Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 22

Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 22
ÚR VERINU 22 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVEND Aage Malm- berg, haffræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni, var einn fimm haffræðinga, sem voru sérstaklega heiðraðir fyrir fram- lag sitt til lang- tímavöktunar og rannsókna á tengslum umhverfis og lífríkis í Norður-Atlantshafi á sérstakri ráðstefnu Alþjóðahafrannsókna- ráðsins. Svend Aage hefur um árabil stýrt sjórannsóknum Haf- rannsóknastofnunar- innar og á stóran þátt í þeirri vitneskju sem aflað hefur verið á undanförnum áratugum um eðli og breytileika þess um- hverfis sem svo mjög mótar lífs- skilyrði nytjastofnanna við landið. Ráðstefnan var haldin dagana 8.–10. ágúst í Edinborg í Skot- landi. Þar var fjallað var um „Breytileika í umhverfi og lífríki í Norður-Atlantshafi á árabilinu 1990–1999.“ Ráðstefna þessi, sem var hin önnur sinnar tegundar, á upphaf sitt að rekja til þess að á árum áð- ur birtust niðurstöður rannsókna um ástand sjávar og lífríki Norð- ur-Atlantshafs árlega í riti á vegum Al- þjóðahafrannsókna- ráðsins sem kallaðist Annales Biologiques. Fyrir um 20 árum var útgáfu þess hins veg- ar hætt, m.a. af fjár- hagsástæðum, og þess í stað ákveðið að halda á 10 ára fresti ráðstefnur þar sem lýst væri ástandi sjáv- ar, svifs og fiskistofna undanfarinn áratug og nið- urstöður settar í langtíma sam- hengi. Alls sóttu ráðstefnuna um um 150 vísindamenn frá flestum aðild- arlöndum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins við norðanvert Norður- Atlantshaf, en einnig voru þar þátttakendur lengra að komnir, m.a. frá Japan og Ástralíu. Á ráð- stefnunni voru alls flutt 42 erindi og kynnt 59 veggspjöld, en aðal- erindi á ráðstefnunnar flutti dr. Phil Jones frá Veðurfarsrann- sóknastofnun háskólans í East Anglia í Norwich á Englandi og nefndist það „Veðurfar á tíunda áratugnum með sérstöku tilliti til hnattrænna umhverfisbreytinga“. Fimm frá Hafrannsóknastofnun Fimm starfsmenn Hafrann- sóknastofnunarinnar sóttu ráð- stefnuna og kynntu þar nið- urstöður rannsókna frá hafsvæðinu umhverfis Ísland. Fjölluðu þær m.a. um „Ástand sjávar á Íslandsmiðum 1990– 1999“, „Flæði Atlantssjávar fyrir vestan Ísland og inn á norðurmið á undanförnum árum“ og „Styrk næringarefna að vetrarlagi í Irm- inger- og Íslandshafi“. Í mörgum fyrirlestrum ráðstefnunnar kom fram hve hin svokallaða Norður- Atlantshafsþrýstingssveifla (North Atlantic Oscillation, NAO) stýrir breytileika í veðurfari við Norður- Atlantshaf, allt frá austurströnd Ameríku og vestur til Síberíu og einnig frá hinum norðlægari slóð- um og suður til miðbaugs. Svend Aage Malmberg heiðraður Svend Aage Malmberg EKKI eru allir á eitt sáttir með breytingarnar, sem sjávarútvegs- ráðherra kynnti á reglugerðum um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári og greint var frá í gær. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, er mjög ósáttur við ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir að með henni sé enn og aftur verið að traðka á útgerðum aflamarksskipa. Í fyrra hafi verið úthlutað 30.000 tonn- um af ýsu og þar af hafi 2.500 tonn verið tekin af aflamarksskipum til handa trillukörlum en þeir hafi reyndar veitt langt umfram heimild- ir. Núna taki ráðherra upp á því að rétta þeim á silfurfati 2.000 tonn um- fram þessi 2.500 tonn, sem voru um 8% af heildinni. Miðað við sama hlut- fall ættu útgerðir aflamarksskipa að fá 1.840 tonn af umræddum 2.000 tonnum því trillukarlar eigi aðeins rétt á 8% eða 160 tonnum, miðað við fyrri skiptingu. „Ráðherra ber skylda til að gera öllum jafnt til hæf- is í úthlutun veiðiheimilda,“ segir hann. Í máli Magnúsar kemur fram að með því að sniðganga þá sem fengu úthlutað samtals 27.500 tonnum af ýsu sé til dæmis verið að rýra hlut Eyjamanna um 400 tonn. Eyjamenn séu með um fjórðung ýsuveiðiheim- ilda og með þessum aðgerðum sé samtals kvóti eins báts tekinn í burtu. Það hljóti að kalla á uppsagnir og aukið atvinnuleysi. „Þetta er enn og aftur staðfesting á því að verið er að færa svo og svo mikið magn frá hinum almennu, hefðbundnu útgerðarflokkum yfir til trillnanna til að murka lífið hægt og sígandi úr okkur,“ segir Magnús. Hann segir að fyrirtæki sitt hafi eytt milljarði til að kaupa veiðiheimildir en með þessum aðgerðum sé verið að rýra þær. „Þetta er sem köld vatns- gusa framan í okkur og enn og aftur traðka trillukarlar á okkur en vænt- anlega eru þeir betri kjósendur. Þessi eilífi hroki í vestfirsku Kristn- unum (Einari Kristni Guðfinnssyni og Kristni H. Gunnarssyni) um að berjast fyrir sértækum aðgerðum til handa einhverjum ákveðnum þjóð- flokkum í þessu blessaða landi okkar hlýtur að gera þeim kleift að koma því í gegnum Byggðastofnun að hún sjái um að kaupa þessar veiðiheim- ildir af þeim útgerðarmönnum, sem eru aflögufærir, og færi trillukörlun- um þær síðan á silfurfati.“ Kvóti nauðsynlegur Runólfur Pétursson í Bolungar- vík, sem gerir út trilluna Sigga Bjartar ÍS, er sammála kvótasetn- ingunni en á móti því að trillukarlar fái heimildir frá öðrum. „Við höfum hagað okkur eins og villimenn og getum ekki spilað frítt endalaust, en þetta er samt ægilegur skellur,“ segir hann um kvótasetn- inguna. „Það er algjör fjarstæða að taka af öðrum bátum til að færa okk- ur. Auðvitað átti bara að vera auka- úthlutun, því svo litlu er úthlutað af fiski miðað við það sem er af fiski í sjónum. En stjórnmálamennirnir ætla seint að læra að fiskurinn bíður ekkert í sjónum.“ Runólfur segir að breytingarnar komi sér mjög illa á Vestfjörðum og ekki síst í Bolungarvík. Þar fækki bátum um helming eða meira með tilheyrandi atvinnumissi. „Það þýðir sennilega 10 bátar og um 60 manns, sem er það skelfilegasta við þetta,“ segir hann. Samt sem áður segir Runólfur mikilvægt að hafa kvóta á þessum tegundum. „Það varð að setja kvóta svo maður fái frið til að vinna en það hefur aldrei verið friður. Hins vegar er þetta afleit ákvörðun hjá ráðherra að rífa þetta frá aflamarksskipunum, því það átti ekki að skerða hlut neins.“ Að sögn Runólfs hefði átt að banna að róa með meira en svona 12 bala á mann og banna að róa um helgar. „Það hefði verið langfarsæl- asta lausnin,“ segir hann. Siggi Bjartar ÍS er sex tonna bát- ur og eru tveir í áhöfn og fjórir í landi. Runólfur segir að hann hafi verið með 192 tonna þorskkvóta en á tveimur árum hafi hann verið skert- ur um 42 tonn. Í fyrra segist hann hafa fiskað 130 tonn af ýsu og 90 tonn af steinbít en gera megi ráð fyr- ir 60% samdrætti eftir kvótasetn- inguna fyrir utan 24% skerðinguna í þorskinum. „Þetta er auðvitað háal- varlegt mál,“ segir hann, „og það verða margir á köldum klaka.“ Runólfur segist hafa verið tilbúinn að mæta 30% skerðingu en þetta þýði mikinn samdrátt, eitt til tvö árs- störf hjá sér. „Ég hugsa að ég leggi bátnum næsta sumar,“ segir hann, en bætir við að hann sé ekki sam- mála þeim sem segi að trillukarlarn- ir eigi að fá allt. „Það er ekkert rétt- læti.“ Alvarlegasta kjaftshöggið „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir mikinn meirihluta þeirra sem eru í aflamarkskerfinu,“ segir Hjörleifur Guðmundsson, formaður Króks, félags strandveiðimanna á sunnan- verðum Vestfjörðum, og gerir út bátinn Hrönn BA frá Patreksfirði. „Verði framhald á þessu er þetta bú- ið.“ Að sögn Hjörleifs voru trillukarlar heftir í sókn með ákveðnum veiðar- færum. Frelsið hafi verið keypt fyrir það að veiða á króka, annaðhvort færi eða línu. Línuveiðar væru einn dýrasti mögulegi útgerðarmáti en þegar svo væri komið að ráðherra ákvarðaði með hvaða hætti trillu- karlar öfluðu tekna sætu þeir ekki við sama borð og aðrir. Búið væri að riðla kerfinu ansi mikið og aðgerð- irnar kölluðu á fleiri svör. Hjörleifur segir að fátt sé í stöð- unni. Mikill minnihluti komist af með þessu kerfi. Síðan sé hópur sem hafi möguleika á að auka heimildir sínar með kaupum sem þýði að verði ein- hver keyptur út verði sá hinn sami að fara að gera eitthvað annað. „Ég er gamall sveitarstjórnarmaður og eins og þetta blasir við mér þá er þetta al- varlegasta kjaftshögg, sem sjávar- byggðirnar hafa fengið til margra ára.“ Hann bætir við að í veiðifrelsinu hafi legið ákveðin byggðastefna, því ekki hafi verið um söluvöru að ræða. Ekki fari á milli mála að margir standi þetta ekki af sér en hafa beri í huga að frumvarpið hafi ekki verið samþykkt á Alþingi. Breytingar á reglugerðum um stjórn fiskveiða Hlutdeild Eyja minnkar um 400 tonn í ýsunni ERLENT Í GÆR féllu dómar yfir fjórum ein- staklingum sem grunaðir eru um að vera meðlimir í Falun Gong-trúar- samtökunum en þau eru bönnuð í Kína. Fjórmenningarnir voru ákærðir og dæmdir fyrir að hafa borið ábyrgð á því þegar nokkrir Falun Gong-meðlimir kveiktu í sér á Torgi hins himneska friðar. Liu Yunfang, sem fékk lífstíðardóm, segist hafa fengið vitrun meðan hann stundaði hugleiðslu sem gerði honum það ljóst að hann, sem og aðrir Falun Gong-iðkendur, gæti öðlast andlega fullnægingu kveikti hann í sér. Yunfang skrifaði bækling þar sem þessari skoðun hans var komið á framfæri og fékk hann fang- elsisrefsingu fyrir vikið. Annar sak- borningur, Wang Jindong, fékk 15 ára fangelsisvist fyrir að dreifa bæklingi Yunfangs. Tveir aðrir fengu sjö og tíu ára dóma fyrir að aðstoða við skipulagningu atburðar- ins. Mannréttindabrot á föngum Þann 23. janúar sl. gengu fimm Falun Gong-iðkendur inn á Torg hins himneska friðar, helltu bensíni hver yfir annan og kveiktu í. Ein kona lést á staðnum og 12 ára dóttir hennar lést nokkru seinna á sjúkra- húsi. Wang Jindong tók einn fjór- menninganna, sem nú fengu dóm, þátt í íkveikjunni og ber hann þess greinileg merki þar sem hann er þakinn örum. Stjórnvöld í Kína hafa notfært sér atvikið til að hafa áhrif á almenn- ingsálitið í landinu og virkja það í baráttunni við trúfélagið. Stjórnvöld bönnuðu iðkun Falun Gong í júní- mánuði árið 1999, að því er virðist vegna þess hve fjölmenn samtökin voru orðin. Falun Gong-iðkendur andmæltu þessu og héldu mótmæla- fundi á Torgi hins himneska friðar nánast daglega. Eftir atvikið í jan- úar hafa kínversk stjórnvöld hins vegar gengið harðar fram í baráttu sinni við samtökin og hafa mannrétt- indasamtök sakað þau um að beita Falun Gong-iðkendur margvíslegu harðræði í fangabúðunum þar sem þeim er haldið föngnum. Stofnandi Falun Gong, Li Hongzhi, býr nú í Bandaríkjunum ásamt fleiri leiðtogum samtakanna og segir hann að fjórmenningarnir geti ekki hafa verið sannir iðkendur Falun Gong vegna þess að samtökin leggi bann við öllum drápum, þar á meðal sjálfsmorðum. Hvöttu til sjálfsíkveikju Beijing. AP. Reuters Sjónvarpsmynd af því þegar Falun Gong-iðkendur kveiktu í sér á Torgi hins himneska friðar í janúar síðastliðnum. Reuters Fjórmenningarnir sjást hér í vörslu lögreglumanna hlýða á meðan dóm- urinn yfir þeim var kveðinn upp í dómshúsinu í Beijing í gær. Fjórir Falun Gong-iðkendur dæmdir BANDARÍSKI milljónamæring- urinn og ævintýramaðurinn Steve Fossett batt í gær enda á fimmtu tilraun sína til að fljúga í kringum hnöttinn á loftbelg og lenti á akri í suðurhluta Brasilíu. Fossett lagði upp í hnattflug sitt frá vesturodda Ástralíu þann 4. ágúst og hafði flogið í austurátt þvert yfir Ástralíu, Kyrrahaf og lönd Suður-Ameríku. Hann ákvað hins vegar að lenda nálægt borg- inni Bage í suðurhluta Brasilíu, þar sem veðurspáin fyrir suður- hluta Atlantshafsins var slæm og of áhættusamt þótti að halda för- inni áfram. Hnattflug Fossetts var rúm- lega hálfnað og leiðangursstjór- inn, Joe Ritchie, viðurkenndi að það væru vonbrigði að honum tækist ekki að ljúka því. „Við viss- ar aðstæður telja jafnvel hugdjörfustu loftbelgjaflug- menn að áhætt- an sé of mikil,“ hafði AP-frétta- stofan eftir Ritchie. En þrátt fyrir að Fossett hafi neyðst til að hætta við hnattflugs- tilraun sína var förin ekki til einskis. Honum tókst að fljúga lengri vegalengd á loftbelg en nokkur hefur gert einn síns liðs og flugið var auk þess það lengsta á loftbelg án jafnþrýstibúnaðar. Tveimur mönnum tókst hins veg- ar að fljúga kringum hnöttinn í loftbelg með jafnþrýstibúnaði árið 1999. Tilraun til hnattflugs á loftbelg Bage, Rio de Janeiro. AFP, AP. Fossett gefst upp Steve Fossett

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.