Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við bjóðum ódýra gistingu í sumar. Upplýsingar í síma 430 3100. Fagurt umhverfi - Steinsnar frá höfuðborginni HÓTEL GLYMUR HVALFJARÐARSTRÖND Sími 430 3100 - Fax 430 3101 - info@hotelglymur.is - www.hotelglymur.is  Námskeið  Tímamót  Brúðkaup  Fundi  Ráðstefnur  Námstefnur Einnig bjóðum við aðstöðu fyrir: ÁRNI Már Waage prentmyndasmiður lést á Mallorka 6. júlí síð- astliðinn á 59. aldurs- ári. Árni fæddist í Reykjavík 21. janúar 1942. Foreldrar hans voru Magnús Guð- mundsson Waage, bif- reiðarstjóri í Reykja- vík, og Jóhanna Sveinsdóttir. Hann hóf nám í prentmyndagerð við Iðnskólann í Reykjavík 1961 og lauk því í sept- ember árið 1964. Hann starfaði um árabil hjá Myndamótum og síðar Morgunblaðinu, síð- ustu árin við mynd- vinnslu á auglýsinga- deild Morgunblaðsins. Eftirlifandi eigin- kona Árna er Sigríður Jóhanna Gísladóttir og eignuðust þau átta börn, 7 dætur og einn son. Barnabörn þeirra eru 24 og barnabarna- börn tvö. Morgunblaðið þakk- ar Árna Waage fyrir farsæl störf á langri samleið og sendir eig- inkonu hans, börnum og aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Andlát ÁRNI MÁR WAAGE ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem síldartorfur sjást í höfninni í Þor- lákshöfn, en þessa dagana er sann- arlega mikið um silfur hafsins þar. Hallgrímur Erlendsson, starfs- maður Járnkarlsins í Þorlákshöfn, kom auga á mikið af síld í höfninni í fyrrakvöld. Sjálfur veiddi hann þrjár litlar og eina stóra, sem mældist 21 sentimetri. Hann dró þá ályktun að þarna væru tveir ár- gangar á ferð. Hallgrímur segir að þetta sé mjög sjaldgæf sjón, hann viti alla- vega ekki til þess að síldin hafi birst áður á þessum stað. Hún hafi komið nálægt en aldrei alveg inn í höfn- ina. „Ég man þegar ég var krakki þá kom loðna hingað inn, hún geng- ur alltaf framhjá á hverju ári og loðnuskipin eru hérna alveg uppi í hafnarkantinum að veiða. En ég hef aldrei séð síld hérna áður,“ segir Hallgrímur. Að hans sögn hefur súlan verið óvenju mikið á sveimi síðustu tvær vikur, enda mikið um æti nú með komu síldarinnar. Hann segir að best sé að sjá síldina á kvöldin, þá glytti í hana og hægt sé að telja hana. „Svo hverfur hún eins og dögg fyrir sólu þegar maður hendir smásteini út í,“ segir Hallgrímur. Yngri síldin heldur sig nær landi Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknarstofnun, tel- ur að þetta sé ung síld og það geti vel passað að þarna séu tveir ár- gangar á ferð. „Það er mjög stór árgangur í uppvexti 1999 og líka í árgangnum 1998. Þegar svona stór- ir árgangar eru að vaxa upp geta þeir birst nánast hvar sem er og líka inni í höfnum,“ segir Hjálmar, en bendir á að reyndar hafi smáa síldin þá tilhneigingu að halda sig nálægt landi, gagnstætt því sem sé með þá eldri. Að Hjálmars sögn vex síld upp á ýmsum stöðum við landið, mjög mikið í fjörðum fyrir norðan, á Vestfjörðum, inni á Breiðarfirði, austanlands og svo framvegis, en líka stundum á svæðinu sitthvorum megin við Þorlákshöfn. Hann telur hins vegar að síldin hafi villst inn í höfnina sjálfa. „Hafnir eru yfirleitt ekki taldar heppilegur staður fyrir síldar- torfur. Einn svona merkilegur upp- vaxtarstaður er Eyjafjörður og jafnvel Pollurinn, innan við Odd- eyrartangann. Það er oft svona smásíld þar og þegar niðursuðu- verksmiðja K. Jónssonar var þar þá suðu þeir meðal annars niður þessa smásíld og seldu sem sardínur,“ segir Hjálmar. Síldin er íhaldssöm Hann segir að ekki sé talið snið- ugt að veiða smærri síld en 25 senti- metra, en þá sé hún orðin þriggja eða fjögurra ára. Þetta sé því fram- tíðin sem þarna sé um að ræða. „Mér þykir það ákaflega senni- legt að síldin hverfi þarna fljótt úr höfninni, annars er erfitt að segja til um síldina, hún er að sumu leyti íhaldssöm tegund. Þannig að ef hún hefur fest sig niður einhvers staðar þá á hún það til að liggja þar lengi,“ segir Hjálmar. Hann telur samt að sökum ófrið- ar og mengunar, sem sé fyrir hendi í svona lokuðum höfnum eins og í Þorlákshöfn, sé ótrúlegt að hún staldri lengi við. Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímur Erlendsson á bryggjunni í Þorlákshöfn með síldina sem hann veiddi. Silfur hafsins í Þorlákshöfn Óvenjulegt er að síld finnist inni í höfnum. MÁLFLUTNINGI í máli Alþýðu- sambands Íslands gegn sjávarútvegs- ráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna laga á verkfall sjómanna lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dóms er að vænta fljótlega en málið sætir flýtimeðferð. Ástráður Haraldsson hrl. sem fer með málið fyrir hönd ASÍ sagði fyrir dómi gær að ljóst væri að lögin sem Alþingi samþykkti 16. maí sl. fælu í sér ólögmæta skerðingu á samnings- frelsi og verkfallsrétti sjómanna. Réttur verkalýðsfélaga til að standa að kjarasamningum félagsmanna sinna væri varinn af 74. grein stjórn- arskránnar. Rétturinn til verkfalla væri varinn af sömu grein. Með laga- setningunni hefðu íslensk stjórnvöld því brotið gegn stjórnarskránni en jafnframt gegn 11. grein mannrétt- indasáttmála Evrópu. Ástráður benti á að í mannréttinda- sáttmálanum væri áréttað að einung- is væri hægt að takmarka félagafrelsi vegna þjóðaröryggis eða almanna- heilla. Fráleitt væri að halda því fram að verkfall sjómanna hafa valdið því- líkri vá að það réttlætti lagasetninu. Verkfallsréttur ekki varinn í stjórnarskrá Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur lagði áherslu á mikilvægi sjávar- útvegs. Efnahagslífi landsins hefði einfaldlega blætt út hefði ekkert verið að gert. Í húfi hafi verið gríðarlegir al- mannahagsmunir en litlar líkur á því að samningar næðust. Verkfallsrétt- ur væri háður takmörkunum en væri hvorki heilagur né takmarkalaus. Rétturinn væri ekki varinn í stjórn- arskrá eins og Ástráður hélt fram. Skarphéðinn sagði félagafrelsi ekki skert með lögunum á sjómenn og breyttu ekki grundvelli viðkomandi launþegasamtaka. Starfsemi þeirra héldi áfram og þau myndu áfram semja um kaup og kjör félagsmanna sinna. Málflutningi vegna sjómanna- verkfalls lokið FJÖLDI umsókna um þjónustuíbúð- ir á hjúkrunarheimilinu Sóltúni ligg- ur fyrir, auk þess sem spurn eftir starfi á hinu nýja hjúkrunarheimili hefur verið góð, en starfsemi Sóltúns mun hefjast um áramótin. Að sögn Hannesar Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra Frumafls gengur undirbúningsvinna vegna fyrirhugaðs reksturs á heimilinu vel. Hann segir byggingarframkvæmdir vera á réttum tíma og verði verkinu lokið fyrir lok þessa árs og íbúar muni flytja inn um áramót. Alls hafa um 150 einstaklingar sótt um dvöl í Sóltúni, en 92 þjónustuíbúðir verða í húsinu. Þá segir Hannes að vel gangi að ráða í störf á Sóltúni og þegar sé búið að ráða milli 30 og 40% þess starfsfólks sem komi til með að vinna á hjúkrunarheimilinu. „Það koma nýjar starfsumsóknir inn á nýjum degi og við erum mjög sátt við hvernig þetta gengur. Við látum deilur um eignarhald á félag- inu hafa sem minnst áhrif á þessa rekstrarþætti og ljóst er að framtíð- arsýn Frumafls hefur ekkert breyst. Frumafl ætlar sér frekari rekstur á heilbrigðissviði og það er ljóst að um mikil verkefni verður að ræða áfram,“ segir Hannes. Byggja þarf 20 hjúkrunar- heimili á næstu 10 árum Hannes bendir á að ætli opinberir aðilar að standa við heilbrigðisáætl- un sem gildir til 2010, þurfi að byggja allt að 20 hjúkrunarheimili í viðbót á næstu 10 árum. „Opinberir aðilar taka ákvarðanir um hverjir standa að þessum fram- kvæmdum en við erum þess fullviss að reksturinn í Sóltúni verði til fyr- irmyndar og okkur verði falin fleiri verkefni á þessu sviði. Við erum bjartsýn á framtíðina,“ segir Hann- es. Hjúkrunarheimilið Sóltún tekur til starfa um áramót Langur bið- listi eftir þjón- ustuíbúðum JÚNÍMÁNUÐUR var þurr og sólríkur en í svalara lagi, sam- kvæmt Veðurstofu Íslands. Úr- komudagar í Reykjavík voru 15, en eru 17 á meðalári og á Ak- ureyri voru þeir 8, en þar eru þeir eru 11 á meðalári. Meðalhiti í Reykjavík var 8,8° sem er rétt undir meðallagi, en var 8,1° á Akureyri sem er 1° undir með- allagi. Úrkoma í Reykjavík mældist 31,7 mm sem er rúm- lega þriðjungi minna en vant er og sólskinsstundir voru 205,4 sem er 44,4 stundum umfram meðallag. Úrkoma mældist 14,7 mm á Akureyri sem er rúmlega helmingur meðalúrkomu og sól- skinsstundir voru 244,1 sem er 67,1 umfram meðallag. Þurr og sólríkur júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.