Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 39
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
✝ Sigurbjörg Sig-ríður Guðmunds-
dóttir fæddist á Ref-
steinsstöðum í
Víðidal, V-Hún., 28.
september 1929. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni Blöndu-
ósi 9. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar Sig-
urbjargar voru hjón-
in Sigurlaug Jakob-
ína Sigurvaldadóttir
frá Gauksmýri í V-
Hún., f. 17.12. 1893,
d. 27.12. 1968, og
Guðmundur Péturs-
son frá Stóru Borg í V-Hún., f.
24.12. 1888, d. 14.8. 1964. Systkini
Sigurbjargar eru: Þrúður Elísabet,
f. 28.7.1917, Ólöf María, f.
20.9.1919, Vilhjálmur, f. 6.1.1922,
Pétur Kristófer, f. 28.7.1923, Sig-
urvaldi Sigurður, f. 5.3.1925, Stein-
unn Jósefína, f. 8.9.1927, Jón Unn-
steinn, f 7.9.1931, sem er látinn, og
Fríða Klara Marta f. 24.7.1935.
Sigurbjörg ólst upp í Öxl A-Hún.
frá tveggja ára aldri hjá fósturfor-
eldrum sínum þeim Jóni Jónssyni,
f. 21.10. 1893, d. 17.9. 1971, og
konu hans Sigríði Björnsdóttur, f.
4.11.1892, d. 29.11. 1976, frænku
Sigurbjargar, en þau Sigríður og
30.7. 1959, sambýlismaður Georg
Jónsson, f. 22.10. 1957, dætur
þeirra: Svala Magnea, f. 12.5. 1979,
Svava Guðbjörg, f. 20.9.1982, og
Svandís Jóna, f. 28.10. 1983, þau
slitu samvistir. Ásdís giftist Reyni
Karlssyni, f. 30.7. 1947, börn þeirra
eru Aldís Bára, f. 28.3. 1989, og
Einar Bjarni, f. 31.10. 1990, þau
slitu samvistir. 4) Guðmundur Jak-
ob, f. 1.5. 1965, maki Anna Margrét
Arnardóttir, f 24.11. 1964. Börn:
Örn Steinar f. 10.12. 1983, Elín
Björg, f. 8.1. 1985, Sigurjón Þór og
Dagmar Ósk, f. 13.5. 1998. 5) Dröfn
f. 5.7. 1966, maki Torfi Gunnars-
son, f 21.10. 1965. Börn: Svavar
Leópold, f. 5.6. 1992, Kári, f. 31.10.
1997, og Hildur, f. 15.10. 1999. 6)
Uppeldissonur Sigurbjargar og
Svavars er Svavar G. Eyjólfsson, f.
10.5. 1972, maki Elsa Særún
Helgadóttir, f. 2.11. 1979. Lang-
ömmubörn Sigurbjargar eru 5.
Að loknu barnaskólanámi
stefndi hugurinn til frekara náms,
en Kvennaskólinn á Blönduósi
varð fyrir valinu. Veturinn 1947–
1948 stundaði hún nám þar við þær
námsbrautir sem þá voru kenndar.
Sigurbjörg starfaði við hefðbundin
bústörf hjá fósturforeldrum sínum
fram til 1953, en þá hófu Svavar og
hún búskap í Öxl. Í seinni tíð stund-
aði hún vinnu utan heimilis s.s. hjá
Pólarprjóni hf. og við Blönduvirkj-
un. Sigurbjörg tók virkan þátt í
Kvenfélagi Sveinstaðahrepps.
Einnig söng hún um árabil í
Kirkjukór Þingeyrarsóknar.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Þingeyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Guðmundur Péturs-
son voru bræðrabörn.
Hjá Jóni og Sigríði ólst
einnig upp Magnús
Snæland Sveinsson, f.
25.9. 1932, frá níu ára
aldri. Sigurbjörg gift-
ist 7. apríl 1951 Svav-
ari Guðjóni Jónssyni
frá Lambanesreykjum
í Fljótum í Skagafirði,
f. 15.10. 1928. Börn
þeirra eru: 1) Jón
Reynir, f. 1.8. 1951,
sambýliskona Rann-
veig Halldórsdóttir, f.
6.2.1948. Börn hans
frá fyrra hjónabandi eru: Hilmar
Andri, f. 6.9. 1974, Elísabet Anna,
f. 11.6. 1976, Berglind Alda, f. 10.8.
1977, Sara Alísa, f. 4.4. 1986, Kar-
ólína Alma, f. 1.4. 1988, og Mattías
Aron, f. 30.11. 1989. Móðir þeirra
er Hildur Rannveig Diðriksdóttir,
f. 13.12. 1952. 2) Sigríður Bára, f.
13.10. 1953, maki Óskar Sigurvin
Pechar, f. 15.4. 1956. Börn þeirra:
Kjartan Már, f. 21.6. 1980, og Elvar
Daði, f. 7.3. 1982. Sigríður átti fyr-
ir Svavar Guðjón, f. 10.5. 1972, með
Eyjólfi Guðmundssyni frá Eiríks-
stöðum og á stjúpson Róbert Elías,
f. 7.6. 1977, og fósturson Svan
Ólafsson, f. 20.4. 1971. 3) Ásdís, f.
Bænum mínum heima hjá
hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir.
(Þorst. Erl.)
– Þetta kvæði söngst þú oft
mamma mín, aðeins nokkur orð frá
mér til þín og um ævi þína. Mamma
var þriðja yngsta barnið af níu barna
hóp. Systkin hennar eru sjö á lífi. Að-
stæður höguðu því þannig að þegar
mamma var tveggja ára var henni
komið fyrir í fóstri hjá frænku sinni
og manni hennar í Öxl í Austur-
Húnavatnssýslu. Þar ólst hún upp og
bjó þar nánast alla tíð. Eftir skóla-
göngu fór mamma í Kvennaskólann
á Blönduósi og útskrifaðist þaðan
vorið 1948.
Það var mikið gæfuspor í lífi þínu
mamma mín þegar þið pabbi, genguð
í hjónaband í apríl mánuði 1951.
Nokkrum mánuðum síðar eða 1.
ágúst fæddist Jón Reynir. Börn hans
eru sex og tvö barnabörn; Sigríður
Bára f. 13. október 1953. Börn henn-
ar eru fjögur; Ásdís, f. 30 júlí 1959.
Börn hennar eru fimm og eitt barna-
barn; Guðmundur Jakob, f. 1.5.1965.
Börn hans eru fjögur; Dröfn f. 5.7.
1966. Börn hennar eru þrjú. Árið
1971 áttuð þið pabbi von á ykkar
sjötta barni, en vegna álags og frá-
falls stjúpföður þíns þá um haustið
misstir þú fóstrið. Vorið eftir eða 10
maí 1972 fæddist fyrsta barnabarn-
ið, Svavar Guðjón Eyjólfsson sonur
Siggu systur. Aðstæður höguðu því
þannig að þið pabbi óluð Svavar
frænda upp og er hann okkur hinum
sem litli bróðir. Eins og sjá má á
framansögðu hefur þú mamma mín
haft í mörg horn að líta um dagana.
Ég ætla ekki að tíunda meira dugnað
þinn, það hefðir þú ekki viljað. Efst í
huga mér er þakklæti fyrir þá gæfu
sem ég hef notið að vera dóttir ykkar
pabba. Þú varst mín fyrirmynd, ráð-
gjafi og trúnaðarvinkona mamma
mín. Ég er þakklát fyrir þær sam-
verustundir sem við áttum saman nú
í sumar. Þá varstu ótrúlega hress í
anda þótt sjúkdómurinn væri á háu
stigi. Þú náðir að gera að gamni þínu
og slóst hendinni á lærið og hlóst
með okkur hinum.
Elsku mamma, nú er komið að
kveðjustund. Ég og börnin mín
þökkum þér samfylgdina og kveðj-
um að sinni.
Þín dóttir,
Ásdís.
Að kvöldi 9. ágúst síðastliðins bár-
ust mér fréttir af hrakandi heilsufari
þínu. Á meðan ég gerði mig ferðbúna
til að leggja af stað norður til þín liðu
aðeins tuttugu mínútur en þá varstu
látin og þrautir þínar á enda. Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur. Þú hafðir alltaf verið svo heilsu-
hraust og hörð af þér og engan bil-
bug látið á þig finna né kennt þér
meins nokkurs staðar í gegnum tíð-
ina enda man ég aldrei eftir þér
veikri fyrr en þú greindist með
krabbamein í skjaldkirtli fyrir rúm-
um sjö árum. Þú fórst í uppskurð eft-
ir að þú greindist með sjúkdóminn
og var haldið að þú ættir aðeins
nokkra mánuði eftir ólifaða. Þú hélst
áfram þínu striki og að lokinni lyfja-
meðferð fórstu norður í sveitina þína
sem þú unnir mest en þurftir samt
reglulega að fara til Reykjavíkur í
læknaeftirlit og annað slagið í lyfja-
meðferð. Þannig liðu árin þangað til
fyrir einu ári að sjúkdómurinn
breiddist út um líkamann og þú
þurftir að gangast undir aðgerðir.
Alltaf barstu þig vel enda varstu
dugleg og hafðir viljann til að ná
betri heilsu. Fyrir tæpum mánuði
hrakaði heilsu þinni mikið sem leiddi
til endaloka.
Ég lít yfir farinn veg og minning-
arnar streyma. Þú varst allt í senn
dugleg og sterk, minnug og þraut-
seig manneskja sem máttir ekkert
aumt sjá. Í minningunni sastu aldrei
auðum höndum. Þú varst alltaf að
hugsa um okkur börnin þín, að við
fengjum reglulega mikið og gott að
borða og vildir að okkur liði vel.
Mamma mín, takk fyrir samfylgdina
í þessu lífi.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Dröfn.
Elsku tengdamamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þá er komið að kveðjustund og
mig langar að þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Fyrir þrettán
árum kynntist ég Guðmundi, syni
þínum, og lágu leiðir okkar saman
þegar ég flutti inn á heimili ykkar
hjónanna ásamt fjögurra ára syni
mínum. Mér er það ferskt í minni
hvað móttökurnar voru hlýjar og
innilegar þrátt fyrir að við værum
ykkur nánast ókunn. Við deildum
heimili í tæpt hálft ár öll saman og
gekk það ljómandi vel. Þar til að þið
hjónin ákváðuð að flytja á Blönduós
og leyfa okkur unga parinu að
spreyta okkur í sveitinni. En sveitin
var tómleg án ykkar, svo það varð úr
að þið hreiðruðuð um ykkur á efri
hæðinni. Í sama húsi höfum við búið í
sátt og samlyndi í tólf ár. Á þessum
tíma hefur þú kennt mér margt,
bæði gildi lífsins og til verka. Þú
varst róleg og hlý kona en vildir ekki
láta mikið fyrir þér fara. Vinnusöm
varstu með afbrigðum og þér féll
sjaldan verk úr hendi. Ég á eftir að
sakna þeirra stunda sem við tókum
okkur til og bökuðum heilan helling
af kleinum og pörtum. Einnig vorum
við vanar að baka lagterturnar fyrir
jólin. Þetta var eitt af mörgu sem þú
kenndir mér. Þú hafðir unun af dýr-
um og hjálpaðir okkur Guðmundi að
hirða skepnurnar á meðan heilsan
leyfði. Þú hafðir eilífar áhyggjur af
því að þær fengju ekki nóg að éta.
Einstaklega varstu dugleg að fæða
mannfólkið og alltaf að hugsa um að
allir væru saddir. Þú varst gestrisin
og gerðir ekki mannamun og tókst
vel á móti öllum. Aldrei man ég eftir
því að hafa heyrt þig hallmæla
nokkrum manni, þú sást alltaf það
góða í manninum. Ættfræðin var eitt
af þínum áhugasviðum. Það var ekki
svo sjaldan sem Guðmundur skrapp
upp á efri hæðina til þess að spyrja
þig hvernig hinir og þessir væru
skyldir sér. Hann kom sko ekki að
tómum kofunum í þeim efnum. Þú
hafðir alltaf svar á reiðum höndum.
Árið 1994 varst þú búin að vera
svolítið lasburða, en kvartaðir sjald-
an. Þú varst ekki mikið fyrir að vera
hjá læknum, en lést þig hafa það og
eftir nokkrar rannsóknir, fékk fjöl-
skyldan að vita að þú væri haldin
þessum hræðilega sjúkdómi,
krabbameini. Allir voru harmi slegn-
ir, en þú tókst þessu með stakri ró
eins og þér var einni líkt. Þú stóðst
þig eins og hetja í gegnum geisla-
meðferðir og tókst þín náttúrulyf
sem þú taldir gera þér gott. Þrátt
fyrir þennan sjúkdóm kvartaðir þú
ekki og hélst áfram þínu striki.
Eyddir orku þinni í að hafa áhyggjur
af heilsu annarra í kringum þig.
Það var ekki svo sjaldan sem þú
komst labbandi niður með lopa-
sokka, vettlinga og peysur handa
syni þínum Guðmundi, svo honum
yrði ekki kalt við útiverkin. Þú hugs-
aðir fram á síðustu stundu um að
hann klæddi sig nógu vel. Honum
þótti þetta notalegt, þó svo að hann
brosti í laumi yfir þessu.
Þú varst syni mínum frá fyrra
sambandi alltaf góð amma. Hann var
heppinn að eiga þig að á uppvaxt-
arárum sínum og njóta umhyggju
þinnar og kærleika. Elín Björg,
nafna þín, kom oft í heimsókn til
pabba síns, Guðmundar, og laumað-
ist hún á loftið til ömmu sinnar til
þess að læra að prjóna.
Árið 1998 fjölgaði í húsinu í Öxl.
Þá fæddust tvíburarnir Sigurjón Þór
og Dagmar Ósk. Strax við heimkomu
þeirra varst þú komin að bjóða fram
hjálp þína og hjálpaðir mér þangað
til heilsan brást þér alveg. Það má
guð vita hvað ég er þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Síðastliðið
ár hefur verið þér erfitt og margir
reynt að gera þér lífið auðveldara
eins og hægt var. En því miður er
mannsins máttur ekki meiri. Ég er
þakklát fyrir að hafa geta verið hjá
þér á síðasta degi þínum, þegar sá
sem öllu ræður tók þig í sínar hendur
og linaði þjáningar þínar með svefn-
inum langa.
Elsku Silla mín, hafðu þökk fyrir
öll þín spor.
Þín tengdadóttir,
Anna Margrét.
Mig langar að minnast Sillu systur
minnar í örfáum orðum. Foreldrar
okkar, hjónin Sigurlaug Jakobína
Sigurvaldadóttir og Guðmundur
Pétursson á Refsteinsstöðum, voru
barnmörg. Því var það, að ég var
tekin í fóstur til hjónanna Halldóru
Jóhannesdóttur og Þorsteins Jósefs-
sonar, Umsvölum í Þingi. Þá var ég á
fjórða ári. Skömmu seinna veiktist
blóðmóðir mín og dvaldi á sjúkrahúsi
um hríð. Þá var Silla systir send
tímabundið til hjónanna Sigríðar
Björnsdóttur og Jóns Jónssonar,
Öxl, Þingi. Þó fór svo að hún kom
ekki til baka. Það hefur verið sárt
fyrir foreldra okkar að missa okkur
báðar, en tíminn græðir öll sár. Árið
1938 fluttu foreldrar okkar norður í
Fljót í Skagafirði. Þá urðum við fóst-
urdæturnar nánari en ella. Þó náðu
leiðir okkar mest saman er skóla-
ganga hófst, því um daglegt sam-
band var ekki að ræða og ekki var
sími á bæjunum í þá daga. Þá var
farskóli í sveitinni. Oftast var kennt í
skólahúsinu við Sveinsstaði en
stundum var kennt í Hnausum eða á
Hnjúki í Vatnsdal. Ég var svo lán-
söm að fá að dvelja í Öxl þegar kennt
var í Hnausum, það var ánægjulegur
tími. Við áttum margt sameiginlegt
systurnar, báðar söngelskar og mikl-
ir dýravinir. Við nutum okkar svo
sannarlega við mjaltirnar á kvöldin,
þá voru kyrjuð öll vinsælustu dæg-
urlögin og kýrnar virtust una sér vel
við þessa nýbreytni. Veturinn 1943
andaðist fósturfaðir minn. Síðla
næsta árs fluttum við, ég og fóstur-
móðir mín, til Reykjavíkur. Á her-
námsárunum voru miklar framfarir í
landinu okkar. Vegir bættir, hús raf-
lýst og margir fengu síma. Samband
okkar styrktist því. Við höfðum
bréfasamband og ég fór oftast norð-
ur í sumarleyfinu sem þá var tvær
vikur. Sigríður fóstra Sillu var mjög
heilsutæp. Silla átti því sjaldan heim-
angengt, en langaði að mennta sig.
Því var það, að blóðmóðir okkar og
yngsta systir dvöldu einn vetur í Öxl,
meðan Silla systir var í Kvennaskól-
anum á Blönduósi. Það var henni
dýrmætt veganesti. Silla giftist eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Svavari
Jónssyni, bændasyni úr Fljótum, ár-
ið 1951. Þau tóku við búi fósturfor-
eldra hennar, þar sem þau voru farin
að heilsu. Árið 1954 giftist ég Baldri,
þá var systir mín orðin tveggja
barna móðir. Við áttum bíl og gátum
því skroppið norður og reyndum að
hittast á hverju sumri. Ég man vel
eftir berjaferð vestur í Katla. Veðrið
var yndislegt, sól og hiti. Við höfðum
með okkur nesti og dvöldum þar all-
an daginn með börnunum okkar. Já,
við áttum ógleymanlegar stundir
heima í Öxl.
En nú fór að syrta í álinn. Silla
greindist með krabbamein fyrir átta
árum. Hún var kjarkmikil og æðr-
aðist ekki, en síðastliðið ár hefur ver-
ið ein þrautaganga. Nú bíður hennar
betra líf í betri heimi. Guð blessi
minningu hennar.
Steinunn systir.
SIGURBJÖRG
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina