Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 41 ✝ Ómar FreyrBjörgvinsson fæddist í Neskaup- stað 10. febrúar 1973. Hann lést á heimili sínu 11. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Ómars eru Rósa Benediktsdóttir, f. 15.7. 1951, og Björg- vin Sveinsson, f. 3.12. 1949. Systkini hans eru: 1) Hjálm- fríður Björk Braga- dóttir, f. 13.5. 1969, sambýlismaður hennar er Svanur Jó- hannsson og á hún fjögur börn; 2) Róbert Þór, f. 10.2. 1973, sonur hans er Mikael Natan; 3) Ólafur Ægir, f. 3.10. 1974, sambýliskona hans er María Guð- mundsdóttir og eiga þau eina dóttur; og 4) Björgvin Hrann- ar, f. 1.3. 1986. Sam- býliskona Ómars er Hafdís Arnardóttir, sonur hennar er Kristófer Bjarki. Útför Ómars fer fram frá Norðfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég átti erfitt með að trúa því þeg- ar mamma hringdi í mig snemma síð- asta laugardagsmorgun og sagði mér að þú værir dáinn. Hvernig gat svo ungur og hraustur drengur allt í einu dáið í blóma lífsins? Ég get ekki skil- ið það að þú sért farinn frá okkur, Ómar minn, og ég vil ekki trúa því. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til þín og þær minningar geymi ég í hjarta mínu. Elsku Ómar, þú varst duglegur og yndislegur drengur. Það er ekkert réttlátt við það að þú skulir fara frá okkur svo skyndilega svona ungur og framtíðin blasti við þér. Vertu bless- aður elsku bróðir og takk fyrir allt. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Hafdís, Kristófer, mamma, pabbi, Róbert, Óli, Björgvin og fjöl- skyldur. Missir okkar er mikill og guð gefi okkur styrk til að takast á við framtíðina. Hjálmfríður Björk og fjölskylda. Laugardaginn 11. ágúst barst okk- ur sú harmafregn að hann Ómar Freyr væri látinn aðeins 28 ára, þessi lífsglaði ofurhugi sem alltaf var á ferð og flugi. Það er margt sem leitar á hugann, minningar frá því þú varst lítill drengur, öll ferðalögin, heim- sóknirnar, prakkarastrikin, svo ótal margt sem við eigum til minningar um þig og ykkur systkinin sem sakna þín nú sárt. Þú og Róbert tvíburar og Óli bara ári yngri voruð alltaf eins og þríeyki, mjög samrýndir, þótt slettist upp á vinskapinn var það aldrei lengi. Fríða stóra systir sem reyndi að stjórna en gekk nú ekki of vel, Björgvin Hrannar svo langyngstur, gullmoli sem þið dýrkuðuð öll, en ár- in líða og þið eruð orðin fullorðið fólk, komin með fjölskyldur nema litli bróðir, sem er svo ungur ennþá. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan við biðum öll milli vonar og ótta hvort Óli lifði af bílslys sem þið lent- uð í saman, sem betur fer er hann bú- inn að ná fullri heilsu aftur, svo er guði fyrir þakkandi. Þú slasaðist líka mikið og ótrúlegt hvað þú náðir þér fljótt, þú varst alltaf svo duglegur og harður af þér sem er kannski ástæða þess að þú leitaðir ekki læknis þetta kvöld þótt þú værir lasinn. Allt virt- ist svo bjart og gott, þú og unnusta þín búin að stofna heimili og fram- tíðin blasti við. Því kom þetta sem reiðarslag sem tekur tíma að sætta sig við. Þótt sagt sé að þeir deyi ung- ir sem guðirnir elska og að þinn tími hafi verið kominn, þá er ekkert auð- veldara að kveðja. Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku systir, það er stórt skarð höggvið í fjölskyldu þína sem erfitt verður að fylla, orð eru svo lítils megnug en við samhryggjumst ykk- ur öllum og biðjum ykkur guðsbless- unar á erfiðum tímum. Ragnheiður og fjölskylda. ÓMAR FREYR BJÖRGVINSSON verið með orði eða athöfn að færa Sigga þann kraft sem gilti til að hjálpa honum yfir hindranirnar, þá væri hann enn hjá okkur. En örlög hans voru ráðin. Fjölskylda mín og Helliseyingar votta Hrefnu og börnum innilega samúð. Einnig foreldrum hans og systur, ættingjum og vinum. Páll Steingrímsson. Komdu nær mér svo ég heyri hjartað slá, hjartað sem í útlegð minni einn ég á. Ástarorð sem ég vil muna hvíslað hljótt. Handtak blítt mér leyfi að geyma – ég fer í nótt. Horfa vil ég andartak í augu þér augun sem að hvert mitt fótmál lýsa mér. Kveðjukossinn gef þú mér svo heitt og hljótt og hann ég geymi á vörum mínum – ég fer í nótt. Andi þinn sem augu birta mér og ástarorð sem brenna á vör munu fylgja mér um fjarlæg lönd og fylgja mér í hinstu för. (Ómar Ragnarsson.) Laugardagur. Hrefna hringir, glöð í bragði, besti dagurinn. Ásgeir vill að við kíkjum á þig og við fórum. Þú varst svolítið hissa, horfðir lengi á okkur og við knúsum þig. Varirnar bærðust og Hrefna túlkar, þú heimtaðir koss, glaður að sjá okkur. Við gáfum þér marga kossa, glöð að geta loksins sagt þér hversu vænt okkur þætti um þig. Tár læðist fram. Nei, ég má ekki gráta núna. Ég segi þér að ég hafi komið með nebbadósina og klútana, ný- þvegna og straujaða. Ég fékk bros. Ég býðst til að lauma smávegis í vél- ina. Aftur fékk ég bros. Við horfð- umst í augu og við þurftum bæði að segja svo mikið en það varð að bíða. Hrefna, Ásgeir og Baui fylgdust brosandi með, allir glaðir. Við kveðj- umst í bili. Kíktum aftur á þig á mið- vikudeginum áður en við fórum út. Þú sefur vært, þreyttur eftir æfingar morgunsins og langþáð bað. Við Baui tímum ekki að vekja þig. Lofum hon- um að sofa segir Baui, við spjöllum betur saman þegar við komum aftur. Hrefna lofar að knúsa þig og skila kveðju til þín. Spjallið verður að bíða betri tíma. Elsku Siggi, takk fyrir vináttuna í gegnum árin. Takk fyrir minningarnar sem þú skildir eftir. Takk fyrir hvað þér þótti alltaf vænt um Hrefnu, Siggu og Bergþór. Takk fyrir allar stundirnar og allt sem við brölluðum saman. Takk fyrir allt. Bryndís, Böðvar, Sigurlaug og Bergþór. Fallinn er frá langt um aldur fram góður félagi og vinur Siggi Minkur. Annað var hann aldrei kallaður á okkar heimili. Sigga og Hrefnu kynntumst við fyrir tæpum tuttugu árum. Það var eftir björgunarsveitaræf- ingu hér í Landeyjum að Bergur og Hrefna tóku tal saman um ættfræði- rugl, eins og Siggi myndi segja, og kom þá í ljós að hún var gift frænda hans. Upp frá því tókst mikil vinátta á milli okkar. Þau komu oft í sveitina ýmist á bát, flugvél eða bíl. Þá fékk maður sér nú smá sveitakaffi, skrapp á hestbak eða geði annað sér til ánægju. Siggi var mikill vinur vina sinna, en hann var ekki allra, hægur og seinn að kynnast, en þegar inn úr skelinni var komið var nóg af hjarta- hlýju og gæsku að hafa. Þegar eitthvað úr járni fór úr- skeiðis hér á bæ var nafn Sigga Minks komið fram á varir okkar og oftar en ekki var hluturinn kominn í hendurnar á honum og aftur heim betri en nýr áður en við var litið. Það er sárt til þess að hugsa að Minkurinn eigi ekki eftir að hringja og segja „hæ“ er gæs. Núna síðari haust hafa þeir feðgar Ásgeir og hann komið á gæsaveiðar, þá hefur margt verið skrafað og skeggrætt yfir sveitakaffinu, jafnvel um drauga og aðrar forynjur í myrkrinu. Já, það er erfitt að sætta sig við að missa góðan vin, en erfitt hefði verið fyrir Sigga að sætta sig við hlutina eins og þeir voru eftir þetta hræði- lega slys, það vitum við sem þekktum hann, þetta lífsglaða náttúrubarn. Elsku Hrefna, Ásgeir, Kristín, Guðbjörg, Bergur litli og aðrir að- standendur, ykkar missir er mikill, en minningin um góðan dreng lifir. Agnes og Bergur, Hólmahjáleigu. Hann Siggi minkur lenti í mótor- hjólaslysi og Bergur var með hon- um“; þetta voru fyrstu fréttirnar sem ég fékk þegar ég hringdi heim frá Noregi, „þeir eru slasaðir og liggja báðir á sjúkrahúsi Siggi mikið slas- aður“, en þar sem ég hugsaði með mér að Siggi hefði lent í mörgu á sinni ævi var ég viss um að þetta myndi allt bjargast og hann þessi sterki og glaðlegi maður myndi kom- ast í gegnum þetta. En þegar ég kom heim úr fríi og fór að gera mér grein fyrir hversu mikið Siggi var slasaður og einnig að hlusta á sögu Bergs um hvernig pabbi hans hafði kennt hon- um að halda sér og verja sig ef þeir einhvern tímann myndu lenda í slysi, þá fyrst varð mér það ljóst, að þarna hafði Siggi átt einhvern þátt í því að Bergur er þetta hress í dag, það var honum líkt að hugsa um og vernda fjölskyldu sína sem var honum svo mikils virði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Í dag kveðjum við hann og er það mikill söknuður að horfa á eftir svo hjálpsömum, duglegum, og góðum vini. Siggi var sterkur og mjög svo greiðvikinn maður, hann gekk hreint til verks og kláraði það með sæmd, einnig var hann góður faðir og bar hag konu sinnar og fjölskyldu fyrir brjósti. Þar sem hann var, var engin lognmolla, það heyrðust hlátrasköllin langa leiðir og á milli þeirra snýtti hann sér rækilega því eitt af því sem hann hafði vanið sig á var að taka í nefið og gerði hann það með stæl. Siggi vann mjög mikla sjálfboða- vinnu í Björgunarfélagi Vestmanna- eyja og einnig starfaði hann mikið í slökkviliði Vestmannaeyja. Aldrei þurfti að biðja Sigga tvisvar um sama hlutinn því hann var mættur við fyrsta ræs og vissi alltaf hvaða leið var best. Úteyjar og útivera voru honum mikið yndi enda nýtti hann hverja stund sem gafst til að fara í Hellisey og hver man ekki þann sem kleif klettinn á þjóðhátíð á móti sig- manninum. Þetta hafa ekki margir gert en það sýnir hversu duglegur og klár Siggi var. En nú er Siggi komin í önnur störf og veit ég að honum er vel tekið þar sem ömmur hans og afar eru og einnig veit ég að pabbi minn tekur vel á móti honum, þar sem við njótum ekki krafta hans meira munu þeir verða nýttir hinum megin. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið….. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu…. (Óþ. höf.) Elsku Hrefna, Ásgeir, Kristín, Guðbjörg, Bergur, Foreldrar, systir og aðrir aðstandendur. Við biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni og sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til allra. Eygló, Grímur og fjölskylda. Hann Siggi minkur er dáinn. Þeg- ar mamma hringdi og sagði mér þessar fregnir var ég stödd inni í búð á Laugaveginum og mátti hafa mig alla við að fara ekki að hágráta. Þetta var eitthvað sem við mátti búast en ekki svona snögglega. Þetta er búið að bergmála í höfðinu á mér, og mér finnst þetta ennþá svo óraunverulegt. Siggi slasaðist mjög alvarlega í mót- orhjólaslysi 24. júní og lést 8. ágúst af völdum áverka er hann hlaut. Ég man fyrst eftir Sigga sem kær- astanum hennar Hrefnu, keyrandi um allt á Willys jeppanum sem hann átti. Þau bjuggu þá niðri í kjallara hjá ömmu Stínu á Vesturveginum, ég hef verið 8 eða 9 ára. Svo leið tíminn og frumburðurinn Ásgeir fæddist og stoltið leyndi sér ekki á Sigga, síðan komu tvíburarnir Kristín og Guð- björg og svo Bergur. Þar sem ég er elsta frænka Hrefnu fékk ég að passa krakkana hjá Hrefnu og Sigga og varð hálfgerður heimalningur hjá þeim síðan. Þau fluttu svo seinna í sömu götu og fjölskyldan mín átti heima í svo það var stutt að fara til þeirra. Og síðan hefur alltaf verið góður vinskapur á milli okkar, sem bara batnaði eftir því sem við urðum eldri. Það má kannski segja að Hrefna og Siggi hafi verið mér mamma og pabbi nr. 2 og þegar þau fluttu frá Eyjum til Reykjavíkur, haustið 1990, flutti ég sjálf 6 mánuð- um seinna, til að elta tilvonandi eig- inmann, og það var ekki svo sjaldan sem ég var í heimsóknum hjá þeim lengi og langt fram á kvöld og oft og iðulega þegar ég var að fara heim heyrðist í Sigga, „hvað liggur þér eitthvað á, ekki bíða börnin eftir þér“. Þetta var alveg rétt hjá Sigga, en núna þegar við Stefán erum búin að eignast Ágúst Inga finnst mér sárt til þess að hugsa að hann fær ekki að alast upp með Sigga, en ég verð dug- leg að segja honum hvernig Siggi var. Hann var góður pabbi og hann var svo duglegur að gera hitt og þetta með krökkunum, og oftar en ekki hringdi Siggi og spurði hvort ég vildi ekki koma með. Ég minnist ferðar út í Hellisey á tuðru í frábæru veðri sem ég og systkini mín fengum að fara með Hrefnu, Sigga og krökkunum, annarri ferð á tuðru sem ég fór í með þeim og Hödda og Sollu upp í Land- eyjasand að heimsækja Berg og svo komumst við ekki til baka til Eyja vegna öldugangs og lentum á sveita- balli og svaka stuði. Og mörgum ár- um seinna fór ég aftur með þeim að heimsækja Berg, en þá landleiðina. Við fórum í hellaskoðun með krökk- unum fyrir nokkrum árum og ógleymanleg er útilegan um verslun- armannahelgina 1991 í Húsafell, sumir hefðu nú frekar viljað vera á Þjóðhátíð. Siggi var alla tíð mjög hraustur maður og mikill vinnuþjarkur. Hann var vélvirki og mjög fær á sínu sviði og eftirsóttur til vinnu. Hann vann í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, en þegar þau fluttu frá Eyjum vann hann sjálfstætt þar til þau Hrefna stofnuðu eigið fyrirtæki, Toppstál, fyrir nokkrum árum. Siggi smíðaði m.a. tjaldvagn fyrir fjölskylduna fyr- ir um 3 árum og voru þau mjög dug- leg að fara um landið, sérstaklega með yngsta strákinn Berg með sér. Siggi var líka einn af þessum lag- hentu mönnum sem gat ýmislegt. Stefán naut góðs af því þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð og geymslan í kjallaranum var notuð sem víngeymsla, þá smíðaði Siggi fyrir hann kælikerfi til að halda réttu hitastigi í geymslunni, og það er sko búið að standa fyrir sínu. Við drukk- um eina eðalflösku úr kjallaranum á brúðkaupsdaginn okkar til minning- ar um Sigga. Skál fyrir kælikerfinu, Siggi. Siggi var mikill Eyjapeyi í sér og þar þekkti fólk hann sem „Siggi minkur“. Hann þótti með eindæmum fimur í klifri í fjöllunum og einnig var hann mikið í bjargsigi. Á mörgum Þjóðhátíðum „labbaði“ hann upp Fiskhellana á móti þeim manni sem var að síga niður. Hrefnu var nú ekki alveg sama þá, því hann var aldrei með neina öryggislínu, hann þurfti það ekki. Hann fór í úteyjarnar og þar var Hellisey hans eyja, og fór hann þangað eins oft og hann gat, og naut sín vel þar. Hann og Hrefna voru líka mikið Þjóðhátíðarfólk, og fóru á flestar Þjóðhátíðir eftir að þau fluttu burt, en stundum kom fyrir að þau sögðust ekki ætla, eins og í fyrra en fóru í staðinn í útilegu undir Eyja- fjöllunum eða þar í kring. Og viti menn á laugardeginum birtust þau í Dalnum, alveg óvænt, flugu bara frá Bakka. 15. ágúst voru liðin 9 ár síðan við Stefán giftum okkur í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum, þaðan sem útför Sigga er gerð í dag, en Siggi var einmitt svaramaður Stefáns í brúð- kaupinu, og mat hann það mikils að Siggi skyldi gera það fyrir sig. Ég gæti skrifað svo miklu meira um minkinn, en ég geymi í hjarta mínu allar þær góðu minningar sem ég á um hann, og ég veit að hann er laus við þjáningar liðinna vikna og honum líður betur nú. Blessuð sé minning hans. Elsku Hrefna, Ásgeir, Elsa, Kristín, Guðbjörg, Addi og Bergur, engin orð megna að segja það sem mér býr í brjósti, en ég bið Guð að vaka yfir ykkur og hjálpa ykk- ur að takast á við sorgina og horfa fram á við. Kristín Ágústsdóttir og Stefán Guðjónsson. Í dag minnist ég góðs vinar og fyrrverandi starfsfélaga, Sigurðar Á. Sigurbergssonar, sem lést af slysför- um. Leiðir okkar Sigga lágu saman í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en þar var okkur falið að leysa sam- eiginlega úr ýmsum verkefnum, hann sem starfsmaður Vinnslustöðvarinn- ar en ég sem starfsmaður tæknideild- ar SH. Hann reyndist mér einstaklega traustur og úrræðagóður við lausn erfiðra verkefna, því leið mér alltaf vel í návist hans. Hann var einstakur í öllum sínum störfum, nákvæmur, úrræðagóður, ósérhlífinn, óhræddur svo jaðraði við fífldirfsku og sam- viskusamur. Kynni okkar hófust árið 1980, en vinátta okkar byrjaði árið 1981. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en þú varst mér kær og ég mun sakna þín. Ég sendi Hrefnu eiginkonu hans og börnum þeirra mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Magnús Már Valdimarsson. Við höfum þekkt Sigga og Hrefnu frá unga aldri, en náin kynni tókust með okkur fyrir rúmlega tuttugu ár- um og hafa haldist sterk vinabönd síðan. Siggi var tryggur og góður félagi, mikill orkubolti, ósérhlífinn og alltaf tilbúinn hvort sem var við leik eða störf. Það var stutt í stríðnina hjá honum og því líflegt í kringum hann. Við höfum átt mörg ævintýri saman og börnin okkar dáðu Sigga því að hann kom alltaf fram við þau sem jafningja sína. En nú er Siggi farinn langt fyrir aldur fram og er hans sárt saknað. Elsku Hrefna, Ásgeir, Guð- björg, Kristín og Bergur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að vernda ykkur og blessa á þessum erfiðu tímum. Kæri vinur, sjáumst síðar, Guð geymi þig. Þorvarður, Guðrún, Bjarný, Gauti og Víðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.