Morgunblaðið - 18.08.2001, Síða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LAUGAVEGI, S: 511 1717
verðdæmi:
Dömur: frá:
Bolir 500.-
Buxur 1990.-
Gallabuxur 2990.-
Kjólar 2900.-
Herrar: frá:
Bolir 990.-
Buxur 3500.-
Jakkaföt 9900.-
Skyrtur 1900.-
Skór: frá:
Hælaskór 1990.-
Götuskór 2990.-
Leðurstígvél 5990.-
- LAUGAVEGI
Diesel
Calvin Klein jeans
Kookai
Tark
Imitz
Laura Aime
French
connection
Matinique
Mao
All saints
Morgan
4 you
Parks
Free
Billi bi
Vagabond
Zinda
The Seller
MENNINGARNÓTT
ÚTSÖLULOK
Allt að 70% afsláttur
Í DAG OPIÐ TIL KL. 23.00
nýtt kortatímabil
nýjar
haustvörur
Í GAME Dome eru 16 tölvur,þar af eru fjórar tengdarþrívíddargleraugum. Gestirstaðarins, sem er á þriðju
hæð gömlu Borgarkringlunnar,
geta keppt bæði yfir LAN-net
(Local Area Network), sem er
staðarnet, eða Netið. LAN-netið
er tengt við allar tölvurnar en þeir
sem eru á Netinu geta fengið 10
Mb/s-tengingu.
Meðal leikja sem hægt er að
spila í Game Dome eru Half Life,
Counter Strike, Team Fortress,
Opposing Force, Day of Defeat,
Quake 2, Action Quake, Quake 3,
Tribes 2, Diablo 2, Red Alert 2,
Emperor og Battle for DUNE, svo
dæmi séu tekin.
Bannað að hlaða
kvikmyndum
Ali Mobli, eigandi staðarins,
segir að tölvuleikjasalur eins og
Game Dome hafi ekki verið starf-
ræktur hér á landi áður en sam-
bærilegir salir séu þekktir erlend-
is. „Það má segja að þetta sé ný
útfærsla á þessari hugmynd um
hina hefðbundnu leikjasali,“ segir
Ali sem vill koma því áleiðis að
hann hafi notið stuðnings Vífilfells,
Línu.Nets og Skjás Eins til þess
að koma rekstrinum á legg.
„Allar tölvur eru einnig með
geisladiskabrennara. Því getur
fólk hlaðið efni úr tölvum og
brennt á geisladiska ef svo ber
undir.“ Ali segir jafnframt að hjá
sér geti tölvunotendur gert fjöl-
marga hluti, meira að segja unnið
heimaverkefni fyrir skóla því hjá
honum sé til staðar tungumálaþýð-
ingaforrit. „Þá eru netmyndavélar
á öllum vélum og hægt að senda
myndskeið með tölvupósti. Einnig
eru hljóðnemar við tölvurnar og
auðvelt að halda myndfundi. Hér
er hægt að gera flest það sem fólki
dettur í hug,“ segir Ali en leggur
áherslu á að ekki sé hægt að hlaða
kvikmyndum úr tölvum því það sé
ólöglegt og að hann sé á móti slíkri
iðju.
Aðspurður segir Ali að breiður
hópur fólks komi til sín, yfirleitt
séu börn og unglingar hjá sér á
morgnana og fram eftir degi en
þegar líður á daginn komi full-
orðnir sem vilja annaðhvort leika
sér eða komast á Netið. „Ég get
einnig gert fólki kleift að tengja
fartölvur sínar við Netið með 10
Mb/s tengingu. Fólk er ánægt að
geta sent þung gögn, allt að því
100 Mb, um Netið á aðeins fáein-
um mínútum.“
Leikjasalurinn Game Dome var
opnaður 17. júní og sagði Ali að
ekkert annað fyrirtæki hefði haft
opið í Kringlunni þann dag. „Engu
að síður var hér fullt út úr dyrum.
Fólk hreinlega beið eftir að við
opnuðum,“ segir hann og bætir við
að það hafi verið nóg að gera fram
að þessu. „Við opnum klukkan 10
og lokum yfirleitt klukkan 10 á
kvöldin flesta virka daga en ef tíu
eða fleiri vilja vera lengur er það
ekkert mál og við leyfum þeim að
spila áfram. Stundum höfum við
þurft að bíða eftir þeim fram eftir
nóttu, þar af einu sinni til klukkan
fimm um morguninn. Annars er
opið frá 10 á morgnana til eitt á
nóttunni á föstudögum og laug-
ardögum og 13–20 á sunnudögum
og það kostar aðeins 500 krónur að
nota aðstöðuna hér í klukkustund,“
segir Ali og bendir á að félags-
menn fái ódýrari aðgang.
Sýndarveruleikavélar
á leiðinni
Ali nefnir hversu vel reksturinn
gangi, segir að stefnt sé að því að
fjölga tölvum og vonandi verði þær
orðnar 20 áður en langt um líður.
Þá sé í deiglunni að hefja rekstur
á sýndarveruleikatæki þar sem
notendur spila í sýndarveruleika
með sérstökum hjálmi en Ali seg-
ist ekki vita til þess að slík tæki
hafi verið notuð í leikjasölum í
Evrópu áður. „Einnig er í skoðun
að útvíkka starfsemina enn frekar
og hugsanlega verður opnaður
Game Dome-leikjasalur annað-
hvort í Smáranum eða Skeifunni.“
Hann segir að í nýjum húsakynn-
um sé hugmyndin að bjóða upp á
nokkrar sýndarveruleikavélar, allt
upp í 70 nettengdar tölvur og yfir
20 PlayStation 2 leikjavélar.
Fullt út
úr dyrum
Morgunblaðið/Sverrir
Ali Mobli í Game Dome.
Í tölvuleikjasalnum Game Dome geta tölvuleikja-
áhugamenn spilað um LAN eða Netið fram eftir
nóttu ef vilji og fjöldi er fyrir hendi. Gísli
Þorsteinsson skellti á sig þrívíddargleraugum
og sökkti sér niður í netleik.
TENGLAR
.....................................................
www.gamedome.is
RÍMNAFLÆÐIKEPPNI er eitt af
því sem borgarbúar geta skemmt
sér við á menningarnótt.
Rímnaflæðikeppni hefur tvisvar
áður verið haldin; 1999 og í fyrra
í Miðbergi í Breiðholti. Erpur Ey-
vindarson í XXX Rottweiler-
hundum tekur það skýrt fram að
hann sjái ekki um skipulag keppn-
innar, þótt hann sé í dómnefnd; –
en hins vegar er hann til í að tjá
sig um allt sem hann veit um
þetta fyrirbæri.
Fullt af hljómsveitum
„Sá sem vann ’99 hét Seppi.
Hann fór í Rottweiler og við unn-
um Músíktilraunir það ár. Gæinn
sem vann í fyrra var Jón Magnús,
og hann er búinn að spila heil-
mikið síðan og er á fullu í þessu.
Nú er keppnin haldin í þriðja
sinn, á Ingólfstorgi á menning-
arnótt, og í dómnefndinni er ég
úr Rottweiler, Á. Ómars úr Quar-
ashi og strákur sem heitir Róbert.
Það verður fullt af hljómsveitum
á Ingólfstorgi og sigurvegararnir
úr rímnaflæðikeppninni ’99 og
2000 verða með sínar grúppur og
sitt prógramm. Rottweiler ætla
líka að spila og Messías og Sesar
A.“
Hera Harðardóttir í Hinu hús-
inu hefur séð um skipulagningu
keppninnar.
„Rúmlega 10 manns hafa skráð
sig núna, en við búumst við því að
eitthvað eigi eftir að bætast við,
og við erum alveg opin fyrir því
að fólk skrái sig á staðnum,“ segir
Hera. Keppnin hefst kl. 19:30 og
þegar keppendur hafa komið
fram leggst dómnefnd undir feld
og velur vinningshafa. Fyrstu
verðlaun eru 30.000 króna úttekt
hjá Japís, sama hvort rappað er á
íslensku eða ensku, en besta ís-
lenska rappið fær 10.000 króna
úttekt hjá Japís. Ef besta fram-
lagið er á íslensku verða verð-
launin því 40.000 krónur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
XXX Rottweilerhundar og fleiri góðir spila á Ingólfstorgi í kvöld.
Rímnaflæði á
Ingólfstorgi