Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GOSPELSYSTUR Reykjavíkur verða með opið hús í húsnæði kórsins, Domus Vox, Skúlagötu 30, kl. 16-21 á menningarnótt. Kórinn verður með söngdagskrá, kaffisölu og stórmarkað. Kórinn heldur tvenna kveðju- tónleika í Langholtskirkju nk. þriðjudagskvöld, kl. 20 og 22, en kórinn er á leið til New Orleans og tekur þar þátt í sjö tónleikum, ýmist með öðrum kórum eða einn og sér. Söngvarinn Egill Ólafsson og fjórir hljóðfæraleikarar, undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar, koma fram með kórnum, bæði þar og á tónleikunum í Lang- holtskirkju. Konurnar taka þátt í sérstöku námskeiði um afró og gospel sem fram fer í New York. Kórinn heldur síðustu tónleikana þar í boði Long Island kórasam- bandsins og verða tónleikarnir á nýlegu útisviði hringleikhúss. Kórinn söng inn á sína fyrstu geislaplötu nú í vor, Undir norð- urljósum og kemur hann út nú um helgina. Þar syngja með kórnum Anna Sigga Helgadóttir, Egill Ólafsson, Katrín Ósk Ein- arsdóttir, Magga Pálma og Páll Rósinkranz. Gospelsystur með opið hús Morgunblaðið/Golli Gospelsystur á æfingu. Við píanóið er Margrét Pálmadóttir. B Æ K U R F R Á Í SL A N D I & G R Æ N L A N D I Á UPPBOÐI Bredegade 33, DK-1260 Kbh. K www.bruun - rasmussen .dk BRUUN RASMUSSEN B O G A U K T I O N E R BRUUN RASMUSSEN BOGAUKTIONER er ánægja að kynna viðskiptavinum sínum stórt, sérstakt safn af bókum og kortum um Ísland og Grænland. Bækurnar verða boðnar upp á tveimur bókauppboðum, hið fyrra er 27. ágúst en það seinna 10.-11. október. Nánari upplýsingar fást í síma 0045 3343 6939 eða á heimasíðu okkar www.bruun-rasmussen.dk Vökum af list í Galleríi Fold Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta Tvær sýningar opnaðar kl. 16.00 KVEÐJUSTUND Upplestur fyrir unga og eldri kl. 16.00 og 21.15 BÍTTU Á JAXLINN ELSKU BESTA HREKKJUSVÍN Skapað og þrykkt af list kl. 17.00 til 24.00 Sönglist kl. 20.30 og 22.00 EINS OG ÞEIM ER EINUM LAGIÐ AÐ FJALLABAKI Soffía Sæmundsdóttir sýnir olíuverk í RAUÐU STOFUNNI. Soffía er um stundarsakir flutt til Bandaríkjanna Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sýnir fyrstur í LJÓSFOLD, nýrri ljósmyndadeild í Galleríi Fold. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur hefur lestur upp úr vinsælum barnasögum sínum. Ætlunin er að ungir og eldri gestir skipist á um að lesa upp úr bókum Kristínar Helgu til kl. 23.00. Gunnlaugur Stefán Gíslasson 17-20 vatnslitur Gyða L. Jónsdóttir 17-20 skúlptur Sara Vilbergsdóttir 18-21 acrylmálun Þórunn Björnsdóttir 19-22 pastelmálun Sjøfn Har 21-23 olíumálun Bjarni Björgvinsson 21-24 þrykk Guðrún Jónasdóttir 21-24 leirmótun Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari syngur nokkur létt lög við undirleik Reynis Jónassonar harmónikuleikara Um 2000 verk eftir fleiri en 200 listamenn til sýnis og sölu í galleríinu. Heitir og kaldir drykkir og sætar kökur í boði fyrir börn og fullorðna Rauðarstíg 14-16, sími 551 0400, www.myndlist.is OPIÐ TIL KL. 01.00 Í NÓTT! HJÖRLEIFUR Valsson fiðlu- leikari og Björgvin Gíslason, gítar- og sítarleikari, sem sam- an skipa dúettinn Flugu, halda tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag og á Café Riis á Hólmavík hinn 19. ágúst. Efnisskrá Flugu einkennist af fjölbreytni og má þar nefna verk eftir J.S. Bach, J. Hendrix, Jón Múla Árnason, W.A. Moz- art, Björgvin Gíslason, rokk- hljómsveitina Kinks og fleiri. Hjörleifur Valsson er nú bú- settur og starfandi á Íslandi eft- ir áralanga dvöl erlendis. Hann nam fiðluleik í Noregi, Tékk- landi og Þýskalandi og hefur komið fram sem einleikari og í ýmiss konar samspili víða í Evr- ópu. Björgvin Gíslason er einn kunnasti gítarleikari íslenskrar rokksögu og lék með hljómsveit- um á borð við Pelican, Náttúru, Pops og fleirum. Hann hefur leikið á fjölmargar hljómplötur og nú nýlega kom út geisla- diskur með tónlist eftir Björg- vin sem gefinn er út í fimmtíu númeruðum eintökum en al- menningi gefinn kostur á að nálgast efni disksins á slóðinni www.keli.is/bjoggi. Fluga með tón- leika á Ísafirði og í HólmavíkÁRNI Rúnar Sverrisson opnar mál-verkasýningu í Galleríi Reykjavík, sýningarsal Skólavörðustíg 16, í dag, laugardag, kl. 14. Yfirskrift sýning- arinnar er Land og landbrot. Á sýn- ingunni eru olíumálverk, unnin á síð- astliðnum tveimur árum, nokkur þeirra máluð í vinnustofu í Palermo á Sikiley 1999. Þetta er tíunda einka- sýning Árna Rúnars, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Myndir af verkum lista- mannsins er að finna í gagnagrunni Upplýsingamiðstöðvar myndlistar: http://www.umm.is/sub.html. Árni Rúnar hefur opnað heimasíðu á slóð- inni http://www.arnirunar.is. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 11– 16, lokað sunnudaga og stendur til 5. september. Olíumálverk í Galleríi Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.