Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 23 Flatur salatfífill („Endevie“ eða „Esscarol“) gengur ýmist undir nafninu flatur og sléttblaða sal- atfífill. Þrátt fyrir nafnið er hann með hrokknar blaðbrúnir. Bragðið er svolítið beiskt og því er þetta salat gjarnan notað með öðrum salattegundum. Salatfífill er trefjaríkur eða 4 g/100 g og tiltölulega kalkríkur eða 100 mg/100 g. Flatur salatfífill Trefjaríkt salat Klettasalat („Rucola“) er kalk- ríkt salat eða 160 mg/100 g. Klettasalat er einnig járnríkt eða 1,46 mg/100 g. Klettasalat Járnríkt Rauðkál er náskylt hvítkáli og er nokkuð líkt því í samsetn- ingu. Það er frekar C-vítamín- ríkt eða 51 mg/100 g. Rauðkál C-vítamín- ríkt Rómverskt salat („Romaine“) hefur einnig verið nefnt bindi- salat og cos-salat. Blöðin eru ílöng og minna nokkuð á kína- kál. Rómverskt salat er stökkt, safaríkt og bragðgott og geymist þar að auki lengur en flestar aðrar gerðir salats. Það er fremur trefjaríkt og hentar vel í hrásalat. Innstu blöðin eru sætari á bragðið en hin ytri. Rómverskt salat Innstu blöð- in sætari Rauðlaufssalat („Radicchio“) er náskylt hvítlaufssalati en er með áberandi rauðum blöðum með hvítum blaðstilkum. Það er einkum notað til skrauts með öðru salati, en það má steikja, sjóða, grilla og borða hrátt. Sum afbrigði þess eru þó hnött- ótt. Rauðlaufssalat er E-víta- mínríkara en flest önnur salöt eða 2,26 mg/100 g. Rauðlaufssalat E-vítamín ríkt Eikarlaufssalat („Feuille de chéne“) er dökkrautt og grænt með tenntum brúnum og er afbrigði laufsalats. Það minnir á afbrigði af fífla- blöðum. Það er bragðgott og mikið notað í hrásalöt og skreytingar. Eikarlaufssalat Mikið notað í hrásalat Brauðbörnin eru í sumarskapi. Nú fylgir boðsmiði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með öllum Brallara- brauðum: Pyslu- hamborgara- og samlokubrauðum. Halli og Brauðbörnin bjóða þér að koma og skemmta þér í frábærum leiktækjum og heilsa upp á öll dýrin í garðinum. Láttu sjá þig félagi! Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-18. Sumarglaðningur fylgir öllum Brallarabrauðum í júlí Boðsmiði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn X Y Z E T A / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.