Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 42
MESSUR Á MORGUN 42 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjum vegna sumarleyfa starfsliðs Áskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Ferming. Fermdar verða Hulda Henriksdóttir, Sléttuvegi 17 og Lilja Rakel Alfreðsdóttir, Þverási 4. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Þema: Kirkja í miðri borg. Dómkórninn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Prestur sr. Jak- ob Ág. Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 13:30. Sr. Kristján Valur Ingólfsson messar. Dómkórinn syngur. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. Báts- ferð út Klettsvör kl. 13:30. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. María Ágústs- dóttir. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNAR- HEIMILI: Messa kl. 14:00. Prestur sr. Björn Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknar- presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. LANDSPÍTALINN HRINGBRAUT: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Gönguguðsþjón- usta kl. 11:00. Eftir menningarnótt í Reykjavíkurborg verður guðsþjón- usta sunnudagsins með óhefð- bundnu sniði í Langholtssókn. Kl. 11:00 verður safnast saman í Lang- holtskirkju en síðan verður gengið um hverfið og niður í Laugardal. Gangan hefst með bænagjörð og sálmasöng í kirkjunni og síðan verð- ur áð á nokkrum stöðum á leiðinni t.d. við skóla og hlýtt á ritningartexta eða flutt bæn. Áætlað er að koma aftur að Langholtskirkju kl. 12:00. Að venju er boðið upp á kaffisopa eftir stundina. Fólk er beðið um að mæta í viðeigandi fatnaði til göngu. Allir velkomnir. Sóknarpestur og org- anisti leiða helgihald göngunnar. LAUGARNESKIRKJA: Síðasta kvöld- messa sumarsins kl. 20:30. Sr. Bjarni Karlsson þjónar, ásamt Eygló Bjarnadóttur meðhjálpara. Kór Laug- arneskirkju syngur. Organisti Gunn- ar Gunnarsson. Barnagæsla í boði meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Messukaffi. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Upphaf fermingarnámskeiðs og kynning á fermingarstarfinu. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar. Sr. Halldór Reynisson þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11:00. Organisti Viera Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helga- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðsþjónusta kl. 11:00. Barn borið til skírnar. Fermingarskóli Fríkirkj- unnar hefst að lokinni messu. En eins og áður hefur verið greint frá bjóðum við ungmennum upp á ferm- ingarfræðsluna í lok ágúst, áður en skólar byrja að hausti. Við hefjum fræðsluna með guðsþjónustu kl. 11:00 sunnudaginn 19. ágúst. Eftir guðsþjónustuna munum við hitta fermingarbörnin og fara yfir dagskrá fermingarskólans. Fermingarbörnin mæta síðan daglega kl. 10:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Við reiknum með að kennslustund dagsins ljúki rétt fyrir kl. 14:00. Á fimmtudeginum, ásamt fræðslu, för- um við í heimsóknir á nokkra staði. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Börnin taka þátt í söngvum og prédikun dagsins. Barn verður borið til skírnar. Að guðsþjónustu lokinni verður slegið upp grillveislu og öllum boðið upp á pylsur, pepsí og ís. Kórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti Pavel Man- asek. Fjölmennum og njótum sam- félags við Guð og menn! Prestar og æskulýðsfulltrúi. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti. Sigrún Þórsteinsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kirkjan er lokuð í ágústmánuði vegna sumarleyfa og viðhalds á kirkjuhúsi. Afleysinga- þjónustu veitir sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson í Kópavogskirkju. Bent er auk þess á helgihald annarra kirkna í prófastsdæminu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 20:00. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Sr. Sigurður Arnarson prédik- ar, en hann er að fara í ársleyfi til Bandaríkjanna. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Fyrsta messa sumarsins eft- ir miklar framkvæmdir í kirkjunni. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar og sr. Íris Kristjánsdóttir prédikar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng- inn. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstundir sem verða áframhaldandi á þriðjudögum kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Organisti: Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Altarisganga. Prestur sr. Ágúst Einarsson. Organisti Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Friðrik Schram predikar. All- ir velkomnir. KLETTURINN: Kl. 20 almenn sam- koma fyrir alla fjölskylduna. Mikil lof- gjörð og tilbeiðsla. Athugið breyttan samkomutíma. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðumaður Vörður L. Traustason Almenn samkoma kl. 20:00, lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Halldór Lárusson Allir hjartanlega velkomnir. KRISTSKIRKJA í Landakoti: Sunnu- daga: Hámessa kl. 10.30, messa á ensku kl. 18. Sunnudaginn 19. ágúst kl. 10.30, Maríumessa, stórhátíð uppnumningar Maríu meyj- ar til himns. Alla virka daga, messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Sunnudaga: messa kl. 11. Sunnu- daginn 19. ágúst kl. 11 hátíðleg messa, stórhátíð uppnumningar hl. Maríu Meyjar til himna. Sunnudag- inn 19. ágúst: messa á Pólsku kl. 15. Laugardaga: messa kl. 18.30. Virka daga messa kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Sunnu- daga: messa kl. 10.30, Sunnudag- inn 19. ágúst: Maríumessa, stórhá- tíð uppnumningar hl. Maríu meyjar til himna. Miðvikudagur, messa kl. 18.30. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Sunnudaga messa kl. 8.30. Virka daga messa kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Sunnudaga: messa kl. 14. Fimmtu- daga skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. AKRANES, Laugardaginn 25. ágúst messa kl. 18. BORGARNES: Laugardaginn 25. ágúst messa kl. 15. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Sunnudag messa kl. 10. GRUNDARFJÖRÐUR. Sunnudaginn 26. ágúst messa kl. 19. ÓLAFSVÍK. Sunnudaginn 26. ágúst, messa kl. 16. ÍSAFJÖRÐUR – JÓHANNESARKAP- ELLA. Sunnudaga, messa kl. 11. BOLUNGARVÍK: Sunnudaga, messa kl. 16. SUÐUREYRI: Sunnudaga messa kl. 19. FLATEYRI: Laugardaga messa kl. 18. AKUREYRI, PÉTURSKIRKJA, Hrafnagilsstræti 2. Laugardaga messa kl. 18. Sunnudaga, messa kl. 11. Sunnudaginn 19. ágúst., há- tíðleg messa kl 11, stórhátíð upp- numningar hl. Maríu meyjar til himna. RIFTÚN, Ölfusi. Sunnudaga, messa kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 Messa þar sem bæði sakra- menti kirkjunnar eru höfð um hönd. Einhverjir þátttakendur í tónlistar- dögum Vestmannaeyja munu leika í messunni. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl.11. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organist: Natalía Chow. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 19. ágúst kl. 11:00. Félagar úr kór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjón- ar við athöfnina. Prestarnir. SELFOSSKIRKJA: Morguntíð sungin frá þriðjudegi til föstudags. Kaffi og brauð að henni lokinni. Foreldra- samvera kl. 11 á miðvikudögum. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Baldur Kristjánsson STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14:00. Organisti Robert Darling. Prestur Baldur Kristjánsson SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11.00. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson annast prestsþjónustuna. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20.30. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Egilsstaða- kirkja, messa kl. 11 20. ág. (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta verður kl. 14.00. Organisti: Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur: Sr. Þórey Guðmundsdóttir DALVÍKURPRESTKALL: Guðsþjón- usta verður í Hánefsstaðareit sunnudaginn 19. ágúst kl. 14:00. Verði vætusamt verður guðsþjónast- an í Vallakirkju. Sóknarprestur. VIÐEYJARKIRKJA. Messa verður haldin í Viðey sunnu- daginn 19. ágúst. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor, predikar. Messan hefst klukkan 14:00. Sérferð verður farin með kirkjugesti til Viðeyjar klukkan 13:30. Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19.) Morgunblaðið/Arnaldur Kópavogskirkja MINNINGAR  #     +   *         ,           /  0+ 06   '%:" ( $ % %?? ,*%$ : #$$% < %'%* $!%: (   '%" %#$$% + '%: (  $%  #$$%  ,% 5: ( #%   ! ! #$$% ) % )*%(   $  4$  0   #        +  +   *      + 36 @  )#  "%A'%4 / $  " % $% #$$% 6% !%?4 ( , $54 #$$%  !%"!%+  !%?4 ( & $% !%?4 #$$% & %7 % !%?4 (  !%"!%+  !" ( Almættið stýrði mér til þín fyrir brottgöngu þína úr þessu lífi. Hand- leiðsla æðri máttar kom skilaboðum til mín um að koma og vera í nærveru þinni. Ég svaraði kallinu sem ég fékk kl. 17.30 sunnudaginn 29. júlí sl. Áttum við góða stund saman. Það var óvenju bjart yfir þér og þú varst ræðin þrátt fyrir þrálát veikindi undanfarið. Allt síðastliðið ár, frá ágúst ’00, átt- um við fastar stundir saman, á laug- ardögum um kl. 12:30, fyrir utan nokkrar aðrar stundir þess á milli. Við komu mína eftir að við höfðum heilsast kvað ætíð hið sama við frá þér: „Ég á bara ekkert með kaffinu.“ Tæplega hafði ég snúið mér við í einn heilan hring eða gengið að gluggan- um sem vísaði í átt að miklum fram- kvæmdum við Reykjanesbraut þegar eldhúsborðið okkar var fulldekkað af kræsingum. Okkar stund gat hafist. Blómin sem ég færði þér voru alltaf á sínum stað, lifðu óvenju lengi, þau voru ákveðin tengsl sem ég sá um að endurnýja reglulega. Stór hlekkur hefur brostið á mínum lífsstíl með frá- falli þínu, mamma mín. Nú eru engar ferðir lengur í Árskóga. Eitt máttu vita, ég er ætíð hjá þér eins og þú hjá mér, hvar sem ég er eða hvert sem ég fer. Okkar æðri máttur er tengiliðurinn og sér til þess að þau sterku bönd sem þróuðust með okkur geta aldrei brostið. Með trega og söknuði kveð ég þig, persónuna sem ítrekað styrkti mig í mínum veikindum og var stór þáttur í því að ég gekk allsgáður síð- asta árið. Frá því að ég man fyrst eftir mér, varst þú og hefur ætíð verið per- sónan í mínu lífi. Umhyggja þín í minn garð var mikil. Þegar stór brot dundu yfir mig varst þú ætíð kletturinn sem komst með örvandi hvatningar, t.d. þú verður bara að hrista þetta af þér, MARGRÉT NATALÍA EIDE EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Margrét NatalíaEide Eyjólfsdótt- ir fæddist á Fá- skrúðsfirði 16. júlí 1922. Hún lést á heimili sínu hinn 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 9. ágúst. en þarna lýsir þú sjálfri þér vel, því ekki var ætíð lognmolla í þínu lífi. Já, þú reyndir ætíð að hafa áhrif á viðhorf mín og hugsanir í bar- áttu mína við þann króníska sjúkdóm sem ég geng með, en hann er öflugri en allir herir heimsins, lævís og óút- reiknanlegur, sjúkdóm- ur sem gefur ekkert, en tekur allt. Eftirlifandi systur móður minnar, Berg- þóru, sendi ég samúðar- kveðjur. Í minningunni koma upp í huga mínum þær stundir þegar Berg- þóra hélt vöku yfir okkur systkinum en þá höfðu pabbi og mamma skropp- ið út á vegi dans og rósa. Þakka þér, systir mín Stella, fyrir alla þá umhyggju sem þú veittir móð- ur okkar á hinstu stundum. Einnig votta ég bræðrum mínum, börnum okkar og barnabörnum samúð mína. Ég hefði ekki viljað missa af kalli og handleiðslu almættisins að kveldi sunnudagsins 29. júlí að heilsa upp á mömmu. Þetta var almennt ekki sá tími sem ég átti stundir með henni síðustu misserin. Finn ég fyrir innri ró og sátt þrátt fyrir mikinn söknuð og hryggð. Þakklætið er mér efst í huga fyrir þetta hugboð. Mér finnst eins og ég hefi fengið að stíga „þennan síðasta dans“ með þér í lífsgöngu þinni. Þú kvaddir okkur með reisn, mamma mín. Minning þín verður mér ætíð sterk í huga. Með hinstu kveðju. Þinn sonur, Eyjólfur Borgþór. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.