Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SEX mánaða rekstraruppgjör
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
LHS, sýnir 247 milljóna kr. rekstr-
arkostnað umfram fjárheimildir
sem eru tæp 2,5% frávik af veltu.
Stjórnarnefnd LSH fjallaði um
fjárhagsstöðu spítalans á fundi sín-
um sl. fimmtudag og hefur fjármál
spítalans nú til sérstakrar skoð-
unar.
Áætlun tímabilsins gerði ráð fyr-
ir að rekstrarkostnaður væri 50
milljónir kr. umfram fjárheimildir
tímabilsins og eru því frávik frá
áætlun 2,0%. Kostnaður vegna S-
merktra lyfja er auk þess tæpar 60
milljónir kr. umfram fjárheimildir
en þessi kostnaðarliður fluttist frá
Tryggingastofnun ríkisins til LSH
um sl. áramót.
Að sögn Magnúsar Péturssonar,
forstjóra LSH, eru ástæður þess
að rekstrarkostnaður spítalans er
umfram rekstraráætlun tímabilsins
nokkrar. Fyrst er að nefna óhag-
stæða verðlags- og gengisþróun.
Talið er að útgjöld vegna rekstr-
arvara séu 150-200 milljónir kr.
umfram forsendur fjárlaga á hálfu
ári og líkur eru á að öll áhrif hækk-
ana séu ekki komin fram.
Skortur er á sérhæfðu starfsfólki
og þá sérstaklega hjúkrunarfræð-
ingum. Samhliða þessu liggja veik-
ari sjúklingar á deildum spítalans
og umönnun þeirra krefst mikillar
sérhæfingar og faglegrar þekking-
ar. Þessi skortur á starfsfólki hefur
kallað á aukna yfirvinnu sem er
mjög kostnaðarsöm fyrir spítalann.
Sameining sjúkrahúsanna kostar
óhjákvæmilega nokkurt fé. Annars
vegar er það vegna biðlauna-
greiðslna og hins vegar fram-
kvæmda á húsnæði spítalans þegar
legudeildir eru fluttar og lagaðar
að þörfum sameinaðra sérgreina.
Heildarfjárheimild spítalans á
árinu 2001, borið saman við rekstr-
arútkomu síðasta árs, lækkaði
nokkuð að raungildi. Við ráðstöfun
fjárveitinga til viðfangsefna spít-
alans í upphafi ársins naut bráða-
og slysaþjónusta forgangs í fjár-
framlögum. Áhrif þessa eru nú að
koma fram og setja óhjákvæmilega
mark sitt á fjárhagshorfur ein-
stakra sviða og deilda. Stjórnendur
spítalans eru nú að skoða þær að-
gerðir sem gripið verður til svo
mögulegt verði að lækka rekstrar-
gjöld hans.
Sex mánaða rekstraruppgjör Landspítala – háskólasjúkrahúss
Kostnaður 247 milljónir
umfram heimildir
UNGUR maður slasaðist mikið þeg-
ar bíll hans valt út af þjóðveginum í
Hvalfirði skammt frá Meðalfellsaf-
leggjara í Kjós í gærkvöld. Að sögn
lögreglunnar í Reykjavík barst til-
kynning um slysið laust fyrir klukk-
an átta og var sjúkralið auk tækja-
bíls slökkviliðsins kallað á vettvang
auk þess sem þyrla Landhelgis-
gæslunnar var sett í viðbragðs-
stöðu. Lögregla sagði þó betur hafa
farið en á horfðist því maðurinn
náðist úr bílnum án aðstoðar tækja-
bíls og meiðsli hans voru minni en
óttast var miðað við aðstæður. Mað-
urinn var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi. Að sögn vakthafandi læknis
er maðurinn alvarlega slasaður.
Slysið átti sér stað í beygju milli
Meðalfellsafleggjara og Laxár í
Kjós en að sögn slökkviliðsins í
Reykjavík hafa orðið þarna slys áð-
ur.
Landhelgisgæslunni barst til-
kynning um slysið klukkan sex mín-
útur yfir átta og var þyrlan sett í
viðbragðsstöðu. Landhelgisgæsl-
unni barst tilkynning um að hennar
væri ekki þörf 20 mínútum síðar.
Morgunblaðið/Júlíus
Maður slasaðist þegar bíll hans fór út af þjóðveginum í Hvalfirði í gærkvöldi.
Mikið slasaður eftir veltu í Hvalfirði
ÍÞRÓTTAMÖNNUM sem hafa slit-
ið krossband er hætt við að fá slitgigt
í hnéð sem varð fyrir áverkanum,
samkvæmt nýrri sænskri rannsókn
sem bendir til þess að bein or-
sakatengsl séu þarna á milli. Jón
Karlsson bæklunarlæknir, sem hef-
ur starfað á Sahlgrenska-háskóla-
sjúkrahúsinu í Gautaborg í tvo ára-
tugi, hélt fyrirlestur í gær á
ráðstefnu um liðspeglun og íþrótta-
meiðsl sem haldin er nú í Reykjavík.
Hann segir að fólk sem hefur slitið
krossbönd gangi þannig að mikið
reyni á liðþófana og liðbrjósk sem
orsaki gigtina.
Ekki vitað hvernig
slitgigt myndast
Jón segir að í dag viti læknar ekki
hvernig þeir geta komið í veg fyrir að
slitgigt myndist en að þetta sé mikil
áskorun fyrir rannsóknarmenn
framtíðarinnar. Sjálfur tekur hann
þátt í rannsókn á slitgigtinni í Sví-
þjóð sem var nýlega hrundið af stað.
Konum er allt að því fjórum sinn-
um hættara við að slíta krossbönd en
körlum og segir Jón ekki óalgengt að
30–35 ára konur hafi liðgigt í hné þar
sem þær hafa slitið krossbönd á ár-
um áður. Undir venjulegum kring-
umstæðum ætti slitgigt ekki að gera
vart við sig fyrr en á elliárum.
Ejnar Eriksson, fyrrum prófessor
við íþróttameiðsladeild Karolinska-
sjúkrahússins í Stokkhólmi og ráð-
stefnustjóri, segir að mikilvægt sé að
íþróttaþjálfarar geri sér grein fyrir
þessu og að ýmsar æfingar sem
draga úr áhættu á því að krossbönd
slitni verði teknar inn í þjálfun ungs
íþróttafólks. Hann vill einnig að hætt
verði að láta unga og hæfileikaríka
leikmenn spila á móti eldri leik-
mönnum þar sem þeir auki þannig
verulega hættuna á að slíta kross-
böndin.
Fyrirbyggjandi æfingar verði teknar
inn í þjálfun íþróttamanna
Tengsl slitgigt-
ar og kross-
bandaslita
Stúlkur allt að/6
BYGGINGARFULLTRÚI Reykja-
víkurborgar hefur frestað leyfisveit-
ingu fyrir niðurrifi gamla flugturns-
ins á Reykjavíkurflugvelli en
Flugmálastjórn hafði lagt fram ósk
þess efnis.
Flugmálastjórn óskaði eftir leyfi
til niðurrifs gamla flugturnsins og
fleiri bygginga á Reykjavíkurflug-
velli í bréfi til byggingarfulltrúa
dags. 23. apríl 2001.
Hefur mikið sögulegt gildi
Byggingarfulltrúi óskaði eftir um-
sögn Árbæjarsafns vegna málsins
og barst umsögnin byggingarfull-
trúa 25. júlí sl. Þar er lagst gegn
niðurrifi turnsins sem talinn er hafa
mikið menningarsögulegt gildi. Í
umsögn Árbæjarsafns er bent á að
gamli flugturninn sé ein af fáum
byggingum sem séu eftir frá tíma
seinni heimsstyrjaldar en flugturn-
inn var reistur árið 1941. Safnið
leggst ekki gegn niðurrifi annarra
bygginga sem Flugmálastjórn vill
rífa.
Íslenska flugsögufélagið er alfar-
ið á móti því að gamli flugturninn
verði rifinn. Í bréfi, sem Sævar Þ.
Jóhannesson, formaður félagsins,
sendir byggingarfulltrúa fyrir hönd
félagsins, segir að það sé „ekki
nokkur vafi að gamli flugturninn er
söguleg bygging sem ber að varð-
veita. Enda er hann ein af fáum
minjum frá einu sögulegasta tíma-
bili Íslandssögunnar sem enn stend-
ur. Flugturninn er sá fyrsti og eini
sinnar tegundar í landinu og þótt
víðar væri leitað“.
Leyfisveitingu frestað
Í bókun afgreiðslufundar bygg-
ingarfulltrúa, sem haldinn var 31.
júlí, kemur fram að leyfisveitingu
fyrir niðurrifi flugturnsins er frest-
að þar til skipulags- og bygging-
arnefnd hefur tekið ákvörðun um
framhald þessa máls. Lagt er til að
Reykjavíkurborg taki upp viðræður
við Flugmálastjórn um framtíð
turnsins, vilji nefndin að hann
standi áfram.
Beðið verður með að
rífa gamla flugturninn
HARÐUR árekstur varð á milli
þungavinnuvélar og jeppa á Mý-
vatnsöræfum, rétt vestan við veginn
að Öskju, á milli tvö og þrjú í gær.
Í jeppanum voru kona og tvö börn
en þau slösuðust ekki. Bíllinn er
stórskemmdur en ekki sá á vinnuvél-
inni. Um kvöldmat valt lítill bíla-
leigubíl á Grímsstaðavegi, skammt
austan Jökulsár á Fjöllum. Tvær
þýskar konur voru fluttar til Húsa-
víkur en önnur þeirra var talin hafa
orðið fyrir minni háttar meiðslum.
Árekstur og
bílvelta á Mý-
vatnsöræfum
BÓNDI á áttræðisaldri brenndist
illa þegar hann var að kveikja í rusli
á bæ sínum í Vopnafirði um áttaleyt-
ið í gærmorgun. Eldur komst í
buxnaskálm mannsins og breiddist
um neðri hluta líkama hans. Hann
brenndist á um 20% líkamans og
hlaut annars stigs brunasár. Maður-
inn var fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur.
Brenndist illa á
20% líkamans
♦ ♦ ♦