Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María GuðlaugPétursdóttir fæddist á Löngumýri í Skagafirði 11. nóv- ember 1927. Hún lést á heimili sínu, Öldu- stíg 13, Sauðárkróki, 10 ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Þor- grímsson, f. 1887, d. 1939, og Engilráð Guðmundsdóttir, f. 1893, d. 1964. Hálf- systur Maríu voru Guðrún H. Jóhannes- dóttir, f. 1931, og óskírð Pétursdóttir, f. 1927, og lést hún nokkrum vikum síðar. Þegar María var þriggja vikna, fór hún í fóstur til Elísabetar Jónsdóttur, f. 1885, d. 1967, og ólst upp hjá henni. Árið 1952 giftist María, Ög- mundi Eyþór Svavarssyni mjólk- urfræðingi, f. 30.mars 1928, d. 23. ágúst 1999. Foreldrar hans voru Svavar Guðmundsson, f. 1905, d. 1980, og Sigurbjörg Ögmunds- dóttir, f. 1907, d. 1994. María og Ögmundur áttu þrjár dætur. Þær eru: 1) Elísabet, f. 1948, eiginmaður Pétur Pétursson, f. 1945, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Krist- ín, f. 1952, eigin- maður Örn Foss- berg Kjartansson, f. 1948, og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 3) Svava, f. 1954, eiginmaður Þorgrímur Pálma- son, f. 1954, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. María var alla tíð útivinnandi, jafnhliða húsmóðurstörfum, og vann næstum allan sinn starfsald- ur við fiskvinnslu, eða hart nær hálfa öld. María var virkur félagsmaður í Verkakvennafélag- inu Öldunni á Sauðárkróki og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Útför Maríu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún amma, eða Maja P. eins og hún var kölluð, var kraftmikil per- sóna. Öll mótuðumst við í æsku af henni og veit ég að það voru þung spor fyrir hana 12 ára gamla að horfa á eftir föður sínum í gadd- freðna jörðina. Eftir hans tíma tók svo við hjá ömmu og uppeldismóður hennar lífs- barátta að eiga í sig og á. En hún amma var ekki að bera sorgir sínar á torg. Þegar eitthvað bjátaði á var hennar ráð að rífa sig upp og vera hress og kát. Hún hugsaði alltaf um aðra og þegar slátursuðu, rúgbrauðsgerð og kleinubakstri var lokið var farið í rúnt um bæinn með afa eða á hjólinu og gefið af því sem til var. Einstaka sinnum fór ég í þessar ferðir og þakklætið og gleðin frá þeim sem ég færði sendingarnar frá ömmu kenndu mér mikið. Fleiri voru það sem nutu góðs af örlæti ömmu. Einn þeirra var krummi karlinn, sem átti athvarf hjá henni á veturna. Bómin í garðinum fengu líka mikla ummönnun hennar enda garðurinn einstaklega fallegur. Hann var stolt hennar og gleði. Hún amma var mikill ljóða- og vísnaunnandi og stundum voru svo- kallaðar ljóðastundir hjá okkur. Sú fyrsta var þegar ég var um átta ára aldur, en þá fór hún með Krummavísur Jóhannesar úr Kötl- um, öll 26 erindin án bókar. Þetta var fyrir mig áhrifamikil stund og lagði ég það á mig að læra öll erindin. Síðasta ljóðastundin var í lok júlí sl. en þá fór ég til ömmu og las fyrir hana ljóð. Trúna hafði hún að leiðarljósi og var spíritisminn partur af trúnni og nú veit ég að amma er dansandi og afi spilar á píanóið og hjá þeim ríkir gleði. Ég finn fyrir miklum söknuði, en líka gleði í hjarta mínu vegna allra minninganna sem ég á. Munið í glensi og glaumi þó gleðin leiki um brár að oft hafi í dagsins draumi dropið brennheit tár. Er töfrandi tónar gjalla glitra hin viðkvæmu blóm er hlutu líf til að fölna og falla eftir forlagadóm. Lífið er ei tómur leikur sem leggur rós í þín spor, en stattu í storminum keikur, stutt er í næsta vor. Þó bylgjurnar brotni með þunga og byrgi þér andartaks sýn, þá birtist sólin eilífa unga og aftur þér skín. ( G.G.-Þ.J.) Elsku Bettý, mamma og Svava, Guð styrki ykkur. Sigrún og Magnús. Allir heilir uns við sjáumst næst, Drottinn hylur dýpstu leiðir, Drottinn allan vanda greiðir, allir heilir uns við sjáumst næst. Allir vér, allir vér hittumst þar sem herrann er allir vér, allir, allir vér allir heilir uns vér sjáumst næst. Sigurvin Örn og Kristrún María. María Pétursdóttir eða Maja P., eins og hún var alltaf kölluð, og mig langar að minnast með þessum orð- um, var gift Ögmundi frænda mínum og fósturbróður mömmu minnar. Ögmundur og Maja kynntust þegar hún var á heimili mömmu og pabba að passa elsta systkini mitt. Milli þessara heimila var alltaf mikill sam- gangur á meðan foreldrar mínir báð- ir lifðu og sameiginlega brugðist við í gleði og sorg. Hjá okkur bjó afi okk- ar Ögmundar og fóstri hans, sem honum og fjölskyldu hans var mjög kær. Því tilheyra þau mörgum æsku- minningum mínum. Maja og mamma með okkur, börnin sín, í nestisferðum, í réttum, og við saman í afmælum sem og um jól og áramót. Þau voru skemmtileg heimboðin hennar Maju. Allt svo fínt og fágað, nóg af kökum sem börnin vildu, og svo spilaði Ögmundur á pí- anóið og við sungum og dönsuðum. Maja var óvenju dugleg kona – vann alltaf í fiskinum, heimilið alltaf svo fínt og garðurinn fallegur. Hún sáði sjálf fyrir blómunum sínum, og frí- stundir hennar á sumrin fóru í að hugsa um gróðurinn og allt virtist gróa í höndunum á henni. Það sást á verðlaunagarðinum hennar. Maja var orðin slitin og þreytt, heilsan farin að bila, og hún saknaði Ögmundar mikið. Hún hafði ræktað með sér jákvætt hugarfar og kom færandi hendi til margra er voru á einhvern hátt ein- mana. Maja var mjög trúuð kona og efaðist aldrei eitt augnablik um til- gang lífsins og framhaldslíf. Maja og dætur hennar reyndust móður minni vel þegar hún var orðin lasburða, og oft kom hún til mömmu færandi hendi. Ég heimsótti Maju oftar síðastlið- ið ár en í langan tíma áður, þar sem mér fannst hún tengja mig við mömmu mína sem lést fyrir réttu ári. Þessar stundir voru mér mikils virði og oft á ég eftir að minnast þeirra í framtíðinni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég dætrum hennar og fjölskyldum þeirra. Í minningu dauðlegra manna er margvísleg teikn að sjá: Sum árin, sem liðin eru þar englavængi fá. (Guðm. Böðvarsson.) Blessuð sé minning þeirra hjóna, Ögmundar og Maju. Kristín Helgadóttir. Erfitt var að trúa þeim fregnum síðdegis föstudaginn 10. ágúst að kær vinkona, María Pétursdóttir, hefði orðið bráðkvödd fyrr um dag- inn. Dótturdóttir hennar, Sigrún, sem býr á hæðinni fyrir neðan mig á Hólaveginum, kom þá upp til mín og sagði mér frá andláti ömmu sinnar. Aðeins tveir dagar voru liðnir frá því að við kvöddumst á heimili Maju á Öldustígnum og hún þá svo kát og hress. Ekki hvarflaði að mér að það yrði okkar síðasti fundur. Gjarnan er sagt að svona sé nú bara lífið en engu að síður er alltaf jafn erfitt að sætta sig við vinamissi, ekki síst þegar hann ber brátt að. Er við Maja hittumst vorum við vön að rifja upp gamla og góða daga en eftir að hún féll frá hefur mér oft verið hugsað til þessarar hinstu heimsóknar. Hún talaði þá óvenju mikið um liðnar samverustundir en þar var vissulega af nógu að taka. Ekki man ég eftir okkar fyrstu samverustundum, enda ég þá aðeins tveggja ára þegar móðir mín fékk Maju til að passa mig. Kynni okkar áttu eftir að verða mikil síðar og fyrst man ég eftir henni og Ög- mundi, manni hennar, þar sem þau bjuggu í Suðurgötunni. Ég var þá sem unglingur farinn að vinna á sama stað og Maja, eða í frystihús- inu á Eyrinni, því ,,neðra“. Hún starfaði lengstum sem fiskverka- kona og dró þar hvergi af sér. Var hörkuduglegur starfskraftur og lét sér ekki nægja frystihúsið eða heim- ilisstörfin heldur vann hún ötullega að verkalýðsmálum. Við Maja unn- um einnig saman í sláturhúsinu tvö haust og á báðum þessum vinnustöð- um reyndist hún mér afskaplega vel, líkt og alla tíð síðar. Maja og móðir mín tengdust sterkum vinaböndum og tryggari fjölskylduvini áttum við ekki þegar þau Ögmundur voru annars vegar. Tengslin efldust enn frekar er við Ögmundur fórum að starfa saman í mjólkursamlaginu og þegar hann stjórnaði Karlakór Sauðárkróks fékk ég að fljóta með í skemmtiferð í Eyjafjörð og Vaglaskóg. Makar kór- manna voru líka með í för og er við Maja hittumst í síðasta skiptið minntist hún þessarar ferðar alveg sérstaklega. Sagði hún heimsóknina í Eyjafjörð hafa verið yndislega og einhverja þá skemmtilegustu sem hún hefði farið í með kórnum. Ferðin rifjast líka alltaf upp er horft er á ljósmynd af okkur þremur í Vagla- skógi að snæða nesti sem hún hafði útbúið af sínum mikla myndarskap. Maja var sérlega iðin við brauð- bakstur og ófá voru þau skipti sem hún kom færandi hendi með ilmandi bakkelsi til okkar mömmu. Hún lét sér ekki nægja að baka til heimilisins heldur fengu margir utan fjölskyld- unnar að njóta gjafmildinnar. Ekki fækkaði heimsóknunum eftir að mamma féll frá og verður Maju seint þökkuð sú vinátta sem hún sýndi. Ég sendi samúðarkveðjur til dætra Maju og fjölskyldna þeirra, sem fyrir hálfu öðru ári sáu á eftir Ögmundi, kærum föður, afa og lang- afa. Einnig á Sigrún alla mína samúð því ég veit að samband þeirra Maju var mjög sterkt. Maja átti skiljanlega erfitt með að sætta sig við fráfall Ögmundar, enda voru þau einkar samhent, en nú hafa þau sameinast að nýju. Mætra hjóna og vina er saknað og blessuð sé minning þeirra. Eiður B. Guðvinsson. Þegar heitt og hlýtt hjarta Maríu Guðlaugar Pétursdóttur hætti að slá föstudaginn 10. ágúst sl. voru nær rétt tvö ár frá því eiginmaður henn- ar, Ögmundur Eyþór Svavarsson, lést. Þetta hjarta, sem svo oft hafði fundið til samúðar með þeim, sem minna máttu sín í samfélaginu, lét undan álaginu og lauk sínu hlut- verki. Þeir eru án efa margir fleiri en aðstandendur Maríu sem nú sakna vinar í stað og víst er það mikið áfall þegar dauðinn sækir fólk heim þar sem það stendur svo að segja. Minn- ug þurfum við þó að vera þess, að fyrir þann sem kveður er það þó trú- lega léttbærara en langvinnar þján- ingar og sjúkrahúsvist. María hefur án efa verið búin að finna fyrir að- kenningu þess sjúkdóms, sem batt enda á líf hennar en það var ekki hennar stíll að kvarta, ekki fyrir sína eigin hönd. Hún var aftur á móti fljót til að taka upp hanskann fyrir þá, sem henni fannst hallað á, einkum ef í hlut áttu þeir, sem minna máttu sín. María var á margan hátt einstök kona. Allt útlit hennar og fas minnti fremur á suðrænar hefðarkonur en afkomanda norrænna víkinga. Hún var einstaklega snyrtileg og hreinlát í allri framgöngu og umgengni og bar heimili hennar þess best vitni. Hún var einnig ævinlega vel og snyrtilega til fara, þótt þar væri ekki kostað miklum fjármunum til, enda lengst af hennar ævi ekki til að dreifa rúmum fjárráðum, þótt vel væri haldið á því sem aflaðist. Hún starfaði lengst af starfsævi sinnar við fiskvinnslu og þótti þar bera af öðrum hvað varðaði afköst og vel- virkni. María Guðlaug var greind og vel máli farin og henni lét vel að styðja mál sitt rökum og fylgja því eftir. Alla ævi studdi hún þann málstað sem vill jafna kjör fólks og bæta hag þeirra, sem bágt eiga af einhverjum orsökum. Henni var það mikið hjart- ans mál og áreiðanlega eru þeir fleiri en almennt er um vitað, sem áttu í henni hauk í horni þegar hallaði á. María tók virkan þátt í starfsemi síns verkalýðsfélags, bæði varðandi hagsmunamál sinnar stéttar sem og þau samfélagsmál, sem henni þótti til heilla horfa. Þar, sem annars stað- ar, var hún heil og óskipt í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Mætti margur maðurinn taka sér til fyrir- myndar þau heilbrigðu og óeigin- gjörnu viðhorf, sem gjarnan mótuðu afstöðu hennar til málefna líðandi stundar. Við hjónin erum meðal þeirra, sem áttu í Maríu Guðlaugu góðan og traustan vin, sem við þökkum nú samfylgdina á lífsgöngunni. Okkur sem fleirum þykir nú sem eina stoð okkar litla samfélags hér norður við Íshaf vanti. Því hlýtur söknuður þeirra, sem sjá nú á eftir móður, tengdamóður, ömmu og langömmu að vera mikill og sár. Þeim vottum við því innilega samúð okkar og biðj- um þeim allrar blessunar og varð- veislu góðra minninga um gengna heiðurskonu. Droplaug Þorsteinsdóttir, Þorkell Guðbrandsson. Það urðu allir hljóðir við eldhús- borðið þegar okkur var sagt að Maja á Króknum væri dáin. Þetta gat ekki verið satt. Við hittum hana fyrir stuttu og þá fannst okkur hún vera svo hress og kát. Þar hampaði hún yngsta langömmubarninu sínu en Maja var einstaklega barngóð. Börn hændust að henni og hún átti alltaf eitthvað gott til að stinga upp í litla munna. Við systkinin vorum svo lánsöm að fá leigða litlu risíbúðina hjá Maju og Ögmundi þegar við vorum í skóla á Króknum. Þar var mjög gott að vera. Þau voru okkur sem amma og afi. Þau voru ekki fá skiptin sem þau kölluðu á okkur niður í kvöldmat og var þá mikið spjallað og gert að gamni sínu. Maja fylgdist mjög vel með öllu í kringum sig og var vön að segja sína skoðun á málunum. Hún vildi öllum vel og var einstök á allan hátt. Ég kom við á Öldustíg 13 um daginn og sýndi dóttur minni garð- inn hennar Maju en hún mátti vera stolt af honum og því sem hún tók sér fyrir hendur. Við systkinin þökkum Maju og Ögmundi fyrir allt. Dómhildur og Pálmi Þór. MARÍA GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. )  #    *  #    +     + *                   ,   7("  ; %" )< %   #  , *  -. )  )   !"=    #$$%  , ! ( + )*% , %" %#$$% , #% , ! #$$% 5 !%5 ( $!, ! #$$%  !%"!%& !%" (  %>, ! #$$% ! %&%  -  ( ( ) % )*%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.