Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 23
AP NÝTT loftskip af gerðinni Zeppelin NT kemur hér inn til lendingar í grennd við bæinn Mainau við stöðuvatnið Bodensee í Suður-Þýzkalandi. Loft- skipið hélt í sína fyrstu ferð með borgandi farþega á miðvikudaginn og var það í fyrsta sinn sem Zeppelin- far flutti farþega frá því risaloftskipið „Hindenburg“ brann upp til agna við New York fyrir meira en 60 árum. Fyrirtækið Deutsche Zeppelin Reederei (DZR) í Friedrichshafen við Bodensee, þar sem Ferdinand von Zeppelin greifi smíðaði fyrsta loftskipið fyrir 101 ári, hyggst halda úti áætlanaflugi með farþega sex sinnum á dag, fimm daga vikunnar. Farþega- rými nýja loftskipsins, sem ber nafnið Bodensee, tek- ur allt að 19 manns. Einnar stundar útsýnisflug kost- ar frá 600 mörkum á mann, andvirði 27.000 króna. Burðarbelgur Zeppelin NT-loftskipsins er fylltur helíum, ekki hinu háeldfima vetni sem notað var fram að Hindenburg-slysinu árið 1937. Zeppelin flýgur á ný ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 23 AÐDÁENDUR Elvis Presley í Jap- an geta fljótlega hlýtt á safndisk með lögum rokkkóngsins, sem forsætis- ráðherra lands- ins, Junichiro Ko- izumi, hefur valið. „Við gerum ráð fyrir að aðdáend- ur Koizumis muni líka kaupa þenn- an Elvis-disk,“ sagði Katsumi Miyata, talsmað- ur útgáfufyrir- tækisins BMG Funhouse, í viðtali við AFP-frétta- stofuna. Frá því Koizumi tók við forsætis- ráðherraembættinu í apríl sl. hafa vinsældir hans slegið öll met. Til að mynda hefur sala í lítilli verslun við höfuðstöðvar flokks hans, Frjáls- lynda demókrataflokksins, á minja- gripum með myndum af ráðherran- um aukist til muna. Geisladiskinum, sem ber heitið „Junichiro Koizumi kynnir: Uppá- halds Elvis-lögin mín“, verður dreift í búðir í Japan næstkomandi mið- vikudag. Á umslagi disksins verður mynd af ráðherranum brosandi við hlið Elvis. Í yfirlýsingu sem Koizumi sendi til aðdáendaklúbbs Elvis í maí sl. segir hann: „Ég á afmæli hinn 8. janúar eins og Elvis. Það er eitt af því sem ég er stoltur af.“ Koizumi gefur út Elvis-disk Junichiro Koizumi Tókýó. AP. SÆNSKIR fornleifafræðingar hafa fundið fjöldagröf nærri borginni Uppsölum sem þeir telja að geymi leifar sænskra bændaher- manna sem féllu í orr- ustu við danska kónginn árið 1520. Í gröf- inni, sem er um hundrað fermetrar að stærð, er að finna bein nokkurra hundruða manna og telja fornleifafræð- ingarnir að þar séu fundnir her- menn Stens Sture yngri sem storkaði dönsku konungsvaldi á fyrri hluta 16. aldar en beið að lokum lægri hlut. Á þeim tíma var Kalmarsam- bandið enn við lýði og lutu öll Norðurlöndin einum konungi, sem sat í Kaupmannahöfn. Sví- ar voru ósáttir við sitt hlut- skipti og vildu hafa meira að segja um stjórn Svíþjóðar. Bændur gegn málaliðum Her Stens var aðallega skip- aður bændum og öreigum en aðallinn var að miklu leyti á bandi Danakonungs. Sten gat ekki leitt herinn í orrustunni við Uppsali vegna þess að hann hafði misst fótinn nokkrum vik- um áður og var óskipulagður bændaskarinn auðveld bráð fyrir alþjóðlegan málaliðaher Kristjáns II. Í kjölfarið fóru hreinsanir Kristjáns konungs þar sem fjöldi andstæðinga hans voru pyntaðir og líflátnir og fékk sá atburður nafnið Stokkhólmsblóðbaðið. Ungur maður að nafni Gustav Eriks- son Vasa slapp undan dönskum böðlum og leiddi þjóð sína í uppreisn. Árið 1523 var Gustav Vasa krýndur konungur Sví- þjóðar og þar með hófst upp- gangstími ríkisins sem lauk ekki fyrr en Svíar biðu lægri hlut fyrir Rússum í Norður- landaófriðnum mikla 1700 – 1721. Forn fjölda- gröf finnst í Svíþjóð Stokkhólmi. AP. Kristján II Danakonungur M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Gullsmiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.