Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ við hlið, þ.e.a.s. ef hann ætlar ekki að falla niður í malbikið fyrir neðan. Til þess að vekja upp enn meir hræðslu meðal hinna viðkvæmu, verður ekk- ert öryggisnet sett upp. Sem sagt, ekki skemmtun fyrir viðkvæmar sál- ir. Ekki fyrir dauðann, heldur lífið „Ég hef ekki gert þetta í þrjú ár. Síðast þegar ég gerði þetta komst ég mjög nálægt dauðanum.Eftir þá reynslu stillti ég mér upp fyrir fram- an spegil og sór að þetta myndi ég aldrei gera aftur. Frá þessum tíma hef ég stundað hættulegri íþróttir, þannig að spennuþol mitt hefur auk- ist. Þess vegna ákvað ég að gera þetta aftur hérna fyrir ykkur.“ Þú varst hætt kominn síðast, hvers vegna ætlar þú að reyna þetta aftur núna? „Ég hafði mjög gaman af þessu. Þegar ég skoðaði myndbandsupptöku frá þessu mundi ég vel hvað þetta var frábær dagur. Ég fékk svo rosalega mikið adrenalínsjokk, mér finnst það mjög skemmtilegt. Mig langaði bara að gera eitthvað jafn spennandi aftur.“ Hvað er svona spennandi? Sækist þú bara eftir hræðslu, eða? „Spennan er að gera eitthvað sem aðeins örfáir í heiminum geta gert og takast það, lifa það af. Þetta er svipað BASE-stökki, en þar er áhættan mik- il, en ef þú ert fagmaður, og veist hvað þú ert að gera þá lifir þú þetta af. Ég er líka að votta Harry Houdini virðingu mína, en hann framkvæmdi þetta sama atriði fyrir meira en 50 ár- um.“ Langar þig til að deyja? „Nei, alls ekki. Ég vil gjarnan lifa, en stundum þarf ég að standa á helj- arbrún til þess að átta mig á hve lífið er mér mikils virði. Áhættan sem ég tek snýst ekki um dauðann heldur líf- ið. Ég mun ekki deyja fyrr en í fyrsta lagi eftir hundrað ár.“ Hvað kom eiginlega fyrir síðast? Fylgir því einhver dýrðarljómi að láta lífið frammi fyrir þúsundum manna? „Ég veit það ekki. Það hafa alltaf verið til töframenn. Þeir höfðu ýmis brögð á valdi sínu, gátu t.d. gripið byssukúlur, losnað úr spennitreyjum og fleira og og sumum meira að segja mistókst stundum og létu lífið við til- raunir sínar. Það varpaði smá dýrð- arljóma á þá, en til þess að ná ljóm- anum verður þú fyrst að fá viðurkenningu sem afbragðs sýning- armaður. Ég hef aldrei hugsað út í það að þetta geti kannski komið fyrir mig. Ég hef gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir og því eru mun meiri líkur á því að mér takist þetta en að þetta takist ekki.“ Segðu mér frá því af hverju þetta mistókst næstum því síðast. „Ég sýndi á hátíð í Helsinki. Reipi var bundið við hvorn fót og það var frekar hvasst. Ég gerði mér enga grein fyrir hversu mikil áhrif vind- urinn myndi hafa á eldinn og bruna reipanna. Annað reipið brann í sund- ur og ég varð frekar skelkaður. Ekki nóg með það, því logandi reipið vafð- ist utan um mig. Ég varð fyrst að koma eldinum frá fótunum til þess að geta náð í aukalínuna. Ég er búinn að átta mig á hvað fór úrskeiðis og end- urbæta það sem að var, þannig að ég er reiðubúinn núna.“ Þú ætlar að setja upp sýningu á Ís- landi, er það ekki? „Ég veit ekki alveg hvenær sýn- ingar hefjast, líklegast um miðjan september. Sýningin byggist upp á sjónhverfingum, en ég framkvæmi einn flótta. Sýningar verða í Loft- kastalanum. Með mér eru nánast allir þeir sömu og hanna brögðin hans Davids Copperfields. Fólk mun hverfa, birtast og vera bútað í sundur. Þetta eru samt ekki hin hefðbundnu töfrabrögð. Ég er hvorki í skikkju eða smóking. Þetta er mun nútímalegra. Ég styðst mikið við tónlist, ljós og svoleiðis. Þetta er í raun mun líkara rokktónleikum en hinni hefðbundnu töfrasýningu.“ Eiga töfrabrögð og Base-stökk eitthvað sameiginlegt? „Ég hef alltaf haft gaman af brögð- um sem er hættulegt að framkvæma. T.d. að vera settur í spennitreyju og síðan hent út í vatn, þá þarf ég að halda niðri í mér andanum og losa mig. Ég sérhæfi mig í enn hættulegri töfrabrögðum. Ég fór að gera tilraun- ir með töfrabrögð þar sem ég var í flugvél, bundinn á höndum og fótum, með óopnaða fallhlíf spennta á mig og þannig var mér hent út. Ég varð fyrst að læra fallhlífastökk. Svo þegar ég kunni það vildi ég endilega prófa Base-stökk og það hef ég verið að gera síðustu tvö ár. Ég hef ferðast um heiminn og stokkið af byggingum, brúm, loftnetum og klettum.“ Þú hlýtur að þurfa að búa yfir mik- illi sjálfsstjórn. „Það er lykilatriðið, að missa ekki stjórn á sér. Það kemur kannski upp sú staða, að þú verður að hugsa skýrt. Ef þú missir stjórn á þér er þetta bara búið. Hræðsla er stór hluti af þessu. Hún hjálpar manni að halda stjórn á sjálfum sér. Ef ég geri eitt- hvað sem ég er ekki örlítið spenntur fyrireða hræddur við, á ég það til að hunsa sumar hætturnar. Þegar ákaf- inn er mikill þá er ég einbeittastur. Ef eitthvað fer úrskeiðis, þá hef ég örugglega lent í svipaðri aðstöðu á æfingu. Lögmál Murphy’s er að ef eitthvað getur farið úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis. Þess vegna fer ég vel yfir alla hluti. Ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til þess að lifa af í slíkum aðstæðum.“ Það er oft talað um að þeir sem lendi í öfgafullum aðstæðum skynji allt mun hægar, kannast þú við það? „Einu sinni þegar ég stökk Base- stökk úr aðeins 80 metra hæð og reyndi að opna fallhlífina opnaðist hún ekki! Sumir segja að þeir sjái allt lífshlaup sitt fyrir sér, en mér fannst tíminn einhvern veginn standa í stað og það gaf mér tíma til þess að hugsa. Þetta tók kannski bara einn fjórða úr sekúndu, en mér fannst ég hafa um 15 sekúndur. Jörðin nálgaðist ekkert. Þá áttaði ég mig á því að ég væri að fara að deyja. Ég varð að sætta mig við það, en þá opnaðist fallhlífin skyndilega um það bil sekúndu áður en ég skall í jörðina. Ég skall utan í bygginguna sem ég stökk úr og braut á mér fótinn (hlær). Samt lærði ég ekkert af reynslunni og er enn að.“ „Mun ekki deyja fyrr en í fyrsta lagi eftir hundrað ár“ Hvað er svona merkilegt við það að hanga í spennitreyju í 70 metra hæð, í logandi reipi með það eitt í huga að þú verðir að losa þig og grípa í spotta við hlið þér til þess að lifa af? Birgir Örn Steinarsson spjallaði við hinn finnska áhættutöframann, Iiro Seppänen, og fékk svar við því. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Veggspjald, í anda Houdinis. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Iiro Seppänen í spennitreyjunni. biggi@mbl.is Töframaðurinn Iiro Seppänen sýnir listir sínar á Hafnarbakkanum í kvöld ÞAÐ er margt gert fólki til skemmt- unar á menningarnótt. Á Hafnar- bakkanum í kvöld kl. 19 ætlar Iiro Seppänen að fá hár áhorfenda sinna til þess að rísa. Hann verður settur í spennitreyju, fætur hans bundnir með eldfimu reipi, sem er svo að sjálf- sögðu kveikt í og að þessu loknu verð- ur hann hífður með krana upp í 70 metra hæð. Þar verður hann að losa sig úr treyjunni og grípa í spotta sér Myrkraverk (Shadow Hours) S p e n n u m y n d Leikstjórn og handrit Isaac H. Eat- on. Aðalhlutverk Balthazar Getty, Peter Weller, Rebecca Gayheart. (95 mín.) Bandaríkin 2000. Mynd- form. Bönnuð innan 16 ára. BALTHAZAR Getty, sem gat sér fyrst orð í Lord of the Flies, er orðinn að fullvaxta manni og hefur látið töluvert til sín taka í óháðum myndum upp á síðkastið. Hann er skuggalega líkur Charlie Sheen, þegar sá fallni engill var upp á sitt þéttasta, og getur alveg leikið. Í þessum óhuggulega tilfinningatrylli leikur hann ungan mann, sem er að reyna að rífa sig upp úr ruglinu. Stoð hans og stytta er gullfalleg kærasta sem á von á barni þeirra. En hann er óhamingjusamur. Hann hatar vinnu sína og saknar ljúfa lífsins. Björgin virðist hafa borist þegar hann kynnist miðaldra töffara á sportbíl (Weller), sem kveðst vera rithöfundur og vill fá hann til að sýna sér skuggahliðar lífsins en oft leynist úlfur undir sauðagæru ... Þokkalegasta saga og ágætlega leikin. Gallarnir eru samt fullmarg- ir. Vel meintur drungi orsakar nett leiðindi. Leikstjórnin er á klisju- kenndum nótum óháða geirans og lokauppgjörið í hallærislegra lagi. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Dansað við djöfulinn Óperudraugurinn (Il Fantasma dell’opera) H r o l l v e k j a 0 Leikstjóri: Dario Argento. Aðal- hlutverk: Julian Sands, Asia Arg- ento. (106 mín.) Ítalía/Ungverja- land, 1998. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ÍTALSKI hrollvekjarinn Dario Argento má sannarlega muna sinn fífil fegri. Á áttunda áratugnum gerði hann eina mestu hrollvekju allra tíma, Suspiria, og nokkrar til við- bótar sem enn eru í hávegum hafðar meðal áhuga- manna. Í anda landa sinna var í þessum myndum alltaf mikil áhersla lögð á blóðsúthellingar og líkams- hrylling, heilsteypt saga var sjaldn- ast til staðar en Argento bætti fyrir það með stórkostlegu auga fyrir tök- um og andrúmslofti og samstarfi við hljómsveitina Góblínana sem samdi ógleymanlega tónlist fyrir myndirn- ar. Nú virðist hins vegar öll tilfinning fyrir miðlunum hafa yfirgefið leik- stjórann, myndir hans verða hver annarri fáránlegri og sú nýjasta, Óp- erudraugurinn, er ein sú allra versta. Ekkert stendur eftir, ekki eitt ein- asta skot eða myndskeið sem minnir áhorfendur á að hér er á ferðum fyrrverandi meistari. Myndbanda- leigugestum er ráðlagt að forðast þessa mynd eins og heitan eldinn en leita þess í stað uppi Suspiria. Heiða Jóhannsdótt ir Ítalskur óperu- draugur ♦ ♦ ♦                    DISKÓPAKK e. Enda Walsh Frumsýning á Menningarnótt 2001: Lau. 18/08 kl. 18:00 - Lau. 18/08 kl. 21:00 - LAUS SÆTI Þri. 21/08 kl. 20:00 - Mið. 22/08 kl. 20:00 - Fim. 23/08 kl. 20:00 - Fös. 24/08 kl. 20:00 - Lau. 25/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI Sun. 26/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI Miðaverð kr. 1.500 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Su 19. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS SÍÐASTA SÝNING MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Laugardaginn 25. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 1. september kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 25/8, lau 1/9 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000        1 +  *  232  -  ( +  *  232  -4           5 *  1 5 6     2- 2-    78  98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.