Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 37
Minningar sækja á hugann. Afi á
hlaðinu í sveitinni að taka brosandi
og fagnandi á móti okkur eins og
hann gerði fram á síðasta dag. Ferð-
ir með honum í vörubílnum um
sveitirnar og að fara út í helli með
afa var alltaf skemmtilegt og spenn-
andi. Yfir hellinum hvíldi alltaf ein-
hver ævintýraljómi, enda voru það
fáir bæir í sveitinni sem gátu státað
af helli á landareigninni.
Alltaf að lauma einhverju að okk-
ur krökkunum, oft smápeningum
sem okkur fannst hann eiga enda-
lausa uppsprettu af. Þessum sið hélt
hann áfram þótt undanfarið hafi
þrekið verið farið að þverra og spor-
in orðin þyngri. Ekki eru margar
vikur síðan hann gerði sér ferð inn í
herbergi til að sækja smápeninga
handa langafastelpunni eða fór með
henni fram í búr í leit að einhverju
góðgæti. Í minningunni alltaf bros-
andi og tilbúinn að gefa af sér. Áhugi
á öllu því sem við vorum að gera og
aðrir. Lifði fyrir það að vera á ferð-
inni og hitta annað fólk, keyrði bíl
þar til nú í vor og tók að sér smá-
vinnu á sumrin.
Afi var einstakur, höfuð stórrar
fjölskyldu sem nú syrgir hann og
saknar, en minningarnar um hann
eigum við um ókomna tíð og munum
halda á lofti.
Elsku amma og aðrir aðstandend-
ur, megi guð gefa ykkur styrk á erf-
iðum tímum.
Þóranna, Magnús Torfi og
Daði Freyr.
Afi minn og alnafni er dáinn. Að
fara í sveitina til afa og ömmu var
alltaf gaman og viðfangsefnin voru
óþrjótandi. Minningarnar hrannast
upp þegar ég hugsa til baka. Hey-
skapurinn, smölunin, fjósastörfin,
dráttarvélaaksturinn og alltaf var
afi nálægur. Vörubíllinn tengist afa
órjúfanlegum böndum í huganum og
mikið fannst mér gaman að keyra
um með honum og að sitja í miðju-
sætinu var það besta. Æskuminn-
ingar eru sterkastar og ég mun allt-
af geyma þær í hjarta mínu og aldrei
gleyma. Það er sárt að kveðja þig en
hvíldu í friði, elsku besti afi minn.
Geir Tryggvason.
Elsku afi minn. Þú varst alltaf svo
góður við mig og ert það enn.
Það var alltaf gott og gaman að
koma til þín á Hellu.
Nú ert þú farinn frá mér en
verndar mig ennþá.
Guð og englarnir passi þig.
Þinn
Bjarki Hrafn.
Elsku afi, okkur langar að minn-
ast þín með nokkrum orðum, af því
að við söknum þín svo mikið. Við
systkinin eigum margar góðar minn-
ingar um þig sem við geymum með
okkur og þær eiga eftir að nýtast
okkur í framtíðinni. Það var gott að
koma á Hellu til þín og ömmu og
finna fyrir hlýju ykkar. Þá komst þú
oft í sauðburðinn á Fornusöndum á
vorin og áttum við saman góða daga,
þú varst svo mikill dýravinur og
naust þess að vera með dýrunum.
Alltaf fórstu þó á Hellu á kvöldin til
elsku ömmu því þú hafðir af henni
áhyggjur og vildir ekki að hún væri
ein.
Umhyggja þín fyrir öðrum var
mikil svo þú gleymdir stundum sjálf-
um þér í veikindum þínum. En nú
ertu kominn til Guðs og eftir stend-
ur minning um elskulegan afa. Miss-
ir ömmu er mikill. Við biðjum Guð
að gefa henni styrk í sorginni.
Tinna Ósk, Vilborg Inga,
Margeir og Kolbrún Sóley
Magnúsarbörn.
Ævitíminn eyðist,
unnið skyldi langtum meir,
sízt þeim lífið leiðist,
sem lýist þar til útaf deyr,
þá er betra þreyttur fara að sofa
nær vaxið hefur herrans pund
en heimsins stund
líði í leti og dofa.
(Björn Halldórsson.)
Bless, elsku afi.
Inga Huld og Davíð Þór.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 37
✝ Arndís Einars-dóttir fæddist
27. ágúst 1919 í
Hjarðarnesi á Kjal-
arnesi. Hún lést í
Landspítalanum í
Fossvogi 9. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Einar Gottsveins-
son, f. 9.7. 1867, d.
13.1. 1941, og kona
hans Guðný Hösk-
uldsdóttir, f. 26.3.
1881, d. 1.11. 1961.
Hálfsystkini hennar
samfeðra voru:
Ingimundur, f. 21.3. 1898, d. 4.2.
1992, Guðrún, f. 13.4. 1899, d.
13.7. 1989, Birgitta, f. 18.6. 1901,
d. 23.2. 1981, Karítas Sigurlína
Björg, f. 24.10. 1902, d. 22.11.
1949, Sveinn, f. 3.1. 1903, d.
Björns voru Lúther Lárusson, f.
24.12. 1886, d. 23.9. 1968, og
Guðrún Sigtryggsdóttir, f. 18.4.
1879 d. 29.10. 1968. Börn Arndís-
ar og Björns eru: 1) Guðný Guð-
rún, f. 28.1. 1942, maki Birgir
Hannesson, f. 22.5. 1930, barn
Brynjar Þór, f. 19.8. 1985. 2)
Kristín, f. 21.7. 1948, maki Guð-
mundur K. Stefánsson, f. 26.11.
1948. Barn Kristínar og Brynj-
ólfs Lárentínussonar er Arndís
Björk, f 15.3. 1973, maki Björn
Friðrik Jónsson, f. 7.9. 1970. 3)
Einar f. 24.5. 1952. 4) Lárus, f.
13.5. 1958, maki Eva Erlings-
dóttir, f. 28. 4. 1962. Börn: Elín
Anna, f. 7.5. 1981, og María
Björk, f. 7.2. 1993. 5) Finnbogi, f.
4.7. 1959, maki Ásrún Atladóttir,
f. 22.5. 1955, barn Finnboga og
Ástu Bjarkar Björnsdóttur er
Björn f. 13.6. 1983.
Arndís og Björn bjuggu á Ing-
unnarstöðum til ársins 1994, er
þau fluttu til Reykjavíkur.
Útför Arndísar fer fram frá
Reynivallakirkju í Kjós í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
14.12. 1966, Guð-
björn, f. 18.6. 1904,
d. 5. 4. 1966, og Júl-
íana, f. 28.7. 1906, d.
15.6. 1999. Alsystkini
Arndísar voru: Jón
Helgi, f. 25.10. 1913,
d. 13.1. 1987, Magnús
Guðnýr, f. 24.10.
1913, d. 7.11. 1913,
Gróa, f. 31.10. 1914,
d. 21.1. 1952, Indriði,
f. 20.10. 1916, Har-
aldur, f. 4.11. 1917,
Ástsæll, f. 4.11. 1917,
d. 8.8. 1924, Finn-
bogi, f. 14.7. 1921, d.
3.4. 2001.
Arndís giftist 26. júlí 1942
Birni Lútherssyni frá Ingunnar-
stöðum í Kjós, f. 28. mars 1917,
d. 26.1. 1998, og hófu þau búskap
á Ingunnarstöðum. Foreldrar
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast tengdamóður minnar Arn-
dísar Einarsdóttur.
Þegar ég hugsa um Arndísi kem-
ur mér í hug versið úr Biblíunni
„Góður maður ber gott fram úr
góðum sjóði“ (Matt. 12:35)
Arndís fæddist og ólst upp á
bænum Hjarðarnesi á Kjalarnesi í
stórum systkinahópi, dóttir
hjónanna Einars Gottsveinssonar
og Guðnýjar Höskuldsdóttur. Ung
kynntist hún bóndasyninum frá
Ingunnarstöðum í Kjós. Hún sagði
mér einhverntíma söguna af því
hvernig þau kynntust, en Björn
sem þekkti Arndísi ekki neitt,
dreymdi að þau stæðu fyrir framan
altari í kirkju. Og nokkru seinna sá
hann hana á dansleik að Reynivöll-
um í Kjós, og þekkti hann þar
stúlkuna úr draumnum. Þau gift-
ust og hófu búskap á Ingunnar-
stöðum í félagi við foreldra Björns,
þar til að þau tóku yfir búið. For-
eldrar Björns bjuggu þó alla tíð
hjá þeim og annaðist Arndís þau
bæði til dauðadags. Og þannig var
Arndís, hún var hjúkrunarkona af
Guðs náð. Það voru ekki bara
tengdaforeldrar hennar sem hún
hjúkraði, heldur einnig móðursyst-
ir Björns og bróðir hennar.
Í Brynjudalnum ólu þau upp
börnin sín fimm, og var hún þeim
góð móðir, og manni sínum góð
eiginkona, en hann vann mikið,
bæði við búið og utan heimilisins,
því hann vann við smíðar á bæj-
unum í hreppnum og víðar. Ekki
leyndist öllum þeim sem að garði
bar hve Arndís unni heimili sínu,
og vann að því með alúð og fórn-
fýsi. Þegar ég kynnist henni eru
þau hjón um það bil að flytjast til
Reykjavíkur, en vegna veikinda
Björns var þægilegra að búa hér í
nágrenni við læknana. Reyndist
hún manni sínum vel í hans veik-
indum, og annaðist hún hann
heima, nánast til síðustu stundar.
Eftir lát Björns bjó hún ein í íbúð
sinni hér í Reykjavík, en var yf-
irleitt uppi í Brynjudal á sumrin og
um jólin.
Síðastliðið haust fór að bera á
veikindum hjá henni sem ágerðust
nokkuð eftir því sem á leið. Upp úr
síðustu jólum flutti hún svo heim
til okkar og var þar í nokkra mán-
uði. Ég hefði svo gjarnan viljað að
hún hefði verið lengur hjá okkur.
Það var gott að hafa hana hér, við
áttum svo margar góðar stundir
saman, hlustuðum á útvarpið,
horfðum á Omega, skröfuðum
margt um gamla og nýja tíma,
horfðum á snjótittlingana og starr-
ana éta fuglakornið á bílskúrsþak-
inu hjá okkur og fylgdumst með
vorinu koma.
Og þennan tíma kynntist ég
henni kannski hvað best. Arndís
var stillt og ljúf kona, það fór ekki
mikið fyrir henni, hún var mjög
barngóð og börn hændust að
henni, hún átti margar góðar
stundir með lítilli systurdóttur
minni sem oft kom til okkar. Hún
var barnabörnunum sínum góð
amma, og er missir þeirra mikill.
Ég held að Arndísi verði best lýst
með versunum úr Orðskviðum
Biblíunnar.
Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er
miklu meira virði en perlur. Hjarta
manns hennar treystir henni. Hún gjörir
honum gott og ekkert illt alla ævidaga
sína. Hún sér um ull og hör og vinnur
fúslega með höndum sínum. Hún er eins
og kaupförin, sækir björgina langt að.
Hún fer á fætur fyrir dag og skammtar
heimilisfólki sínu. Hún breiðir út lófann
móti hinum bágstadda og réttir út hend-
urnar móti hinum snauða. Hún er ekki
hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói,
því að allt heimilisfólk hennar er klætt
skarlati. Kraftur og tign er klæðnaður
hennar, og hún hlær að komandi degi.
Hún vakir yfir því, sem fram fer á heim-
ili hennar og etur ekki letinnar brauð.
„Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú
tekur þeim öllum fram!“ Yndisþokkinn
er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú
kona, sem óttast Drottinn, á hrós skilið.
(Úr Orðskviðunum 31. kafla.)
Það gladdi mig mjög að vita það að
Arndís átti Jesú Krist í hjarta
sínu, og nú undir lokin átti hún þá
ósk heitasta að hitta frelsara sinn.
Ásrún Atladóttir.
Elsku amma mín, sárt er þín
saknað, þú sem leiddir mig við
hönd þér frá því ég var barn allt til
fulloðinsára. Ég átti því láni að
fagna að fá að alast upp að miklu
leyti á Ingunnarstöðum hjá ömmu
minni og afa þeim Arndísi og Birni
og tel ég það eitt af því dýrmæt-
asta sem ég hef fengið í lífinu.
Amma var dugmikil kona með
bjartsýni og dugnaði tókst hún á
við lífið. Heimilið á Ingunnarstöð-
um var mjög mannmargt og ofan á
það bættust svo miklar gestakom-
ur en þrátt fyrir margt fólk og oft
langan vinnudag var hún alltaf kát
og glöð. Það var gott að alast upp
hjá henni, hún kenndi manni að
vera bjartsýnn og horfa alltaf fram
á veginn með því hugarfari að þar
biðu manns tækifæri sem stæðu
manni opin ef maður væri dugleg-
ur og sjálfum sér samkvæmur.
Margs er að minnast og margar
góðar stundir sem við nöfnurnar
áttum saman. Alltaf hafði hún tíma
fyrir litlu stelpuna sína. Er mér of-
arlega í minni þegar hún kenndi
mér að lesa. Á rúmstokknum
heima sátum við stutta stund á dag
og lásum á hverjum degi þangað til
ég varð læs, þá var ég bara fimm
ára.
Margt er svo skrítið í þessu lífi,
sá dagur kom að ég hitti minn
lífsförunaut og viti menn, hann er
úr sveit og heitir meira að segja
Björn. Ég man þegar ég kom til
hennar ömmu og kynnti þennan
unga mann fyrir henni, þau
spjölluðu saman og hún amma
gerði að gamni sínu. Seinna sagði
hún mér að sér litist svo vel á
þennan myndarlega sveitastrák,
svona gátum við nöfnurnar setið
og talað um allt, árin á milli okkar
voru aukaatriði þá var hún ekki
bara amma mín heldur líka góð
vinkona. Nú þegar kveðjustundin
er komin er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt þessa stór-
kostlegu konu fyrir ömmu. Ég á
eftir að sakna hennar og afa mikið
en með tíð og tíma held ég að sorg-
in víki fyrir þeirri gleði að hafa
notið samvista við þau. Ég veit líka
að þau eru núna saman á ný og ég
veit að þau líta eftir litlu stelpunni
sinni.
Að endingu ætla ég að láta
fylgja lítið vers sem hún amma fór
með með mér þegar ég var barn.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villzt af leið.
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.
(Matt. Joch.)
Arndís Björk Brynjólfsdóttir,
Vatnsleysu, Skagafirði.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar hennar Arndísar Einars-
dóttur í nokkrum orðum.
Hún dó fimmtudaginn 9. ágúst
og held ég að þetta hafi verið einn
erfiðasti dagur í lífi mínu. En það
er samt aldrei hægt að búa sig
undir svona fréttir, hversu mikið
sem maður veit að eitthvað svona
gerist.
Hún dó fullsnöggt fannst mér,
það er ekki langt síðan hún var
heima hjá okkur pabba í svo gott
sem fullu fjöri. Að vísu var hún
orðin býsna veik en samt ekki það
veik að lyfin héldu því ekki niðri og
ég bjóst engan veginn við þessu
strax ég hélt alltaf að hún ætti
mörg ár eftir með okkur.
Ég átti alltaf góðar stundir með
henni ömmu, hún var mér alltaf
góð og var mér aldrei reið nema
kannski einu sinni þegar ég og litli
frændi minn eyðilögðum gamla
stofuklukku sem hún átti þegar við
fórum ógætilega með boltann. En
hún var fljót að fyrirgefa okkur og
hugga okkur eins og henni var
einni lagið.
Hún var okkur öllum góð og
gerði ekki upp á milli okkar barna-
barnanna, hún var alltaf að gefa
okkur eitthvað eins og um hverja
einustu páska, alveg frá því að við
vorum lítil fengum við páskaegg
frá henni og þegar ég kom í heim-
sókn til hennar upp í sveit gaf hún
mér alltaf brjóstsykur, annaðhvort
brenndan eða kóngabrjóstsykur,
það klikkaði ekki að hún ætti það
til.
Hún var öllu lifandi góð, hvort
sem var dýrum eða mönnum, og
hún var alltaf tilbúin að hjálpa öll-
um. Hún skammaðist ekki út í
nokkurn mann, það sá ég þegar
hún var flutt í bæinn, og hún var
alltaf að styrkja eitthvað og átti
erfitt með að segja nei við hverja
einustu lifandi sálu sem kom og
bað hana um eitthvað.
Og svo dýrindismaturinn sem
við fengum alltaf annan í jólum
þegar öll systkinin og við barna-
börnin komum saman og borðuð-
um okkur vel södd. Hún var alveg
frábær kokkur, hún bjó til rosa-
lega góða kjötsúpu eftir hverja
smölun sem fór fram á haustin í
sveitinni. Það má með sanni segja
að það fór aldrei einn einasti mað-
ur svangur frá hennar borði.
Þetta eru ógleymanlegar minn-
ingar um hana sem munu vara í
mínu brjósti það sem eftir er.
Björn Finnbogason.
Elsku amma mín, ég trúi því
varla enn að þú sért farin, ég hélt
alltaf að þér væri batnað og þú
yrðir aðeins lengur hjá okkur. Ég
reyni að hugga mig við það að nú
hljóti þér að líða betur og að nú
séuð þú og afi saman á ný.
Það var ósköp erfitt að sjá hvað
þú áttir erfitt seinustu árin, sér-
staklega þegar afi dó og nú seinast
þegar bróðir þinn Finnbogi dó í
vor. En þrátt fyrir allt það sem þú
þurftir að ganga í gegnum hefurðu
alltaf staðið þig eins og hetja, enda
ertu með sterkustu konum sem ég
hef þekkt. Ég mun alltaf minnast
þín sem ömmu minnar í Kjósinni
þótt þú hafir búið seinustu ár þín í
Reykjavík. Þú hafðir alltaf svo
gaman af því að fá gesti í heimsókn
og varst mikið fyrir að hafa fólk í
kringum þig. Þú varst mikil hús-
móðir og hafðir alltaf eitthvað með
kaffinu þegar maður kom í heim-
sókn. Ég veit að húsið á Ingunn-
arstöðum verður ekki eins án þín,
og heldur ekki jólaboðin, sem voru
orðin fastur liður á annan í jólum,
sem frænka mín tók svo við þegar
þú fluttir í bæinn. En þetta voru
alltaf þín jólaboð, þú áttir alla at-
hygli þá því þú varst alltaf svo fín
og kunnir að klæða þig rétt við
hvaða tækifæri sem var.
Þú hafðir líka svo gaman af
börnum og þér þótti vænt um að fá
okkur barnabörnin í heimsókn og
þú fylgdist mikið með hvað væri að
gerast hjá okkur. Ég veit líka að
þú hjúkraðir mörgum um ævina,
ekki bara afa, og það eru margir
sem eiga þér þökk að gjalda.
Nokkru áður en þú lést sagðirðu
mér á spítalanum að þú hefðir átt
góða ævi. Þú sagðir mér að þú
skildir ekki hversu heppin þú hefð-
ir verið að eiga svona gott fólk að,
börnin þín, maka þeirra og barna-
börnin. Þú hafðir ekkert nema gott
að segja um líf þitt og alla í kring-
um þig. Ég er afskaplega ánægð
yfir því að þú skulir hafa sagt mér
þetta og ég vona bara að þú vitir
hvað allir elskuðu þig mikið og
eiga eftir að sakna þín.
Elsku amma mín, ég er glöð að
hafa fengið að eiga þig sem ömmu
mína í þessi ár og þú og afi munuð
alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég
bið Guð að varðveita þig og afa og
þakka þér fyrir allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín
Elín Anna.
Elsku amma, mér þótti vænt um
þig og mér finnst leiðinlegt að þú
sért farin frá mér, Guð geymi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
María Björk.
ARNDÍS
EINARSDÓTTIR