Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 31
HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra tjáðiblaðamönnum að þeirMichel hefðu í viðræðum
sínum farið yfir tvíhliða samskipti
Íslands og Belgíu en aðallega þó
rætt Evrópumál þar sem belgíski
ráðherrann gegnir lykilhlutverki í
Evrópusambandinu (ESB) með for-
mennskunni í ráðherraráðinu þetta
misserið. Einkum hefði áherzlan leg-
ið á mál er varða framkvæmd EES-
samningsins og áherzlur hálfs árs
ESB-formennskutíðar Belga.
Michel tók fram í ávarpi sínu til
blaðamanna að það hefði hjálpað til
við að gera skoðanaskipti þeirra
Halldórs eins ánægjuleg og raun bar
vitni að þeir eru pólitískir mátar en
Michel hefur um árabil verið leiðtogi
flokks frjálslyndra í frönskumælandi
hluta Belgíu (PRL) og verið virkur í
alþjóðasamtökum miðjuflokka sem
Framsóknarflokkurinn á einnig að-
ild að. Michel hefur verið utanrík-
isráðherra í tvö ár.
Sagði Michel að meðal helztu mál-
anna sem þeir Halldór ræddu væri
sameiginleg öryggis- og varnarmála-
stefna ESB sem Ísland tengist beint
sem evrópskt NATO-ríki; EES-
samningurinn og spurningin um
uppfærslu á honum og aðlögun hans
að breyttu Evrópusambandi vó
þungt í viðræðunum og stækkun
Evrópusambandsins til austurs sem
fyrir dyrum stendur.
Mælt með skipun vinnuhóps
um endurskoðun EES
Halldór kynnti fyrir Michel sjón-
armið Íslands varðandi stöðu EES-
samningsins í ljósi þeirrar þróunar
sem átt hefur sér stað innan ESB á
undanförnum árum.
Michel sagði Halldór hafa skýrt
fyrir sér sérstöðu Íslands gagnvart
Evrópusamrunanum einkum með
því að lýsa fyrir honum stöðu og mik-
ilvægi íslenzks sjávarútvegs en fyr-
irhuguð stækkun ESB mun hafa
bein áhrif á útflutning íslenzkra sjáv-
arafurða þar sem Ísland hefur nú
hagstæðari fríverzlunarsamninga
við hin væntanlegu nýju ESB-ríki en
við Evrópusambandið sjálft – og eft-
ir inngönguna munu umrædd Aust-
ur-Evrópuríki verða að taka upp
reglur ESB. Íslenzk stjórnvöld hafa
því mikinn áhuga á því að reglur
ESB um tolla á sjávarafurðir verði
endurskoðaðar m.a. með tilliti til
þessa. Sagðist Michel hafa skilning á
vægi sjávarútvegs fyrir íslenzkt
efnahagslíf og lýsti því yfir að „það
hlýtur að vera hægt að ræða þetta og
finna lausn á þessum vanda.“ Bætti
hann því við að hann hefði heitið hin-
um íslenzka starfsbróður sínum að í
formennskuhlutverki sínu í ráð-
herraráði ESB myndi hann beita sér
fyrir því að tillit yrði tekið til þessara
íslenzku sérhagsmuna.
Ráðherrarnir ræddu möguleikann
á því að settur yrði á fót sérstakur
vinnuhópur sem myndi kanna hvort
raunhæft væri að taka upp viðræður
milli ESB og EFTA um uppfærslu á
EES-samningnum svo að hann end-
urspegli sem bezt þær breytingar
sem orðið hafa á uppbyggingu og
sáttmálum ESB frá því EES-samn-
ingurinn var saminn fyrir áratug.
Sagðist Michel aðspurður hafa heitið
því að bera það undir kollega sína í
ráðherraráði ESB að íhuga skipun
slíks vinnuhóps.
Varðandi þróun sameiginlegrar
stefnu ESB í öryggis- og varnarmál-
um sögðust ráðherrarnir sammála
um að hún yrði að vera nátengd Atl-
antshafsbandalaginu og mætti alls
ekki verða til þess að veikja það.
ESB verður aldrei að
Bandaríkjum Evrópu
Þá sagðist Michel hafa lýst fyrir
Halldóri sýn sinni á framtíðarþróun
Evrópusambandsins. „Vegna hinnar
sögulegu stækkunar sambandsins
verðum við sem nú erum innan þess
að ræða af hreinskilni um það hvern-
ig við viljum sjá sambandið þróast,
svo sem að hve miklu leyti við erum
tilbúin til að framselja fullveldi þjóð-
ríkjanna í hendur hinna yfirþjóðlegu
stofnana og hvort slíkt sé nauðsyn-
legt á sviði öryggis- og varnarmála;
og hvernig verður starfshæfi stofn-
ana ESB bezt tryggt eftir að aðild-
arríkjunum fjölgar?“ sagði Michel.
Hann nefndi líka sérstaklega að
ESB-ríkin verði að gera það upp við
sig hversu langt skuli ganga í að
leyfa sveigjanlegan samruna, svo
sem ef 8 ríki af 15 vilja ganga lengra í
samrunaátt á einhverju ákveðnu
sviði eigi þau að mega það þótt hin
séu ekki tilbúin til þess.
Þetta séu allt spurningar sem
verði að finna svör við áður en
stækkun sambandsins kemst til
framkvæmda. „En það er sannfær-
ing mín,“ sagði Michel, „að ESB
mun aldrei verða að Bandaríkjum
Evrópu. Það mun ekki gerast. Því
styrkur hinna fjölbreyttu menning-
arhefða Evrópuríkjanna og reyndar
hið evrópska velferðar- og lýðræð-
ismódel útilokar að mínu viti í raun
að ESB verði nokkru sinni sam-
bandsríki í líkingu við Bandaríki
Norður-Ameríku.“
Michel sagðist hafa hlýtt af áhuga
á skoðanir hins íslenzka starfsbróð-
ur síns á þessum málum. Þeir séu
sammála um að stækkun ESB sé
pólitísk ákvörðun þótt hvert um-
sóknarríki fyrir sig verði jafnframt
að hafa uppfyllt öll sett aðildarskil-
yrði. Við stækkun ESB stækkar
einnig Evrópska efnahagssvæðið og
snertir þannig íslenzka hagsmuni
með beinum hætti.
Michel lýsti enn fremur yfir skiln-
ingi á sjónarmiðum þeim sem Ísland
hefur haft uppi varðandi Kyoto-bók-
unina við loftslagssáttmála Samein-
uðu þjóðanna.
Fordæmi fyrir undanþágum
Michel var spurður að því hvort
hann teldi að Ísland gæti, sækti það
um aðild að Evrópusambandinu,
gert sér vonir um að geta samið
þannig að það þyrfti ekki að kyngja
því að gangast undir allar skuldbind-
ingar hinnar sameiginlegu sjávarút-
vegsstefnu sambandsins og hleypa
fiskiskipum annarra ESB-ríkja inn í
íslenzka fiskveiðilögsögu. „Þetta er
augljóslega mjög mikilvæg spurning
sem ekki fæst viðhlítandi svar við
nema látið verði reyna á samninga-
viðræður,“ svaraði Michel, en bætti
við:
„En ég get sagt að reynsla sög-
unnar sýnir að samrunaþróunin í
Evrópu hefur hingað til alltaf tekið
tillit til séreiginda hvers lands, svo
sem með aðlögunarráðstöfunum,
tímabundnum og jafnvel ótíma-
bundnum undanþágum eins og
dönsku undanþágurnar frá þátttöku
í myntbandalaginu og sameiginlegu
varnarmálastefnunni. Það gengur þó
augljóslega ekki að allir geti bara
valið sér það sem þeim bezt líkar í
samstarfinu og sleppt öðru (slíkt
hefur verið kallað upp á frönsku
„Europe a al carte“) en hvað varðar
Ísland og sjávarútvegshagsmuni
þess álít ég að þar sé sérstakt vanda-
mál á ferðinni sem rétt er að sé tekið
á með sérstökum hætti. Evrópa (les:
Evrópusambandið) er stórfengleg
sveigjanleg bygging sem hefur frá
upphafi verið pólitísks eðlis og það
sem að mínu áliti hefur ávallt gert
Evrópusamrunanum kleift að kom-
ast lengra áleiðis er sveigjanleikinn.“
Vissulega sé í Rómarsáttmálanum
það yfirlýsta markmið að skapa eins
sameinaða Evrópu og kostur er en
það þýði ekki að þjóðlönd álfunnar
„tapi sál sinni, sérkennum eða sjálfs-
ímynd.“ Þau tapi ekki fullveldi sínu.
„Reyndar get ég sem Belgi sagt
að lítil ríki í Evrópu fá hámarkað
áhrif sín með aðild að ESB,“ sagði
Michel. „Hefði Belgía kosið að
standa utan við ESB væri landið nú
mjög veikt og áhrifalítið,“ lýsti Mich-
el yfir. „Ég tel reyndar að Evrópu-
sambandið sé þannig að allir aðilar
þess hagnist. Það er heldur ekki að-
eins efnahagslegt bandalag heldur
er það mjög pólitískt,“ segir hann
með tilvísun til Evrópuhugsjónar-
innar sem einkum vakti fyrir stofn-
endakynslóð ESB eftir síðari heims-
styrjöld.
Vægi ESB að aukast
Og pólitískt vægi Evrópu/ESB í
heiminum er að sögn Michels að
aukast hægt og örugglega og sú þró-
un sé fleirum en borgurum ESB
hagstæð. „Ég tel reyndar mjög mik-
ilvægt að það séu fleiri en einn aðili
sem hafi sannkallað heimsvægi.
Bandaríkin eru reyndar mjög náinn
bandamaður okkar Evrópumanna
en ég tel samt að það sé öllum í hag
að valdamiðstöðvar heimsins verði
fleiri en Bandaríkin. Það er Banda-
ríkjamönnum sjálfum ekki í hag að
bera hitann og þungann af alls kyns
áhættusömum aðgerðum út um víða
veröld. Ég trúi virkilega á styrk Evr-
ópu og að uppbygging hans sé heim-
inum öllum til góðs,“ sagði Michel,
og hélt áfram: „Loks vil ég nefna að
stækkun ESB mun skapa gríðarleg
tækifæri. Bara það eitt hve margir
neytendur verða í hinum stækkaða
innri markaði Evrópu – hátt í 500
milljónir manna – mun veita ESB
það vægi sem það þarf til að geta
„tamið“ hnattvæðinguna. Enn sem
komið er hefur ESB ekki þau áhrif
sem duga til að geta sniðið vankant-
ana af hnattvæðingunni. Stækkunin
mun breyta þessu.“
Uppfærsluþörf EES-
samningsins metin
Louis Michel, utanrík-
isráðherra Belgíu, sem
nú gegnir formennsku í
ráðherraráði ESB, átti
í gær viðræður við
starfsbróður sinn, Hall-
dór Ásgrímsson. Auð-
unn Arnórsson mætti á
blaðamannafund í Þjóð-
menningarhúsinu og
lagði spurningar fyrir
belgíska gestinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu (t.v.), og Halldór Ásgrímsson
á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
auar@mbl.is
kýrslunni
á að bætt
ggi, hins
ostir, með
af lýsingu
um um-
nesbraut
ðvegir ut-
enda óvíst
m aðgerð-
ýndi enn-
st enginn
ð lýsa upp
ti. Sú ör-
t í lýsing-
nn til þess
þegar ek-
r í skýrslu
þegar lýs-
sbraut og
æsta skref
ðgerðir til
Varast ber
umferðar-
hjákvæmi-
ð búa til
er fram-
erð 2+1-
með svo-
m eins og
urveg og
inn millj-
ðar miðað
atnamóta.
n braut-
3,5 millj-
mt skýrsl-
fækkunar
kkuð svip-
að fram-
min, miðað
mest við
nvegamót-
lausn eru
æmdatími,
tnaður og
í hinum
lt með að
eykjanes-
in 2+1 að
nda myndi
ri umferð-
alvarlegri
erðum á
u vegna
ónarmiða
ýmdar) en
ga á um-
brýnt að
ða. Varast
vegarins
, eins og
ðum sem
mræðunni
undan-
Framkvæmdir þyrftu ekki
mat á umhverfisáhrifum
Svíar hafa undanfarin tvö ár unn-
ið að því að breyta breiðum tveggja
akreina vegum í 2+1-vegi með víra-
leiðara. Í skýrslu Línuhönnunar
segir að mjög góð reynsla sé af slík-
um vegum í Svíþjóð og stöðugt unn-
ið að fjölgun kafla með slíkri út-
færslu. „Árekstrar við víraleiðara
hafa hvorki orðið margir né alvar-
legir. Tiltölulega fáir árekstrar hafa
orðið þegar tveimur akreinum fækk-
ar í eina og er það að þakka góðri og
markvissri skiltun og yfirborðs-
merkingum,“ segir í skýrslunni.
Vegagerðin sænska hafði af því
nokkrar áhyggjur í upphafi að erfitt
yrði að veita nægjanlega góða vetr-
arþjónustu á 2+1-vegarköflum. Í
skýrslunni segir að hingað til hafi
þessi þjónusta þó gengið vel en þar
sem lítil umferð er á framúraksturs-
reinum hafi þurft að gæta þess að
ekki myndaðist hálka. Þá hafa kann-
anir meðal sænskra ökumanna sýnt
að þeir kjósa fremur veg með leiðara
en breiðan veg án hans og eru þeir
almennt jákvæðir gagnvart útfærsl-
unni, að því er fram kemur í skýrsl-
unni.
Þá segir að framkvæmdin við að
útbúa 2+1-veg úr 1+1-vegi sé ekki
nýbygging skv. hefðbundnum skiln-
ingi og ætti því ekki að þurfa mat á
umhverfisáhrifum, a.m.k. ekki eins
ítarlegt og gerð sjálfstæðs umferð-
armannvirkis þyrfti. „Eins skal
ítrekað, að með peningunum sem
sparast við að leggja 2+1-veg í stað
þess að fara út í fulla tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar mætti einn-
ig tvöfalda Vesturlandsveg alveg að
Mosfellsbæ, en 2+1-vegur tæki þá
við að Hvalfjarðargöngum og jafn-
vel lengra síðar meir. Suðurlands-
veg mætti tvöfalda að gatnamótum
við Breiðholtsbraut (við
Rauðavatn) eða í ná-
grenni þeirra eftir
byggingu nýrra hverfa
sunnan og austan
Rauðavatns. Suður-
landsvegur yrði svo
2+1 allt að Selfossi.“
Áhugaverður kostur að
mati samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagðist í samtali við Morgun-
blaðið vera jákvæður gagnvart því
að skoða útfærsluna nánar og kanna
hvort ekki væri rétt að nota þetta
skipulag hér á landi. „Við stöndum
frammi fyrir því að út frá höfuðborg-
arsvæðinu greinast þrjár meginleið-
ir og það eru umferðaræðar sem við
þurfum að huga mjög rækilega að.
Ég tel að 2+1-vegur komi mjög vel
til greina og mun leggja áherslu á að
Vegagerðin vinni áfram upp úr
skýrslu Línuhönnunar tillögur sem
ég get þá tekið afstöðu til. Ég tel það
ótvírætt að við eigum að leita hag-
stæðra leiða eins og þessarar.“
Að sögn Sturlu er nú verið að
vinna að undirbúningi fyrir tvöföld-
un Reykjanesbrautar, bæði um-
hverfismati og öðru tilheyrandi.
„Engu að síður tel ég að við eigum
að skoða þennan kost. Hann getur
flýtt fyrir okkur og ýtir ekki á nokk-
urn hátt út af borðinu tvöföldun, ef
um það væri að ræða. Þessi niður-
staða kemur út af fyrir sig á ágætis
tíma, það er ekki búið að binda neitt
niður endanlega.“
Gæti þetta falið í sér einhverja
endurskoðun á framkvæmdum við
Reykjanesbraut?
„Ég geri ekki ráð fyrir því á þessu
stigi en engu að síður munum við
núna í ráðuneytinu fara yfir þetta
með Vegagerðinni og reyna að meta
hvar væri skynsamlegast að reyna
þennan kost fyrst. Hvort það væri á
einhverjum köflum Reykjanes-
brautarinnar, Suðurlandsvegi eða
Vesturlandsvegi.“
Vegagerðin heldur sig við
tillögu um tvöföldun
Helgi Hallgrímsson vegamála-
stjóri segir ályktanir skýrslunnar
býsna hagstæðar fyrir þessa tegund
vega. „Þetta er mjög áhugaverð til-
raun sem hins vegar er tiltölulega
stutt reynsla af, þrátt fyrir allt. Við
viljum fylgjast með því til frambúð-
ar hvernig þessu reiðir af og þessar
tilraunir eru gerðar við aðstæður
sem eru að sumu leyti ekki mjög lík-
ar okkar aðstæðum, t.d. má nefna að
skafrenningur er hér alla jafna al-
gengur en síður í löndum eins og
Svíþjóð. Þegar komið er mikið af
honum er ekki hægt að hreinsa allan
veginn, þannig að hætt er við að
hann bæti þá á sig “
Helgi segir aðstæður hér á landi
að ýmsu öðru leyti ólíkar því sem
þekkist í Svíþjóð. Svíar hafi verið
með talsvert af svokölluðum 13
metra breiðum vegum með tvær ak-
reinar þar sem mikill hraði var
leyfður, eða 110 km hraði á mörgum
af þeim vegum. Leyfilegur há-
markshraði hafi hins vegar verið
tekinn niður við gerð 2+1 vega og
það haft sín áhrif á fækkun slysa auk
fleiri aðgerða sem gerðar
voru í leiðinni.
Að sögn Helga mun
Vegagerðin áfram halda
sig við þá tillögu að tvö-
falda Reykjanesbrautina.
„Tillaga okkar varðandi
Reykjanesbrautina hefur
verið sú að fara í tvöföldun og þetta
mun ekki hafa áhrif á þá tillögugerð.
Þetta eru tilraunir sem hafa ekki
langa reynslu og við aðrar aðstæður
og við þorum ekki að hoppa á vagn-
inn á fullri ferð að alveg ókönnuðu
máli.
Við eigum líka eftir að melta
þessa skýrslu, hún virkar nú svolítið
á mann eins og bjartsýni sé öðrum
þræði með í för þarna. Í heildina hef-
ur þetta þó tekist vel að þeirra mati
og engin ástæða til að rengja það.“
Ljósmynd/Leif Jäderberg
aktuellt, 3–2001, má sjá víraleiðara, stikur og festingar sem aðskilja akstursstefnur.
mferðaröryggi og hagkvæmari vegagerð
kostur í stað
ga hérlendis
Vegagerðina er sett spurn-
sbrautar. Bent er á nýjan
væmari og öruggari en tvö-
kynnti sér niðurstöður og
og vegamálastjóra.
eirikurj@mbl.is
Tvöfalda mætti
Vesturlands-
veg að Mos-
fellsbæ fyrir
sparnaðinn