Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                           !"     #$      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KONRÁÐ Alfreðsson fer ekki dult með að vera framsóknarmaður. Það er alveg rétt hjá Konna að ég gekk í Frjálslynda flokkinn á sín- um tíma til að berjast í kvótamál- unum. Ég taldi það vera kjörinn vettvang til að takast á við þau miklu vandamál sem núverandi kvótakerfi hefur skapað fjölda fólks víðsvegar um landið. Ég taldi það geta þjónað hagsmunum sjó- manna á landsvísu. Hagsmuni sjó- manna hef ég reynt að bera fyrst og fremst fyrir brjósti öll þau ár sem ég hef tekið þátt í kjarabar- áttu sjómanna. Mér hefur aldrei komið til hugar að berjast fyrir kosningu fulltrúa útgerðarmanna í bankaráð Íslands- banka, eins og Konni forðum þegar hann barðist hetjulegri baráttu fyrir kjöri Kristjáns Ragnarssonar í stjórn bankans, manni sem hann sjálfur sagðist ekkert álit hafa á. Ætli Kristján hafi verið farið að vanta atkvæði? Mér hefur heldur aldrei dottið í hug að stíga upp í einkaþotur á vegum útgerðarmanna til að renna til útlanda að skoða skip þeirra. Al- talað er að Konni þáði boð af þessu tagi hjá þeim Samherjamönnum. Enda er atferlið í stíl við þau mold- vörpuvinnubrögð sem því miður virðast einkenna verklagið hans Konna. Það er mín skoðun og okkar sjó- mannafélagsmanna að ef Konni ber hag sjómannastéttarinnar fyrir brjósti þá ætti hann að segja af sér varaformennsku Sjómannasam- bands Íslands og sækja um inn- göngu í Vélstjórafélagið. Ég minni líka á að Konni hóf þessa fjölmiðla- umræðu og hygg að að baki hennar sé einhver pólitískur bakþanki eða eftirsjá. Helgi Laxdal má þó eiga það, að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og með skoðanir sínar uppi á borði, en Konni læðist með veggjum og enginn veit hvar maður hefur hann. Mér finnst það sorglegt að sjá menn ávallt rjúka upp til handa og fóta og áfellast félaga sína þegar eitthvað er reynt að gera til að efla kjör sjómanna og launafólks al- mennt. Það er líka hörmulegt að horfa upp á hve lin samtök launa- fólks eru orðin. Ég hef um nokkurt skeið efast um tilverurétt þessara samtaka og mér hefur fundist þau skorta afl og dug til að takast á við vanda líðandi stundar. Komi upp skoðanir sem ekki falla í kramið hjá forustu þessara samtaka er reynt að svæfa þær. Með baráttukveðjum. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Pólitíkin mín og hans Konna Frá Birgi Hólm Björgvinssyni: RÍKIÐ hefur boðið hjúkrunar- fræðingum breytingar á launum. Ég segi breytingar því að þær hækkanir sem ríkið býður okkur tekur því ekki að tala um. Hjúkrunarfræðingar hafa alla tíð verið illa launuð stétt. A.m.k. þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa verið í vinnu hjá ríkinu. Ríkið trúir því að það geti komist upp með það áfram. Ríkið trúir því að það geti hrist af sér þá launaþræla sem eru með einhvern uppsteyt, með því að vera með þvermóðsku. Ríkið heldur að það komist upp með að sniðganga launakröfur og þarfir hjúkrunar- fræðinga út í hið óendanlega. Samningar voru lausir fyrir rúmlega hálfu ári en samt þykir ríkinu það sjálfsagður hlutur að engir hópar launþega fái launa- breytingar afturvirkar. Ríkinu þykir einnig sjálfsagður hlutur að þeirra samninganefnd komist upp með að móðga hjúkrunarfræðinga og annað fólk sem sinnir mikilvæg- um störfum í þágu almennings með tilboðum sínum. Samninganefndin er alveg örugglega á hærri launum en hinn almenni hjúkrunarfræð- ingur enda gegnir samninganefnd- in mikilvægum störfum í þágu rík- isins. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í þágu al- mennings. Þar skilur á milli og sést á þessu fyrir hvern ríkið starf- ar. Verkföll þau sem hjúkrunar- fræðingar munu fara í, til að þrýsta á kröfur sínar, munu minnka, og einhvers staðar lama, þá þjónustu sem heilbrigðiskerfið veitir. Hver sá sem horfir aðeins inn í málið sér að þar er ekki hjúkrunarfræðingum um að kenna. Við neyðumst til að gera eitthvað róttækt í málinu og verkfall er ör- þrifaráð. Það fer enginn í verkfall sér til gamans. Allra síst fólk sem er á lágum launum fyrir. Allra síst það fólk sem í starfi sínu sinnir sjúkum. Ég vil hvetja alla hjúkrunar- fræðinga til að segja nei við þeim samningi sem boðinn er. Við eigum miklu meira skilið og við vitum það öll. SIGURÐUR HARÐARSON, Grettisgötu 6, Reykjavík. Hjúkrunarfræð- ingar segi nei Frá Sigurði Harðarsyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.