Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 30

Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 30
30 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝ TEGUND vega, svo-kallaðir 2+1-vegir, gætireynst Íslendingummikilvægur og áhuga- verður kostur í uppbyggingu fjölfar- inna þjóðvega með tilliti til öryggis í umferðinni, umferðarrýmdar og hagkvæmni og arðsemi vegagerðar. Í Svíþjóð hafa slíkir vegir verið tekn- ir í notkun undanfarin ár en vegir af þessari tegund auðvelda fram- úrakstur og koma í veg fyrir ákveðn- ar tegundir árekstra þar sem ak- reinar eru aðskildar með víraleiðara. Tilraunir Svía hafa gengið vonum framar og hafa Norð- menn einnig hafið tilraunir með svo- kallaða 2+1-vegi. Þetta kemur fram í skýrslu sem verkfræðistofan Línu- hönnun vann um 2+1-vegi að beiðni Vegagerðarinnar en höfundar henn- ar eru Sigurður Örn Jónsson bygg- ingarverkfræðingur og Haraldur Sigþórsson umferðarverkfræðing- ur. Þar sem umferðarþungi er ekki mikill en slysahætta talsverð og mikið um alvarleg umferðaróhöpp geta kostir 2+1-vega jafnvel verið meiri en 2+2-vega með tvöföldum akreinum í báðar áttir. Undirbún- ingur að tvöföldun Reykjanesbraut- ar stendur yfir en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar gæti orðið mun hagkvæmara og öruggara með tilliti til umferðaróhappa að Reykja- nesbrautin yrði 2+1-vegur í stað þess að verða tvöfölduð. Í skýrslunni er jafnframt varað við því að líta á tvöföldun vegarins sem einhverja „töfralausn“. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir 2+1 vegi áhugaverðan kost en gerir ekki ráð fyrir að hætt verði við tvöföldun Reykjanesbraut- ar á þessari stundu. Aftur á móti verður farið yfir það með Vegagerð- inni hvar skynsamlegt geti orðið að reyna þennan kost fyrst og kemur Reykjanesbraut til greina í því sam- bandi. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segir Vegagerðina mæla áfram með tvöföldun Reykjanes- brautar þar sem kostir 2+1 vegar séu ekki fullreyndir, sér í lagi við ís- lenskar aðstæður. Þó verði fylgst náið með reynslu annarra þjóða af slíkum vegum enda um mjög áhuga- verðar tilraunir að ræða, að sögn Helga. Í aðalatriðum eru 2+1-vegir þannig að tvær akreinar eru í aðra áttina og ein akrein í hina en með reglulegu millibili er fjölda akreina víxlað milli akstursstefna, þannig að segja má að ökumönnum standi ým- ist til boða ein eða tvær akreinar. Þetta auðveldar mjög framúrakstur miðað við tveggja akreina veg þar sem vegurinn breikkar að jafnaði með 1 til 1,5 km millibili. Jafnframt er settur víraleiðari, sem er nokkurs konar vegrið, á milli akstursstefna til að auka umferðaröryggi með að- greiningu þeirra á milli. Umferðaröryggi eykst veru- lega með gerð 2+1-vegar Með því að aðgreina aksturs- stefnu bifreiða má koma í veg fyrir eða fækka óhöppum og slysum af vissu tagi. Fjölgun akreina auðveld- ar framúrakstur og eykur flutnings- getu vegarins og samkvæmt því á tvöföldun vega að auka öryggi og taka við auknum umferðarþunga. Sé umferðarþungi hins vegar ekki vandamál má ná framangreindum markmiðum með 2+1 vegi, þ.e. að aðvelda framúrakstur og stuðla að meira öryggi. Í skýrslu Línuhönn- unar kemur jafnframt fram að kostnaður við að breyta hefðbundn- um tveggja akreina vegi, 1+1, er að- eins um þriðjungur af þeim kostnaði sem felst í tvöföldun vegar, auk þess sem ýmsir þættir rekstrarkostnaðar eru álíka og í rekstri 1+1-vegar. Í skýrslunni kemur fram að um- ferðaröryggi getur aukist verulega við gerð 2+1-vega og búast má við allt upp í 30% fækkun alvarlegra umferðarslysa. Jafnvel kunni slys- um að fækka mun meira, takist vel til, eða allt að helmingsfækkun al- varlegra umferðarslysa. „Svíar hafa fundið út, að á vegum með 5–10.000 bíla ÁDU sé arðsemi 2+1 vegar fimm sinnum meiri en fyrir hraðbraut (2+2) og er þá miðað við fækkun látinna og alvarlega slas- aðra,“ segir í skýrslu Línuhönnunar. Sé litið til umferðarþunga er ljóst að tvöfaldur vegur, 2+2, getur flutt allt upp í 65.000 ökutæki á dag þar sem tvær akreinar anna í mesta lagi 15.000 ökutækjum á dag. Reikna má með að 2+1-vegur geti annað allt að 20.000 ökutækjum á dag en umferð- arþungi á helstu þjóðvegum á Ís- landi út frá þéttbýli er á bilinu 3– 7.000 ökutæki á dag. Í skýrslu Línu- hönnunar er því talið að 2+1-vegir geti dugað í allnokkurn tíma hér á landi. Til þess að átta sig á notkunar- möguleikum 2+1-vegar er Reykja- nesbraut tekin sem dæmi í skýrsl- unni. Þar segir að hún sé einmitt vegur sem ekki þarfnist breikkunar vegna umferðarþunga og flutningsgetu en hins vegar mæli öryggi og þægindi vegfarenda sterklega með breikkun. Hefðbundin breikkun eða tvöföldun brautarinnar myndi auka flutnings- getu vegarins verulega og jafnframt auka öryggi umtalsvert. Þá segir að ekki megi gleyma að slíkri breikkun fylgi aukinn umferðarhraði og af- leiðingar slysa öllu jöfnu verri í kjöl- farið. Talsverð umræða hefur átt sér stað síðustu misseri um öryggi Reykjanesbrautar og ýmsar aðgerð- ir verið nefndar í því sambandi. Má þar nefna bætta vetrarþjónustu, lýs- ingu vegarins, aukið eftirlit og tvö- földun brautarinnar. Tveimur fyrst- töldu atriðunum hefur þegar verið hrint í framkvæmd og í sk segir að enginn vafi leiki á vetrarþjónusta auki öryg vegar séu engir augljósir ko tilliti til umferðaröryggis, a brautarinnar. Ekki mælt með auknu ferðarhraða á Reykjan „Fremur fátítt er að þjóð an þéttbýlis séu lýstir upp e með eiginlega bót af slíkum um. Athugun frá 1996 sý fremur, að í raun fengis nettó-sparnaður með því að þjóðveg með þessum hætt yggisbót sem myndi felast unni svarar nokkurn vegin kostnaðar sem hlýst af því þ ið er á ljósastaurana,“ segir Línuhönnunar. Jafnframt segir að nú þ ing sé komin á Reykjanes vetrarþjónusta aukin sé næ að auka eftirlit og hefja að breikkunar á veginum. „V þó að hvetja til aukins u hraða en slíkt er næsta óhj legur fylgifiskur þess að „hraðbraut“.“ Samkvæmt skýrslunni kvæmdakostnaður við ge vegar á Reykjanesbraut, kölluðum planvegamótum nú eru við Grindavíku Vogaveg, áætlaður um ei arður króna, en 1,9 milljarð við gerð fimm mislægra ga Kostnaður við tvöföldun arinnar er talinn nema 3 örðum króna. Samkvæm unni er sparnaður vegna f slysa í öllum kostunum nok aður fyrsta árið eftir a kvæmdum lýkur en arðsem við gefnar forsendur, er gerð 2+1-vegar með plan um. „Aðrir kostir við 2+1-l m.a. stystur framkvæ lægstur framkvæmdakost eilítið minni ökuhraði en lausnunum. Ekki skal mæ auka umferðarhraða á Re braut, og því hlýtur lausni koma sterklega til álita, en 2+2 vafalítið leiða til meir arhraða og því yrðu slysin a þegar þau þó gerast. Ekki er þörf á aðge Reykjanesbraut eingöngu umferðarmagns og sj flutningsgetu (umferðarrý sökum ákveðinna meinbug ferðaröryggi vegarins er grípa til einhverra aðgerð ber þó að líta á tvöföldun sem einhverja töfralausn, kannski mætti lesa úr or fallið hafa í þjóðfélagsum um Reykjanesbraut að förnu,“ segir í skýrslunni. Í Svíþjóð hafa 2+1-vegir reynst vel en á myndinni, sem er úr tímariti sænsku vegagerðarinnar VTI-a Erlendar tilraunir með 2+1-vegi sýna aukið um Áhugaverður k tvöföldunar veg Í nýrri skýrslu Línuhönnunar fyrir V ingarmerki við tvöföldun Reykjanes kost sem þeir telja að geti orðið hagkv földun vega. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við samgönguráðherra Umferðar- þungi kallar ekki á breikk- un Reykjanes- brautar VEGGJAKROT Á RÉTTUM OG RÖNGUM STÖÐUM AFLAMARK OG SMÁBÁTAR Árni Mathiesen sjávarútvegs-ráðherra kynnti í fyrradagbreytingar á reglugerðum um fiskveiðar á komandi fiskveiðiári þar sem settur er kvóti á keilu, löngu og skötusel og kveðið á um að steinbítur verði áfram í kvóta öndvert við fyrri yfirlýsingar. Krókabátum, sem ráð- gert er að róa til veiða með krókaafla- marki á næsta fiskveiðiári, verður út- hlutað kvóta í þorski, ýsu, ufsa og steinbít á grundvelli veiðireynslu þeirra í þessum tegundum en ráðgert er að auka hlut þeirra á kostnað ann- arra aflamarksbáta með lögum í haust. Samkvæmt lögum frá 1999 tekur kvótasetning smábáta gildi 1. sept- ember. Mikill þrýstingur var á Al- þingi í vor um að fresta gildistöku laganna og vakti það hörð viðbrögð hagsmunaaðila þegar það var ekki gert. Reglugerðirnar nú kveða meðal annars á um kvóta smábátanna og skiptingu hans. Ráðherra kynnti hins vegar á fimmtudag að í haust yrði lagt fram frumvarp á þingi til að bæta stöðu smábáta. Tilgangur þess væri að gera breytingar á hlutdeild og aflamarki smábáta og myndi samtals bætast við 1.100 tonna kvóti af ýsu steinbít og ufsa sem skipt yrði milli báta á grundvelli aflareynslu á til- teknu tímabili. Yrði aflahlutdeild smábátanna aukin í samræmi við þessa breytingu en hlutdeild annarra kvótabáta í sömu tegundum minnkuð að sama skapi. Afgreiða þyrfti þetta frumvarp með hraði þegar þing hæf- ist til að draga úr óvissu smábátaeig- enda. Það er eðlilegt að aðgerðir af þessu tagi séu umdeildar, ekki síst þegar leyfilegur heildarafli dregst saman vegna slæms ástands helstu fisk- stofna. Það er hins vegar óhjákvæmi- legt að halda sig áfram við aflamarkið og erfitt að rökstyðja annað en að all- ir sitji við sama borð í þeim efnum á meðan aðrar aðferðir og betri er ekki að finna. Við núverandi aðstæður er ekki hægt að komast hjá því að taka óvinsælar ákvarðanir, jafnvel þannig að gagnrýni berist frá öllum hags- munaaðilum eins og í þessu tilfelli. Það eru hins vegar fleiri þættirsem valda óvissu í íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir. Svokölluð endurskoðunarnefnd hefur undanfarið starfað á vegum sjávarútvegsráðherra. Henni er ætl- að að undirbúa breytingar á fiskveiði- löggjöfinni og miðað við yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna verður að gera ráð fyrir að hún taki mið af niðurstöðu auðlindanefndar í því starfi sem hún innti af hendi. Það er ljóst að sá tími styttist sem endur- skoðunarnefndin hefur til að ljúka störfum og ganga verður út frá að niðurstaða fáist í störfum nefndar- innar fyrir lok þessa mánaðar. Í reglugerðum sjávarútvegsráð- herra er einnig gerð tilraun til að taka á brottkasti. Undanfarið hefur sú regla átt við að helmingur þess undirmálsþorsks sem aflast skuli reiknast utan kvóta jafnframt því sem hlutfall undirmálsþorsks fari ekki yfir sjö hundraðshluta af afla í veiðiferð. Á næsta fiskveiðiári verður miðað við að hlutur undirmálsþorsks geti orðið tíu af hundraði afla í veiði- ferð. Sagði Árni Mathiesen að þetta væri gert til að hvetja menn til að koma frekar með fisk að landi en að henda honum. Brottkast er alvarlegt vandamál sem erfitt hefur verið að festa á hendur. Þetta er virðingar- verð tilraun en það er næsta víst að róttækari aðgerðir þurfi til eigi að leysa brottkastsvandann. Mörgum hlýtur að hafa ofboðið aðheyra fréttir af því hvernig leikskólinn Ásborg við Dyngjuveg var þakinn veggjakroti á einni nóttu síðastliðna helgi. Úðað var málningu á veggi, hurðir og jafnvel glugga, svo ekki sást út um þá. Jafnframt voru leiktæki litlu barnanna öll útkrotuð. Svona tiltæki er auðvitað ekkert annað en tilgangslaust skemmdar- verk og ber að taka hart á sökudólg- unum ef þeir nást. Líklega væru þeir bezt komnir í samfélagsþjónustu við hefðbundna málningarvinnu á Ás- borg. Framhjá hinu má hins vegar ekki líta, að veggjakrot hefur öðlazt ákveðinn sess sem listform, til dæm- is fyrir tilverknað listamanna eins og Jean Michel Basquiat. Það getur átt fullan rétt á sér á réttum stöðum, þar sem samkomulag ríkir um að megi sveifla úðabrúsanum. Ýmis dæmi um slíkt er að finna í Reykja- vík, þar sem borgaryfirvöld hafa t.d. fengið veggjakrotara til að lífga upp á gráa veggi undirganga og ýmsir einkaaðilar hafa leyft ungum lista- mönnum að skreyta bílskúrsveggi og brunagafla. Á slíkum listaverkum má stundum sjá listamennina þakka eigendum veggjarins. Vandinn er sá, hversu margir veggjakrotarar finna sig knúna til að „skreyta“ veggi, þar sem list þeirra er langt frá að vera velkomin. Almennir borgarar eru margir hverjir álíka kátir yfir veggjakroti á eigum sínum eins og hinir ungu listamenn væru líklega ef gamlar frænkur þeirra tækju sig til í skjóli nætur og endurhönnuðu her- bergin þeirra í stíl Lauru Ashley. Til að koma í veg fyrir þennan árekstur á milli menningarheima gæti verið vænlegt til árangurs að borgaryfirvöld og lögregla safni upplýsingum um einstaklinga, fyrir- tæki og opinbera aðila, sem eru reiðubúnir að leggja fram veggi til að skreyta og leitist síðan við að gera samkomulag við veggjakrotara um að þeir megi úða þar, en ekki annars staðar. Slíkt myndi stuðla að því að listformið hlyti aukna viður- kenningu. Ef vel tekst til gæti það orðið til þess að innan samfélags veggjakrotara myndaðist samstaða um að virða reglurnar og setja þrýsting á þá, sem ekki færu eftir þeim. Gengi þetta eftir yrði borgin okkar bæði skemmtilegri og snyrti- legri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.