Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 18
samkvæmt lýsingu í Njálu. Myndlistarmaðurinn, sem
er mikill áhugamaður um Njálssögu, mun hafa unn-
ið verkið á um þriggja mánaða tímabili. Athygli hef-
ur vakið hversu verkið höfðar sterkt til barna og
unglinga enda mjög vel unnin og lifandi lýsing á
víginu.
GUNNAR Eyjólfsson, myndlistarmaður í Hafn-
arfirði, færði nýverið Sögusetrinu á Hvolsvelli verk-
ið „Víg Gunnars“ að gjöf. Verkið sýnir á lifandi hátt
hvernig aðförin að Gunnari á Hlíðarenda fór fram
Hvolsvöllur
Sögusetri fært þrívíddar-
verkið „Víg Gunnars“
Morgunblaðið/Önundur
Á myndinni má sjá sjálft verkið, „Víg Gunnars“.
LANDIÐ
18 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UNNIÐ er að því að merkja
gönguleiðir um söguslóðir Hrafn-
kelssögu Freysgoða. Það er áhuga-
hópur um Hrafnkelssögu sem hefur
forgöngu um þetta verkefni, en
Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri
mun hafa umsjón með verkefninu.
Fyrirhugaðar eru merkingar á
sögustöðum Hrafnkelssögu og fleiri
Austfjarðasögum, ákveðið var að
víkka þetta verkefni út og líta til
allra Austfirðingasagna í þessu
verkefni um merkingu söguslóða á
Austurlandi.
Fyrsta verkefnið er að stika að-
fararleið Sáms og Þjóstasona að
Hrafnkeli á Aðalbóli. Leiðin liggur
frá Jökulsárbrúnni á Brú þar sem
steinboginn var sem farið var á yfir
ána á söguöld. Þaðan liggur leiðin
beint upp á Vaðbrekkuháls, inn há
Hálsinn um ofanverðan Skænudal
og Hústóftarslakka og inn á á
brúnina beint fyrir ofan Aðalból en
Sámur og Þjóstasynir komu þar
beint ofan að bænum þegar þeir
gerðu aðförina að Hrafnkeli og
komust þannig óséðir heim að Að-
albóli.
Styrkt af Byggðastofnun og
samgönguráðuneyti
Það er vinnuflokkur frá Norð-
ur-Héraði og Landsvirkjun sem sér
um að stika þessa leið nú.
Áhugahópurinn fékk styrk frá
Byggðastofnun og samgönguráðu-
neyti sem nota á til að gera merk-
ingar á helstu sögustöðum Hrafn-
kelssögu svo sem Hallfreðarstöðum
þar sem Hrafnkell var fæddur,
Hrafnkelsstöðum og Aðalbóli þar
sem hann bjó lengstum.
Sáms-
gata og
Þjósta-
sona
stikuð
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Þórhallur Árnason, Davíð Viktor Kristinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson
og Guðmundur Þór Ármannsson vinna við að stika leiðina sem Sámur
og Þjóstasynir fóru að Hrafnkeli í Aðalból.
Gönguleiðir um söguslóðir Hrafnkelssögu merktar
Á ÞESSUM árstíma er jafnan
mikið um að vera á Seyðisfirði í
farþega- og farartækjaflutningum
til og frá landinu. Háannatíminn
stendur nú yfir og miklir flutn-
ingar með ferjunni Norröna. Mik-
ill fjöldi ferðamanna, erlendra
sem innlendra, auðga bæjarlíf á
Seyðisfirði þessa daga.
Mikið er um að vera meðan
ferðamenn sem nýkomnir eru og
hinir sem bíða þess að fara um
borð mætast í „litla kaup-
staðnum“. Auk þeirra er jafnan
fjöldi annarra ferðamanna sem
gerir sér ferð til Seyðisfjarðar til
þess að upplifa hina alþjóðlegu
stemmningu sem þar skapast.
Háannir hjá
Norröna
Seyðisfjörður
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Farþegar með Norrænu setja svip sinn á bæjarlífið.
Á hátíðardagskrá,
sem haldin var á 50
ára afmæli Þorláks-
hafnar, voru veittar
viðurkenningar fyrir
fallaga garða og
snyrtileg fyrirtæki í
bæjarfélaginu. Um-
hverfisnefnd sveitar-
félagsins Ölfuss sá
um framkvæmdina og
veittu Davíð Hall-
dórsson garðyrkju-
stjóri og Jón H. Sig-
urmundsson, vara-
formaður nefndar-
innar, viðurkenning-
arnar.
Fallegir garðar og snyrtileg
fyrirtæki fá viðurkenningu
Þorlákshöfn
Þessir fengu viðurkenningu fyrir garða og fyrirtæki, talið frá vinstri: Sigríður D.
Ólafsdóttir, fyrir garðinn í Klébergi 5, Þórður Guðni Sigurvinsson og Hildur Sæ-
mundsdóttir, fyrir garðinn í Lýsubergi 8, Pétur Friðriksson og Guðlaug Guðnadóttir,
fyrir garðinn í Haukabergi 2, Hafdís Óladóttir og Jóhannes Bjarnason, fyrir Skálann í
Þorlákshöfn, Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir, fyrir Fiskiðjuna Ver, Sig-
urður Bjarnason og Sigríður Sveinsdóttir, fyrir Hafnarnes.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hleðslufólkið Haraldur Karlsson og Guðrún Helga Friðriksdóttir ásamt
Friðjóni Guðmundssyni, bónda á Sandi í Aðaldal, sem gefið hefur mikla
fjármuni til Hraunsréttar.
Laxamýri
Miklar framkvæmd-
ir í Hraunsrétt
UNNIÐ hefur verið af kappi í
Hraunsrétt í Aðaldal að undan-
förnu, en nú er haldið áfram þar
sem frá var horfið í fyrra er end-
urbygging réttarinnar hófst. Har-
aldur Karlsson, hleðslumeistari frá
Fljótsbakka, og aðstoðarfólk hans
hafa umsjón með verkinu og búast
má við að í næstu viku ljúki þau við
það sem gert verður á þessu sumri.
Markmiðið er að gera veggina
þannig úr garði að þeir þoli það álag
sem þeim er ætlað og eru þeir því
mjög vandaðir. Byrjað var á að
skipta um jarðveg undir þeim þar
sem öll mold var fjarlægð og möl
sett í staðinn áður en byrjað var að
hlaða.
Hraunsrétt er ein elsta rétt
landsins og var byggð upp úr 1830
og er notuð enn í dag. Hún var önn-
ur stærsta skilarétt á Norðurlandi
og einungis byggð úr hraungrjóti.
Vegna aldurs hennar og bygging-
arlags hefur Þjóðminjasafnið lýst
miklum áhuga á því að hún verði öll
endurbyggð, en það mun hafa í för
með sér mjög mikinn kostnað.
„Hollvinir Hraunsréttar“ eru
óformleg samtök fólks sem hefur
áhuga á uppbyggingu réttarinnar
og hafa sumir þeirra gefið peninga
til framkvæmdarinnar. Ber þar
helst að nefna Friðjón Guðmunds-
son, bónda á Sandi í Aðaldal, sem
gefið hefur stórfé til endurbygging-
arinnar enda mikill áhugamaður um
að áfram verið réttað í Hraunsrétt.
Stefnt er að því að bæta aðgengi
að réttinni, svo og upprekstarað-
stöðu sem alltaf hefur verið heldur
léleg og ljóst er að vinna þarf í
nokkur sumur í viðbót til þess að
verkið geti talist fullklárað.