Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ugmyndaflug mitt er ekki svo mikið að ég léti mér detta í hug það sem á að vera það nýjasta í auglýsingabransanum: Útsmognir útsendarar sem lauma varningi lymskulega til vænlegra markhópa. Þeir tæla neytandann með því að bjóða honum upp á sígarettu og skilja svo pakkann eftir. Eða bjóða í glas á börum og það er þá ný áfengistegund sem verið er að markaðssetja. Svona lýsingar hafa heyrst á þróun auglýsingabransans úti í hinum stóra heimi. Útsend- ararnir eru kallaðir sendiherrar sem skrifa undir þagnareið og eru á launaskrá hjá einhverri af nokkrum hraðvaxandi auglýs- ingastofum sem sérhæfa sig í markaðssetningu á bak við tjöldin. Ekkert er ólöglegt við mark- aðssetn- ingu af þessu tagi og annar stofnenda bandarísku auglýsingastofunnar Big Fat, Jonathan Ressler, seg- ir í viðtali við Lundúnablaðið Evening Standard að þetta sé eðlileg þróun í neytendaþjóð- félagi sem byggist á mark- aðssetningu, að láta vöruna beint í hendurnar á neytand- anum. Þetta sé bara byrjunin en ekki endirinn. Vörur sem mark- aðssettar eru bak við tjöldin eins og fyrr er lýst eru m.a. áfengir drykkir, gosdrykkir, bílar, tóbak, lyf og kvikmyndir. Því má halda fram að mark- aðssetning af þessu tagi sé rök- rétt framhald af því sem verið hefur, að framleiðendur borgi fúlgur fjár fyrir að varningi þeirra, hvort sem það eru snyrtivörur, bílar eða drykkir, sé komið áberandi fyrir í sjón- varpsþáttum eða kvikmyndum. Slík markaðssetning fer nú ein- mitt í hönd á íslenskri vöru; hreinu íslensku lindarvatni, margir myndu segja að kominn væri tími til! Markaðssetning verður nefni- lega æ svæsnari ef svo má segja, þar sem neytendur verða æ ónæmari fyrir auglýsingum. Því verður að leita óhefðbund- inna leiða eins og þessara. Stærsti og besti bitinn fyrir auglýsendur er neytendahóp- urinn á aldursbilinu 12–34 ára. Þetta er hins vegar hópurinn sem erfiðast er að ná til þar sem hann hefur alist upp með auglýsingaflóðinu og þarf eitt- hvað mikið til að ýta við honum. (Þetta á við í Bandaríkjunum en tæpast á Íslandi.) Þar kemur markaðssetning á bak við tjöld- in til sögunnar. Einnig er þekkt að stærstu fyrirtækin hafa á sínum snær- um menningarfræðinga og fólk sem rannsakar unglingamenn- ingu. Sendir fólk inn í unglinga- hópana til að finna leiðtogana og greiða þeim svo jafnvel fyrir að klæðast Diesel-buxum, nota Motorola-síma eða drekka pepsí. Nú er venjulegt fólk þjálfað til að koma skilaboðum um ým- iss konar varning áfram, það er ekki lengur fræga fólkið sem á að móta tískustraumana, heldur almenningur. Sú tíð mun koma, að sögn Big Fat-manna, að óþekkt fólk hljóti beina styrki fyrir að klæðast ákveðnum föt- um eða neyta ákveðinna drykkja o.s.frv. Og þetta er byggt á sömu forsendu og gerði raunveruleikasjónvarp svo vin- sælt, þ.e. uppdubbuðum raun- veruleika. Sendiherrarnir svokölluðu eru annaðhvort venjulegt fólk, sem ráðið er í vinnu og þjálfað í að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri við almenning, eða þá áberandi og út á við fólk, t.d. aðstoðarfólk einhverrar stjörn- unnar, plötusnúðar eða partí- haldarar sem er ráðið vegna tengsla sinna og hæfileika til að móta tískustrauma. Ford beitti þeirri tækni við markaðssetningu nýja Focus- bílsins að velja 120 slíkar mann- eskjur á fimm markaðssvæðum, fá þeim Focus-bíl til afnota í 6 mánuði og því fylgdu þær skyld- ur að láta í té upplýsingar um bílinn eða Focus-merkta smá- hluti til allra þeirra sem sýndu áhuga. Einnig skyldu þeir skrá ferðir sínar á bílnum og erindi. Þessi aðferð reyndist betur en að kaupa t.d. auglýsingatíma í sjónvarpi og Ford seldi 286.166 bíla af þessari tegund á síðasta ári, fyrsta heila árinu eftir markaðsherferðina, að því er Business Week greinir frá. „Markaðssetning“ af þessu tagi hefur þekkst um allan ald- ur, skilaboð berast manna á milli, fiskisagan flýgur. Auglýs- endur eru farnir að nýta sér þessa gömlu aðferð og klæða hana í nýjan búning þar sem háar fjárhæðir eru í spilinu. Allt er látið líta kæruleysislega út, sem léttvægt spjall um daginn og veginn en er í raun harðasta markaðssetning. Markaðsstjóri kókópuffs á Íslandi þakkaði það nú ríkri hefð og góðri mark- aðssetningu að Íslendingar borða þjóða mest af þessu gott- eríi sem umrætt morgunkorn í rauninni er. Þar hafa samtöl manna á milli ábyggilega haft sitt að segja. Með þessu nýjasta útspili sínu sem útsendararnir eru, hafa auglýsendur komist í gullnámu. Trúverðugleikinn verður meiri þar sem almenningur fær bein skilaboð um ákveðna vöru frá svalasta vini sínum eða kunn- ingja og „vitneskjan“ berst áfram með sama hætti. Lucky Strike-sígarettur juku markaðshlutdeild sína í Banda- ríkjunum í kjölfar markaðssetn- ingar af þessu tagi. Ráðinn var hópur fólks til að vera aðlaðandi og glaður og ferðast um tísku- hverfi t.d. á Miami og í New York. Hvar þar sem reyk- ingamenn stóðu fyrir utan skrif- stofubyggingar var Lucky Strike-hópurinn kominn með heitt kaffi eða sæti handa reyk- ingafólkinu. Markaðsstjóri Lucky Strike segir mark- aðssetningu af þessu tagi trú- verðuga og gera kleift það sem hver markaðsmaður þráir: Að neytandinn sjái í raun um mark- aðssetninguna. Erum við svo græn að halda að þetta nái ekki til Íslands? Útsendararnir kunna nú þegar að vera á meðal okkar! Fiskisag- an flýgur Allt er látið líta kæruleysislega út, sem léttvægt spjall um daginn og veginn en er í raun harðasta markaðssetning. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ✝ Ásgrímur Hart-mannsson fædd- ist á Kolkuósi í Við- víkurhreppi hinn 13. júlí 1911 og ólst þar upp. Hann lést á Hornbrekku í Ólafs- firði að morgni 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Ás- gríms voru Hart- mann Ásgrímsson, kaupmaður og odd- viti á Kolkuósi, f. 8.9. 1874, d. 8.8. 1948, og kona hans, Kristín Símonar- dóttir, húsfreyja, f. 16.10. 1866, d. 21.4. 1956. Hartmann var sonur Ásgríms b. í Hvammi, Hjaltadal, Gunnlaugssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur (fór til Vesturheims), b. á Reistará ytri, Jónssonar og konu hans Guðlaugar Ólafsdótt- ur. Kristín var dóttir Símonar b. í Brimnesi í Viðvíkursveit, Pálma- sonar og Sigurlaugar Þorkels- dóttur frá Svaðastöðum. Bræður Ásgríms voru: Þorkell Björn, f. eiga tvö börn; Ingibjörg, f. 1949, gift Þorsteini Ásgeirssyni og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- börn; Nanna, f. 1953, gift Guð- mundi Haukssyni, þeirra börn eru fimm og tvö barnabörn; Hart- mann, f. 1955, kvæntur Eddu Björk Hauksdóttur og eiga þau átta börn. Afkomendur eru því orðnir 75. Ásgrímur stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri. Hann stundaði einnig sérnám í bókfærslu í Reykjavík. Ásgrímur flutti til Ólafsfjarðar 1935. Hann var kaupmaður í Ólafsfirði 1935–63, bæjarstjóri þar í 29 ár 1946–1974 og fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. 1975–83. Auk þess gegndi Ásgrímur fjölda trúnaðarstarfa, bæði innan Ólafs- fjarðar sem utan. Hann var einn af stofnendum Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar og virkur félagi fram á efri ár. Ásgrímur var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1972 og var heiðursborgari Ólafsfjarðar frá 1985. Útför Ásgríms fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 4.4. 1904, d. 6.4. 1924, og Sigurmon, f. 17.11. 1905, d. 19.11. 1993. Fóstursystkin: Ingi- björg Jósefsdóttir, Guðrún Hartmanns- dóttir, Jónína Ant- onsdóttir, þau eru lát- in og Hartmann Ant- onsson sem býr á Selfossi. Árið 1937 kvæntist Ásgrímur Helgu Jón- ínu Sigurðardóttur, f. á Vatnsenda á Ólafs- firði 22.3. 1917. For- eldrar hennar voru Sigurður Jónsson og Sigríður Vil- hjálmsdóttir, lengst til heimilis í Höfn í Ólafsfirði, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Börn Ásgríms og Helgu eru: Sigríður, f. 1938, gift Kristjáni Sæmundssyni, og eiga þau sex börn og 16 barnabörn; Kristín, f. 1941, gift Ólafi Sæ- mundssyni, þau eiga fimm börn og 16 barnabörn og tvö barna- barnabörn; Þórgunnur, f. 1946, gift Kristjáni Þórhallssyni, þau Örfá minningabrot: Pabbi að tala í símann, það þarf að moka Lágheiðina, bæta hafnarskil- yrðin eða eitthvað annað fyrir Ólafs- fjörð. Pabbi að tefla. Pabbi gengur um gólf með hendur fyrir aftan bak, mamma og við syst- urnar höfum komið öskubökkum fyr- ir á hverju borðshorni… hann er að semja ræðu. Pabbi kennir mannganginn. Pabbi er að koma heim frá Reykja- vík, við sitjum við gluggann og bíðum eftir að sjá bílljós á heiðinni. Þarna kemur bíll, ljósin blikka ekki. Önnur bílljós, þau blikka, annað blikk við Vermundarstaði eins og pabbi er vanur að gera. Allt fer af stað á heimilinu. Hann er kom- inn. Hann kemur alltaf færandi hendi, dúkkulísur, litabækur, húlahopp- hringir. Enginn er skilinn útundan, vinir barnanna fá eitthvað líka. Það er glórulaus stórhríð og raf- magnslaust. Við systkinin sitjum saman í hjónarúminu, pabbi les, segir sögur úr sveitinni eða ævintýri samið á staðnum, ævintýrið verður stundum að framhaldssögu ef óveðrið heldur áfram. Það er matartími, pabbi hlustar á fréttir, það er bankað, bæjarbúi þarf að nota matartímann sinn til að ná tali af honum … eða síminn hringir. Allt er sjálfsagt. Pabbi fær sér smáblund eftir há- degismatinn. Það er hátíð í bænum. Æ, æ, þarf pabbi nú að halda ræðu. Jæja, þetta er líklega í lagi, þessu virðist vel tekið, stundum er hlegið. Það koma gestir, innanbæjarfólk og utanbæjar, vinir og kunningjar, frændfólk úr Skagafirði, brottfluttir Ólafsfirðingar, alþýðufólk og fyrir- menn, kunnugir og ókunnugir. Öllum tekið eins. Leiksýning í gömlu Tjarnarborg, pabbi á sviðinu… o, nú kyssir hann eina leikkonuna á kinnina. Pabbi gengur um gólf. Hann er að upphugsa úrræði fyrir bæinn sinn, lít- ill gutti gengur á eftir, báðir með hendur fyrir aftan bak. Heyskapur á eyrinni, pabbi vill að við lærum réttu handtökin. Við þurf- um að kunna að binda bagga. Engan mátti uppnefna. Alla varð að kalla sínu rétta nafni. Þannig man ég hann. Mér finnst hann hafi átt afskaplega farsæla ævi. Þau mamma voru hvort öðru stoð og stytta í 65 ár. Ég þakka fyrir að hafa átt þau að. Þórgunnur. Sumir sjá ekki út fyrir Elliðaárnar í Reykjavík eins og oft er sagt, aðrir eru víðsýnni og framfarasinnaðri. Ásgrímur Hartmannsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Ólafsfirði, sem nú er látinn níræður að aldri, var með víðsýnni og framfarasinnaðri mönn- um þessa lands og er þá á engan hall- að. Ég hitti Ásgrím fyrst árið 1969, þegar ég sem betur fer álpaðist norð- ur í land að hitta unga stúlku frá Ólafsfirði. Ég man það að ég bar ótta- blandna virðingu fyrir þessum verð- andi tengdaföður mínum því það geislaði af honum sterkur persónu- leiki. En hún hvarf fljótt þessi ótta- blanda tilfinning, því Ásgrímur reyndist vera gull af manni, en virð- ingin hélst og jókst frekar eftir því sem ég kynntist Ásgrími betur. Jafnframt því að vera tengdasonur Ásgríms bar ég gæfu til að vinna með honum hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar í tæpan áratug. Það voru lærdóms- rík ár og þá sá ég best hvað það var sem helst hefur stuðlað að farsælum bæjarstjóratíma í tæp 29 ár fyrir Ólafsfjörð. Það var þrautseigja og þolinmæði og ekki síst vilji til þess að leysa úr vanda hvers manns sem til hans leitaði. Þar hefur áreiðanlega margur not- ið góðs af í bæjarstjóratíð Ásgríms Hartmannssonar. Ásgrímur hafði ríka kímnigáfu og átti það til að vera hnyttinn í tilsvör- um, einkum þá er hann dró að sér andann í gegnum tennurnar og dró Chesterfield-pakkann krumpaðan upp úr rassvasanum. Þá var hann vís til alls, annaðhvort mikið að hugsa eða að einhver gullkorn flugu. Til marks um kímnigáfu Ásgríms var að einhverju sinni var Ásgrímur á leið út á frystihús í vinnuna fótgang- andi að Björn Dúason, svili hans og vinnufélagi, renndi upp að honum á trabantinum og bauð honum far út- eftir. Ásgrímur var fljótur til svars og afþakkaði: „Nei, þakka þér fyrir, Björn, ég er að flýta mér.“ Ásgrímur var mjög góður skák- maður og var í framvarðasveit í skák- listinni á Ólafsfirði. Hann hafði unun af flóknum og tvísýnum stöðubarátt- uskákum og ef hann var í ham stóðust honum fáir snúning. Ég man alltaf eftir einvígi þeirra Fischers og Spasskys 1972. Þá dvaldi Ásgrímur í Reykjavík og ég held að við höfum farið á næstum allar skákirnar í Laugardalshöllinni, en Ásgrímur var mikill aðdáandi Fischers. Það er leitun að jafn miklum bar- áttumanni og Ásgrímur var. Ef þeir sem stjórna bæjarfélaginu í dag hafa til að bera jafn mikinn baráttuanda til hagsbóta fyrir bæjarfélagið og fórna til þess jafn miklum tíma og Ásgrím- ur gerði þá erum við í góðum málum. Ósérhlífni hans, þrjósku við ráða- menn og þrautseigju er við brugðið. Hann gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og gott betur. Mér hefur oft orðið hugsað til þess nú seinni árin að það er synd að ekki skuli hafa verið gefin út ævisaga svo merks manns sem hefur haft frá mörgu að segja, en við verðum að láta okkur nægja þær frásagnir sem til eru í minningunni um mætan mann sem helgaði starfskrafta sína Ólafs- firði, byggðinni til heilla. Helga mín, megi góður guð styrkja þig í sorg þinni við fráfall lífsförunaut- ar þíns, en eins og segir í erindi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur svo fallega: Eitt sinn verða allir menn að deyja og eftir bjartan daginn kemur nótt. Þá megi minningin um langa og farsæla sambúð ylja þér um hjarta- rætur. Þorsteinn Ásgeirsson. Heiðursmaðurinn Ásgrímur Hart- mannsson, fyrrverandi bæjarstjóri, er látinn. Ásgrímur fæddist 13. júlí 1911 og var því níræður er hann lést. Fyrir rúmum tuttugu og fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Ásgrími og fann ég strax að Ásgrímur var traustur og góður mað- ur. Ásgrímur var bæjarstjóri Ólafs- fjarðar í rúm 28 ár og tel ég að allir geti verið sammála um að þar hafi far- ið farsæll bæjarstjóri. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Ás- grímur var áræðinn og úrræðagóður við þau störf sem hann tók sér fyrir hendur. Ásgrímur var mikill sjálf- stæðismaður og báru samflokksmenn sem og pólitískir andstæðingar mikið traust til hans. Ásgrímur kvæntist 23. maí 1937 Helgu Sigurðardóttur og var það mikil gæfa fyrir þau bæði. Ég veit að fá hjónabönd hafa verið eins farsæl og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ásgrímur sagði mér eitt sinn að án Helgu hefði sér ekki gengið eins vel og raun bar vitni við þau störf sem hann tók sér fyrir hendur. Barnalán þeirra var mikið. Þau eignuðust fimm dætur og einn son. Ég veit að missir og söknuður Helgu er mikill og bið ég góðan Guð að styrkja hana og börn þeirra. Ég veit að Ásgrímur var ekki alltaf sáttur við það sem ég tók mér fyrir hendur en alltaf fann ég fyrir hlýju hans og vinsemd sem var mér mikilvæg. Að lokum vil ég þakka Ásgrími fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu sem ég fæ seint þakkað. Ég kveð tengdaföður minn með mikilli virðingu. Guðmundur Hauksson. Minn ástkæri afi er horfinn á braut eftir langa og viðburðaríka ævi. Þar sem hann bjó alla mína tíð á Ólafsfirði voru samverustundir okkar ekki eins margar og ég hefði viljað. Þær stund- ir er við áttum saman voru góðar og á stundu sem nú rifjast upp allar þær minningar sem ég á um afa. Þessar minningar mun ég varðveita alla mína ævi sem sjáöldur augna minna. Ég dvaldi oft hjá afa og ömmu yfir sumartímann er skólar voru lokaðir. Mér er minnisstætt það sumar er ég bjó hjá þeim við gott yfirlæti meðan ég stundaði vinnu hjá Ólafsfjarðarbæ. Það var nánast hefð fyrir því hjá okkur systkinunum að fara út í garð ÁSGRÍMUR HARTMANNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.