Morgunblaðið - 18.08.2001, Page 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Heilsársbústaður sem, stendur í fögru umhverfi í landi
Vaðlafells gegnt Akureyri. 10 mín. akstur frá Akureyri.
Bústaðurinn er 53 fm að stærð. Gott viðhald.
Tvö svefnherbergi. Arinn í stofu. Getur
losnað fljótlega. Stórkostlegt útsýni.
Um er að ræða einstaklega
skemmtilega eign.
Kotabyggð 8,
Svalbarðsstrandarhreppi
Strandgötu 29, Akureyri,
sími 462 1744, fax 462 7746
Lítil heildsala með vandaðar vörur óskar eftir
aðila inn í reksturinn
Auðseljanlegar og fjölbreyttar vörur, mikill vöxtur.
Áhugasamir skili inn upplýsingum/fyrirspurn fyrir 30. ágúst
á auglýsingadeild Mbl., merktum: „Vandaðar vörur“.
ATVINNUÁSTAND á Akureyri
er með besta móti um þessar
mundir, auk þess sem töluvert
er um framboð á vinnu. Um síð-
ustu mánaðamót voru 138 manns
á atvinnuleysisskrá í bænum,
sem er svipaður fjöldi og á sama
tíma í fyrra. Heldur hefur
ástandið þó versnað hjá körlum
en aftur batnað hjá konum, sam-
kvæmt upplýsingum Helenar
Karlsdóttur, forstöðumanns
Svæðisvinnumiðlunar Norður-
lands eystra.
„Það er ekki hægt að segja
annað en að atvinnuástandið sé
gott í bænum og óskandi er að
það haldist. Ég fagna því jafn-
framt að svo mörg störf skuli
vera í boði og vona að fólk á skrá
fylgist með auglýsingum og sæki
um þessi störf,“ sagði Helena en
einnig sér Svæðisvinnumiðlunin
um að miðla fólki í laus störf.
Norðlenska hefur verið að
auglýsa eftir starfsfólki í kjöt-
vinnslu fyrirtækisins á Akureyri,
vegna aukningar í framleiðslu
eftir kaup Norðlenska á kjöt-
vinnslu Goða. Einnig er land-
vinnsla Samherja í Strýtu á Ak-
ureyri að auglýsa eftir fólki og
þá eru Kristjánsbakarí og Hag-
kaup að auglýsa eftir verslunar-
fólki, svo eitthvað sé nefnt.
Auður Filippusdóttir hjá land-
vinnslu Samherja sagði að áber-
andi væri hversu margir 16 ára
piltar hefðu leitað eftir vinnu,
piltar sem ekki væru á leið í
framhaldsnám eftir grunnskól-
ann.
Tvær vaktir í
rækjuvinnslunni
Hins vegar væri mun minna
framboð af kvenfólki. Hún sagði
stefnt að því að ráða 10–15
manns til starfa og að þá yrðu
um 100 manns við vinnu í hús-
inu. Hún sagði að rækjuvinnslan
færi á tvær vaktir, tímabundin
vinna væri framundan í kavíar-
deild og pökkunarstöðin væri að
fara aftur í gang eftir sumar-
leyfi.
Leifur Ægisson, verksmiðju-
stóri Norðlenska á Akureyri,
sagði stefnt að því að ráða um 15
manns til starfa. Leifur sagði að
töluvert hefði borist af um-
sóknum sem eftir væri að fara
yfir og hann væri því nokkuð
sáttur við stöðu mála.
Einnig hefur Norðlenska aug-
lýst eftir starfsfólki tímabundið í
slátursölu á Akureyri og tíma-
bundið í sláturtíðina við sauð-
fjársláturhús félagsins á Húsa-
vík. Er þar tekið fram að
daglegur akstur frá Akureyri
komi til greina.
Töluvert fram-
boð á vinnu
Atvinnuástand á Akureyri
með besta móti um þessar mundir
UNDANFARNA daga hefur
staðið yfir óperuverkstæðisvinna
á Rimum í Svarfaðardal undir
stjórn bandarísku óperusöngkon-
unnar Mörthu Sharp, prófessors
við Mozarteum-tónlistarháskól-
ann í Salzburg. Aðrir kennarar á
námskeiðinu eru Dóra Reyndal
frá Söngskólanum í Reykjavík,
Sólveig Anna Jónsdóttir frá Tón-
listarskólanum á Akureyri, Dario
Vagliengo frá Mozarteum-tónlist-
arháskólanum og síðast en ekki
síst, Margaret Singer, píanóleik-
ari, sem árum saman starfaði með
söngvurum, m.a. við Metropolit-
an-óperuna í New York. Þátttak-
endur á námskeiðinu eru 15 ungir
íslenskir söngvarar sem munu
sýna afrakstur vinnunnar og
bjóða til óperuveislu mánudags-
og þriðjudagskvöld 20. og 21.
ágúst nk. Fluttir verða valdir
þættir úr Carmen eftir G. Biszet,
La Traviata eftir G. Verdi, Brúð-
kaupi Figarós, Töfraflautunni og
Idomeneo eftir W.A. Mozart og
Fidelio eftir L.van Beethoven.
Óperukvöldin hefjast kl 20:30 á
Rimum og er aðgangur ókeypis.
Óperukvöld í
Svarfaðardal
HÁPUNKTUR Django-djasshátíð-
arinnar á Akureyri verður í
kvöld, laugardagskvöld, á Gler-
ártorgi. Þar verða haldnir fimm
klukkutíma langir tónleikar, frá
kl. 21-02, með sígaunasveiflu og
django-djassi.
Robin Nolan Trio frá Hollandi
og Pearl Django frá Bandaríkj-
unum, sem leikið hafa fyrir bæj-
arbúa á Glerártorgi og í Deigl-
unni í vikunni, fá þá til liðs við
sig söngvarann víðþekkta Randy
Greer frá Spáni og Paul Weeden,
gítarleikarann góðkunna frá Nor-
egi.
Hátíðin hefst hins vegar með
leik akureyrska django-tríósins
Hrafnaspark, sem vakið hefur at-
hygli fyrir góðan leik að und-
anförnu. Á Glerártorginu verður
götuveitingahús, sem mun búa
django-djassinum skemmtilega
umgjörð.
Útitónleikar
í göngugötunni
Robin Nolan Trio hefur staðið
fyrir námskeiði í tónlistarskól-
anum undanfarna daga og var
það fullbókað með 23 þátttak-
endum. Námskeiðinu lýkur form-
lega í dag með útitónleikum í
göngugötunni kl. 13:00, þar sem
allir þátttakendur á námskeiðinu
munu leika listir sínar.
Sígauna-
sveifla
og django-
djass
Morgunblaðið/Kristján
Robin Nolan verður í eldlínunni á djasshátíðinni á Glerártorgi í kvöld
ásamt félögum sínum og fleiri góðum hljóðfæraleikurum.
Djass í fimm tíma á Glerártorgi í kvöld
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudag-
ur 19. ágúst, guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju. Organisti:
Eyþór Ingi Jónsson. Þriðjudagur
21. ágúst, morgunsöngur kl. 9.
Fimmtudagur 23. ágúst, kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 12. Bænaefn-
um má koma til prestanna. Eftir
stundina er unnt er að kaupa léttan
hádegisverð í Safnaðarheimili.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón-
usta kl. 21 sunnudaginn 19. ágúst,
sr. Guðmundur Guðmundsson þjón-
ar. Sóknarprestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs-
brotning verður laugardaginn 18.
ágúst kl. 20. Snorri Óskarsson pre-
dikar. Vakningasamkoma sunnu-
daginn 19. ágúst kl. 20, Yngvi Rafn
Yngvason predikar. Fjölbreytt lof-
gjörðartónlist og fyrirbænaþjón-
usta. Allir hjartanlega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
Péturskirkju laugardaga kl. 18 og
sunnudaga kl. 11. Sunnudaginn 19.
ágúst: Stórhátíð uppnumningar
Maríu meyjar, hátíðleg messa.
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta sunnudaginn 19. ágúst kl.
16 sóknarprestur.
AGLOW, kristileg samtök kvenna,
halda fyrsta fund vetrarins mánu-
dagskvöldið 20. ágúst kl. 20 í
Félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á
Akureyri. Ræðu kvöldsins flytur
Dögg Harðardóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Fjölbreyttur söngur og fyr-
irbænaþjónusta. Veglegt kaffihlað-
borð, þátttökugjald kr. 450. Allar
konur hjartanlega velkomnar.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagana 19. og 26. ágúst falla sam-
komur niður.
Kirkjustarf
FJÖLMARGAR sýningar standa nú
yfir í Gilinu á Akureyri í tengslum
við Listasumar. Aðalsteinn Svanur
opnar sýningu á Café Karólínu en
þar hefur staðið yfir sýning á mál-
verkum eftir Aron Mitchell. Sýn-
ing Rannveigar Helgadóttur stend-
ur yfir í Ketilhúsinu en einnig sýna
þar þau Tumi Magnússon og Ráð-
hildur Ingadóttir. Þórey Eyþórs-
dóttir sýnir í Deiglunni, Per Kirke-
by í Listasafninu, Gústaf Bollason í
Kompunni, Helgi Þorgils Frið-
jónsson á Karólínu Restaurant og
þá er Hrefna Harðardóttir með
gluggasýningu í Samlaginu.
Sýningarnar í Ketilhúsinu og
Deiglunni verða opnar til kl. 23.
Margir
sýna í Gilinu
KJÚKLINGASLÁTRUN hófst hjá
Íslandsfugli í Dalvíkurbyggð í gær.
Um prufukeyrslu var að ræða og var
200–300 fluglum slátrað. Í dag er svo
stefnt að því að hefja slátrun af full-
um krafti og slátra alla helgina.
Kjúklingurinn er þegar kominn í
sláturstærð, um og yfir 2 kg, og því
ekki eftir neinu að bíða, að sögn Auð-
björns Kristinssonar framkvæmda-
stjóra. Slátrun úr næsta eldisrými
hefst að óbreyttu um miðja næstu
viku.
Sláturlína félagsins var gangsett á
fimmtudag og gekk hún eins og til
var ætlast. Ráðgert er að framleiða
700 tonn af kjúklingum fyrsta árið,
eða um 14 tonn af kjöti á viku.
Kjúklinga-
slátrun hafin