Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„LEIKURINN er bara hálfnaður en
það er gott að vera í fyrsta sæti
eftir forkeppnina,“ sagði Hafliði
Halldórsson eftir frækilega sýn-
ingu á Valíant frá Heggsstöðum í
töltkeppninni á heimsmeist-
aramótinu í Stadl Paura í Aust-
urríki. Eftir að Hlyni hafði mistek-
ist að ná forystunni á Braga frá
Allenbach var Hafliði síðasta
hálmstrá Íslendinga og það mæddi
vissulega mikið á kappanum því
hann hafði látið stór orð falla um
að ekki léki neinn vafi á því að
hann yrði heimsmeistari.
„Ég varð nú að telja sjálfum mér
trú um að ég gæti þetta en nú er
leikurinn bara hálfnaður og ég á
eftir að ljúka verkinu,“ sagði Haf-
liði vígreifur. Þar verður hart að
honum sótt og má ætla að Þjóð-
verjarnir mæti grenjandi óðir til
leiks því þá þyrstir svo sannarlega
í tölthornið.
Sigurbjörn Bárðarson og Gordon
frá Stóru-Ásgeirsá voru í fyrsta
sæti eftir fyrsta sprett í 250 metra
skeiði á 21,95 sek., en í öðrum
spretti lenti hann aftur á móti
Önnu Skúlason og Mjölni frá
Dalbæ en hún var í öðru sæti á 22,1
sek. Þá rauk Gordon brautina á
enda en Mjölnir lá þar til á síðustu
metrunum en þá skondraði hann
upp af skeiðinu en svo virtist sem
þá hefðu hlaupagæslumenn haldið
fyrir augun því þeir dæmdu Mjölni
liggja, sem var allsendis rangt.
Þetta varð til þess að Sigurbjörn
var því kominn í annað sætið sem
er lakari kostur.
Vignir Jónasson og Klakkur eru
nú komnir frekar óvænt á toppinn í
stigakeppninni og Sveinn Ragn-
arsson og Brynjar og Hugrún Jó-
hannsdóttir og Súla fylgja fast á
hæla hans þannig að útlitið á þess-
um vígstöðvum er býsna gott.
Næstur á eftir þeim er Magnús
Skúlason sem reyndar er íslenskur
en keppir fyrir hönd Svíþjóðar á
Dug frá Minni-Borg. Vignir, Hug-
rún og Sveinn náðu öll ágætum
tímum í skeiðinu sem fleytir þeim
öðru fremur í þessi sæti.
Sigurstemmning er farin að gera
vart við sig meðal Íslendinga, góð-
ar líkur eru á sigri í tölti, fjórgangi
og fimmgangi og hið sama má
segja um skeiðið þótt ekki séu Ís-
lendingar þar efstir sem stendur.
Þá má telja sigurinn vísan í sam-
anlögðu og ætti þá engan að undra
þótt okkar fólk komi heim með
fimm gull eins og á síðasta HM og
allt sömu greinarnar og þá.
Um önnur úrslit á heimsmeist-
aramótinu vísast á mbl.is.
Morgunblaðið/Valdimar
Sigurbjörn Bárðarson og Gordon frá Stóru-Ásgeirsá tóku forystu í 250
m skeiði í keppni við Önnu Skúlason frá Svíþjóð á Mjölni frá Dalbæ.
Hafliði og Valíant
hálfa leið á toppinn
Austurríki. Morgunblaðið.
NOKKUÐ sérstök aðferð var notuð
við að reyna að smygla hassi til
landsins í fyrradag, eins og sagt var
frá í blaðinu í gær, en rannsókn
málsins er nú lokið. Fjórir voru í
haldi lögreglu, þeir játuðu allir og
hefur þeim verið sleppt.
Að sögn Lárusar Bjarnasonar,
sýslumanns á Seyðisfirði, urðu far-
þegar um borð í Norrænu varir við
að maður henti tösku í sjóinn og
annar kom siglandi á sjóþotu og
hirti upp töskuna. Farþegarnir
hringdu í Neyðarlínuna sem hafði
strax samband við lögregluna á
Seyðisfirði er aftur gaf það á tollinn
þar.
Lárus segir að tollurinn hafi tekið
við tilkynningunni og haft samband
við þá aðila sem við blasti að þyrftu
að koma að málinu. Landhelgis-
gæslan var að störfum í firðinum
vegna sprengjuleitar í El Grillo og
setti út bát til að elta manninn á sjó-
þotunni. Hann telur að ef til vill
hefði maðurinn náðst strax í fjör-
unni ef kælibúnaður í vél hraðbáts-
ins hefði ekki brugðist og varðskips-
menn þurft að hægja á bátnum. Að
auki höfðu þeir ekki síma í bátnum
og fyrir vikið urðu samskiptin nokk-
uð flókin. „Við fengum upplýsingar
frá trillum hvert þessi sjóköttur
hefði stefnt. Þannig að aðalvanda-
málið hjá okkur var að staðsetja
hvert hann færi og það var sett
ákveðin rannsókn í gang hérna til
að stoppa bíla sem komu hér utan
með firði og fleira í þeim dúr. Einn-
ig var strax haft samband við Eski-
fjarðarlögregluna og lögreglu á öll-
um stöðum í kring,“ segir Lárus.
Lögreglan fór til móts
við mennina
Hann segir að haft hafi verið
samband við hreppstjórann í Mjóa-
firði og fljótlega komið í ljós að
menn höfðu sést þar á sjóþotu. Lög-
reglunni hafi verið stefnt þangað og
strax settur maður á veginn upp á
Fagradal og niður á Mjóafjörð.
„Síðan fór lögreglan á móti þessum
mönnum og handtók þá þrjá sem
voru þar. Þeir gerðu enga tilraun til
að komast undan en voru þá búnir
að losa sig við efnið. Við þurftum að
leita að því og hundur frá fíkniefna-
deild tollstjóra í Reykjavík fann
það,“ bendir Lárus á.
Að hans sögn náðust allir menn-
irnir, alls voru þeir fjórir viðriðnir
málið, einn henti pakkanum af Nor-
rænu, annar var á sjóþotunni og
tveir biðu í landi. Sá sem var á sæ-
sleðanum skildi hann eftir þegar
hann kom að landi og fór um borð í
bílinn en eins og fyrr segir hefur
þeim öllum verið sleppt úr haldi lög-
reglu.
Tæp 2,2 kíló
af sterku hassi
Lárus segir að skýrslur hafi verið
teknar af mönnunum í gærmorgun
og að þeir gangist allir við þessu.
Efnið hafi verið sent til fíkniefna-
deildarinnar í Reykjavík til efna-
greiningar, vigtunar og frekari
rannsóknar. Aðspurður segir hann
að þetta hafi verið tæp 2,2 kíló af
sterku hassi. „Næsta skrefið er að
safna saman skýrslum sem voru
teknar, það voru teknar vitna-
skýrslur af þessum farþegum, fram-
burðarskýrslur af mönnunum og
svo framvegis og síðan höfum við
ákæruvaldið í þessu máli og
ákærum þessa menn,“ segir Lárus
og nefnir að málið teljist að fullu
upplýst.
Þegar hann er spurður hvort
hann telji þetta vera algenga aðferð
við smygl telur hann að auðvitað sé
þetta reynt eins og allar mögulegar
og ómögulegar aðferðir. „Menn
geta haft þennan háttinn á og oft
finnst sjórekinn spíri á kútum og
alla vega. Menn nota náttúrulega
alla klæki í þessu og við þurfum að
fylgjast vel með því þeir finna stöð-
ugt upp nýjar aðferðir og við þurf-
um stöðugt að sjá við þeim,“ segir
hann.
Rannsókn lokið og
málið talið upplýst
Fjórir menn reyndu að smygla hassi til landsins
með Norrænu á ævintýralegan hátt
ÞSSÍ, Þróunarsamvinnustofnun Ís-
lands, hefur á árinu veitt 100 þúsund
bandaríkjadollara til þróunaraðstoð-
ar á Austur-Tímor. Stofnunin hefur
þannig staðið straum af kostnaði við
byggingu bátasmiðju svo heima-
menn gætu hafið endurreisn fisk-
veiðiflotans sem indónesíski herinn
lagði í rúst haustið 1999 þegar allt að
90% af öllum búnaði til sjávarútvegs
voru markvisst eyðilögð. Þetta er
meðal þess sem kom fram á blaða-
mannafundi Sighvats Björgvinsson-
ar, framkvæmdastjóra ÞSSÍ.
Að sögn Sighvats urðu Íslending-
ar með styrknum fyrstir þjóða til að
bregðast við með umtalsverðu fjár-
framlagi til endurreisnar sjávarút-
vegs á Austur-Tímor og hefur þessi
staðreynd m.a. vakið athygli Ástrala
sem hafa haft umsjón með þróunar-
aðstoð við Austur-Tímor.
Aðstoð Íslendinga má rekja til
fundar Hosé Ramon Horta, nóbels-
verðlaunahafa og sjálfstæðishetju
Austur-Tímorbúa, og Halldórs Ás-
grímssonar, utanríkisráðherra, sem
haldinn var á Íslandi á síðasta ári. Á
þeim fundi óskaði Horta eftir að Ís-
lendingar veittu Austur-Tímor þró-
unaraðstoð í fiskveiðum og sjávar-
útvegi en þá lá fyrir að
alþjóðastofnanir höfðu ekki sýnt
mikinn áhuga á ráðgjöf eða aðstoð í
sjávarútvegi. Utanríkisráðherra
beindi þeim tilmælum til ÞSSÍ að
skoða málið og var það gert.
Aðstoðarfiskimálastjóri Austur-
Tímor, Lourenco Amaral, hefur
dvalið á Íslandi undanfarnar þrjár
vikur til þess að kynna sér eftirlit
með fiskveiðilögsögu strandríkis
sem og útgerð og veiðiaðferðir smá-
báta. Aðspurður sagðist Lourenco
afar ánægður með heimsókn sína
þar sem hún hefði verið afar lær-
dómsrík og ætti eftir að miðla mikl-
um fróðleik til landa sinna. Mikil
rányrkja er stunduð innan fiskveiði-
lögsögu Austur-Tímor en þar hefur
landhelgisgæsla verið í lágmarki.
Lourenco hefur notið aðstoðar
Landhelgisgæslu Íslands við að
kynna sér hvernig byggja skuli upp
öfluga landhelgisgæslu og hefur m.a.
siglt með varðskipinu Ægi, kynnt
sér aðstæður í stjórnstöð Gæslunnar
og farið í eftirlitsflug með þyrlunni.
Hann segir tækjabúnað þjóðar sinn-
ar öllu fábrotnari en þann sem hann
hefur kynnst hér en hann eigi engu
að síður eftir að geta notfært sér þá
þekkingu og starfshætti sem hann
hafi séð hér á landi.
Landhelgisgæsla Íslands og
Landssamband smábátasjómanna
hafa unnið með ÞSSÍ að hluta verk-
efnisins og fór Lourenco m.a. til Ísa-
fjarðar þar sem hann fór í handfæra-
róður og línuróður og fylgdist með
löndun og fiskverkun í landi. Hann
segir gæðastjórnun og nýja fisk-
veiðitækni vera það sem helst vanti
hjá heimamönnum. Innan lögsög-
unnar eru gjöful fiskimið en lítil gæði
vörunnar hafa hamlað sölu hennar.
Hann vonast til að sú þekking og að-
stoð sem Íslendingar hafa veitt eigi
eftir að auðvelda sölu fisksins á al-
menna markaði en ekki einungis á
heimamarkað eins og verið hefur
hingað til. Þannig muni tekjur af
fiskveiðum aukast allt að þrítugfalt
og veiði verða 6 til 7 sinnum meiri.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands aðstoðar við uppbyggingu á Austur-Tímor
Endurreisn
sjávarútvegs
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Halldór B. Nellett, yfirmaður gæsluframkvæmda Landhelgisgæslunn-
ar, Lourenco Amaral, aðstoðarfiskimálastjóri Austur-Tímor, og Sig-
hvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ.
ANNAR drengjanna sem brenndust
þegar kviknaði í vinnuskúr í
Hraunbæ um ellefuleytið í gær-
morgun liggur enn á gjörgæsludeild
Landspítala við Hringbraut, en
drengurinn hlaut alvarleg brunasár
og brenndist meðal annars í andliti.
Samkvæmt upplýsingum frá Þor-
steini Svörfuði Stefánssyni, yfir-
lækni á gjörgæsludeild, er drengur-
inn í öndunarvél og er líðan hans
óbreytt.
Hinn drengurinn sem brenndist í
slysinu og liggur á barnadeild spít-
alans er ekki í lífshættu að sögn Jóns
Kristinssonar, læknis á barnadeild,
og er líðan drengsins eftir atvikum.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá
lögreglu og liggja niðurstöður enn
ekki fyrir. Hjá lögreglu fengust hins
vegar þær upplýsingar að vinnu-
skúrinn þar sem slysið átti sér stað
sé í eigu lóðafélags nokkurra stiga-
ganga í Hraunbæ, og þar virðast
hafa verið geymd tæki sem notuð
eru til hverfishreinsunarstarfs á lóð-
unum, þar á meðal bensínsláttuorf.
Liggur
enn á
gjörgæslu-
deild Land-
spítala
BRAGI Þorfinnsson vann skák
sína á móti Tómasi Krivousas
frá Litháen í annarri umferð í
drengjaflokki á Heimsmeistara-
móti ungmenna í skák í Aþenu í
Grikklandi í gær. Stefán Krist-
jánsson gerði hins vegar sitt
annað jafntefli á móti A. Babaev
frá Úsbekistan. Bragi lék með
hvítt í gær en Stefán svart.
Í fyrstu umferð heimsmeist-
aramótsins í fyrradag varð jafn-
tefli í báðum skákum drengj-
anna. Þá tefldi Stefán með hvítt
á móti Luis Ribeiro frá Portúgal
en Bragi, sem var með svart,
tefldi við Belgann Steven
Geirnaert.
Í drengjaflokki eru tólf kepp-
endur með yfir 2500 ELO stig
en það er styrkurinn sem miðað
er við til að ná stórmeistaratign.
Í stúlknaflokki hefur engin náð
þeim stigafjölda en sú sem flest
stig hefur er Yuanyuan Xu frá
Kína með 2.431 stig. Stefán
Kristjánsson er með 2.380 stig
og Bragi Þorfinnsson 2.371.
Staðan eftir tvær umferðir
á HM ungmenna í skák
Þrjú jafntefli og
einn sigur