Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Horfin á 60 sekúndum
(Gone in 60 seconds)
S p e n n u m y n d
Leikstjóri: H.B. Halicki. Aðal-
hlutverk: H.B. Halicki, Marion
Busia og Jerry Daugirda. (98 mín.)
Bandaríkin, 1974. Bergvík. Bönnuð
innan 16 ára.
HASARMYNDAFÆRIBANDIÐ
í Hollywood náði sögulegri lægð með
endurgerð myndarinnar sem hér er
til umræðu, þ.e.
Horfin á 60 sek-
úndum. Tómleiki
myndarinnar var
slíkur að það skipti
engu máli hversu
mörgum bílum var
ekið hratt eða
hversu margar
sprengingar lýstu
upp bíótjaldið.
Myndin var einfaldlega fjarverandi á
sama tíma og verið var að horfa á
hana. Upprunalega verkið hefur svo
sem ekki margt að státa af, sögu-
þráðurinn sem greinir frá bílaþjófa-
hring er ósköp þvældur en fjörutíu
mínútna langur eltingarleikurinn
sem er uppistaða myndarinnar
stendur þó enn fyrir sínu. Aðalatrið-
ið er að þótt þessi mynd sé ekkert
sérstaklega merkileg er hún marg-
falt betri en hin rándýra, stjörnum
prýdda endurgerð.
Heiða Jóhannsdótt ir
Bófar og
bílahasar
Örvænting
(Panic)
D r a m a
Leikstjórn og handrit Henry
Bromell. Aðalhlutverk William H.
Macy, Neve Campbell, Donald
Sutherland. (90 mín.) Bandaríkin
2000. Sam-myndbönd. Bönnuð
börnum innan 16 ára.
ÞAÐ ER æði margt safaríkt sem
mælir með henni þessari. Einn
magnaðasti kvikmyndaleikari sam-
tímans í sjaldgæfu
aðalhlutverki og
einróma lof gang-
rýnenda vestan-
hafs þar á meðal.
Ég hugsaði mér því
gott til glóðarinnar
og allt fór vel af
stað. Fléttan
einkar áhugaverð.
Macy leikur mið-
aldra, örvæntingarfullanmann.
Hann er óhamingjusamur í hjóna-
bandinu og vill út úr fjölskyldufyr-
irtækinu, sem er alls ekkert venju-
legt. Hann vinnur nefnilega sem
leigumorðingi fyrir föður sinn (Suth-
erland)! Í þokkabót er hann svo orð-
inn ástfanginn af 23 ára gamalli móð-
ursjúkri stúlku (Campbell) sem hann
kynnist á biðstofu hjá sálfræðingi.
Helstu gallarnir við þetta annars
frumlega drama er að í því eru all-
vænar gloppur sem pirra mann óg-
urlega. Takið t.d. eftir fádæma
magnaðri rökvillu í lokauppgjörinu á
heimili föðurins. Eitt af þessum til-
fellum þegar persónurnar virðast
hafa fengið að gægjast í handritið.
Þar að auki verður Macy að fara að
auka fjölbreytni í hlutverkavali –
nema hann sé hreinlega svona mikill
auli í raun og veru?
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Af því að
pabbi
vildi það
♦ ♦ ♦
HINN 16. ágúst síðastliðinn
voru liðin 24 ár frá því að kon-
ungur rokksins,Elvis Presley,
gaf upp öndina.
Af því tilefni tóku tölvuteikn-
arar hjá St. Andrews háskól-
anum í Skotlandi sig til og
teiknuðu mynd af Elvis eins og
hann myndi líta út ef hann væri
enn á lífi. Myndin var teiknuð
upp úr gamalli ljósmynd af Elv-
is á sínum yngri árum.
Ef Elvis væri á lífi í dag væri
hann 66 ára gamall. Það eru þó
skiptar skoðanir um það hvort
Elvis hafi í raun látið lífið þarna
um árið og þó nokkrir halda því
fram að hann sé enn meðal vor,
en það er önnur saga.
Elvis í dag
LEIKKONAN Sarah Michelle Gell-
ar er þessa dagana að kynnast ókost-
um frægðarinnar því æstur aðdáandi
hefur sent henni líflátshótanir.
Aðdáandinn hótar að drepa Gellar
nema hún fari með honum á stefnu-
mót. Hann hefur sent fjölmörg bréf
heim til hennar, öll rituð með blóði.
Gellar, sem á að baki myndir á
borð við I Know What You Did Last
Summer og Cruel Intentions, er að
sögn mjög óttaslegin og hefur aukið
öryggisgæslu á heimili sínu til muna
og lífverðir fylgja henni hvert fótmál.
„Ég verð ekki óhult fyrr en þessi
maður er kominn bak við lás og slá,“
sagði Gellar um málið.
Lögreglan hefur enn ekki haft
hendur í hári aðdáandans en málið er
í rannsókn og er litið mjög alvarleg-
um augum.
Gellar er um þessar mundir að
leika í kvikmynd um hundinn Scooby
Doo ásamt unnusta sínum, ung-
stirninu Freddy Prinze Jr.
Gellar
hótað lífláti
Sarah Michelle Gellar (hægra
megin) ásamt góðvinkonu sinni,
Britney Spears.