Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 1
186. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 2001 HANDFRJÁLS búnaður far- síma dregur ekki að marki úr þeirri truflun sem þeir eru bíl- stjórum, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsókn- ar er bendir til að lög um skyldunotkun slíks búnaðar kunni að stoða lítið. Rannsóknin, sem tók til 64 þátttakenda, var gerð við Há- skólann í Utah í Bandaríkjun- um. Niðurstöðurnar sýndu að truflun af völdum farsímanotk- unar stafar fyrst og fremst af því að einbeitingin beinist að samtalinu, en ekki af því að bíl- stjórar séu að hringja eða þurfi að halda á símtækinu. „Þetta er ekki spurning um hvar hendurnar eru heldur hvar hugurinn er,“ sagði Chuck Hurley, talsmaður bandarísku öryggismálasamtakanna Itasca. Umferðarmerki fóru tvisvar sinnum oftar fram hjá þeim sem voru að tala í farsím- ann meðan á akstri stóð en munur á milli þeirra ökumanna sem notuðu handfrjálsan búnað og þeirra sem töluðu í símtækið sjálft var ekki marktækur. Hand- frjáls bún- aður lítt til bóta Detroit. AP. FYRSTU hersveitir framvarðasveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) lentu í Skopje seint í gærkvöldi. Her- sveitirnar eiga að ganga úr skugga um hvort öruggt sé að senda 3.500 manna fjölþjóðlegt lið NATO til Makedóníu til að hefja afvopnun alb- anskra uppreisnarmanna. Norður-Atlantshafsráðið, skipað fastafulltrúum allra nítján aðildar- ríkja NATO, ákvað í gær að fresta því fram í næstu viku að taka slíkar ákvarðanir. Talsmaður Makedóníustjórnar, Antonio Milososki, lét í ljós efasemdir um að NATO tækist að halda afvopn- unaráætlun sinni til streitu. „Það er óhugsandi að það takist að safna vopnum [uppreisnarmannanna] án þess að beita valdi,“ sagði hann. Albanskur borgari lét lífið Sérsveitarmenn NATO komu til Makedóníu aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að til átaka kom milli albanskra uppreisnarmanna og makedónskra hermanna. Sjötugur albanskur maður lét lífið þegar átökin brutust út en uppþotið varð í kjölfar þess að albönsk leyniskytta felldi makedónskan lögreglumann á fimmtudag. Talsmaður NATO sagði að átökin myndu ekki tefja fyrir því að fjölþjóð- legt lið bandalagsins kæmi til Skopje. „Ég held að það sé óskhyggja að halda að hér verði allt með kyrrum kjörum öll kvöld,“ sagði Alex Dick höfuðsmaður á fundi með blaðamönn- um í gær en hann er jafnframt tals- maður viðbragðssveitar 16. herdeild- ar breska flughersins. „Við getum varið hersveitina sem kemur til með að safna vopnunum. Hins vegar mun- um við ekki senda framvarðasveitirn- ar af stað til þess nema aðstæður verði hagstæðar,“ bætti hann við. Talsmenn NATO hafa ítrekað sagt að framvarðasveitin sé ekki send til Makedóníu til að ganga úr skugga um að friðarsamkomulaginu, sem skrifað var undir sl. mánudag, verði fram- fylgt. Sveitin komi eingöngu til að safna vopnum uppreisnarmanna sem þeir láti af hendi af fúsum og frjálsum vilja. Leiðtogar albönsku uppreisnar- mannanna og makedónsku stjórnar- innar hafa lofað að virða vopnahléð og leyfa sveitum NATO að vinna sitt starf. Þrátt fyrir það er óttast að harðlínumenn á báða bóga gætu reynt að eyðileggja friðarferlið. Framvarðasveitir NATO mega verja sig ef á þær er ráðist en þær munu ekki reyna að ganga í milli ef til átaka kemur milli stjórnarhersins og albanskra uppreisnarmanna. Sveitir NATO hafa 30 daga til að eyðileggja vopnin sem safnað verður. Embættismaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að skipu- leggjendur leiðangursins vonuðust til að um 2.500 vopn myndu safnast úr vopnabúri uppreisnarmannanna. Á hinn bóginn lét háttsettur embættis- maður í varnarmálaráðuneyti Maked- óníu hafa eftir sér í gær að sveitir NATO ættu að geta safnað allt að 8.000 vopnum meðan á afvopnunar- ferlinu stendur. „Samkvæmt óopin- berum áætlunum okkar ættu her- sveitir NATO að geta safnað milli 6.000 og 8.000 léttvopnum á fyrstu þrjátíu dögum aðgerða þeirra hér í Makedóníu,“ sagði fyrrnefndur emb- ættismaður. Fyrstu sveitirnar úr fjölþjóðaliði NATO komnar til Makedóníu Makedóníustjórn efins um afvopnunaraðgerðir Skopje. AFP, AP. Fyrstu bresku hersveitirnar leggja af stað áleiðis til Skopje í Maked- óníu, frá herflugstöðinni Wattisham í Bretlandi í gær. Reuters SKRIÐDREKAR og jarðýtur ísr- aelska hersins fóru inn á svæði Pal- estínumanna á Gaza-ströndinni í nótt og skutu á palestínska upp- reisnarmenn. Að því er haft er eftir palestínskum lækni á Nasser- sjúkrahúsinu í bænum Khan Yunis, þar sem átökin áttu sér stað, lét einn Palestínumaður lífið og 10 særðust. Palestínskir byssumenn skutu í átt að hersveitum Ísraela er þær færðu sig nær. Ísraelski herinn lét ekki hafa neitt eftir sér um málið en ísraelskar her- sveitir hafa ítrekað ráðist inn á svæði Palestínumanna að undanförnu. Árás Ísraelshers kemur í kjölfar þess að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, heimsótti ísraelska hermenn á Gaza í gær. Ráðherrann ferðaðist einnig um Gush Katif, land- námssvæði gyðinga. Svæðið hefur að undanförnu orðið fyrir endurteknum árásum palestínskra byssumanna auk þess sem skæruliðar hafa skotið úr sprengjuvörpum í átt að byggð- inni. Alls hafa 720 manns látið lífið frá því að uppreisn Palestínumanna (intifada) hófst í september. Átök á Gaza í nótt Jerúsalem. AP. INDÓNESÍSKIR karlmenn klifra hér upp olíuborna staura til að freista þess að ná í verðlaun sem komið hefur verið fyrir efst á staurunum. Tiltækið var hluti af hátíðahöldum í borginni Jakarta, en í gær voru 56 ár liðin frá því að Indónesía öðlaðist sjálfstæði. Árið 1945 lýsti Indónesía yfir sjálfstæði eftir að hafa verið undir stjórn Hollendinga í 350 ár. Í Aceh-héraði svöruðu skæruliðar sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins beiðni hins nýja forseta landsins, Megawati Sukarnoputri, um sættir með því að sprengja minnst 30 sprengjur. Reuters Sjálfstæðisafmæli Indónesa fagnað LEIÐANGUR bandarískra og mongólskra fornleifafræðinga hef- ur uppgötvað fjölda óopnaðra grafa um 320 km norðaustan við höfuðborg Mongólíu, Ulan Bator, og telja þeir hugsanlegt að þar sé að finna hinstu hvílu Gengis Khan. Leiðangurinn sem um ræðir er fjármagnaður af bandaríska kaupsýslumanninum Maury Kravitz sem lýsir sjálfum sér sem áhugasagnfræðingi. Hann hefur ætíð haft brennandi áhuga á Khaninum mikla og fékk leyfi mongólskra stjórnvalda til að leita grafar hans. Gengis Khan fæddist á seinni hluta 12. aldar í Mongólíu og ólst upp í fátækt. Hann samein- aði ólíkar þjóðir Mongólíu og leiddi þær í stríð þar sem hvert stórveldið á fætur öðru féll fyrir hinum fimu hermönnum Khansins. Þegar hann lést árið 1227 náði veldi hans frá Kaspíahafi til Peking. Sagan segir að lík Khansins hafi verið flutt á óþekktan stað og að hermennirnir sem fluttu það hafi myrt þrælana tvö þúsund sem fylgdu líkinu. Telja gröf Gengis Khan fundna Chicago. AP, AFP. Gengis Khan ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.