Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Háskólinn í Reykjavík Mikil aðsókn í viðskiptadeild UMSÓKNIR umnám við viðskipta-deild Háskólans í Reykjavík hafa rösklega tvöfaldast á milli ára. Í ár eru umsóknirnar 600 en voru í fyrra um 240. Agn- ar Hansson, deildarforseti viðskiptadeilarinnar, var spurður hvað hann teldi orsaka þetta? „Við erum mjög ánægð með þann meðbyr sem við finnum bæði frá einstak- lingum og frá atvinnulíf- inu. Um þúsund manns sóttu um skólavist í Há- skólanum í Reykjavík fyr- ir komandi vetur en mesta aukningin skýrist af nýrri námsleið sem við köllum háskólanám með vinnu og er sú námsleið innan við- skiptadeildar. Nálega 350 manns sóttu um þessa nýju námsbraut og skiptist hún í fjögur svið. Annars vegar þrjár 45 eininga diploma-gráður með áherslu á fjármál og rekstur, markaðs- fræði og alþjóðaviðskipti og stjórnun og starfsmannamál. Hins vegar er um að ræða fullt 90 eininga BS-nám þar sem nem- endur ljúka prófi á þremur árum. Þar er gert ráð fyrir að fólk komi inn í dagskóla síðasta árið.“ – Hvernig er þetta nýja 45 ein- inga nám þá skipulagt? „Það er skipulagt með þeim hætti að við kennum þrjá eftir- miðdaga í hverri viku, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga frá kl. 16 til 19 og nemendur taka þrjú námskeið á hverri önn. Kenndar eru þrjár annir á ári – haustönn, vorönn og sumarönn, þar sem þó er gefið sumarfrí í júlí. Segja má að þetta nýja nám sé með nokkrum hætti millistig milli staðarnáms og fjarnáms. Þannig mun rík áhersla verða lögð á notkun Netsins við miðlun fyrirlestra og ítarefnis, auk þess sem nemendur munu með raf- rænum hætti geta skilað inn verkefnum, lagt inn fyrirspurnir og tekið þátt í umræðum á innra neti skólans. Námskeiðin eru að fullu sambærileg við það sem kennt er í dagskóla og verða nemendur látnir gangast undir sömu próf. Við sjáum fyrir okkur, að þeir einstaklingar sem boðin verður innganga í háskólanám með vinnu, séu að öllu jöfnu ein- staklingar með þó nokkra starfs- reynslu. Þannig treystum við því að fólkið hafi yfir að ráða þroska og góðum sjálfsaga til þess að stýra sínum tíma og nýta hann sem best.“ – Hvernig ætlið þið að velja úr þessum mikla fjölda umsókna? „Við horfum á menntun og ár- angur í námi en ekki síður á starfsreynslu, fyrri störf og reynslu almennt. Allir sem kom- ast inn þetta árið hafa að minnsta kosti fimm ára starfsreynslu. Enginn nemandi sem fær inn- göngu er því yngri en 25 ára.“ – Hafið þið fyrirmyndir að þessu námi? „Já við höfum það og erum þar sérstaklega að horfa til þeirra skóla sem við erum í samstarfi við núna, þar ber hæst þá skóla sem eru með okkur í hinu svokallaða GEM-samstarfi, en tilgangur þess er að bjóða upp á alþjóðlegt MBA-nám. Ellefu há- skólar víða um heim eru þátttak- endur í þessu samstarfi. Sérstak- lega höfum við horft til þeirra skóla sem standa okkur næst, svo sem Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn.“ – Er þessi viðbót ekki mikið álag á skólastarfið hjá ykkur? „Þessi viðbót eykur tvímæla- laust álagið hjá okkur en hún gef- ur okkur jafnframt kost á því að skapa fjárhagslegan grundvöll til að ráða enn fleiri hæfa kennara og byggja þannig upp sterkari heild sem aftur veitir okkur ýmis sóknarfæri í þátttöku í alþjóðleg- um rannsóknarverkefnum og öðru samstarfi.“ – Hvað kostar svona nám? „Það kostar nú 79 þúsund krónur á hverri önn og er láns- hæft hjá LÍN.“ – Eruð þið með fleiri nýjungar á döfinni? „Við erum í sífellu að skoða leiðir sem hentað gætu fólki og atvinnulífinu. Nýverið var ákveð- ið að fara af stað á nýjan leik með MBA-námið um næstu áramót og vera þá í samstarfi við Við- skiptaháskólann í Aþenu, Fylk- isháskólann í Georgíu, Við- skiptaháskólann í Bergen og Háskólann í Pretoríu í Suður- Afríku. Þetta er eins og fyrr get- ur alþjóðlegt MBA-nám þar sem áhersla er lögð á rafræna við- skiptahætti og stjórnun. Þarna er um að ræða almennt viðskipta- og stjórnunarnám fyrir stjórn- endur úr atvinnulífinu sem hugs- anlega hafa háskólagráðu af ein- hverju öðru sviði en viðskiptum og vilja styrkja almenna við- skiptaþekkingu sína og getu sem stjórnendur.“ – Hvað er þetta langt nám? „Þetta er fimmtán mánaða nám og er að mestu leyti kennt hér á Íslandi, þrjá daga í viku aðra hvora viku, en síðan eru þrjár al- þjóðlegar ráðstefnur þar sem hittast fyrir nemendur frá öllum þeim skólum sem taka þátt.“ – Hvað kostar MBA-námið? „Reiknað er með að náms- kostnaður með ferðalögum og bókakostnaði verði um tvær milljónir króna. Þetta nám er lánshæft hjá LÍN.“ Agnar Hansson  Agnar Hansson fæddist í Reykjavík 1965. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985 og kandídats- prófi í stærðfræði og hagfræði frá Háskólanum í Árhúsum í Danmörku árið 1994. Hann staf- aði við háskólakennslu í Árhús- um og síðar við Háskóla Íslands. Eftir heimkomu vann hann við Íslandsbanka og Fjárfesting- arbankann en er nú deildar- forseti viðskiptadeildar Háskól- ans í Reykjavík. Agnar er kvæntur Guðrúnu Kjartans- dóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. Nýtt við- skiptanám – millistig milli fjarnáms og staðarnáms Solla er líka hrekkjusvín. Í UNDIRBÚNINGI er ráðstefna hér á landi í haust um umhverfis- væna orkugjafa framtíðarinnar, með áherslu á sérstöðu Íslands. Ráð- stefnan fer fram að frumkvæði orku- málanefndar Evrópuþingsins og nokkurra erlendra stórfyrirtækja og hefur ríkisstjórnin samþykkt að styrkja ráðstefnuhaldið um 1,5 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að hing- að komi um 20 háttsettir fulltrúar vegna ráðstefnunnar. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem kynnti málið í ríkisstjórn á þriðju- dag, kemur ráðstefnan í kjölfar ann- arrar svipaðrar sem haldin var í Brussel sl. haust á vegum íslenskra stjórnvalda um orkumál. Undirbúningsfundur fyrir ráð- stefnuna í september var í Brussel í síðasta mánuði en fyrir hönd Íslands sátu fundinn Tómas Ingi Olrich þingmaður, Hjálmar Árnason þing- maður og Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor. „Við finnum fyrir miklum áhuga í Evrópu á okkar orkumálum, ekki síst vetninu sem orkugjafa, og að þessi ráðstefna skuli vera haldin sannar það,“ sagði Valgerður. Fjölþjóðleg ráðstefna á Íslandi í haust Fjallað um umhverfisvæna orkugjafa framtíðarinnar BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á þriðjudag að taka tilboði Jarðborana hf. í borun 10 vatnskönn- unarhola á Hellisheiði. Tilboðið hljóðar upp á rúmlega 28 milljónir króna en Innkaupastofnun hafði áð- ur hafnað tilboði Jarðborana í verkið sem hljóðaði upp á rúmlega 34 millj- ónir. Jarðbornir voru hins vegar eina fyrirtækið sem sýndi verkinu áhuga og var gengið til viðræðna við fyr- irtækið þar sem náðist samkomulag um breytingu á samningsupphæð- inni. Samið við Jarðboranir um boranir á Hellisheiði ♦ ♦ ♦ ELDUR gaus upp í sjónvarpi í íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi um miðnætti í fyrrakvöld. Húsráðandi mun hafa verið að dytta að sjónvarpinu þegar eldurinn kviknaði. Brást hann snöggt við og kastaði sjónvarpinu út á svalir. Lítið tjón varð en eitthvert þó af völdum reyks. Íbúum í nærliggjandi íbúðum mun þó hafa brugðið nokkuð við að- farirnar, að sögn lögreglunnar á Sel- fossi. Slökkviliðið reykræsti íbúðina. Logandi sjónvarp ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.