Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 43

Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 43 FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslufólk óskast í Sandholtsbakarí og konditori. Upplýsingar í símum 551 3524 og 896 5829. Verksmiðjustörf Starfsmaður óskast til alhliða verksmiðjustarfa. Há laun í boði. Upplýsingar í s. 555 1800 alla daga frá kl. 13—17. SANDAFL EHF., Skútahrauni 4, 220 Hafnarfirði. Vélstjóra vantar til afleysinga 1. vélstjóra vantar á bv. Ljósafell SU 70. Skipið er á bolfiskveiðum. 2. vélstjóra vantar á vb. Hoffell SU 80. Skipið er á kolmunaveiðum. Nánari upplýsingar gefur Eiríkur í síma 470 5000. Framkvæmdastjóri Samband garðyrkjubænda óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Samband garðyrkjubænda eru hagsmunasamtök íslenskra garðyrkju- bænda með aðsetur í Garðyrkjumiðstöð Íslands að Reykjum í Ölfusi. Umsóknir skulu sendar til Sambands garðyrkju- bænda, Garðyrkjumiðstöðinni, Reykjum, Póst- hólf 170, 810 Hveragerði, fyrir 1. september nk. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Helga Jóhannessyni í síma 486 6513 og 898 0913. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Stolið af bílasölu! Bifreiðinni JF-831, sem er blágræn Toyota Cor- olla XLI Sedan ´95, var stolið af bílasölu þann 16. júlí sl. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina, vinsamlega láti lögregluna í Reykjavík vita. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ásklif 3, Stykkishólmi, þingl. eig. Ásklif ehf., gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Ásklif 3A, Stykkishólmi, þingl. eig. Ásklif ehf., gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Fúsi SH-161, skrnr. 1849, þingl. eig. Pétur Ingi Vigfússon, gerðarbeið- andi Íslandsbanki-FBA hf., þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Grundarbraut 16, Snæfellsbæ, þingl. eig. Steinunn Eldjárnsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Háarif 13, 2. hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður sjómanna, þriðju- daginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Hrannarstígur 4, efri hæð, Grundarfirði, þingl. eig. Friðrik Rúnar Friðriksson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Naustabúð 3, Snæfellsbæ, þingl. eig. Vinnuvélar Snæbjarnar ehf, gerðarbeiðandi Skeljungur hf., þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Röst SH-134, skrnr. 1317, þingl. eig. Röst sf., gerðarbeiðandi Byggða- stofnun, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Sandholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Vilmundur Rúnar Halldórsson og Guðrún Árný Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Mýrasýslu, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Skúlagata 12, Stykkishólmi, þingl. eig. Sigurjón Helgason, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður sjómanna, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Snæfellsás 13, Snæfellsbæ, þingl. eig. Júlíus Daníel Sveinbjörnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. Sýslumaður Snæfellinga, 16. ágúst 2001. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hvalfell (852 m y.s), sunnud. 19. ágúst. 3 - 5 klst. ganga, hækkun um 700. Litið á Glym í Hvalfirði, hæsta foss landsins. Brottför frá BSÍ kl 10.30 með við- komu í Mörkinni 6. Fararstjóri Eiríkur Þormóðsson. Verð kr. 1500 en kr. 1300 fyrir félaga. 25.- 26. ágúst. Þjóðlendu- ganga í Gnúpverjahreppi. M.a. gengið í Búrfellsskóg, að Þjófafossi, og komið að Stöng. Gist í sæluhúsi í Hólaskógi, kvöldverður innifalinn. Leiðsögumaður Björg Eva Erlendsdóttir frá Hamarsheiði. SUNNUDAGINN 19. ágúst verður gengið á Hvalfell á vegum Ferða- félags Íslands, en þetta er um 3-5 stunda ganga og gönguhækkun er um 700 m. Hvalfellið hlóðst upp undir jökli og er móbergsstapi. Í góðu veðri er út- sýnið þaðan gott. Eitthvað gæti þurft að stikla ár en ekki mikið. Einnig verður gengið framhjá Glym sem er hæsti foss landsins, tæpir 200 metrar á hæð. Fararstjóri verður Eiríkur Þor- móðsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð er kr. 1.500 en 1.300 fyrir félaga F.Í. Gengið á Hvalfell SUNNUDAGINN 19. ágúst verður afmælishátíð í Grasagarðinum í til- efni 40 ára afmælis garðsins. Vin- arbekk til heiðurs Snæbirni Jónas- syni vegamálastjóra verður komið fyrir í námunda við lyngrósirnar. Ár- ið 1999 fékk Grasagarðurinn um- hverfisverðlaun Samtaka sveitar- félaga og hefur verðlaunagripnum, sem heitir Jarðteikn, verið komið fyrir í garðskálanum. Fuglalista og fuglaspjaldi hefur verið komið fyrir í anddyri garðskálans til heiðurs Þor- steini Einarssyni íþróttafulltrúa en hann var einstakur vinur grasa- garðsins. Boðið verður upp á þrjár skoðun- arferðir um garðinn. Fyrsta ferðin verður farin kl. 14 og nefnist sum- arblóm – litir, vaxtarlag og uppröð- un. Klukkan 15 verður ferð farin sem kallast íslenskar blómplöntur og kl. 16 verða fjölærar jurtir skoð- aðar. Skoðunarferðirnar hefjast í lystihúsinu og þar enda þær með því að boðið verður upp á jurtate og kex. Grasagarð- ur Reykja- víkur 40 ára GUÐNÝ Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður mun í dag leiða sögugöngu þar sem sagt verður frá landnámi í Reykjavík, Innréttingun- um og vexti kaupstaðarins á 18. og 19. öld. Gangan er hluti af viðburðum í Reykjavík sem tengjast afmæli borgarinnar og menningarnótt. Gengið verður um Aðalstræti, Vest- urgötu og Grjótaþorp. Gangan hefst við styttu Skúla fóg- eta í gamla kirkjugarðinum við Að- alstræti kl. 15 í dag, laugardag. Áætlaður göngutími er um ein og hálf klukkustund. Söguganga á menn- ingarnótt GUNNAR Gunnarsson, sálfræðing- ur og myndlistarmaður, opnar sýn- ingur í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði í dag laugardag. Gunnar hefur málað frá því hann dvaldi í Portúgal 1994 og sýnir nú af- rakstur síðustu ára. Gunnar hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Íslandi og í Portú- gal. Lóuhreiðrið lokar kl. 16 á laugar- dag, en er annars opið virka daga frá kl. 9-18. Sýningin stendur út sept- ember. Málverk í Lóuhreiðri LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 18. ágúst kl. 20:30 verður kvöldstund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin byggist upp af stuttri hugleiðingu og ritningarlestrum. Að venju mun tón- listin skipa stóran sess í stundinni. Popparinn Páll Rósinkrans og pían- istinn alkunni Jónas Þórir sjá um all- an tónlistarflutning. Umsjón með stundinni hafa þeir sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Hreiðar Örn Stefánsson. Fjölskyldu- guðsþjónusta og grillveisla í Árbæjarkirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 19. ágúst, kl. 11 verður fjölskylduguðs- þjónusta í Árbæjarkirkju. Messan og tónlistin verða sniðin þannig að allir aldurshópar geti sameinast á góðri stund. Biblíusögur verða sagð- ar á leikrænan hátt og börnin fá ákveðið hlutverk í prédikuninni. Þá verður barn borið til skírnar. Eftir guðsþjónustuna verður grillveisla þar sem kirkjugestum verður boðið pepsi, pylsur, ís og súkkulaði. Allir velkomnir. Sr. Sigrún Óskarsdóttir og Guðni Már Harðarson, æskulýðsfulltrúi Árbæjarkirkju. Kvöldmessa í Hjallakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 19. ágúst kl. 20.30 verður kvöldmessa, helgi- stund með altarisgöngu í Hjalla- kirkju í Kópavogi. Þetta er fyrsta messa sumarsins eftir mikla fram- kvæmdir á eftir hæð kirkjunnar. Messunni er ætlað að gefa fólki tæki- færi til að safnast saman í húsi Guðs til íhugunar og samfélags við Drott- in. Lögð er áhersla á þátttöku kirkjugesta í orði, bæn og söng. Allir eru hjartanlega velkomnir. Opið hús í fjölnota kaffihúsi KFUM og K NÚ ER í smíðum fjölnota kaffihús KFUM og K í Austurstræti 20. Á menningarnótt frá kl. 20-22 verður kaffihúsið opið og menn geta komið við og litið á framkvæmdir. Miðborg- arprestur mun fara yfir sögu hússins og sjálfboðaliðar í miðborgarstarfi KFUM og K ásamt veitingamanni hússins, Kjartani Ólafssyni, verða á staðnum og segja frá fyrirhugaðri starfsemi vetrarins. Þá mun hinn eini sanni Þorvaldur Halldórsson flytja gospeltónlist. Það eru allir vel- komnir að líta inn og þiggja andlegt og líkamlegt fóður í Austurstræti 20. Miðborgarstarf KFUM og K. Sr. Sigurður í ársnámsleyfi SR. SIGURÐUR Arnarson, prestur í Grafarvogssókn, mun nú í haust fara til ársdvalar í Bandaríkjunum, í framhaldsnám í sálgæslu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sem hefur þjónað síðastliðin tvö og hálft ár í Englandi og þar áður í Garðabæ, mun leysa sr. Sigurð af í fjarveru hans. Næstkom- andi sunnudag, 19. ágúst, kl. 11 mun sr. Sigurður prédika í messu áður en hann fer í leyfið og sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur og stjórnandi er Hörður Bragason org- anisti. Kaffiveitingar verða að messu lokinni. Menningarnótt í Dómkirkjunni HELGISTUND kl. 21:30. Magnea Tómasdóttir syngur, Bolli Pétur Bollason flytur „þankastrik“, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir stundina. Klassískir tónleikar kl. 22:00. Magnea Tómasdóttir, Dóm- kórinn og Marteinn H. Friðriksson. Blandaðir tónleikar kl. 22:30. Dóm- kórinn og Marteinn H. Friðriksson. Menningarnótt í Hallgrímskirkju DAGSKRÁ á menningarnótt í Reykjavík. Kl. 17:00. Lifandi tónlist í kaffihúsinu. Sönghópurinn Skvís- urnar. Kl. 18:00. Orgeltónleikar í kirkjunni. Þrír ungir orgelleikarar: Lára Bryndís Eggertsdóttir, Magn- ús Ragnarsson, Steingrímur Þór- hallsson. Kl. 19:00. Tónleikar í kaffi- húsinu. Helgi Hrafn Jónsson, básúna, Árni Heiðar Karlsson, pí- anó. Kl. 20:00. Tónleikar í kirkjunni. Gestir frá Noregi: Birgir Carlsen, básúna, Ann Toril Lindstad, orgel. Kl. 21:30. Tónleikar í kaffihúsinu. Margrét Sigurðardóttir, píanó og söngur, Anna Rún Atladóttir, fiðla og píanó. Kl. 22:00. Helgistund í kirkjunni. almennur söngur, ein- söngur, ljóðalestur, ritningarorð og bænir. Kl. 22:45. Tónleikar í kaffi- húsinu. Karlakvartettinn Viri Cant- antes. Ókeypis aðgangur að öllum dag- skrárliðum. Safnaðarstarf HALLGRÍMSKIRKJA: Hádegistón- leikar kl. 12-12:30. Stefan Engels frá Bandaríkjunum leikur. Kvöldstund í kirkjunni við Tjörnina Morgunblaðið/Jim Smart Orgeltónleikar í dag MISHERMT var í blaðinu í gær að tónleikar organistans Stefans Eng- els í Hallgrímskirkju væru föstudag og laugardag. Hið rétta er að þeir eru í dag, laugardag, kl. 12 og á morgun, sunnudag, kl. 20. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.