Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FEGRUNARNEFND Hafn- arfjarðar veitti á fimmtu- dag viðurkenningar fyrir fegrun bæjarins og fengu þrettán garðar viðurkenn- ingu. Þá var valin fegursta gatan auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir snyrtilegan frágang stofn- unar. Loks var eitt hús merkt sérstaklega með nafni og ártali. Að sögn Þórarins Þór- hallssonar, formanns nefndarinnar, er bærinn stöðugt að stækka og því æ stærra svæði sem nefndin þarf að fara yfir. „Bæjarstæðið hér í Hafn- arfirði með hrauninu gerir það að verkum að garðar eru mjög fjölbreytilegir og sem betur fer hefur hraun- ið fengið að njóta sín,“ seg- ir hann. Hann segir áherslu lagða á að velja garða sem eru með mismunandi útfærslur. „Einhvern veginn kemur þetta allt af sjálfu sér því það eru engir tveir garðar eins. Hver garður er snið- inn að íbúanum og það er hver með sinn stíl og sumir af þessum görðum eru bún- ir að vera sérlega fallegir í áratugi.“ Flestir garðar „fjarskafallegir“ Strangar kröfur eru gerðar til þeirra garða sem fá viðurkenningar að sögn Þórarins. „Allflestir garðar eru svona „fjarskafallegir“ eða fallegir úr fjarska eins og maður segir. En til þess að fá við- urkenningu þarf að vera heild- armynd á garð- inum og hann þarf að vera fullfrágenginn. Við gerum mjög strangar kröfur en það er líka fyrir það að við höfum úr svo miklu að velja,“ segir hann. Þeir garðar sem hlutu við- urkenningu að þessu sinni eru við Ölduslóð 19, Sævang 10, Heiðvang 38, Jófríð- arstaðaveg 10, Erluhraun 1, Grænukinn 6, Birkiberg 4, Einiberg 17, Birkiberg 32, Traðarberg 7 og 9, Norðurbraut 23, Lækj- arhvamm 18 og Suðurgötu 86–88. Gatan Kvistaberg var valin stjörnugata ársins og Iðnskólinn í Hafnarfirði hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang. Þá var Suðurgata 27 merkt með nafni sínu, Ný- borg, og byggingarári, sem var 1921. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Garðurinn í Lækjarhvammi 18 fékk viðurkenningu fyrir fallegan endurgerðan garð. Eig- endur hans eru Sveinn Sigurbergsson og Björk Pétursdóttir. Kvistaberg var valið stjörnugata ársins. Fegrunarviðurkenningar veittar á fimmtudag „Engir tveir garðar eins“ Hafnarfjörður þann flutning féll niður þessi nauðsynlegi þáttur í listupp- eldi barna,“ segir í greinar- gerðinni. Fellur ekki undir byggingarkostnað Að sögn Guðrúnar Jóns- dóttur, formanns menningar- málanefndar og flutnings- manns tillögunnar, er hún til komin vegna nýlegs dæmis þar sem listskreyting við skólabyggingu fékk ekki ur á. Í greinargerð með til- lögunni segir að engar slíkar fjármögnunarleiðir séu til hjá Reykjavíkurborg né ákvæði sem „skapa svigrúm fyrir samstarf myndlistarmanna og arkitekta í sambandi við nýbyggingar á vegum borg- arinnar.“ Þá segir að árlega verji borgin háum upphæðum til nýbygginga, ekki síst eftir að grunnskólinn var fluttur frá ríki til sveitarfélaga. „Við Menningarmálanefnd borg- arinnar vill að settur verði á fót Listskreytingasjóður Reykjavíkurborgar en á fundi sínum á miðvikudag samþykkti hún einróma að leggja það til við borgarráð. Hlutverk sjóðsins verði að annast fjármögnun list- skreytinga í tengslum við hönnun nýbygginga, við- bygginga og endurbygginga sem Reykjavíkurborg stend- ur að. Lagt er til að fjármagn til sjóðsins fáist með því að eitt prósent þess fjár, sem varið er til nýbygginga á vegum borgarinnar, renni til sjóðs- ins en fyrirmyndin er sótt til Listskreytingasjóðs ríkisins þar sem þessi háttur er hafð- fjármögnun. „Það var sam- keppni sem arkitektastofan Gláma Kím vann, en þeir höfðu verið í samstarfi við listamenn. Síðan þegar átti að reikna inn í þetta listaverk, sem átti að kosta í kring um fimm milljónir eða svo, var sagt að það félli ekki undir bygging- arkostnað þannig að það datt út. Þetta er svona nýjasta dæmið,“ segir hún. Hún segir að hugmyndin sé að þarna verði sjálfstæður sjóður sem menn geti sótt um fjármagn til. „Það er ekkert víst að það sé réttlæt- anlegt að öll verk séu þess eðlis að það ætti að styrkja þau. Menn verða að sækja um og svo yrði að haga því eftir því hvernig efni og aðstæður væru,“ segir Guðrún og bæt- ir því við að slíkur sjóður hefði fengið um 26 milljónir króna hefði hann verið til á síðasta ári. „Það er mikill peningur og auðvitað yrði það kannski ekki alltaf svo mikið. En þó það séu ekki nema einhverjar milljónir þá væri hægt að nota þær til að velja úr eitthvert listaverk til að styrkja,“ segir hún. Tillaga menningarmálanefndar um stofnun Listskreytingasjóðs borgarinnar Hefði fengið 26 milljónir í fyrra Reykjavík ÍSLENSK grös og lækninga- jurtir verða í brennidepli á Árbæjarsafni á morgun, þeg- ar aðilar sem eru að vinna úr íslenskum jurtum munu koma saman og kynna fyrir almenn- ingi vörur sínar og aðferðir. Þá munu tveir fyrirlesarar kynna rannsóknir sínar á lækningamætti íslenskra jurta. Að sögn Írisar Ólafar Sig- urjónsdóttur, forvarðar á Ár- bæjarsafni, er dagur ís- lenskra grasa orðinn að árlegum viðburði á safninu. „Þessir aðilar leyfa fólki að kynnast af eigin raun t.d. jurtatei, lúpínuseyði, sápum, olíum og fleiru sem unnið er úr íslenskum jurtum og svo verður litað úr íslenskum jurtum, sk. jurtalitað band. Þetta byggir allt á fornri hefð, en við notum jurtirnar á svo- lítið annan hátt í dag og þarna er verið að kynna þær vörur úr íslenskum jurtum sem nú eru á boðstólum.“ Nýtist hugsanlega gegn krabbameini Íris segir að gestir geti komið upp úr kl. eitt til að kynna sér jurtirnar og vör- urnar en klukkan tvö munu þau Selma Júlíusdóttir, ilm- olíufræðingur, og Steinþór Sigurðsson, lífefnafræðingur, kynna rannsóknir sínar. Að sögn Írisar hefur Selma verið að vinna að bók um lækninga- mátt íslenskra jurta og hvern- ig megi vinna olíur úr þeim. Steinþór hefur hins vegar ásamt fleirum verið að rann- saka lækningamátt ætihvann- arinnar. „Ætihvönnin hefur verið notuð til lækninga alveg frá landnámsöld, en þetta er í fyrsta sinn sem gerðar eru vísindalegar rannsóknir á þessu. Meðal annars hafa þeir fundið út að það er efni í fræj- unum í hvönninni sem getur hugsanlega verið gagnlegt í baráttunni við krabbamein,“ segir Íris. Kynningin hefst eins og áð- ur segir upp úr klukkan eitt á morgun og stendur fram til klukkan fimm. Íslensk grös á Árbæj- arsafni Ártúnsholt FRAMKVÆMDUM við nýja íþróttamiðstöð við Fossaleyni og Víkurveg miðar vel að sögn Bjarna M. Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Fossaleynis hf., sem stendur að verkinu, en það er hlutafélag í eigu Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar og Járnbendingar. Framkvæmdir við íþrótta- miðstöðina hófust í apríl sl. en hún verður um 23.000 fermetr- ar að stærð og að sögn Bjarna er áætlaður kostnaður við hana um 1.500 milljónir króna. „Áætlað er að yfirbygging yfir knattspyrnuvöllinn hefist um mánaðamótin september/ október en hann á að verða tilbúinn í mars á næsta ári. Stefnt er að því að öll miðstöð- in verði tekin í notkun um ára- mótin 2002/2003.“ Í miðstöð- inni verður um 10.800 fer- metra knattspyrnuhús auk skautasvells, líkamsræktar- stöðvar, leikfimisals, aðstöðu fyrir skotæfingar o.fl. „Þá munum við leigja út rými til einkaaðila sem munu sjá um veitingasölu og annað slíkt,“ segir Bjarni. Að hans sögn koma um 100– 200 manns að framkvæmdun- um þegar mest verður en hann sagðist reikna með að það yrði um næstu áramót. Um er að ræða einkafram- kvæmd þar sem gerður var samningur á milli Reykjavík- urborgar og framkvæmda- aðila um bygginguna. Samn- ingurinn lýtur að nýtingu skautasvellsins og samrekstri þess og knattspyrnuhússins en samkvæmt honum greiðir Reykjavíkurborg um 93 millj- ónir króna í leigu á ári fyrir notkunina á húsinu. Morgunblaðið/Billi Íþróttamiðstöðin verður alls um 23.000 fermetrar að stærð og áætlaður kostnaður við hana er um 1.500 milljónir kr. Framkvæmdum við íþróttamiðstöð miðar vel Grafarvogur TUTTUGUÞÚSUNDASTI Hafnfirðingurinn er kominn í heiminn. Snáðinn fæddist hinn 9. ágúst síðastliðinn og er samkvæmt manntali Hafn- firðingur nr. 20.000 og hafa bæjarbúar aldrei verið fleiri. Af þessu tilefni færði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri drengnum silfurkross með ágröfnu skjaldarmerki Hafn- arfjarðar í gær um leið og hann heilsaði upp á fjölskyld- una, foreldrana Kára Frey Unnsteinsson og Margréti Ósk Gunnarsdóttur og stóru systur Theodóru Líf, sem er fjögurra ára, en hún fékk einnig pakka. Ekki er búið að nefna drenginn en hann er stundum kallaður „Tuttugu- kallinn“ innan fjölskyldunar því fyrir utan að vera Hafn- firðingur númer 20.000 er hann tuttugasta barnabarn föðurömmu sinnar auk þess sem móðurbróðir hans fékk hann í tvítugsafmælisgjöf. Morgunblaðið/Arnaldur Lilja Ólafsdóttir manntalsfulltrúi, Kári Freyr Unnsteinsson, faðir snáðans, Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri, sem heldur á tuttuguþúsundasta Hafnfirðingnum, og Margrét Ósk Gunnarsdóttir, móðir „tuttugukallsins“. „Tuttugukallinn“ heiðraður Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.