Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÚNAÐARBANKI Íslands hf. sendi Morgunblaðinu í gær eftirfarandi yf- irlýsingu vegna ákvörðunar stjórnar Verðbréfaþings Íslands hf. varðandi viðskipti Búnaðarbanka Íslands hf. með hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. þann 29. júní síðastliðinn: „Með ákvörðun Verðbréfaþings Ís- lands í dag (þ.e. föstudaginn 17. ágúst; innskot Mbl.) um að aðhafast ekki frekar varðandi viðskipti Búnað- arbanka Íslands hf. með hlutabréf Útgerðarfélags Akureyringa hf. hef- ur stjórn Verðbréfaþings Íslands staðfest að viðskipti bankans þann 29. júní sl. hafi ekki brotið gegn reglum fjármálamarkaðarins og að hags- muna viðskiptavina hafi verið gætt. Búnaðarbanki Íslands hf. fagnar þessari niðurstöðu. Bankinn bendir jafnframt á að þróun verðs hlutabréfa Útgerðarfélags Akureyringa hf. í júlí og ágúst staðfestir að það verð sem myndaðist í viðskiptum bankans þann 29. júní sl. var í samræmi við mark- aðsaðstæður. Búnaðarbanki Íslands hf. fagnar einnig þeirri ákvörðun Verðbréfa- þings Íslands hf. að senda þingaðilum leiðbeiningar um viðskipti með skráð verðbréf nálægt þeim dagsetningum sem skipta máli varðandi uppgjör skráðra fyrirtækja. Slíkt er til þess fallið að skýra betur leikreglur fjár- málamarkaðarins. Þannig munu slík- ar reglur gera starfsfólki fjármálafyr- irtækja ljósara hvernig haga beri viðskiptum. Þá munu slíkar reglur einnig skýra hvernig Verðbréfaþingi ber að haga afskiptum sínum af þeim viðskiptum sem það telur ástæðu til að taka til skoðunar. Búnaðarbanki Íslands hf. þakkar Verðbréfaþingi Íslands hf. fyrir gott samstarf við athugun þessa máls. Bankinn minnir jafnframt á mikil- vægi þess að mál af þessu tagi séu tekin til meðferðar hratt og afstaða eftirlitsaðila liggi fljótt fyrir þar sem tafir geta skaðað hagsmuni þeirra sem að máli koma.“ Yfirlýsing Búnaðarbanka vegna ákvörðunar VÞÍ Í NIÐURFELLINGU viðskipta Búnaðarbankans með hlutabréf Út- gerðarfélags Akureyringa 29. júní síðastliðinn, við ákvörðun á loka- verði þess dags, felst engin afstaða Verðbréfaþings til þess hvort þar hafi verið um brot á reglum að ræða eða ekki, segir Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögfræðingur þingsins. Hann segir mjög mikilvægt að menn hafi skilning á þessu. Þingið þurfi að bregðast hratt við, því ekki sé hægt að breyta verði hlutabréfa langt aftur í tímann. Stjórn Verðbréfaþings Íslands ákvað á fundi í fyrradag að aðhafast ekkert í máli einstakra þingaðila vegna viskipta þeirra með hlutabréf í lok síðasta ársfjórðungs. Þingið mun hins vegar senda öllum þing- aðilum bréf á næstunni, þar sem fjallað verður um viðskipti í lok dags og lok uppgjörstímabils. Refsing ekki markmið Verðbréfaþings Ólafur segir að hjá Verðbréfa- þinginu hafi þótt ástæða til að fylgj- ast með verðbréfaviðskiptum á við- kvæmum tímapunktum á árinu, þar sem svo virtist sem ákveðið við- skiptamynstur hefði komið fram. Grunur hafi leikið á að reynt hafi verið að hafa áhrif á lokaverð hluta- bréfa félaga. Nokkur viðskipti hafi verið skoðuð vegna þessa, ekki ein- göngu þau sem nefnd hafa verið á opinberum vettvangi, samanber við- skipti Búnaðarbankans með hluta- bréf Útgerðarfélags Akureyringa. Viðskipti Búnaðarbankans með hlutabréf ÚA hinn 29. júní síðastlið- inn hafi þó verið einu viðskiptin sem Verðbréfaþingið felldi niður. „Við teljum að þau mál sem við höfum verið að skoða gefi tilefni til þess að gera þingaðilum á mark- aðinum betur grein fyrir því hvað það er sem þingið telur vera óeðli- lega verðmyndunarumræðu á við- kvæmum tímapunktum. Það er sam- eiginlegt verkefni þeirra sem að þessum málum koma að verðbréfa- markaðurinn sé eins trúverðugur og unnt er. Það er hins vegar ekki markmið Verðbréfaþings að refsa einum eða öðrum en fullkomlega eðlilegt að þingið taki viðskipti til skoðunar. Hins vegar beitir þingið viðurlögum í þeim tilvikum þegar ljóst er að reglur þingsins hafa verið brotnar. Hafi þingið hins vegar ástæðu til að ætla að lög á verð- bréfamarkaði hafi verið brotin er því skylt samkvæmt kauphallalög- um að senda mál áfram til Fjár- málaeftirlitsins.“ Ólafur segir að niðurfærsla á verði hlutabréfa Útgerðarfélags Ak- ureyringa hafi verið eðlileg á sínum tíma en ítrekar að í henni felist ekki afstaða til þess hvort brot hafi verið framin. „Við lítum á eftirlit Verð- bréfaþingsins sem þjónustu við verðbréfamarkaðinn í þeim tilgangi að gera hann betri,“ segir Ólafur. Engin afstaða VÞÍ til hugsan- legra brota HAMPIÐJAN hf. skilaði 91 millj- ón króna hagnaði á fyrri hluta árs- ins en hagnaður sama tímabils í fyrra nam 162 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst því saman um tæp 44% á milli ára. Mestu munaði um nær áttfalda aukningu fjár- magnsgjalda sem stafar fyrst og fremst af gengislækkun krónunn- ar. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, hefur aukist um 74% á milli ára, er nú 262 milljónir króna en 150 milljónir króna í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins nam 206 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og er það tæpum 94% hærra en árið áður. Fjár- magnsgjöld námu hins vegar 205 milljónum í ár og hagnaður fyrir óreglulega liði nemur því tæplega einni milljón króna. Söluhagnaður eigna nemur 117 milljónum, þar af eru 16 milljónir króna vegna sölu hlutabréfa en 99 milljónir króna eru tekju- og eign- færðar vegna byggingar skrif- stofu- og verslunarhúsnæðis. Eigið fé hefur aukist lítillega en eiginfjárhlutfall reyndist 29% í lok júní og hefur lækkað úr 34% frá áramótum en það var 40% í lok júní í fyrra. Veltufé frá rekstri er 193 milljónir króna sem er nær 69% aukning frá sama tíma árið áður. Salan hefur gengið vel, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, verkefnastaða er góð og framlegð- in hefur batnað mikið. Þá segir að samkeppnisstaða félagsins í út- flutningi hafi batnað verulega í kjölfar lækkunar krónunnar og horfurnar séu þokkalegar á síðari hluta ársins. Þó beri að hafa í huga að hagnaður félagsins hafi jafnan verið meiri á fyrri hluta árs.                                                             !         "  !  #!$ %   !"## !$%&  '(#$  ) #  '(( '& !" *!(%$ !&+# (+  %* '"$ (% #, &'() &&(( !"# *') $! '+' ,- %&' *). */   &--) &+0/ &..  &&. *&0' .(1(2 '()%* '')(* (&)+* #($)%* ,(()'* ,'()#* ,'()(* ,'&)#* '$)"* -')-* -)+* $!)%* '$)"* #$)#* ,'')"*          .    .    .         *#!#+! *#!#+!           Hagnaður Hampiðjunnar 91 milljón króna á fyrri hluta árs Fjármagnsgjöldin átt- földuðust á tímabilinu HAGNAÐUR Jarðborana hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 nam rúmum 12 milljónum króna sem er 72% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður var þó svipaður og í fyrra, fór úr 64 í 63 milljónir. Hins vegar námu fjár- magnsgjöld nú 39 milljónum króna miðað við 2 milljóna króna fjármuna- tekjur árið áður. Jafnframt hefur arðsemi eigin fjár minnkað, úr 13% í fyrra í 3% nú. Óhagstæð gengisþróun á upp- gjörstímabilinu hefur verið Jarðbor- unum erfið, að því er segir í tilkynn- ingu félagsins til VÞÍ. Því sé ljóst að verði áfram miklar sveiflur í geng- ismálum muni það hafa áhrif á rekst- ur félagsins en tekið er fram að af- koma þess hafi jafnan verið betri á síðari hluta árs en þeim fyrri. Rekstrartekjur félagsins jukust um tæp 27% á milli ára en rekstr- argjöld hækkuðu um rúm 32%. Þá reyndist eiginfjárhlutfallið í lok júní vera rúm 63% og hefur minnkað úr tæpum 70% frá lokum júní í fyrra. Veltufé frá rekstri jókst um 25% á milli ára en handbært fé félagsins minnkaði um 53%. Verkefnastaða félagsins fyrir líð- andi ár er sögð góð og félagið telur að með umfangsmiklum breytingum sem framundan eru í orkumálum hérlendis skapist því spennandi sóknarfæri í framtíðinni.                           !    "  !  #! 3      "           $(& &+ '*%  !### &% "&(  #$ " * , +* (, ( # +) .&+ +./ #' ' ## ''   +'- ,0- &(-) -. +/ &'1/2 )/1-2 &1/ ). %#)$* &%)!* ,%)%* ,#')+* ,'$)$* ,-%)%* %%)$* '()(* !!)!* %%)$* %+)%* ,+&)!* ')-*             .    .    .         *#!#+! *#!#+!           Hagnaður Jarð- borana dróst saman um 72% MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynning frá Verð- bréfaþingi Íslands varðandi athugun þingsins á hlutabréfaviðskiptum 29. júní 2001: „Verðbréfaþing Íslands hefur að undanförnu kannað til hlítar við- skipti nokkurra þingaðila með hluta- bréf skráðra félaga í lok síðasta árs- fjórðungs. Við greiningu á viðskipta- og verðmynstri vöknuðu grunsemdir að þingaðilar hefðu reynt að hafa áhrif á markaðsverð bréfanna með óeðlilegum hætti. Viðskipti í lok árs- fjórðungs eru þýðingarmikil því dagslokaverðið er notað til viðmið- unar í árshlutauppgjörum fyrir- tækja og sjóða. Í einu tilviki var ákveðið að telja viðkomandi viðskipti ekki með við ákvörðun dagsloka- verðs (sjá frétt frá þinginu 13. júlí 2001). Fram hefur komið opinber- lega að Búnaðarbanki Íslands átti hlut að þeim viðskiptum. Rétt er að undirstrika að með niðurfellingu við- skipta úr dagslokaverði felst ekki mat á því hvort reglur hafi verið brotnar. Eðli máls samkvæmt er ekki unnt að draga nema í nokkra daga að ákveða að fella niður við- skipti úr dagslokaverði en rannsókn mála getur hins vegar tekið mun lengri tíma. Verðbréfaþing hefur ákveðið að aðhafast ekki í málum einstakra þingaðila að þessu sinni vegna við- skipta þeirra með hlutabréf í lok síð- asta ársfjórðungs. Þingið mun hins vegar senda öllum þingaðilum bréf á næstunni, þar sem fjallað verður um viðskipti í lok dags og lok uppgjörs- tímabils. Þar mun þingið gera grein fyrir þeim atriðum sem það telur að þingaðilar þurfi að gæta að og til- greina dæmi um óeðlilegt viðskipta- og verðmynstur. Þá verða rifjuð upp þau úrræði sem þingið getur gripið til ef út af er brugðið og greint frá því að þingið muni hiklaust beita þeim ef ástæða þykir. Loks verður bent á að þinginu beri skylda til að vísa málum til Fjármálaeftirlitsins ef grunur vaknar um brot á ákvæðum um markaðsmisnotkun í lögum um verð- bréfaviðskipti. Með þessu móti telur Verðbréfaþing að þingaðilar eigi að verða sér betur meðvitaðir en áður um afstöðu þingsins á þessu sviði og hvernig það muni bregðast við fram- vegis ef út af ber.“ Verðbréfaþing Íslands vegna viðskipta 29. júní Öllum þingaðilum sent bréf til upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.