Morgunblaðið - 18.08.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 49
DAGBÓK Útsala!Glæsilegar yfirhafnir
Opið laugardag frá kl. 10—15
Mörkinni 6, sími 588 5518,
opið laugardaga kl. 10-15.
Útsala!
Glæsilegar yfirhafnir
Opið laugardag frá kl. 10 - 15
Glæsileg
eldriborgaraferð til
Costa del Sol
27. september
með Sigurði Guðmundssyni
frá kr. 63.840
Heimsferðir bjóða nú síð-
ustu sætin í einstaka vorferð til Costa del Sol þann
27. september í 3 vikur en haustferðin með Sigurði
Guðmundssyni hefur verið uppseld öll undanfarin
ár og frábært verður á Costa del Sol á þessum árs-
tíma. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu
á Aguamarina, okkar vinsælasta gististað, að sjálf-
sögðu njóta farþegar okkar
rómaðrar þjónustu farar-
stjóra Heimsferða allan tím-
ann. Sigurður Guðmunds-
son verður með fjölbreytta skemmti- og íþrótta-
dagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja
það að þú fáir sem mest út úr fríinu.
Síðustu sætin
3 vikur
Verð frá 63.840
Hjón með 2 börn, 27. september,
3 vikur, Aguamarina, m. sköttum.
Verð kr. 78.880
27. sept., Aguamarina, 2 í stúdíó.
Skattar kr. 2.530 ekki innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
· Leikfimi
· Kvöldvökur
· Kynnisferðir
· Gönguferðir
· Spilakvöld
· Út að borða
Spennandi dagskrá
Höfum
opnað
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Árnað heilla
LJÓÐABROT
Hulduljóð
– – –
Sólfagra mey, nú seilist yfir tinda
úr svölum austurstraumum roði skær.
Nú líður yfir láð úr höllu vinda
léttur og hreinn og þýður morgunblær.
Svo var mér, Hulda, návist þín á nóttu
sem nú er ljósið jörð á votri óttu.
Vertu nú sæl. Þótt sjónum mínum falin
sértu, ég alla daga minnist þín.
Vertu nú sæl, því dagur fyllir dalinn.
Dunandi fossinn kallar þig til sín.
Hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða.
Bústaður þinn er svölum drifinn úða.
Vertu nú sæl, því sólin hálsa gyllir
og sjónir mínar hugarmyndin flýr.
Ó, Hulda kær, er fjöll og dali fyllir
fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr
og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar
sá, er þig aldrei leit um stundir allar.
Jónas Hallgrímsson
(Niðurlag)
Í LOK júní leiddu saman
hesta sína tveir heimsmeist-
arar í 10 skáka atskákeinvígi
í Mainz í Þýskalandi. Annar
þeirra ber titil FIDE en
hinn titil sem Kasparov við-
urkennir. FIDE heims-
meistarinn, Viswanathan
Anand (2.794), tókst eftir
bráðabana að sigra með 6½
vinning gegn 5½. Í stöðunni
bar hins vegar Vladimir
Kramnik (2.802) sigur úr
býtum en hann hafði svart
og nýtt sér ólánlega stöðu
hvítu mannanna. 25. ...g3!
26. Rf1 26. fxg3 gekk
ekki upp sökum
26...Bc5 + og svartur
vinnur hrók. 26. ...
gxf2+ 27. Kh2 Bxc4 og
hvítur gafst upp enda
fátt til varnar. Skákin
tefldist í heild sinni: 1.
e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4
Rd6 6. Bxc6 dxc6 7.
dxe5 Rf5 8. Dxd8+
Kxd8 9. Rc3 h6 10. h3
Bd7 11. b3 Kc8 12. Bb2
b6 13. Had1 Re7 14.
Hd2 c5 15. Hfd1 Be6
16. Re2 g5 17. h4 g4 18.
Rh2 h5 19. Hd8+ Kb7 20.
Hxa8 Kxa8 21. Hd8+ Kb7
22. Rf4 Rg6 23. g3 c4 24.
bxc4 Rxf4 25. gxf4 o.s.frv.
Helgarskákmótið í Blöndu-
virkjun hefst í dag. Lands-
virkjun styrkir mótið rausn-
arlega en tefldar verða 9
umferðir með atskáksniði.
Keppninni lýkur á morgun,
19. ágúst.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ALLIR spilarar þekkja
þennan tromplit: Ásinn
fjórði á móti G1098x. Þetta
eru níu spil á milli handanna
og það vantar KD og tvo
smáhunda. Hvort skyldi nú
vera rétt að taka fyrst á ás-
inn eða tvísvína fyrir hjónin?
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ Á54
♥ Á632
♦ 1064
♣ DG9
Vestur Austur
♠ G1086 ♠ D973
♥ 5 ♥ KD7
♦ DG985 ♦ 2
♣ K73 ♣ 106542
Suður
♠ K2
♥ G10984
♦ ÁK73
♣ Á8
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 hjarta
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Tvísvíningin ræður við
fleiri legur. Það er aðeins
þegar KD er tvíspil á eftir
ásnum sem betra er að
taka á ásinn, en með tví-
svíningu má ráða við KDx
og KDxx í millihönd.
En hvað koma þessi vís-
indi spili dagsins við, þar
sem austur á hjónin þriðju
á eftir og hlýtur að fá tvo
slagi, hvernig sem unnið er
úr litnum. Við skulum sjá.
Spilið kom upp í úrslitaleik
Frakka og Bandaríkja-
manna á HM 1971. Út kom
spaðagosi á báðum borðum
og báðir sagnhafar tók
fyrst á hjartaás og spiluðu
meira hjarta. Vestur fékk
fljótlega slag á laufkóng og
síðan annan á tígul í lokin.
Einn niður.
Þetta er heldur máttlaus
spilamennska. Til að byrja
með er nákvæmast að láta
hjartagosa fara yfir til
austurs með þeirri áætlun
að tvísvína. Í rauninni
skiptir ekki máli hvað aust-
ur gerir næst, en segjum
að hann spili laufi. Því er
svínað og vestur drepur
með kóngi og spilar til
dæmis aftur laufi. Sagnhafi
tekur þann slag og tromp-
ar út spaðann. Spilar svo
hjartagosa með því hugar-
fari að svína. En þegar
vestur hendir tígli, tekur
sagnhafi á ásinn, síðan
laufslag blinds og loks ÁK í
tígli. Austur hendir vænt-
anlega laufi, en það er
skammgóður vermir, því
hann fær næsta slag á há-
hjarta og verður þá að
spila út í tvöfalda eyðu.
Þar með hverfur tap-
slagurinn á tígul.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 18. ágúst, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Ólafur Ragnar Karlsson og
Hrefna Einarsdóttir, Skólagerði 18, Kópavogi. Þau eru að
heiman í dag.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag-
inn 19. ágúst, verður fimm-
tugur Örn Andrésson,
framkvæmdastjóri, Fanna-
fold 51, Reykjavík. Hann og
eiginkona hans, Ragnheiður
Hinriksdóttir, taka á móti
ættingjum og vinum í kvöld,
laugardagskvöldið 18. ágúst,
á Hótel Borg kl. 19.
50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn, 21. ágúst nk.
verður Þorvarður Hjalta-
son framkvæmdastjóri
Samtaka sunnlenskra sveit-
arfélaga fimmtugur. Af því
tilefni taka hann og Ólafía
Sigurðardóttir kona hans á
móti gestum í kvöld laugar-
daginn 18. ágúst í Tryggva-
skála frá kl. 20.00–23.00.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 18.
ágúst, er sextugur Páll Ei-
ríksson, læknir, Sofus
Madsens vei 28, 5097,
Bergen, Noregi.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert rökfastur og gengur
beint til verks, en kímnigáfa
þín er of gráglettin
fyrir suma.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt erfiðan dag í vændum
og ættir því að forðast allar
deilur. Þær eyða mikilli orku
sem væri betur komin í við-
ureign við verðug verkefni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Liggðu ekki á skoðunum þín-
um heldur láttu þær í ljósi því
það auðveldar lífið að hafa
allt á hreinu. Lyftu þér upp
með vinum og vandamönn-
um.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að hafa augu á
hverjum fingri í fjármálum
því það er aldrei að vita hve-
nær gefur á bátinn. Haltu
þínu striki varðandi önnur
mál.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert í fullu fjöri og veist
varla í hvorn fótinn þú átt að
stíga. En farðu þér samt
hægt og gáðu vel að þér, því
allur er varinn góður.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Leyfðu eðlisávísun þinni að
njóta sín, hvað sem aðrir
segja. Óvæntar fréttir berast
af góðum vini, en þar er ekki
allt sem sýnist.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú getur haldið samstarfs-
mönnum þínum á tánum án
þess að vera með hávaða eða
læti. Besta valdbeitingin er
að þurfa ekki að sýna valdið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það gengur ýmislegt á í kring
um þig og þess vegna ríður á
miklu að þú haldir ró þinni
hvað sem á dynur. Láttu vin
þinn vita hvað þér finnst.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að beita öllum þínum
sannfæringarkrafti til þess
að vinna samstarfsmenn þína
á þitt band. Reyndu bara ekki
að slá ryki í augu fólks.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú átt eitthvað erfitt með að
ná til annarra í dag svo best
færi á því að þú héldir þig
eins mikið út af fyrir þig og
þú frekast getur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gerðu þér það að reglu að
klára þau verkefni, sem fyrir
liggja, áður en þú tekur fleiri
að þér. Því lengur sem það
dregst þeim mun verra fyrir
þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur auðvitað þínar til-
finningar eins og aðrir. Haltu
stillingu innan um vinnu-
félagana og finndu þér svo
vinaröxl til að gráta á.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er ástæðulaust fyrir þig
að halda aftur af þér, þótt
einhverjir í kring um þig séu í
fúlu skapi. Brostu bara sem
breiðast framan í heiminn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.