Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Íslenskur forseti norrænna miðjumanna
Vettvangur ung-
liðahreyfinga
Nýlega var FinnurÞór Birgisson,lögfræðingur, kos-
inn forseti Félags miðju-
manna á Norðurlöndum –
Nordiska Centerungdom-
ens Förbund. Hann var
spurður hvort þetta væri í
fyrsta skipti sem Íslend-
ingur gegndi þessu emb-
ætti?
„Nei, þetta er í annað
skipti sem Íslendingar eiga
forseta þessa félags. Árið
1993 til 1995 var G. Valdi-
mar Valdimarsson forseti
Félags miðjumanna á
Norðurlöndum. Ég er kos-
inn til þess að gegna þessu
embætti næsta ár.“
– Hvað er þetta gamalt
félag?
„Það var formlega stofn-
að 1965. Hins vegar á samstarf
miðjumanna á Norðurlöndum ræt-
ur að rekja til fimmta áratugarins.
Á tímum síðari heimstyrjaldarinn-
ar aðstoðuðu ungir miðjumenn í
Svíþjóð unga miðjumenn í Finn-
landi, en á sjöunda áratugnum tók
félagsskapurinn á sig fastari
mynd. Núverandi form félagsins
komst á 1976.“
– Hver er tilgangur þessa
félags?
„Tilgangurinn er fyrst og fremst
að vera samstarfsvettvangur fyrir
ungliðahreyfingar miðjuflokkanna
á Norðurlöndum og að auka kynn-
in milli þeirra sem taka þátt í ung-
liðastarfi hjá þessum flokkum.“
– Fer þátttaka ungs fólks í
svona ungliðastarfi minnkandi eða
eykst hún?
„Þessi samtök hafa verið mjög
virk á undanförnum árum og starf-
ið er að styrkjast. Hins vegar er
það eilíft verkefni hjá samtökum af
þessu tagi að fá fólk til virkrar
þátttöku. Þátttakan er alltaf mest í
svona starfi í kringum kosningar
en vill dofna þar á milli. Reynslan
hjá okkur, ungum framsóknar-
mönnum, er að starfið hefur verið
virkara á síðustu árum. Þar koma
helst til vefritin sem hafa gert okk-
ur auðveldara að koma skoðunum
okkar á framfæri.“
– Eru svipuð sjónarmið ríkjandi
hjá miðjumönnum Norðurland-
anna?
„Það er talsverður áherslumun-
ur á milli þessara flokka sem helg-
ast af því að viðfangsefni í hverju
landi fyrir sig eru ólík. Hins vegar
eiga þessi flokkar allir það sameig-
inlegt að leggja mikla áherslu á
byggðamál og að halda sig í miðj-
unni á hinum pólitíska vettvangi.“
– Hver eru helstu baráttumál
Félags miðjumanna á Norðurlönd-
um nú um stundir?
„Áherslan hefur á undanförnum
árum verið á að efla norrænt sam-
starf. Þannig að Norðurlandasam-
starfið týnist ekki í öðru alþjóðlegu
samstarfi eins og Evrópusam-
starfi. Einnig höfum við lagt
áherslu á baráttu gegn alnæmi og
gegn kynþáttafordómum og um-
hverfismál hafa verið mikið rædd
innan samtakanna.“
– Eru kynþáttafordómar mjög
áberandi á Norður-
löndum núna?
„Já því miður er
þetta vaxandi vanda-
mál. Á síðustu árum
hefur þetta verið sér-
stakt vandamál í Sví-
þjóð og Noregi. Nú eru merki þess
að kynþáttafordómar fari vaxandi
á Íslandi.“
– Hvað hafið þið gert til þess að
leggja baráttunni gegn alnæmi lið?
„Við vorum með fund í Stokk-
hólmi sl. vetur þar sem við eyddum
hluta af fundinum í að afla okkur
upplýsinga um alnæmisvandann
og tókum okkur síðan til og vorum
með táknrænar aðgerðir til þess
að minna á vandann. Við sam-
þykktun ályktun þar sem skorað
var á stjórnvöld á Norðurlöndum
að leggja sitt af mörkum í barátt-
unni gegn þessum vágesti.“
– En umhverfismálin – eru þau
á svipuðu róli á Norðurlöndunum
yfirleitt?
„Nei, skoðanir á umhverfismál-
um er mjög skiptar innan þessara
samtaka. Við verðum með fund
hér á Íslandi í febrúar nk. þar sem
sérstaklega á að ræða um orku-
stefnu á Norðurlöndum. Þar er
myndin mjög ólík á milli Norður-
landanna.“
– Er starf forseta þessara sam-
taka mjög kröfuhart?
„Já, það er talsverð vinna við að
sinna starfinu. Það kallar á mikil
ferðalög en um leið fæ ég að kynn-
ast fólki frá öllum Norðurlöndun-
um.“
– Voru margir í kjöri til þessa
embættis?
„Nei, ég var einn í kjöri og var
því sjálfkjörinn. Yfirleitt er leitast
við að ná samkomulagi milli aðild-
arsamtaka um skipan nýs forseta.
Það er rótgróin regla í þessu starfi
að allar ákvarðanir eru teknar með
samþykki allra aðildarsamtak-
anna.“
– Eiga fleiri stjórnmálaflokkar á
Íslandi aðild að þessum samtök-
um?
„Nei, Samband ungra fram-
sóknarmanna á eitt aðild að Félagi
miðjumanna á Norður-
löndum. Frá hinum
Norðurlöndunum eiga
sæti í samtökunum
miðflokkarnir í Nor-
egi, Svíþjóð, Finnlandi
og Álandseyjum auk
Sænska þjóðarflokksins í Finn-
landi. Enginn flokkur frá Dan-
mörku eða Færeyjum á sæti í sam-
tökunum.“
– Ertu formlega tekinn við
starfi forseta?
„Já, ég tók við starfi strax á
þinginu sem haldið var í Aas í Nor-
egi.
Finnur Þór Birgisson
Finnur Þór Birgisson fæddist í
Reykjavík 3. júlí 1973. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verslunarskóla
Íslands 1993 og lagaprófi frá Há-
skóla Íslands 1999. Hann hefur
starfað sem fulltrúi sýslumanns
frá 1999 til 2001, frá 1. maí sl.
hefur hann verið aðstoðarmaður
héraðsdómara hjá Héraðsdómi
Austurlands. Finnur hefur átt
sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins frá 1994 og var for-
maður Félags ungra framsókn-
armanna í Reykjavík 1998 til
1999. Hann er ristjóri vefrits
ungra framsóknarmanna;
maddama.is.
Starfið hefur
verið virkara á
síðustu árum
„VIÐ vorum að reyna að veiða lax
en veiðin var treg og illa gekk að fá
fiskinn til að bíta á,“ sagði Bergþór
Einarsson frístundaveiðimaður
sem smellti þessari mynd af félaga
sínum í veiðitúr síðustu helgar við
Vatnsdalsá í Forsæludal. Eitthvað
fór stangveiðimanninum að leiðast
þófið og ákvað því að fá sér kríu-
blund í blíðviðrinu.
„Hann svaf svona gapandi eins
og fiskarnir í tuttugu mínútur eða
alveg þangað til ég vakti hann – ja,
hann hefði nú örugglega annars
sofið langt fram á kvöld,“ sagði
Bergþór. Þrátt fyrir síðdegislúrinn
fóru veiðimennirnir þó ekki heim
með öngulinn í rassinum þar sem 7
bleikjur bitu á endanum á og heiðr-
inum því bjargað fyrir horn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veiðimálastofnun stefnir í að veiði-
sumarið í ár verði svipað og í fyrra.
Vöntun virðist vera á stórlaxi og
hefur hlutfall hans í veiði lækkað
mikið. Í kringum 1980 voru t.d.
veiddir um 20 þúsund smálaxar og
annað eins af stórlöxum en árið
2000 veiddust 20 þúsund smálaxar
en aðeins 4 þúsund stórlaxar. Sil-
ungsveiði og áhugi fyrir henni virð-
ist hins vegar vera á uppleið. Jafn-
framt hefur sjóbirtingsgengd farið
vaxandi á undanförnum tveimur
árum og sjóbleikjuveiði einnig ver-
ið nokkuð góð í sumar. Endanlegar
veiðitölur sumarsins 2001 fást svo
ekki fyrr en í lok veiðitímabilsins.
Ljósmynd/Bergþór Einarsson
Lítil
laxveiði