Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 25

Morgunblaðið - 18.08.2001, Side 25
         4 5 6  6 7 8 9#: 9 8 98 7 9   9#:   9 :                     ! ;6   &-0 &/0 * * &&( * &.0   "#$     % &! &'+ &0( &&( -( &&0 &0/ &(0   '   ()* )/ /0 -0 )( ), &'0 ,( "'  +  4 &/ +( '( &( &( '( '( ( + , -  . &/   $  ,/ )0 )0 .( 00 &0& .0 0# $  (1     +&/ '// ')0 &,( '-) '/0 ''0    '      +/0( +/0( +/0( +'/( +)0( ..0( +000     2 3 / 24      4  2  5 5 /!/  / 6/ !/ //6 108% munur á hæsta og lægsta verði og á Artline tússpenna 99%. Um 35% verðmunur á skólaorðabók Á Ensk-íslensku skólaorðabókinni var um 35% munur á milli hæsta og lægsta verðs. Dýrust var hún í Bóka- búðinni Hlemmi á 4.450 kr. en ódýr- ust í Bókaverslun Lárusar Blöndal á 3.290. Stórmarkaðir eins og Bónus, Hag- kaup, Fjarðarkaup og Nettó, selja BÓKAVERSLUN Lárusar Blöndal var með lægsta verð á ritföngum eða samtals 360 krónur þegar fimm al- gengar vörutegundir voru bornar saman í sjö verslunum í vikunni. Hæst reyndist verðið vera í Bóka- búðinni Hlemmi eða 750 krónur og er munurinn um 108%. Næsthæst var verð í Máli og menningu þar sem vöruliðirnir fimm kostuðu samtals 639 krónur. Morgunblaðið kannaði verð á sex ritföngum í ákveðnum vörumerkj- um, stílabók, strokleðri, blýi, túss- penna, fjórlitum kúlupenna og tré- blýanti, en einnig var kannað verð á Ensk-íslenskri skólaorðabók. Mest- ur verðmunur var á blýi eða 277%, í Bókabúðinni Hlemmi var pakkinn á 151 krónur en í bókaverslun Lárusar Blöndal á 40 krónur. Næstmestur verðmunur var á blýöntum, eða 200 % en þeir voru ódýrastir í Griffli og Bókaverslun Lárusar Blöndal á 10 krónur, en á 30 krónur í Máli og menningu. Á Boxy strokleðri var einnig skólavörur, eins og ritföng og bækur, en af þeim kannaði Morgun- blaðið verð í Nettó og Hagkaupum. Í Nettó reyndust önnur vörumerki vera á boðstólum en könnuð voru ef undan er skilið Boxy strokleður sem kostar þar 68 krónur. Í Hagkaupum fengust þrjú af vörumerkjunum, stílabókin sem var á 118 krónur, Boxy strokleðrið sem kostaði 69 krónur og Bic kúlupenn- inn sem var á 296 krónur. Vegna þess hve fá þessara vörumerkja fengust í Nettó og Hagkaupum voru þær verslanir ekki hafðar með í töflu. Þess ber að geta að valin voru af handahófi ákveðin vörumerki en oft fást sambærilegar vörur í öðrum vörumerkjum og þá á öðru verði. Skólarnir að byrja Samkeppnin er gríðarlega hörð á skólabóka- og ritfangamarkaðnum um þessar mundir, að sögn Hauks Olavssonar, verslunarstjóra í Griffli. „Hér er allt á fullu en skólarnir byrja hver af öðrum í næstu viku. Síðustu vikurnar í ágúst eru mesti álagstími ársins ásamt desembermánuði.“ Tíu aukastarfsmenn vinna í versl- uninni þegar skólarnir byrja og segir Haukur ekki veita af. „Annars er þetta afar skemmtilegur tími og gaman að fá krakkana í búðina, bæði unglingana og þessa yngri, en hjá þeim er oft mikill spenningur þegar skólarnir eru að byrja.“ Haukur seg- ir að erlendar námsbækur hafi hækkað eitthvað í verði en telur rit- föng almennt á sama verði og í fyrra. Hörð samkeppni er á skólabóka- og ritfangamarkaði Mesti verðmunur reyndist vera á blýi, um 277%. Morgunblaðið/Golli Um 108% verðmunur á ritföngum milli verslana NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 25 Í garðyrkumiðstöðinni Lundi við Vesturlands- veg hefur verið settur upp í fyrsta sinn bændamarkaður, þar sem boðið er upp á glænýtt og ferskt grænmeti. Vöruvalið eykst þegar líða tekur á haustið, að sögn Kristínar Bjargar Gunnarsdóttur en nú eru í boði glænýjar gulrætur, rauðar ís- lenskar kartöflur, róf- ur, blómkál, spergilkál, kínakál, hvítkál, rauðkál, hnúðkál, alls kyns salöt og kryddjurtir m.a. rucola, basil, dill, kóreander. Grænmetið segir Kristín Björg vera ræktað án eiturefna af bændum fyrir austan fjall og verðið sé alla jafna betra en í matvöruverslunum. Opið fram eftir hausti Markaðurinn verður opinn fram eftir hausti, opið er á milli 15 og18 miðvikudaga, fimmtu- daga og föstudaga, og á milli 12 og 18 laugardaga og sunnudaga. „Tilvalið er að bregða sér rétt út fyrir bæ og slaka á í sveitinni þegar gott er veður. Heitt kaffi bíður allra sem koma,“ segir Kristín, sem þekkir markaði sem þessa vel frá Bandaríkjunum. Henni fannst vanta álíka markað hér og tók því til sinna ráða. Að auki hefur Kristín í hyggju að koma á handverkssýningu á sama stað á næstunni og stefnt er að jólamarkaði fyrir næstu jól. Markaður með nýtt íslenskt grænmeti Hanna Klara virðir fyrir sér úrvalið á grænmetismarkaðinum. Morgunblaðið/Sverrir POTTAGALDRAR hafa nú sett á markaðinn þrjár nýjar kryddblönd- ur. Töfrakrydd er alhliða borð- og steikarkrydd sem má nota á t.d. fisk, kjöt, grænmeti, salat, franskar, sam- lokur og fleira. Karrý Madras og Karrý de Luxe eru indverskar karrý-blöndur sem má nota með flestu hráefni til steik- ingar, kryddlagningar eða suðu. Nýtt Töfrakrydd frá Pottagöldrum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.