Radovan Karadzic og Ratko Mladic, eru líka ábyrgir og verða að fá makleg mála- gjöld fyrir það sem þeir gerðu hér,“ sagði Zineta Mujic, fimmtug kona sem missti son og 13 aðra ættingja. Æðsti maður samfélags múslíma í borginni, Mustafa Efendi Ceric, sagði að ekki væri ætlunin að kveða upp dóm en heldur ekki að sýkna neinn. „Við biðjum þess að sorg verði von, hefnd verði réttlæti og tár móður verði áminning svo að atburðir eins og í Srebrenica gerist aldrei nokkurs staðar,“ sagði hann. Mikill fjöldi lögreglumanna var á staðnum, einnig hundruð bandarískra friðargæsluliða, búnir skriðdrekum og þyrlum. Moska múslíma í borginni Banja Luka var endurreist og kom til harðra átaka vegna þeirra atburða í maí, tugir slösuðust og einn féll, að sögn BBC. Var því lögð áhersla á að kæfa öll átök í fæðingunni að þessu sinni. Friðargæslulið Sameinuðu þjóð- anna lýsti því yfir 1993 að Srebrenica, sem er á svæði Bosníu-Serba, væri verndarsvæði og treystu íbúarnir því að þeir væru því óhultir þar. Hinn 11. júlí réðust sveitir Bosníu-Serba á borgina og lögðu hana undir sig, um 23.000 manns voru flutt á brott á rúm- um sólarhring. Karlmenn á aldrinum 12–77 ára voru teknir frá, sagt að þá ætti að yfirheyra. Nokkrum dögum síðar bárust fregnir af því að þeir hefðu nær allir verið teknir af lífi. Búið er að grafa upp líkamsleifar um 4.800 manna en aðeins hefur tek- ist að bera kennsl á um 100 þeirra. Er búist við að hægt verði að hraða verk- inu með því að nota DNA-prófanir við að greina sýni í líkunum. Reuters Múslímskar konur gráta við minnismerki um fjöldamorð Bosníu-Serba á múslímum í borginni Srebrenica. Sex ár frá harmleiknum í bosnísku borginni Srebrenica Fjöldamorða á 8.000 múslímum minnst Srebrenica. AP. TYRKINN Ethem Sahin varð fyr- ir því óláni að fá kú í höfuðið þegar hann var að tefla við vini sína á kaffihúsi í borginni Nevs- ehir í Tyrklandi, að sögn þar- lendra fjölmiðla í gær. Tyrkinn rotaðist við höggið og fótbrotn- aði, auk þess sem sauma þurfti sjö spor á ennið. Kýrin var á beit í brattri hlíð og fór upp á þak kaffihússins sem var byggt inn í hlíðina. „Ég trúði því ekki þegar þeir sögðu mér að kýr hefði fallið á hausinn á manninum mínum,“ var haft eftir eiginkonu Sahins. „Ég hélt að þeir væru að grínast. Megi guð vernda okkur frá verri slysum.“ Kúnni varð ekki meint af fall- inu. Ethem Sahin er hér á sjúkra- húsi í Nevsehir. Fékk kú í höfuðið AP Getnaðarvarnir Ígræðsla fyrir karla London. AFP. BRESKIR sérfræðingar eru nú að gera tilraunir með nýja tegund af getnaðarvörnum fyr- ir karlmenn, hormónaígræðslu sem komið yrði fyrir undir húð á handlegg. Verði þær árang- ursríkar mun ígræðslan virka í allt að þrjú ár. Er búist við niðurstöðum til- raunanna í árslok og gæti tæknin verið komin á markað eftir fjögur ár. Að sögn The Daily Telegraph er notað hormónið etongestrel til að koma í veg fyrir sæðismyndun. Sama hormón er notað í svo- nefnda karlapillu sem enn er verið að gera tilraunir með. Karlar sem taka pilluna eða fá ígræðsluna munu að sögn BBC þurfa að sprauta sig með hormóninu testosteron á nokk- urra vikna fresti til að halda getu sinni. Samning- um Micro- soft breytt Seattle. AP. BANDARÍSKA stórfyrirtækið Microsoft tilkynnti í gær að það hygð- ist breyta samningum sínum við tölvuframleiðendur til að gera þeim kleift að fjarlægja flýtivísanir á forrit Microsoft af skjáborði Windows- stýrikerfisins. Þannig brást fyrirtæk- ið við nýlegum úrskurði bandarísks áfrýjunardómstóls um að það hefði brotið samkeppnislög. Microsoft sagði að tölvuframleið- endur gætu haldið áfram að bæta við myndtáknum forrita frá öðrum fyrir- tækjum á skjáborðið. Samkvæmt samningunum hafa tölvuframleiðend- ur mátt bæta við slíkum myndtáknum en þeim hefur verið bannað að fjar- lægja myndtákn Microsoft-forrita, svo sem Internet Explorer. Dómstóll- inn úrskurðaði í síðasta mánuði að slíkir samningar væru ólöglegir. Afríka Vona að nýtt banda- lag stuðli að hagsæld Lusaka. AP. SÍÐASTA leiðtogafundi Einingar- samtaka Afríku lauk í Lusaka í gær og leiðtogarnir lofuðu að láta af deil- um sínum og stuðla að hagsæld í álf- unni í nýju bandalagi sem fengið hef- ur nafnið Afríkusambandið. Einingarsamtök Afríku voru stofnuð fyrir 38 árum til að stuðla að einingu í álfunni, efla efnahags- og þjóðfélagsþróun í aðildarríkjunum og losa þau undan áhrifum nýlendu- kúgunar. Afríkusambandið hefur svipuð markmið en leiðtogarnir vona að það verði öflugra en Einingarsam- tökin og betur til þess fallið að stuðla að einingu og hagsæld í Afríku. Stefnt að sameiginlegri mynt og afrísku þingi Evrópusambandið er að nokkru leyti fyrirmynd Afríkusambandsins. Fredrick Chiluba, forseti Zambíu, sagði að leiðtogarnir hefðu sam- þykkt að stofna sameiginlegt þing og seðlabanka en Afríkusambandið myndi fyrst einbeita sér að því að koma á fót ráði þjóðhöfðingja, ráð- herraráði, embætti framkvæmda- stjóra og fastanefnd sendiherra. Í stofnskrá sambandsins er einnig kveðið á um sameiginlega mynt og dómstól. Ræðumenn á fundinum lýstu stofnun Afríkusambandsins sem tímamótum í sögu álfunnar. Margir sérfræðingar í málefnum Afríku eru þó enn vantrúaðir á að nýja banda- lagið leiði til verulegra breytinga því þeir efast um að ríkin geti eða vilji leggja nógu mikið fé af mörkum til að byggja upp öflugt bandalag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.