Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 47

Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 47
ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að niðurstaða Rík- isendurskoðunar í máli Árna John- sen sé sú að eftirlitskerfið í stjórn- sýslunni hafði gjörsamlega brugðist. „Framkvæmdasýsla ríkisins brást og gekk á svig við þau laga- fyrirmæli sem hún á að vinna eftir, en það kallar á endurskoðun á starfsháttum stofnunarinnar og endurskilgreiningu á valdi, ábyrgð og eftirlit í opinberri stjórnsýslu. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til ráðherra um óeðlilegt verklag og skort á faglegum vinnubrögðum í byggingarnefnd Þjóðleikhússins virðist af skýrslunni að ráðherra hafi ekki brugðist við með viðeig- andi hætti í samræmi við hans ráð- herraábyrgð. Ráðherranum mátti ljóst vera, m.a. af ítrekuðum við- vörunum stjórnar endurbótasjóðs menningarbygginga, að lög um skipan opinberra framkvæmda höfðu árum saman verið brotin og að hans eigin fyrirmæli sem fram komu í erindisbréfi til bygging- arnefndar Þjóðleikhússins væru virt að vettugi. Samfylkingin telur að ráð- herrann, sem ábyrgð ber á stjórn- arathöfnum öllum í sínum mála- flokki samkvæmt stjórnarskránni, hafi enn ekki gefið viðhlítandi skýringar á því af hverju hann lét ógert að grípa til viðeigandi ráð- stafana eftir að hafa fengið ítrek- aðar aðvaranir um að ekki var allt með felldu. Mikilvægt er að menntamálaráðherra skýri þjóð- inni undanbragðalaust frá allri að- komu sinni að málinu og geri öll gögn og minnisblöð sem málinu tengjast opinber. Í ljósi skýrslu Ríkisendurskoð- unar hafa fulltrúar Samfylkingar- innar í fjárlaganefnd óskað eftir að fjárlaganefnd verði kölluð saman til að fara yfir og skýra ýmis atriði sem fram koma í skýrslu Ríkisend- urskoðunar og að til fundar við nefndina verði boðaðir þeir aðilar sem málinu tengjast. Jafnframt mun Samfylkingin að óbreyttu beita sér fyrir því strax og þing kemur saman að komið verði á fót rannsóknarnefnd í sam- ræmi við 39. gr. stjórnarskrárinn- ar sem rannsaki allt málið í heild sinni. Slík málsmeðferð er nauð- synleg, enda hefur hún gildi fyrir alla stjórnsýslu, ekki síst til að tryggja betur ábyrgð og eftirlit við meðferð opinberra fjármuna í stjórnkerfinu öllu,“ segir í ályktun þingflokks Samfylkingarinnar. Telja eftirlit hafa brugðist Samfylkingin ályktar um skýrslu Ríkisendurskoðunar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 47 FYRIR nokkru var haldið ættarmót á Ísafirði þar sem saman voru komn- ir hátt í 300 afkomendur Maríu Rebekku Ólafsdóttur og Sigurðar Ólafssonar, sem mestan sinn aldur bjuggu í Hærribæ að Bæjum á Snæ- fjallaströnd. María Rebekka var fædd á Múla í Ísafirði 1. sept. 1880 en Sigurður að Tröð í Álftafirði 12. maí 1882. Þau eignuðust 15 börn og komust 14 til fullorðinsára. Mótið var sett í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 6. júlí og slitið þar sunnudaginn 8. júlí. Við mótssetninguna var opnuð sýning á ljósmyndum, vatns- litamyndum, málverkum og ýmsu listahandverki eftir ýmsa af afkom- endum Maríu og Sigurðar en í þeim hópi er að finna margt hagleiksfólk og var sýningin opin almenningi á laugardeginum. Þá var haldið að Núpi í Dýrafirði í garðinn Skrúð en um kvöldið var svo kvöldvaka í félagsheimilinu í Hnífs- dal og þar sameiginlegur kvöldverð- ur og ýmislegt til skemmtunar. Ljósmynd/Þórir H. Óskarsson Fjölmennt ættarmót ÁRLEG kaffisala sumarstarfs KFUM og KFUK í Kaldárseli, sunn- an Hafnarfjarðar, verður sunnudag- inn, 19. ágúst, en síðasta dvalarflokki sumarsins lauk nú í vikunni. Alls dvöldu rúmlega 300 börn í Kaldárseli í sumar í tíu flokkum. Er það um 30% aukning frá síðastliðnu sumri. Starfs- menn voru að jafnaði átta í hverjum flokki. Ágóða af kaffisölunni verður varið til endurnýjunar á eldri hluta sum- arbúðaskálans en sú uppbygging hófst í janúar síðastliðnum þegar svefnsölum og matsal var veitt and- litslyfting. Lauk því verki skömmu fyrir fyrsta flokkinn snemma í júní. Áætlanir gera ráð fyrir að ljúka hönn- un og fjáröflun fyrir endurnýjun eld- húss og viðbyggingar við matsal á næstu mánuðum og framkvæmdir hefjist fljótlega. Kaffisalan hefst kl. 14 með sam- verustund þar sem starfsmenn munu aðallega sjá um dagskrá. Kaffi verður hellt í bolla fram til kl. 19, en þegar líður að kvöldmat verður einnig boðið upp á grillaðar pylsur. Sú venja hefur skapast að boðið sé upp á skoðunar- ferðir í nálæga hella á kaffisöludeg- inum og verður ekki breyting þar á í ár. Þórarinn Björnsson, guðfræðing- ur og hellaáhugamaður, mun verða leiðsögumaður að þessu sinni. Einnig verður hægt að komast í fjallgöngu undir stjórn staðkunnugra. Kaffisala í Kaldárseli SKARPHÉÐINN G. Þórisson, líf- fræðingur og áhugaljósmyndari, hef- ur opnað ljósmyndasýningu í Galleríi Klaustri á Skriðuklaustri. Á sýningunni eru myndir af hrein- dýrum á Austurlandi sem Skarphéð- inn hefur tekið á rannsóknarferðum sínum síðustu tvo áratugi. Sýningin stendur fram til 9. september. Hún er opin alla daga kl. 11–17 fram til 26. ágúst en eftir það um helgar á sama tíma. Ljósmyndir af hreindýrum ♦ ♦ ♦ BAROKKTÓNLEIKAR í Listasafni Einars Jónssonar sem vera áttu í dag falla niður. Tónleikar falla niður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.