Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 9
ÁSLAUG Brynjólfsdóttir, fyrrver-
andi fræðslustjóri í Reykjavík, hefur
verið kjörin nýr forseti Landssam-
bands félags kvenna í fræðslustörf-
um og tekur hún við af Sigríði Jóns-
dóttur, fyrrverandi námstjóra í
menntamálaráðuneytinu.
Landssamband kvenna í fræðslu-
störfum er aðili að alþjóðasamtökum
kvenna í fræðslustörfum, Delta
Kappa Gamma sem stofnuð voru í
Bandaríkjunum árið 1929, en félagar
þess víðsvegar um heim eru um
150.000 talsins. Samtökin voru stofn-
uð hér á landi árið 1975 og starfar
það í átta deildum um allt land og eru
félagar þess um 170 talsins.
Áslaug segir að meðal viðfangs-
efna samtakanna sé útgáfa af ýmsu
tagi sem og blaðaskrif og fræðslu-
fundir um það sem efst er á baugi í
fræðslumálum. Eins séu frumvörp
til laga tengd menntamálum tekin til
skoðunar og segir hún að áhersla sé
lögð á að hafa áhrif á löggjöf í skóla-
málum.
Áslaug segir að ávinningur af
starfi í félaginu felist ekki síst í þeim
tengslum og vináttu sem myndist
milli félaga, innanlands sem utan.
Segir hún þátttökuna efla faglega
vitund þeirra, þjálfa þær í stjórnun-
arstöðum, efla kynni milli lands-
hluta, landa og heimsálfa og treysta
sambönd milli kvenna sem starfa á
mismunandi skólastigum.
Áslaug sat nýverið Evrópuþing
samtakanna í Malmö í Svíþjóð en
næsta Evrópuþing verður haldið hér
í Reykjavík í ágúst árið 2003.
Áslaug Brynjólfsdóttir, Carrol
Mueller, forseti alþjóðasamtak-
anna, Anne G. Cattoor, forseti
Evrópusamtakanna, og Sigrún
Klara Hannesdóttir.
Nýr forseti
Landssam-
bands kvenna í
fræðslustörfum
STJÖRNUSPÁ mbl.is
BROTIST var inn í tvö fyrirtæki í
austurborginni fyrir hádegi í gær og
um hádegisbil var gerð tilraun til
innbrots í það þriðja. Um tíuleytið
var fyrra innbrotið tilkynnt en svo
virðist sem engu hafi verið stolið úr
fyrirtækinu.
Um hálfellefuleytið var hins vegar
tilkynnt um þjófnað á tölvubúnaði í
öðru fyrirtæki. Um hádegisbil barst
lögreglu tilkynning um tilraun til
innbrots í fyrirtæki í austurborg, en
þar hafði dyraumbúnaður verið
skemmdur.
Þá voru tilkynnt eignaspjöll á bíl í
austurborginni en afturrúða bílsins
var brotin. Málin eru nú til rann-
sóknar hjá lögreglu.
Innbrot og
eignaspjöll í
austurborginni
LÖGREGLAN í Kópavogi segir
óvenju mikið hafa verið um rúðubrot í
grunnskólum bæjarins að undan-
förnu. Nefnir hún sem dæmi að eftir
verslunarmannahelgi hafi 26 rúður
verið brotnar í Snælandsskóla en aðr-
ir skólar bæjarins hafi sloppið betur.
Algengt sé að rúður séu brotnar í
ágústmánuði, skömmu áður en skóla-
starf hefst. Aðspurð segir lögreglan
að ekki sé vitað hverjir standa þarna
að verki en ábendingar um það séu
vel þegnar.
Mikið um rúðu-
brot við grunn-
skóla Kópavogs
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Haustsending
frá
Opið mán.-fös. kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-14.
Síðasti
útsöludagur
Algjört verðhrun
Allt á að seljast
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Tilboðsdagar í ágúst
10-50% afsláttur
Húsgögn, lampar, púðar glös og skart
Sígild verslu
n
Full búð
af nýjum haustvörum
HELGARTILBOÐ
4.390 kr.
1.900.-
15.900.-
Tilboð
Opið til kl. 16 á laugardögum
25.900 kr.
Mæður með börn á brjósti
Medela brjóstadælur,
frystipokar,
hjálparbrjóst,
mexikanahattar,
hlífar fyrir sárar
geirvörtur o.fl.
og apótek um land allt. http://ymus.vefurinn.is
Arnheiður hjúkrunar-
fræðingur og brjósta-
ráðgjafaleiðbeinandi
mælir með medela
brjóstagjafa-
hjálpartækjum
Þumalína
Í tilefni menningarnætur verður gleraugnaverslunin SJÁÐU
með sýningu á listrænum gleraugum frá theo
dagana 17. og 18. ágúst.
Alain Bekhart, hönnuður, aðstoðar við val á gleraugum
og heppinn kaupandi á kost á að lenda í lukkupotti þar sem
verðlaunin eru ekki af verri endanum
Sýning á verkum eftir Sossu stendur
frá 17. ágúst til 1. september.
Laugavegi 40 - sími 561 0075
Verslunin verður opin föstudag til kl. 19 og laugardag til kl. 21.
Bókahillur Ljósakrónur
Skatthol Íkonar
Full búð af nýjum vörum
Opið til kl. 22 á Menningarnótt
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.