Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurður ÁrniSigurbergsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 23. maí
1957. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 8. ágúst af
völdum áverka er
hann hlaut í vél-
hjólaslysi á Vestur-
landsvegi við Brúar-
torg í Borgarnesi
24. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Lilja Árnadóttir og
Sigurbergur Guðna-
son frá Vestmannaeyjum. Systir
Sigurðar er Guðný Ósk gift Arn-
laugi Bergssyni og eiga þau þrjú
börn, Lilju, Sindra og Elínu Rós.
Annan í jólum 1979 kvæntist Sig-
urður eftirlifandi eiginkonu
sinni, Hrefnu Guðjónsdóttur, f.
16. ágúst 1956. Foreldrar henn-
ar voru Kristín Ólafsdóttir og
Guðjón Kristinsson, bæði látin.
Börn Sigurðar og
Hrefnu eru: 1) Ás-
geir, f. 24. maí
1978, unnusta hans
er Elsa Ósk Alfreðs-
dóttir. 2) Guðbjörg,
f. 16. desember
1983, unnusti henn-
ar er Arnfinnur
Finnbjörnsson. 3)
Kristín, f. 16.
desember 1983. 3)
Bergur, f. 15. apríl
1992.
Sigurður nam við
Iðnskólann í Vest-
mannaeyjum og
lauk sveinsprófi í plötusmíði og
vélvirkjun. Meistararéttindi haut
hann síðan í Vélsmiðjunni Magna
hf., en þar vann hann og síðan í
Vinnslustöðinni hf. Fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur 1990 og rak
Sigurður eigið verkstæði þar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi okkar.
Okkur langar að skrifa þér þetta
bréf svo að þú vitir hvað við elskum
þig mikið og söknum þín sárt. Nú
þegar þú ert farinn frá okkur
streyma minningar um huga okkar.
Manstu þegar við fórum í allar útileg-
urnar og skemmtum okkur svo vel,
óðum yfir allar köldu árnar, en
mamma þorði aldrei með okkur ofan í
og stóð á bakkanum og hló. Þegar við
systurnar unnum fótboltaleikina
fylltumst við af ánægju, því við viss-
um að þá værir þú svo stoltur af okk-
ur.
Þú varst alltaf svo góður við okkur,
varst alltaf til staðar með góð ráð
handa okkur og gerðir allt til að okk-
ur liði sem best.
En svo breyttist allt 24. júní. Við
sátum inni í stofu að horfa á sjón-
varpið þegar síminn hringdi og við
fengum þessar hræðilegu fréttir. All-
an þann tíma sem þú varst á sjúkra-
húsinu stóðstu þig eins og hetja, en
svo allt í einu varstu farinn.
Við þökkum Guði fyrir þann tíma
sem við fengum með þér og við vitum
að hann hugsar vel um þig og á end-
anum hittumst við aftur og þá verður
gaman á ný.
Elsku pabbi, sofðu rótt, þín elsk-
andi börn,
Ásgeir, Guðbjörg, Kristín
og Bergur.
Elsku pabbi minn.
Þó að þú kveðjir um sinn
þá mun ég aldrei þér gleyma
og ég held áfram að reyna
án þín að lifa, og til þín þetta ljóð skrifa.
Vona að þú sért stoltur af því sem ég gerði
og þó að þetta erfitt verði
þá veit ég að núna líður þér vel
og ég niður dagana tel
þar til við hittumst aftur
og ég veit það verður í þér sami kraftur.
Við gerðum svo mikið saman,
manstu hvað það var gaman?
Að spila fótbolta, ferðast og allt það
en elsku pabbi bíddu, því við hittumst aftur
á nýjum og betri stað.
Þín dóttir, að eilífu,
Kristín.
Kæri sonur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.Í.H.)
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Vertu sæll, elsku vinur.
Elsku Hrefna og börn; Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Mamma og pabbi.
Elsku bróðir.
Við andlátsfregn þína
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn
tjáð var í bænunum mínum,
en guð vildi fá þig
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja,
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð, hann er góður
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért
og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Elsku Hrefna, Ásgeir, Elsa Ósk,
Guðbjörg, Addi, Kristín og Bergur;
Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu
raun.
Ég kveð þig með söknuð í hjarta.
Þín systir,
Guðný Ósk.
Elsku Siggi.
Þá heiðursmaður kveður, er hljótt um
heimabyggð,
er horfin ár sem dýrar perlur skína.
Við biðjum Guð að launa þér gjafir, hlýju og
tryggð,
er gröfin lokast hljóða. Og blessum minn-
ing þína.
Elsku Hrefna, Ásgeir, Guðbjörg,
Kristín og Bergur; Guð gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Ykkar systrabörn,
Lilja, Sindri og Elín Rós.
„Blessaður, Minkurinn hérna!“;
svona hófst síðasta símtal okkar svil-
anna, að kvöldi 7. júní síðastliðins. Ég
heilsaði og þá sagði Siggi: „Hvenær
vaknarðu?“ Ég sagðist yfirleitt vera
kominn á lappir upp úr sex til að
koma mér í laugarnar. „Þá leggjum
við í hann klukkan sex og ég verð þá
fyrir utan hjá þér. Ég ætla að taka
Berg með.“ Minkurinn var ekkert að
hafa of mörg orð um hlutina, sagði
það sem segja þurfti án orðalenginga.
Og af stað vorum við farnir fyrir sex
morguninn eftir. Bíllinn hans, sem er
eins og verkstæði á hjólum, var vel
hlaðinn, því Ásgeir hafði hjálpað
pabba sínum kvöldið áður að setja ál-
lokið á heita pottinn í Húsafelli í bíl-
inn og líka slatta af timbri og öllu sem
til þurfti til verksins.
Siggi hafði smíðað lok yfir heita
pottinn í Laugarási í fyrra og þótti
það slík völundarsmíð að orlofsnefnd-
in var staðráðin í að fá eins lok í
Húsafell. Ég hafði líka farið með hon-
um í Laugarás og vorum við hátt í tvo
daga að ganga frá þar, en nú skyldi
þetta ganga á einum degi.
Við vorum byrjaðir að rífa skjól-
vegginn við pottinn um hálf átta, af-
tengja lagnir, færa pottinn, sníða
timbur og fleira og fleira. Allt lék
þetta í höndunum á Sigga, en ég var
þarna eins og léttadrengur og hand-
langari. Á meðan við unnum undi
Bergur sér við flugdrekaflug, skrapp
niður að á og allt í einu var hann kom-
inn með hund í heimsókn, svo ekki
„féll honum verk úr hendi“ frekar en
pabba hans.
Ekki var nú mikið litið upp frá
verkinu, ég náði þó að skella 1944-
réttum í örbylgjuofninn í hádeginu,
og svo fengum við okkur tvo, þrjá
kaffibolla á hlaupum, en reglulega
var þó tekið í nefið! Það er skemmst
frá að segja að við vorum að til að
verða níu um kvöldið og þegar við
renndum í hlað heima var útivistin
orðin 17 klukkutímar.
Ég held að þetta hafi ekki verið
mjög óvenjulegur vinnudagur hjá
Sigga, því þeir voru æði oft langir,
svo langir að bakið var farið að gefa
sig. En hans mottó var að gera vel og
ljúka verkinu, og svo sannarlega eru
lokin á heitu pottunum og allur frá-
gangur þeirra góð dæmi um hand-
bragðið hans.
Þeir voru samrýmdir feðgarnir og
náðu vel saman. Það sá ég í Húsafelli
þennan dag, sem nú er mér afar dýr-
mæt minning um Sigga mink, því að
kvöldi 8. júní áttum við síðast orða-
skipti er við kvöddumst við heimili
mitt að loknu frábæru dagsverki.
Minning um góðan dreng og elsku-
legan svila.
Megi algóður Guð vernda elsku
Hrefnu og krakkana og styrkja þau í
þeirra miklu sorg.
Ágúst Karlsson.
Með mikilli sorg í hjarta kveðjum
við elskulegan frænda okkar, Sigurð
Árna Sigurbergsson, sem tekinn var
frá okkur allt of fljótt.
Elsku Siggi. Að koma heim til ykk-
ar Hrefnu var alltaf eins og að koma
heim – bara aðeins betra. Ekkert var
sjálfsagðara en að hýsa þá sem til
ykkar komu – og voru það oft skraut-
lega margir. Alltaf bauðstu alla vel-
komna og hvergi var betra að vera.
Þú varst alltaf svo góður við okkur
frændsystkinin og alltaf vildirðu allt
fyrir alla gera. Þú sagðir alltaf að þú
ættir hlut í okkur öllum – og börnin
sem við svo eignuðumst gerðir þú að
þínum barnabörnum. Þú áttir svo
mikið í okkur – og við í þér. Það var
alltaf svo gott að leita til þín, ekki
bara til að leita ráða, heldur einnig til
huggunar. Þó svo að þú hafir kannski
ekki alltaf vitað af því. Því þannig
varstu. Nærvera þín ein nægði til að
lyfta manni upp og kæta.
Ef svo stóð á að þú varst á leiðinni í
útilegu með fjölskylduna og eitthvert
okkar var á leið til Reykjavíkur, var
þeim hinum sama snarað með í úti-
leguna. Það þótti þér ekkert tiltöku-
mál.
„Einstakur á við þá sem eru dáðir
og dýrmætir og þeirra skarð verður
aldrei fyllt.“ Þetta átti svo vel við þig,
elsku Siggi. Þú áttir engan þinn líka.
Þú lifðir lífinu eins lifandi og mögu-
legt er. Prófaðir allt, gerðir allt; þú
varst allt í öllu alls staðar.
Slökkvilið, björgunarsveit, úteyj-
arfélag. Alls staðar varstu hrókur alls
fagnaðar.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
(Hannes Pétursson.)
Minningarnar um þig eru svo ótelj-
andi margar að það gæti fyllt nokkr-
ar bækur. Þær bestu eru samt
geymdar í hjarta okkar.
Elsku Hrefna, Ásgeir, Elsa, Krist-
ín, Guðbjörg, Addi og Bergur; megið
þið finna styrk og vera hvort öðru
stoð og stytta á þessum erfiðu tímum.
Elsku Siggi. Við þökkum fyrir
þann tíma sem við fengum að njóta
með þér.
Megi minning þín lifa í hjarta okk-
ar um ókomna tíð.
Hrefna og Sigurlaug.
Kæri frændi og vinur, það er erfitt
að setjast niður og reyna með fáum
orðum að minnast þín og þakka þér
allar góðu stundirnar. Minningarnar
frá Eyjum eru margar, t.d. lunda-
veiðar, eggjatínsla og allar óvissu-
ferðirnar sem okkur datt svo oft í hug
að fara. Alltaf var gaman, enda varst
þú mikið náttúrubarn. Kunnir svo vel
að kenna öðrum að upplifa náttúruna
á ótrúlegan hátt. Ég man svo vel eftir
fyrstu ferðinni sem ég fékk að fara
með þér út í Hellisey. Í þeirri ferð
kenndir þú mér að taka í nefið, milli
þess sem við tíndum egg, ég naut mín
svo vel að fá að vera með þér. Kæri
Siggi, það er erfitt að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að fá fréttir af þér
eða hitta þig og hlusta á þig segja
sögur af þér eða fjölskyldu þinni. Hef
ég oft hlegið að því þegar þú sagðir
mér frá hundinum ykkar, Skotta,
sem átti að vera varðhundur en þegar
á reyndi varð raunin önnur; þegar
svalahurðin fauk upp að nóttu til
stökk Skotti undir sæng. Já, þú hafð-
ir alltaf frá svo mörgu að segja. Þó
svo alltaf hafi verið mikið að gera og
gerast hjá þér gafstu þér tíma fyrir
þá sem þörfnuðust þín. Minnist ég
þess hve góður þú varst við afa þinn
Árna og hve oft þú heimsóttir hann á
Dvalarheimilið Hraunbúðir í Eyjum.
Er ég viss um að hann tekur vel á
móti þér. Kæri frændi, þú áttir ynd-
islega konu og fjögur börn sem oft
fengu að upplifa skemmtilegar
stundir með þér. Ég veit að söknuð-
urinn verður mikill enda varst þú
góður, traustur og skemmtilegur
pabbi.
Elsku Siggi, nú í dag er ég kveð þig
í hinsta sinn bið ég góðan guð að
styrkja og vaka yfir elsku Hrefnu,
börnunum ykkar, Ásgeiri, Kristínu,
Guðbjörgu og Bergi, foreldrum og
systur, Bergi, Lilju og Guðnýju.
Blessuð sé minning Sigga.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(B. Jónsson.)
Þinn frændi og vinur,
Kristinn Guðni.
Öll tjáning verður sem tilgerðar-
legt hjóm þegar sorgarfréttir slá
mann. Það sem er efst í huga og mað-
ur ætlar að koma orðum að hljómar
marklítið og innantómt. Samt reyni
ég að kveðja Sigga minn. Þótt langt
væri milli okkar í aldri varð hann
snemma félagi minn og góðvinur,
miklu fremur en unglingur í götunni
sem fyrir tilviljun sóttist eftir félags-
skap okkar sem áhuga höfðum á veið-
um og fjallaferðum.
Ég efast um að Siggi hafi verið
meira en tíu ára gamall þegar ég
sagði honum eitt vorkvöldið að nú
gæti hann ekki komið með okkur
bræðrunum út í Hellisey næsta dag
af því að við færum svo snemma. Þeg-
ar ég opnaði útidyrnar morguninn
eftir lá drengurinn á blettinum fram-
an við húsið og svaf. Þetta segir ým-
islegt um áhugann, kjarkinn og ein-
urðina sem þessum unga peyja var
gefin.
Það var lítil kvöð að hafa hann
með, hann naut þess að taka til hendi
og lá aldrei á liði sínu. Siggi var
snemma lagtækur og úrræðagóður
sem við nutum sem vorum meiri
klaufar. Sjóveiki var kvilli sem kvaldi
hann þegar hann var yngri. Þegar
hann lufsaðist upp á bryggju grænn í
framan og skjögrandi eftir slark túra
hélt maður að kannski yrði nú bið á
að strákurinn falaðist eftir fari. Nei,
ekki Siggi. Hann var ótrúlega fljótur
að taka gleði sína og aldrei svo illa
kominn að hann vildi ekki vera með.
Hrafn og máfur eru ekki aufúsu-
gestir í lundabyggð. Þegar við bræð-
ur fengum nytjarétt í Hellisey reynd-
um við að fækka vargfugli í eynni
eftir bestu getu. Enginn gekk þó öt-
ullegar fram í þessu þjóðþrifaverki
en Siggi. Einhverjum í veiðineytinu
þótti nóg um og sagði að hann færi
um svæðið eins og minkur. Meira
þurfti ekki til. „Siggi minkur“ festist
við hann. Hann hafði ekkert á móti
nafngiftinni og fékk einhverntíma
bréf með þessari utanáskrift. Eins og
sjá má var ævintýraþráin rík í eðli
drengsins, en hann var líka kapps-
fullur þannig að stundum keyrði úr
hófi. Öfgarnar teygðu hann á ystu nöf
þannig að félögum hans stóð ekki
alltaf á sama. Flestir þekktu þessa
hlið á kappanum en færri vissu hve
mjúkar taugar hann átti, en blíða var
annar eðlisþáttur í fari hans. Hann
var vingóður og vinfastur og einstak-
lega hlýr við þá sem honum þótti
vænt um. Hitt er annað mál að það
hæfði ekki karlmenni að flíka tilfinn-
ingum og því gátu vinahót hans verið
öfgafull. Ég fékk stundum að kenna á
því hvað við vorum nánir.
Með árunum efldust tengslin og
varð Siggi eins og einn af fjölskyldu
okkar bræðra, og sjálfgefið var að
hann yxi inn í veiðineyti Helliseyinga.
Að sjálfsögðu var Siggi þótt ungur
væri einn þeirra sem dvöldu í Eyjum
í Heimaeyjargosinu og unnu að
björgunarstörfum. Þar bar fundum
hans og Hrefnu saman og bundust
þau afar sterkum böndum. Siggi tók
meistarapróf í vélsmíði og vann við
þá iðn fyrst um árabil í Eyjum lengst
af hjá Vinnslustöðinni og kom sér oft
vel hve hann var ósérhlífinn. En síð-
ustu árin starfaði hann sjálfstætt í
Reykjavík. Ég dáðist oft að honum
fyrir útsjónarsemi og handlagni,
þetta sýndi sig til dæmis þegar hann
bjargaði mér ef mikið lá við með lag-
færingar og breytingar á kvikmynda-
tækjum, eða jafnvel nýsmíði. Og þeg-
ar Rúrí, kona mín, kynntist Sigga
fékk hún strax miklar mætur á hon-
um sem góðum dreng og flinkum og
traustum handverksmanni. Hún leit-
aði því með verkefni sín til hans. Verk
hennar voru oft snúin og ekki sjálf-
gefið að finna lausnir á erfiðum sam-
setningum eða festingum, en ef Siggi
tók að sér verkið var það í öruggum
höndum.
Siggi var einstaklega hjálpfús og
greiðvikinn að eðlisfari, og gat ekki
neitað neinum sem til hans leitaði.
Má segja að það hafi komið honum í
koll. Þótt hann nyti þess að vera vel á
sig kominn gátu vinnudagarnir
teygst of langt fram á nótt dag eftir
dag og því lítill tími til svefns. Heima í
Eyjum var hann þess utan bæði í
slökkviliðinu og björgunarsveitinni.
Þannig var Siggi, ávallt óspar á sjálf-
an sig. Ég hugsa að Siggi hafi haft
líkamsburði á við tvo, en hann var um
leið fimur eins og köttur. Þetta kom
gleggst í ljós í bjargi þegar farið var
til eggja. Tamast var honum að fara
laus eða nota stuðningsband. Maður
sá hann þræða sig bekk af bekk
stundum á stöðum sem enginn þekkti
og lesa sig svo á handvað upp á brún.
Þetta er heilmikil þrekraun, ekki síst
með fullan barm af eggjum.
Þekktustu fjallaferðir hans eru
sennilega í Fiskhellum þar sem hann
labbaði frá grasi, lóðrétt bergið, alla
leið upp á fjallsbrún á þjóðhátíð, í
leiðinni heilsaði hann upp á sigmann-
inn í ofanferð. Þetta hefur enginn
leikið eftir honum fyrr eða síðar þótt í
Eyjum hafi verið margir knáir bjarg-
menn.
Teygður milli tveggja skauta var
Siggi ekki alltaf sáttur. Hrefna konan
hans vissi kannski ein hvað honum
leið. Eftir að fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur varð erfiðara með
bjargferðir. Eignaðist Siggi þá mót-
orhjól og naut þess að bregða sér
skottúra út úr bænum. Stundum fékk
Bergur, sonur hans, að koma með. Í
síðustu ferðinni varð svo óhappið.
Hjólið skrikaði í beygju og þeir end-
uðu utan vegar, Siggi illa slasaður en
Bergur slapp með skrámur.
Fyrst eftir slysið efaðist ég ekki
um að þetta hraustmenni kæmi al-
heilt til baka. Auðvitað var það ósk-
hyggja. Þegar á leið dofnaði sú von.
Mitt í öllum þrautum og örvilnan var
eitt sem vakti honum alltaf bros, en
það var þegar Bergur litli kom til
hans. Sú staðreynd að hann væri
hólpinn var honum greinilegur léttir,
að sjá hann var staðfesting á að
drengurinn hafði sloppið.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með fjölskyldunni hvernig hún var
einhuga um að hjálpa þeim feðgum
meðan þeir þurftu mest á umönnun
að halda, að því býr Bergur litli. Svo
ötullega börðust þau að ef hægt hefði
SIGURÐUR Á.
SIGURBERGSSON