Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 11
LANGFÓTUNGUR fannst nýlega
á 50 faðma dýpi við Surtsey en
að sögn Kristjáns Egilssonar, for-
stöðumanns Náttúrugripasafnsins
í Vestmannaeyjum, eru þessir
krabbar sjaldséðir þar um slóðir.
Kristján segir að slíkur krabbi
hafi síðast sést við Vestmanna-
eyjar fyrir um 35 árum svo fund-
ur langfótungsins nú vekur því
nokkra athygli. Morgunblaðið/Sigurgeir
Sjaldgæfur
krabbi
finnst við
Surtsey
Á NORRÆNU þingi háskólamanna
sem nýlokið er á Gotlandi í Svíþjóð
var samþykkt ályktun þar sem lögð
var áhersla á að lönd sem ekki eru
með námsstyrki fyrir háskólastúd-
enta byðu upp á skattaafslætti meðan
á námi stendur. Ísland er eina landið í
Norðurlandasamstarfinu sem ekki
býður námsmönnum námsstyrki.
Gísli Tryggvason, framkvæmda-
stjóri Bandalags háskólamanna,
sagði að á þinginu hefði mikið verið
rættu um hvernig mætti tryggja
gæði menntunar og hvort hægt væri
að koma á einhvers konar stöðlum í
því sambandi. Hann sagði að það
sjónarmið hefði komið fram að afar
mikilvægt væri í því sambandi að
huga að gæðum náms á neðri skóla-
stigum.
Á þinginu flutti Garðar Gíslason
erindi um símenntun, en mikið var
fjallað um hana á þinginu. Gísli sagði
að menn hefðu verið sammála um að
tryggja þyrfti aðgang sem flestra að
símenntun alla starfsævina. Hann
sagði að á þinginu hefði talsvert verið
fjallað um leiðir til að nýta sem best
möguleika Netsins til símenntunar.
Þingið sátu um 100 fulltrúar há-
skólamanna frá öllum Norðurlöndun-
um, en samtök háskólamanna sem
aðild eiga að samtökunum eru með
um 1,3 milljónir meðlimi. Þingið er
haldið á þriggja ára fresti. Næsta
þing verður haldið í Finnlandi en
2007 verður það haldið á Íslandi.
Norrænt þing háskólamanna
Námsmenn fái
skattaafslátt
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sett reglugerð um takmörkun á
notkun nikkels í málmhluti sem geta
komist í beina snertingu við hörund.
Hlutir svo sem skartgripir, úr, smell-
ur og rennilásar falla undir þann
flokk.
Ofnæmishlutfallið af völdum nikk-
els fer hækkandi og er nikkel algeng-
asti ofnæmisvaldurinn í mörgum Evr-
ópulöndum í dag.
Reglugerðin gildir hvort sem um er
að ræða hreinan málm, málmblöndur
eða málm húðaðan með öðrum efnum.
Málmhlutirnir þurfa að uppfylla
ákveðin skilyrði svo að nikkelinnihald
þeirra valdi ekki óþægindum.
Bannið mun gilda á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu og beinir Hollustu-
vernd ríkisins þeim tilmælum til
framleiðenda, innflytjenda og sölu-
aðila að þeir fjarlægi vörur úr versl-
unum sem ekki uppfylla kröfur reglu-
gerðarinnar.
Einnig var reglugerð um notkun
eiturefna og hættulegra efna í land-
búnaði, garðyrkju og til útrýmingar
meindýra breytt. Í reglugerðinni seg-
ir: „Veita má leyfi til innflutnings á
efnum, sem ekki hafa hlotið viður-
kenningu og verið skráð, ef um til-
raunastarfsemi er að ræða eða leysa
þarf bráðan vanda, sem ekki verður
leystur á annan hátt [...] Leita skal
álits Hollustuverndar ríkisins varð-
andi þá skilmála er um undanþáguna
skulu gilda.“
Reglugerð um snyrtivörur var
einnig breytt ,en nánari upplýsingar
má nálgast hjá Hollustuvernd ríkisins
og á heimasíðunni, www.hollver.is.
Nikkel algeng-
asti ofnæmis-
valdurinn víða
í Evrópu
RÁÐIST var á mann á Miklatúni um
miðnætti í fyrrakvöld. Maðurinn var
tekinn hálstaki en náði að hrista
árásarmanninn, sem var honum
ókunnugur, af sér. Maðurinn kærði
málið til lögreglu sem hefur það nú
til rannsóknar.
Þá kom til slagsmála við Club
Clinton um þrjúleytið aðfaranótt
föstudags. Fjórir menn slógust þar
við tvo dyraverði og hlaut annar
dyravarðanna sprungna vör. Fjór-
menningarnir voru horfnir á braut
er lögregla kom á staðinn en málið
hefur ekki verið kært til lögreglu.
Líkamsárás
og slagsmál
♦ ♦ ♦