Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 43 Bandarískum stjórnvöldum væri í lófa lagið að ganga til samninga við stjórnvöld í N-Kóreu á grundvelli yf- irlýsingarinnar. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Skilaboð Bush- stjórnarinnar eru að engin ástæða sé til þess að ræða við stjórnvöld í N- Kóreu vegna þess hversu óáreiðanleg þau séu. En með því að ýta samn- ingaleiðinni til hliðar með þessum hætti telur Bandaríkjastjórn líklega auðveldara að réttlæta þörfina fyrir gagneldflaugakerfið. Yfirburðir Bandaríkjanna Í Washington virðist lítill áhugi á því að nýta samningaleiðir til þess að draga úr hættunni á kjarnorkuátök- um á nýrri öld. Um það er varla deilt að Bandaríkjastjórn gæti bæði nýtt hernaðarlega yfirburðastöðu sína og bágt efnahagsástand flestra þeirra ríkja sem hafa verið að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að ná samningum sem gætu aukið öryggi og stöðugleika í heim- inum. Fyrir því er hins vegar ekki pólitískur áhugi. Í þessu sambandi er hollt að hafa í huga að Bandaríkin hafa nú þegar yf- irburðahernaðarstöðu í heiminum. Þar í landi er 325 milljörðum dollara eytt til hermála á ári hverju en það munu vera 35% af heildarútgjöldum til þessa málaflokks í heiminum í dag. Það kemur ekki á óvart að gagneld- flaugakerfið hefur frá upphafi verið gæluverkefni hergagnaframleiðenda í Bandaríkjunum. Þetta er ekki bara spurningin um að ráða yfir nýjustu tækni og vísindum, heldur er um gíf- urlegar upphæðir sem rynnu beint úr ríkiskassanum til fyrirtækjanna sem fengju verkefnin að tefla. Innan Bandaríkjanna eru því stórkostlegir hagsmunir í húfi. En þeir hagsmunir hafa lítið sem ekkert með alþjóða- samfélagið og öryggi þess að gera. Gildi ABM-samningsins Árið 1972 gerðu Bandaríkin og Sovétríkin samning um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokall- aðan ABM-samning, sem hefur verið álitinn tímamótasamningur í afvopn- unarmálum. Samningurinn, sem hef- ur dregið verulega úr vígbúnaði og smíði árásarvopna, bannar uppsetn- ingu gagneldflaugakerfis á landsvísu. Nú segja ráðamenn í Washington að ABM-samningurinn sé barn síns tíma og henti ekki aðstæðum dagsins í dag. Slík röksemdafærsla kallar á að Bandaríkjastjórn svari grundvallar- spurningum um gildi alþjóðasamn- inga, því að það getur varla talist til eftirbreytni að taka einhliða ákvörð- un um að tiltekinn samningur sé úr- eltur með þeim hætti sem nú hefur verið gert. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur enda lýst því yfir að segði Bandaríkjastjórn upp ABM- samningnum þá jafngilti það broti á öllum afvopnunarsamningum ríkj- anna. Þróun gagneldflaugakerfis í Bandaríkjunum gæti hæglega leitt til nýs vígbúnaðarkapplaups við Rúss- land og Kína, sem væri án nokkurs vafa ógnað af slíku kerfi. Ýmislegt bendir til að Rússar og Kínverjar mundu grípa til gagnaðgerða, t.d. með því að koma sér upp nýjum árás- arvopnum eða fjölga kjarnaoddum í langdrægum flaugum sem nú þegar eru til. Ekki verður séð að slík við- brögð við gagneldflaugakerfinu stuðli að bættum samskiptum á milli þessara ríkja. Hvað þá að slíkt kerfi leiði til afvopnunar og minni hernað- arumsvifa stórveldanna. Hvað gera Grænlendingar, Danir – og Íslendingar? Verði Bandaríkjastjórn ágengt í eldflaugavarnaáætlunum sínum mun hún þurfa á samstarfi við bandalags- þjóðir í NATO að halda, m.a. til þess að setja upp ratsjárstöðvar á Bret- landi og Grænlandi. Um viðbrögð Grænlendinga og Dana verður ekki spáð hér en það verður fróðlegt fyrir Íslendinga að sjá hverju vindur fram í samskiptum Danmerkur og Banda- ríkjanna í þessu efni. Telji Grænlend- ingar og Danir sér ekki fært að veita Bandaríkjunum aðstöðu vegna gagn- eldflaugakerfisins má gera því skóna að leitað yrði eftir aðstöðu hér á landi. Hingað til hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar staðið mjög þétt að baki Bandaríkjanna innan NATO. Og það vekur eftirtekt að ólíkt leið- togum ýmissa annarra NATO-ríkja hafa hvorki utanríkis- né forsætis- ráðherra lýst andstöðu við hugmynd- ir Bandaríkjastjórnar um gagneld- flaugakerfi. Það er full ástæða fyrir Íslendinga að gjalda varhug við áætlunum Bush- stjórnarinnar um gagneldflauga- kerfi. Ekkert bendir til þess að slíkt kerfi myndi efla öryggi og stöðug- leika í heiminum og þar með draga úr hættunni á ófriði. Verkefni þjóðaleið- toga og alþjóðasamfélagsins er að draga úr vígvæðingu, takmarka út- breiðslu kjarnorkuvopna og stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja. Hugmyndir Bandaríkjastjórnar um gagneldflaugakerfi ganga í þver- öfuga átt. Höfundur situr í utanríkismálanefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. SMS FRÉTTIR mbl.isNETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400 ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.